Morgunblaðið - 25.04.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUÐAGUR 25. APRÍL 1991
€ - 11
og annarra aðstæðna ákveðið að
auka neyslu sína og lækka sparn-
aðarhlutfallið. Vextir tóku þá þeg-
ar í stað að hækka og lántaka á
innlendum markaði, ekki síst sala
ríkisvíxla og spariskírteina, varð
torveldari. í þessum atburðum fel-
ast bein skilaboð til ráðamanna um
að vanmeta ekki jafnvægisaðstæð-
ur á fjármálamarkaði.
íslendingar ættu að grípa
tækifærið nú og tengja
gengi krónunnar við ECU
Á undanförnum árum hefur far-
ið fram nokkur umræða í þjóðfé-
láginu um framtíð gengis- og
gjaldeyrismála og hugsanlega
tengingu íslensku krónunnar við
evrópska gjaldeyrissvæðið með
einhveijum hætti. Nýlega komst
opinber nefnd að þeirri niðurstöðu
að hagkvæmt væri að tengja gengi
krónunnar við ECU með þátttöku
í myntsamstarfi Evrópuþjóðanna.
Norðmenn stigu fyrir skömmu það
skref að taka upp viðmiðun við
ECU í gengisskráningu norsku
krónunnar en áður hafði mynt-
karfa með dollaravægi svipuð og
hér er notuð nú verið lögð til
grundvallar.
Enginn vafi leikur á því að stöð-
ugleiki í gjaldeyrismálum er for-
senda fyrir því að takast megi að
ráða við verðbólgu á íslandi á
næstu árum. íslendingar ættu því
nú þegar að grípa tækifærið og
taka upp viðmiðun við ECU í geng-
isskráningu krónunnar og fylgja
með því fordæmi Breta (sem hófu
þátttöku í Myndbandalagi Evrópu-
þjóðanna á síðastliðnu hausti) og
Norðmanna. Rökin fyrir ECU-
tengingu eru ekki aðeins sá ávinn-
ingur í viðskiptum sem af fastteng-
ingu hlytist og stöðugt verðlag á
borð við það sem ríkir í Evrópu.
Rökin eru einnig þau að traustur
gjaldmiðill er eitt helsta skilyrði
þess að einstaklingar sjái sér hag
í því að eignast sparifé og ávaxta
til síðari tíma og einnig að fyrir-
tæki sjái sér hag í því að byggja
upp eigið fé og verðmæti á Is-
landi. Gjaldmiðill sem getur hækk-
að og lækkað í gengi út og suður
er ekki nothæfur til lengdar sem
mælieining á verðmæti í veröld þar
sem fjármagnsflutningar milli
landa eru fijálsir og hver þjóð verð-
ur að etja kappi við stórfyrirtæki
nágrannalandanna án verndar frá
tollmúrum eða öðrum höftum.
Höfundur er framkvæmdasíjóri
VÍB - Verðbréfamarkaðs tslands-
banka hf.
W d E'= K1 © EíD 0 E [LGJ KJ QJ (S
veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum
• Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag-
stæðum greiðslukjörum.
• Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign
eða bankaábyrgð.
• Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna
í samvinnu við umsækjendur.
• Sjóðurinn veitir einnig styrki til greiðslu á nauð-
synlegri ráðgjöf vegna þróunarverkefna.
Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e.
Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði.
HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR.
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð,
pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044.
FYRIR ÞÁ SEM VILJA GÓBAN MAT
og gera kröíur um góða þjónustu.
HALLAR6ARDURIHN
sími 678555
í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN.
Meira en þú geturímyndað þér!
99
Nóg aö gera
- en hver er afkoman?
Tölvuvæðing á að auka innsýn í hvar og hvenær tap
og gróði myndast í rekstrinum. Hugbúnaður á að
lækka kostnað, auðvelda ákvarðanatöku, spara tíma og
minnka vinnu - bæði þína og annarra!
Þegar þú velur hugbúnað ertu að hluta til að spá um
framtíðarþróun fyrirtækisins. Búnaðurinn verður að
geta vaxið og þróast með rekstrinum, bæði að
afköstum og hæfni. Þegar horft er til framtíðar skiptir
aðlögunarhæfni hugbúnaðar öllu máli.
Kaup þín á viðskiptahugbúnaði eru því mikilvæg
viðskipti. Galdurinn er, eins og í rekstrinum, að fá
BUSTJORI
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
BÚSTJÓRI hentar bæði einstaklingum og
fyrirtækjum í hvers kyns rekstri. Ástæðan er
framúrskarandi aðlögunarhæfni kerfisins. Það
getur vaxið og stækkað með rekstri
fyrirtækisins og mætt hvers konar kröfum um
afkastagetu og hæfni í framtíðinni. Og
aðlögunin er ódýr, þökk sé innbyggðu og
öflugu skýrslugerðarforriti og innbyggðu
forritunarmáli sem auðveldar alla þróun
kerfisins.
meira fyrir minna og halda utan um reksturinn. Velja
réttan hugbúnað. Velja BÚSTJÓRA. Afkoman er það
sem gildir.
Hringdu til okkar í Streng í síma 685130 og
Guðbjartur, Ágúst
og Sigríður munu
fúslega veita þér allar
upplýsingar um
BÚSTJÓRA og lýsa
fyrir þér kostum
þessa frábæra kerfis.
Viðurkenndur
soiuaðih
STRENGUR
Verk- og kerfisfræðistofa
Stórhöfða 15, sími 91-685130