Morgunblaðið - 25.04.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKlPTI/'ATVlllIITOtF^]mWMBfjR'25A A'PRÍL W9t o u hráefni og hafa tækniþekkingu og verkþekkingu hjá starfsfólki til að geta gert úr því þá vöru, sem rnark- aðurfen krefst á hveijum tíma. í því felst okkar styrkur. Nú höfum við sérstöðu sem er íslenska gæran og á því byggist okkar styrkur einnig að veruiegu leyti. Nú þegar það hrá- efni minnkar verðum við að leggja alla áherslu á að þróa fyrirtækið enn frekar í þá átt að geta tekið á móti, unnið og markaðssett fullunnin skinn úr ijölbreyttara hráefni en hingað til. Starf okkar sem hér vinn- um hefur mótast mjög af þessu und- anfarin misseri." — Er samkeppnin ekki geysileg í skinnaiðnaðinum? „Jú hún er mikil og sérstaklega við Suður-Evrópuþjóðirnar eins og Spánverja og ítali. Þeir eru tiltölu- lega stutt frá viðskiptavinum sínum og mörkuðum. Hitt er annað mál að það ríkir ákveðinn rígur á milli þessara tveggja þjóða, sem er okkar ávinningur. Við höfum líka orðið varir við það á þessum 2-3 árum, sem við höfum átt viðskipti við ítal- Sjónarhorn ana að þeim finnst fjarlægðin til íslands ekki eins mikil eftir að þeir hófu viðskipti við okkur og þeim fannst til að byija með. Við höfum áunnið okkur ákveðinn orðstír og traust sem við getum notað til að byggja á. Hann segir að það sé fljótt að spyijast, ef menn standi ekki við orð sín og gæðin séu ekki í lagi. Því hafi þeir alltaf lagt áherslu á að þjóna viðskiptavinum sínum vel og passa vel upp gæðin. Hann tekur einnig fram, að séu íslensku skinnin rétt unnin séu þau mjög góð. „Við flokkum skinnin í þijá megin gæða- flokka. í fyrsta gæðaflokk fer um helmingur allra skinnanna. í miðl- ungsflokk fara u.þ.b. 30-40% og í þriðja flokk fara um 10-20%. Hver flokkur hefur sína _ viðskiptavini, einnig þeir slökustu. Úr þeim skinn- um eru unnar ódýrari flíkur og lúff- ur, húfur og þess háttar vörur.“ Bjarni tekur fram að mjög mikil- vægt sé í allri vinnslunni að flokkun- in sé rétt bæði vegna nýtingar á skinnunum og litanna. Sumir litir MBA-nám í Viðskip tciháskólmi um í Ósló eftir Ríkharð Ottó Ríkharðsson Síðastliðið haust hóf ég fram- haldsnám í viðskiptafræðum og fyrir valinu varð Viðskiptaháskól- inn í Ósló, Oslo Handelshöyskoie (Oslo Business School), sem er frekar ungur skóli en getið hefur sér gott orð. Skólinn, sem stendur á fallegum stað í miðborg Óslóar, er sjálfs- eignarstofnun sem býður upp á almennt nám í viðskipta- og mark- aðsfræðum. Stjórnendur skólans leggja mikið upp_ úr samskiptum við atvinnulífið. Áhersla er lögð á að fá gestafyrirlesara úr röðum virtra fyrirtækjastjórnenda, jafnt norskra sem erlendra. Verkleg vinna nemenda beinist að því að gefa þeim sem mesta innsýn í raunveruleg verkefni (og vanda- mál) stjómenda fyrirtækja. Það er gert með reglulegum heimsókn- um stúdenta til fyrirtækjanna, þar sem stúdentarnir eiga að fá tæki- færi til þess að vinna að raunhæf- um verkefnum. Frá árinu 1989 hefur Viðskipta- háskólinn í Ósló boðið upp á MBA-nám (Master of Business Administration) fyrstur norrænna viðskiptaháskóla. Námið fer allt fram á ensku og mikil áhersla er lögð á að skólinn sé í raun og veru alþjóðlegur. Kennslan er með alþjóðlegu ívafi og um þessar mundir eru nemendur frá 26 þjóðl- öndum við MBA-nám í viðskipta- háskólanum í Ósló. Nemendurnir á MBA-stiginu era með mismunandi háskólagráð- ur. Þeir sem ekki hafa lokið við- skiptanámi sitja einnar annar und- irbúningsnám fyrir sjálft MBA- námið sem tekur þijár annir (eitt og hálft ár). Skipuleggjendur Viðskiptahá- skólans í Osló höfðu viðskiptahá- skóla í Bandaríkjunum sem fyrir- mynd þegar skólinn hóf starfsemi sína. Þrátt fyrir það hafa þeir í engu gleymt sérstöðu og þörfum evrópsks markaðar. Mikil áhersla er lögð á að fá virta erlenda gesta- kennara til kennslu á MBA-stiginu og kenna flestir þeirra eitt ár í senn. Auk fastra kennara er tölu- vert um að gestafyrirlesarar sæki skólann heim og miðli nemendum af reynslu sinni. Uppbygging og áherslur MBA- námsins hafa þegar gert skólann að einum viriasta viðskiptaháskól- anum í Evrópu. Sem dæmi má nefna að hið þekkta tímarit Inter- national Management skipaði MBA-náminu í Ösló á bekk með Bocconi, London Business School, Insead og Erasmus. Það er gott að dvelja í Ósló, framfærslukostnaður þar er ámóta og á íslandi, skólagjöldin fyllilega samkeppnishæf við það sem geng- ur og gerist í Evrópu og Banda- ríkjunum, fyrir utan að námið er fyllilega lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Höfunclur erfyrrum fjármálu- stjóri hjá OIís og stundar nú iiárn á MBA-stigi Vidskiptaháskólans í Ósló. Tölvumolar Holberg Másson Evrópuráð- stefna um EDI Fyrirhugað er að halda Evrópu- ráðstefnu um pappírslaus við- skipti, „EDI“, í Kaupmannahöfn 4.-6. júní nk. Fyrirhuguð er hóp- ferð á vegum EDI-félagsins á þessa ráðstefnu og einnig að heim- sækja 3. júní fyrirtæki í Kaup- mannahöfn sem hafa reynslu í pappírslausum viðskiptum. Nánari upplýsingar gefur Arnþór Þórðar- son í síma 27577 og Asgeir Val- björnsson í síma 697100. Bóka þarf þátttöku eigi síðar en 1. maí nk. Hugbúnað- arsmíð hjá iðn- skólanemum Á Degi Iðnskólanum í Reykjavík nú í byijun apríl, var kynning á hugbúnaðarsmíði hjá nemendum á tölvubraut skólans. Var þar sýnd- ur áhugaverður hugbúnaður sem smiðaður var af iðnskólanemum. Meðal annars var þar sýndur tölvuleikur sem nýkominn er á markað og heitir „StjörnuRokk", og notar hágæðaupplausn skv. VGA-staðli til framsetningar á myndum. Leikurinn er íslenskur -aá.öllxu.leyti-.og-.er .nú.tiL.sölu. séu eingöngu keyptir í fyrsta flokki, aðrir í miðlungsflokki og enn aðrir í lakasta flokknum. Gæðaeftirlit mikilvægt Bjarni bendir á að mikilvægt sé að byija gæðaeftirlit strax í slátur- húsunum. „Á undanförnum árum hafa starfsmenn okkar farið í slátur- húsin og fylgst með fláningu, fyrir- ristu og söltun. Fullunnin skinn eru seld eftir stærð og það ræðst strax í sláturhúsinu, hvort skinnið verður eins stór og það á upplag til eður ei. Þá hefur söltunin mikil áhrif á geymsluþol skinnsins. Ef ekki er staðið rétt að söltun eða geymslu getur komið rot í skinnið og það fer að úldna. í stórum stæðum er fljótt að verða mikill skaði. Við höfum ekki lent í því lengi, enda höfum við átt mjög gott samstarf við sláturhús- amenn á undanförnum árum.“ — Hveijir eru helstu gallar í skinni? „Náttúrulegir gallar eru t.d. tví- skinnungur, þ.e. liggur skinnið í tveimur lögum og verður þar af leið- andi laust á yfirborðinu. Sé þessi galli til staðar er mjög erfitt að koma skinninu heilu í gegnum vinnslurás- ina. Síðan eru illhærur oft í gær- unni, sem gera það að verkum að hárræturnar standa það djúpt í skinninu, að hárin koma í gegn. Áunnir gallar geta verið af ýmsum toga, t.d. getur verið stór blettur á ofanverOu skinni eftir sprautu, sem skilur eftir örvef í húðinni, og tekur þá á sig annan lit. í vinnslunni geta síðan komið fram gallar." Hjá íslenskum skinnaiðnaði vinna á þriðja hundrað manns og eru árs- verkin tæplega 200. í framleiðslunni vinnur starfsfólk á tví- og þrískiptum vöktum og segist Bjarni gjarnan vilja sjá vinnslu allan sólarhringinn vegna hagkvæmninnar. „Við höfum verið ákaflega heppnir með starfsfólk," segir hann. „Það er ákveðinn fastur kjarni sem hefur verið hér mjög lengi og það er ómetanlegt að liafa þetta fólk. Það hjálpar okkur að halda uppi gæðum og gera betur.“ — Hver var afkoma fyrirtækisins fyrir síðasta ár? „Velta Skinnaiðnaðar Sambands- ins á síðasta ári var um 800 milljón- ir króna. Uppgjöri er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að hagnaður verði í kringum 30 milljónir. Á áran- um 1985-87 varð hagnaður hjá fyrir- tækinu, en árið 1988 féll salan veru- ilega á Norðurlöndum og það ár varð imikið tap. Við söfnuðum miklum birgðum, auk þess sem gengið var óhagstætt. Árið eftir varð minna tap eða rúmar 20 milljónir og nú sjáum við fram á hagnað. Við höfum feng- ið góðar undirtektir á þeim vörum sem við kynntum sl. haust og höfum mikið af pöntunum, þannig að við erum bjartsýn á framtíðina," segir Bjarni Jónasson. HF sýningar eni okkar fag Höfum umboð fyrir allar helstu vörusýningar í Evrópu og víðar. Lóttu okku sjó um ferðina fyrir þig hvert ó land sem er. Hjó okkur finnur þú fagfólkið. H111111S11111 -VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA Austurstræti 17 Símar 622011 & 622200 co Z co => UJ > => Z Z > => Q Z oc uu > RAÐSTEFNA NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI? I Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki) , áletranir, merkingar og annað sem auðveldar skipulag og eykur þægindi og árangur (oátttakenda. Allar geröir, margar stæröir, úrval lita og áletranir aö þinni ósk! HafSu samband vi& sölumenn okkar i síma 68 84 76 e&a 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c Símar: 68 84 76 og 68 84 59. SÍMSVÖRUN Þjónusta í síma Örugg símapjónusta er andlit fyrirtœkisins Fanný Helgi Þorsteinn Símanámskeið er ætlað starfsfólki, sem sinnir símsvörun og þjónustu við viðskiptavini símleiðis. Kynntar eru helstu nýjungar í símatækni, gæði símsvörunar og áhersla lögð á bætta þjónustulund. Á námskeiðinu verður einnig farið í tæknileg atriði, sem tæknimenn Pósts og símaannast. Einnig verður símsölutækni gerð skil og kynntar verða helstu nýjungar á þeim vettvangi. Sýning á myndbandi. Vegna mikilla vinsælda er þetta námskeiö nú haldið í þriðja sinn á þessari vorönn. Námskeiðið er haldið í Stjómunarfélagi íslands frá kl. 8.30 til 13.00 dagana 6., 7. og 8. maí. Leiðbeinendur: Fanný Jónmundsdóttir, verkefnisstjóri Helgi Hallsson, deildarstjóri, Þorsteinn Óskarsson, deildarstjóri Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 „PRESENTATION SKILLS" Kanntu að halda athygli áheyrenda? Að upplýsa áheyrendur þína og halda athygli þeirra er ekki meðfæddur hæfileiki heldur tækni, sem þarf að læra. Anne Bögelund Haukur • Lifandi framsetningu. • Hlustendasálfræði. • Að hanna og undirbúa erindaflutning. • Að bregðast við spurningum. • Að nota líkamstjáningu • Hvenær og hvernig á að nota kimni. • Að beita röddinni. • Að undirbúa og stjórna myndrænum aðstoðartækjum. Þátttakendur fá persónulegar ábendingar um hvernig þeir geta bætt framsögutækni sína og lært að þekkja sínar sterku hliðar. Námskeiðið verður haldið á Hótel Loft- leiðum dagana 1. 2. og 3. maí frá kl. 08.30 til 18.00. Leiðbeinendur: Anne Bögelund-Jensen oa Haukur Haraldsson Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 Sfmi 621066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.