Morgunblaðið - 25.04.1991, Side 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMM-T-UBAGUR 25. APRÍL 1991
Aðalfundum
1991 aðljúka
N ú hafa tólf af nítján skráðum hlutafélögum hjá HMARKI
haldið aðalfund. í dag og næstu daga verða haldnir fjórir
aðalfundir. Skagstrendingur heldur aðalfund í dag, Grandi og
Olíuverslun íslands föstudaginn 26. apríl og Hlutabréfasjóðurinn
mánudaginn 29. apríl. Aðalfundum 1991 lýkur svo í maí.
Útgerðarfélag Akureyringa heldur aðalfund 3. maí, Armannsfell
13. maí og Hlutabréfasjóður VÍB 28. mai.
GENGIHLUTABRÉFA KAUP- SÖLU- BREYTING JÖFNUN ARÐUR SÖLUGENGI V/H I ARÐUR
GENGI GENGI FRÁ ÁRAM. 1991 1991 INNRA VIRÐI HLUTF. Imarkaðsv.
■ Ármannsfell hf 2,35 2,45 0,0%
□ Hf. Eimskipafélag íslands 5,40 5,62 8,2% 10,0% 15,0% 147% 16,85 2,45%
□ Flugleiöir hf 2,30 2,39 7,9% 10,0% 10,0% 107% 11,15 3,67%
ö Hampiöjan hf 1,72 1,80 4,4% 0,0% 8,0% 98% 13,22 4,26%
■ Hiutabréfasjóöur VÍB hf 1,00 1,05 5,0%
■ Hlutabréfasjóöurinn hf 1,87 1,96 6,5% |;;
□ íslandsbanki hf 1,55 1,60 18,9% 0,0% 10,0% 116% 10,29 5,98%
□ Eignarh.fél. Alþýöub. hf 1,62 1,70 35,9% 10,0% 10,0% 109% 4,76 6,49%
□ Eignarh.fél. lönaöarb. hf 2,32 2,40 32,3% 9,4% 10,0% 109% 6,97 4,65%
□ Eignarh.fél. Versl.b. hf 1,73 1,80 32,9% 16,6% 10,0% 108% 8,05 6,99%
□ Grandi hf 2,48 2,58 12,2% 11!
□ Olíufélagiö hf 5,45 5,70 11,0% 20,0% 15,0% 101% 16,55 2,27%
□ Olíuverslun fslands hf 2,25 2,35 11,9%
□ Sjóvá - Almennar hf 6,10 6,40 3,8% 10,0% 10,0% 325% 55,20 1,40%
□ Skagstrendingur hf 4,40 4,60 9,5%
□ Skeljungur hf 5,77 6,00 0,7% 10,0% 15,0% 117% 32,24 2,24%
□ Sæplast hf 6,95 7,25 -Nýtt- 10,0% 15,0% 174% 5,57 2,01%
Í~1 Tollvörugeymslan hf 1,00 1,05 8,5% 10,0% 6,0% 88% 50,41 5,21%
□ Útgeröarfélag Akureyringa hf 4,10 4,30 19,4%
TILBOÐSSKRÁNING KAUP- SÖLU- SÍÐUSTU JÖFNUN ARÐUR SÖLUGENGI V/H I ARÐUR
TILB0Ð TILB0Ð VIÐSKIPTI 1991 1991 INNRA VIRÐI HLUTF. Imarkaðsv.
□ Faxamarkaöurinn hf 2,25 1,70 127% 6,2
■ Máttur hf 1,03 1,00 0,0% 0,0% 189%
■ Merkir aO hlutabréf í fyrirtæklnu eru m'i fáanleg hjá HMAKKI.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR (SLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, Reykjavik, Simi: 68 15 30.
HMARK-algreiösla, Skólavörðustíg 12. Reykjavik, Sími: 2 16 77.
HMARK
HLUTABRÉrAMARKAÐiimrNN HF
G E N G I
HLUTABRÉFA
25
A P R í L
19 9 1
HMARKS vtsiialan:
76818% L
1"J
Lægsta álverð
í aldarfjórðung
Financial Times
Álverð er nú lægra en verið hefur undanfarin 25 ár ef reiknað er
með verðbólgu og gengisbreytingum. Sérfræðingar á álmörkuðum
hafa þetta til marks um að yfirstandandi samdráttarskeið verði mun
lengra en margir hagfræðingar gera ráð fyrir. Sérfræðingarnir
segja að ál sé haft til svo margvíslegra nota að eftirspurn á álmörk-
uðum sé góður mælikvarði á efnahagssveiflur. Sem stendur bendir
ekkert til þess að eftirspurnin muni aukast í bráð.
Á markaði í Lundúnum selst nú
tonnið af áli fyrir um 1400 dollara.
Haft er eftir sérfræðingum að fyrir
þetta verð sé um tíundi hluti álfram-
leiðslu í heiminum óarðbær. Verðið
gæti farið niður í rúmlega 1300
dollara áður en botninum er náð.
Þótt álbirgðir hafi aukist og eftir-
spurnin sé víðast hvar dræm sjást
lítil merki þess að álframleiðendur
hyggist draga úr framleiðslunni. í
febrúar var framleiðslan þvert á
móti meiri en nokkru sinni fyrr.
Nýjustu álverin geta staðist enn
lægra álverð. Um þriðjungur
bandarískra álvera býr líka við
breytilegt raforkuverð. Fram-
leiðslukostnaður þeirra lækkar þeg-
ar álverð fellur. Vegna ríkisstyrkja
hafa óhagkvæm álver í Evrópu
sömuleiðis lítinn hvata til að draga
úr framleiðslu.
Iðnadur
Pripps til hjálpar
Pilsner Urquell
Börsen
Stjórnendur sænska bjórfyrlr-
tækisins Pripps ræða nú við full-
trúa tékkneska bjórfyrirtækisins
Pilsner Urquell um hugsanlegt
samstarf.
Pilsner Urquell verður einkavætt
innan tíðar og stefnt er að sókn á
erlendum mörkuðum. Framleiðslu-
getan er hins vegar ekki nógu mik-
il til að fullnægja eftirspurn og
þess vegna leitar fyrirtækið sam-
starfsaðila.
Pilsner Urquell framleiðir sex
tegundir bjórs og ársframleiðslan
er rúmlega 350 þúsund lítrar. Ár-
svelta er um fjórir milljarðar króna
og starfsmenn eru nálægt 2500.
Þriðjungur framleiðslunnar er flutt-
ur úr landi. Mest fer til Sovétríkj-
anna, Þýskalands og Banda-
ríkjanna.
Pripps er hluti af sænsku mat-
væla- og lytjasamsteypunni Procor-
dia. Sænska ríkið og Volvo eiga
hvort um sig 39% hlutafjár í Procor-
dia og fara með 42,5% atkvæða.
Volvo sækist eftir að eignast meiri-
hluta í samsteypunni og sænska
ríkisstjórnin hefur sölu ríkisfyrir-
tækja á stefnuskrá sinni. Starfs-
menn Procordia eru tæplega 50
þúsund.
(fh IÐNLÁNASJÓÐUR , H-r fyrir íslenskt atvinnulíf ? ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 ábendi RÁÐNINGAÞJÓNUSTA 689099
Laugavegi 178 -105 Reykjavik