Morgunblaðið - 25.04.1991, Síða 15
MORGÚNBLÁÐIÐ
• ''"LLlLLl '' v ' ,
VIDSKIPTI/ATVIBINULÍF
UÉ'áÍÁÚRÍú'1991
15
smávægilegar uppákomur sem oft
geta stöðvað heilu verksmiðjurnar
í höndum annarra.
En lífsorka manna hér á landi
virðist engu að síður leita í flesta
aðra farvegi en að skjóta tryggum
fótum undir eigin lífsbjörg af eigin
frumkvæði og rammleika. Hve
margir þeirra sem vinna hjá fyrir-
tækjum sem byggja á ótryggum
grunni skyldu vinna að því að
tryggja eigin afkomu með því að
skapa sér sjálfstæð tækifæri til hlið-
ar við störf sín hjá öðrum?
Og hvé mörg fyrirtæki gera eitt-
hvað raunhæft í því að móta eigin
stefnu til langs tíma, þróa og bæta
starfsemi sína og auka framleiðni
í sífellu? Og hve mörg fyrirtæki eru
á hverjum tíma með nógu margar
nýjar hugmyndir, vörur eða þjón-
ustu þróaða til að taka við ef tekjur
minnka af starfsemi líðandi stund-
ar?
Ég hefi gert mér það til dundurs
síðastiiðin 2-3 ár að spyrja einstakl-
inga sem eru í hættu með störf sín,
forstöðumenn fyrirtækja sem sjá
fram á ótrygga framtíð og fieira
að því hvað þeir væru að gera í
málunum til að skapa sér starfsör-
yggi og trygga framtíð.
Svörin hafa nánast öll verið á
einn veg. Fæst fyrirtæki hafa mót-
að sér stefnu eða skapað sé ný
tækifærí til að taka við af þeim
gömlu. Bestu svörin sem ég hefi
fengið hjá stjórnendunum hafa ver-
ið þau að „beðið sé eftir álverinu"!
Éinstaklingarnir sem ég hefi
spurt hafa engir gert neitt virkt í
að efla þekkingu sína eða skapa sér
tækifæri til að taka við ef í harð-
bakka slægi!
Margir þeirra hafa engu að síður
eytt töluverðum tíma í margháttaða
endurmenntun sem enginn fyrirsjá-
anlegur árangur var af hvað betra
starfsöryggi varðar.
Hvað myndir þú, lesandi góður,
segja um búhyggju bónda sem segði
þér á miðju sumri að hann væri að
„bíða eftir kartöfluuppskeru
haustsins, en hefði að vísu engu sáð
um vorið“?
Svör af þessu tagi þýða að visu
„Lífsorkan og
krafturinn er
til staðar! Það
eina sem gera
þarf er að
beina honum í
þennan farveg
ogtryggjaað
námið og starf-
ið sé skemmti-
legt og tryggð-
ur sé greiður
aðgangur að
upplýsingum
um ný tæki-
færi.“
sem betur fer ekki að allir fljóti
sofandi að feigðarósi, ástandið er
betra en svo.
Þau sýna á hinn bóginn ótrúlegt
og oft óafsakanlegt athafnaleysi við
nýsköpun og uyppbyggingu framt-
íðarinnar hjá einstaklingum sem
fyrirtækjum. Einstaklingar sem ég
hef spurt hafa engir gert nokkuð
raunhæft í að efla þekkingu sína
eða skapa sér tækifæri til að efla
þekkingu sína eða skapa sér tæki-
færi til að taka við ef í harðbak-
kann slær!
Margir þeirra hafa engu að síður
eytt töluverðum tíma í margháttaða
endurmenntun sem enginn fyrirsjá-
anlegur árangur var af hvað betra
starfsöryggi varðar. Og sumir
hveijir eyða verulegum tíma í hvers-
kyns leikaraskap sem oft.er innan-
tómur og í raun hvimleiður. Lífsork-
una skortir á hinn bóginn ekki í
íslendinga. Af henni er sem betur
fer nóg og það gefur von um að
ná megi árangri.
Athafnaleysið byggist því ekki á
áhugaleysi, tímaskorti eða skorti á
lífsorku. Jafnvel ekki svo mjög á
fjárskorti þótt margir séu heldur
blankir. Allt þetta er til staðar eins
og sóknin í endurmenntun og hvers-
kyns frístundaiðju sannar. Það
byggist á hinn bóginn á hugmynda-
og upplýsingaskorti. Menn vita ein-
faldlega ekki hvað þeir gætu tekið
sér fyrir hendur sem þeir gætu
þénað á. Og hefðbundin endur-
menntun þar sem menn tileinka sér
vissa grundvallarþekkingu segir
ekkert um þetta. Til að leysa þetta
mál þurfa menn að kunna að afla
upplýsingá eða hafa góða aðstoð
til þess.
011 sú endurmenntun sem í boði
er snýst að minnstu leyti um það
sem oft skiptir mestu, þ.e. hvernig
menn geta skapað sér sjálfstæð og
sérstök tækifæri sem gefa þeim
sæmilégar tekjur.
Bætt ástand
En þetta starf þarf ekki að vera
svona. Hugsum okkur að tækifæra-
sköpun væri gerð að skemmtilegri
„þjóðaríþrótt" með þátttöku veru-
legs fjölda fólks (t.d. tíunda hvers
vinnufærs manns). Hvers vegna
ætti okkur ekki að geta tekist eitt-
hvað slíkt? Ef menn gengju að þessu
verki af sama áhuga og atorku og
þeir hafa geri í skákinni og tónlist-
arlífinu þá er enginn vafi á miklum
árangri!
Lífsorkan og krafturinn ef til
staðar! Það eina sem gera þarf er
að beina honum í þennan farveg
og tryggja að námið og starfið sé
skemmtilegt og tryggður sé greiður
aðgangur að upplýsingUm um ný
tækifæri!
Og það sem meira er. Þetta er
miklu brýnna en spilamennskan
sem menn stunda af svo mikilli
ákefð sem raun ber vitni. Þetta
getur þar að auki orðið jafn
skemmtilegt ef ekki skemmtilegra!
Og meira til: Þetta er lafhægt!
Höfundur er verkfræðingur og
forstöðumaður Upplýsingaþjón-
ustu Háskóla íslands.
ERTU ÚTFLYTJANDI?
EÐA
VILTU FLYTJA ÚT?
Útflutningsráð íslands, í samvinnu við íslandsbanka,
Iðnlánasjóð og Markaðsskóla íslands, hefur ákveðið
að endurtaka verkefnið ÚTFLUTNINGSAUKNING OG
HAGVÖXTUR vegna þess góða árangurs sem orðið
hefur af verkefninu.
Verkefnið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um, með allt að 50 starfsmönnum, sem framleiða
útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Áhugi á að hefja
útflutning eða treysta þegar hafinn útflutning er skil-
yrði og fjárhagslegur grundvöllur verður að vera fyrir
hendi.
Ef þú tekur þátt í þessu verkefni þarft þú að verja
þremur dögum í mánuði í aðgerðir tengdar verkefn-
inu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufund í
Reykjavík og einn dagur til viðbótar í fyrirtæki þínu
með ráðunaut, sem verkefnið leggur til. Þú þarft einn-
ig að verja um það bil einni viku í heimsókn á valið
markaðssvæði.
Áætlað er að hefja verkefnið í maí og Ijúka því í apríl
1992. Kostnaður á fyrirtæki er 320 þúsund kr.sem
greiðast í áföngum meðan á verkefninu stendur.
Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að snúa sér til Hauks
Björnssonar, verkefnisstjóra hjá Útflutningsráði ís-
lands og veitir hann allar nánari upplýsingar
f Ötflutningsráð fslands
" Lágmúla 5, 108 Reykjavík.
Sími 91-988777, fax 91-689197.
RÁÐHERRASTÓLAR ?
Það er nú einu sinni með góða stóla að menn vilja sitja í þeim bæði fast og lengi. Góðir starfsmenn eiga
líka sannarlega skilið að sitja í bestu stólum. Þess vegna bendum við öllum þeimf sem eru að velja sér stóla
um þessar mundir, óhikað á Drabert stólana, sem þúsundir ánægðra íslendinga hafa kosið sér á
undanförnum árum.
Vandaður leðurstóll sem
hægt er að stilla á ótal
vegu og láta sér líða vel í.
Upp úr þessum stól
stendur enginn
ótilneyddur.
Verð kr. 121.500,-
Léttur og lipur stóll, en þó
nýðsterkur og
endingargóður.
Verð kr. 33.900-
Sterkbyggður vinnustóll
sem styður vel við breitt
bakið.
Verð kr. 47.400,-
Fínlegur og vel hannaður
skrifstofustóll. Ódýr
alvörustóll.
Verð kr. 19.800.-
Sérhannaður tölvustóll
sem veitir mjög góðan
stuðning við hryggsúlu og
mjóhrygg. Hann dregur úr
streitu í öxlum og kemur í
veg fyrir að þú sitjir
hokinn.
Verð kr. 48.800,-
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN HALL.ARMÚLA 2, SÍMI 83509 TELEFAX 680411