Morgunblaðið - 25.04.1991, Blaðsíða 16
3 «[
rrtl »
* nrrniTf t »irr fT*rT A in
nr.OT
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsi ngamiðill!
JltaqpisiÞlftfrife
3M«gmW<»íU>
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
X-Xöföar til
XTl fólks í öllum
starfsgreinum!
MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
Auglýsingar
„Flókið en spennandi
verkefni“
Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu hannar þriggja milljarða auglýsinga-
herferð Sameinuðu þjóðanna
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR und-
irbúa nú kynningarherferð til að
auka skilning almennings um all-
an heim á starfi stofnunarinnar.
Alþjóðasamtök sjálfstæðra aug-
lýsingastofa, BAI, vinna að þessu
verkefni í samvinnu við embætl-
ismenn Sameinuðu þjóðanna. í
þessum samtökum eru um
90 auglýsingastofur frá
fimm heimsálfum og er
auglýsingastofan Hvíta hú-
sið ein þeirra. Auglýsinga-
herferðin fyrir SÞ er
fyrsta verkefni 3AI þar
sem allar stofur innan sam-
takanna koma við sögu.
Framlag Hvíta hússins er
þó meira en flestra ann-
arra þar sem Sverrir
Björnsson, auglýsinga-
hönnuður og starfsmaður
stofunnar, er einn af fjór-
um hönnuðum sem út-
nefndir voru í vinnsluhóp
sem sá um grunnvinnuna
fyrir kynningarherferðina.
Þessa dagana er verið að
kynna endanlega niðurstöðu
vinnsluhópsins fyrir yfir-
mönnum hinna ýmsu deilda SÞ.
Áhersla verður lögð á að kynna.
starfsemi SÞ í heild. Rannsóknir
hafa sýnt að umfang starfseminnar
er ekki nógu þekkt og fólk virðist
ekki hafa rétta mynd af heildarum-
fanginu. Áhersla verður lögð á að
ná til þeirra aðila sem hafa áhrif
og móta umræður í þjóðfélaginu.
Úr samtökunum 3ÁI (Affiliated
Advertising Agencies International)
voru valdar fjórar auglýsingastofur
sem hver um sig tilnefndi einn
hönnuð í vinnsluhópinn. Auk Hvíta
hússins urðu fyrir valinu auglýs-
ingastofur frá Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Singapore. Þessir
aðilar hönnuðu í sameiningu grunn-
hugmynd að auglýsingaherferðinni.
Sverrir Björnsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að líkleg skýring
á því hvers vegna Hvíta húsið hefði
orðið fyrir valinu væri góð frammi-
staða stofunnar í alþjóðlegum sam-
keppnum innan samtakanna.
„Til að byija með fengum við
ítarlegar skýrslur um starfsemi SÞ.
Við hittumst síðan í New York í
janúar þar sem málið var kynnt.
Þar voru mættir yfirmenn hinna
ýmsu deilda SÞ og við fengúm tæki-
færi til þesB að spyrja þá út í starf-
semina. Eftir það greindum við
verkefnið og komum okkur saman
um hvaða aðferðir væri best að
nota. Margar hugmyndir duttu út
svo til sjálfkrafa, m.a. vegna þess
að ekki var hægt að þýða einstaka
orð og orðatiltæki yfir á hin ýmsu
tungumál. Eins spiluðu þarna inn í
ólíkir menningarheimar, það er t.d.
mismunandi milli heimshluta hvað
þykir ljótt og hvað er fallegt. Þetta
flækti málið til muna, en gerði það
um leið meira spennandi," sagði
Sverrir.
Að sögn Sverris var hópurinn
kominn með 9 grunnhugmyndir
eftir fveggja sólarhringa vinnu. Af
þeim voru valdar tvær sem hver
hönnuður vann úr ásamt samstarfs-
mönnum í sínu heimalandi. Þannig
tengist um tíu manna hópur frá
Hvíta húsinu þessu verkefni. „Við
fengum þannig fjórar mis-
munandi hugmyndir sem við
kynntum fyrir hver öðrum í
gegnum myndbandstæki og
á símafundum. Eftir það sát-
um við uppi með þijár útgáf-
ur. Þær voru síðan metnar
með hjálp hönnuða frá þeim
auglýsingastofum sem eru
aðilar í 3AI. Að lokum var
sú útgáfa valin sem kom fyr-
ir augu yfirmanna allra
deilda SÞ,“ sagði Sverrir.
Áætlað er að auglýsinga-
herferðin hefjist í haust og
standi yfir næstu fimm árin.
Á aðalfundi 3AI í San Diego
í næstu viku verður útgáfan
sem vinnsluhópurinn valdi
kynnt fyrir auglýsingastofum
innan samtakanna, að því til-
skildu að hún hafi hlotið náð
fyrir augum yfirmanna SÞ. Gunnar
Steinn Pálsson verður þar fulltrúi
Hvíta hússins ásamt Sverri, Auglýs-
ingastofur ínnan samtakanna munu
síðan laga útgáfuna að aðstæðum
og venjum hverrar þjóðar. Allar
stofur innan 3ÁI tengjast þessu
verkefni þannig á einn eða annan
hátt.
Kostnaður við kynningarherferð-
ina er áætlaður um 53 milljónir
Bandaríkjadala, eða um 3,2 millj-
arðar íslenskra króna. Að sögn
Sverris verður leitað til fyrirtækja
og stofnana um að styrkja birting-
arnar. 3AI mun gefa vinnu sem
jafngildir 4 milljónum dollara eða
um 240 milljónum íslenskra króna.
Fólk
Rekstrarsljóri
Húsasmiðjunnar
mÓSKAR Örn
Jónsson hefur
verið ráðinn
rekstrarstjóri
timbursölu Húsa-
smiðjunnar hf.
Óskar lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskól-
anum við Sund
árið 1983 og BS
prófi í byggingarverkfræði frá
Florida Institute of Technologi
árið 1988. Hann hlaut MS gráðu frá
sama skóla tveimur árum síðar eftir
að hafa varið lokaritgerð sína um
burðareiginleika óvenjulegra steypu-
gerða. Að loknu BS námi vann Óskar
í hálft ár hjá bæjarverkfræðingi í
Hafnarfirði. Eftir MS nám hefur
hann starfað hjá verkfræðistofunni
Línuhönnun við hönnun gatna og
burðarvirkja. Óskar er fæddur
11.09.1963.
Nýtt starfsfólk
til Neytenda-
samtakanna
mSÓLRÚN
Halldórsdóttir
viðskiptafræð-
ingur hefur verið
ráðin í fullt starf
hjá Neytenda-
samtökunum og
mun sinna þar
ýmsum Verkefn-
um, meðal annars
á sviði banka- og
tryggingamála. Sólrún er 26 ára
gömui. Hún varð stúdent frá Versl-
unarskóla íslands voríð 1985 og
útskrifaðist sem viðskiptafræðingur
frá Haiidelshojskolen í Kaup-
mannahöfn sl. vor
■ GARÐAR
Guðjónsson hef-
ur tekið við starfi
ritstjóra Neyt-
endablaðsins af
Elísabetu Þor-
geirsdóttur sem
hefur ritstýrt
blaðinu á undan-'
fömum árum.
Jafnframt mun
Garðar gegna starfi upplýsingafull-
trúa Neytendasamtakanna. Hann
hefur verið ráðinn í fullt starf og
verður með aðsetur á skrifstofu sam-
takanna við Skúlagötu. Garðar er
27 ára gamall. Hann varð stúdent
frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi vorið 1983 og stundaði
nám í þýsku við háskólann í Regens-
urg í Þýskalalandi á árunum 1983
og ’84. Hann útskrifaðist frá Norska
blaðamanuaháskólanum í Osló vo-
rið 1989. Garðar kemur til Neyt-
endablaðsis frá Þjóðviljanum, en
hefur einnig starfað fyrir DV og
Skagablaðið.
Helgi Jóhannes-
son opnar lög-
mannsstofu
m HELGI Jó-
hannesson hér-
aðsdómslög-
maður hefur haf-
ið rekstur eigin
lögmannsstofu í
Lágmúla 7 í fé-
lagi við þá Jónas
A. Aðalsteins-
son hrl., Guð-
mund Ingva Sig-
urðsson hrl., Svein Snorrason hrl.,
Þórunni Guðmundsdóttur hrl. og
Lilju Jónasdóttur lögfræðing.
Helgi lauk lagaprófi frá HÍ 1988
og hóf þá störf á lögmannsstöfu
Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl.
Veturinn 1989-90 stundaði hann
framhaldsnám í lögfræði i Banda-
ríkjunum og lagði þar einkum stund
á fög tengd viðskiptum og félaga-
rekstri. Hann útskrifaðist vorið 1990
með LL.M. (masters) gráðu frá Uni-
versity of Miami.
Pottormar
í stað Tomma
og Jenna
m EIGENDASKIPTl h'afa orðið á
barnafataversluninni Tommi og
Jenni á Laugavegi 12. Nýir eigend-
ur eru Magnús Sigurjónsson og
Margrét Auður Þórólfsdóttir og
skiptu þau jafnframt um nafn á versl-
uninni sem nú heitir Pottormar.
Verslunin verður opnuð formlega á
morgun, föstudag, eftir smávægileg-
ar útlitsbreytingar. Að sögn Magn-
úsar verður aðal úrvalið í ungbarna-
fatnaði, en hægt verður að fá föt á
börn til tíu ára aldurs.
Garðar
Er ekki kominn tími til að tengja?
ÞÁ eru Alþingiskosningarnar að
baki og munu óhjákvæmilega
breyta hinu pólitíska landslagi að
einhverju marki, þótt niðurstaða
þeirra yrði ef til vill ekki eins af-
dráttarlaus og sumir hefðu kosið.
Varla þarf glöggan mann til að
geta sér til um hvaða stjórnar-
mynstur obbinn af frammámönn-
um íslensks atvinnulífs vill sjá þeg-
ar stjórnarmyndunarviðræðum
lýkur. Svo margir úr þeim hópi líta
gömlu Viðreisnina í hillingum og
hafa lengi þráð að sjá Sjálfstæðis-
flokk og Alþýðuflokk taka höndum
saman við landsstjórnina á ný.
Margir þeirra munu líka telja að
nú sé sannarlega þörf á áþekkri
endurreisn íslensks atvinnulífs eft-
ir þriggja ára stöðnunartímabil og
gamla Viðreisnin réðst í eftir haft-
atímabil sjötta áratugarins.
Það þarf heldur ekki glögg-
skyggnan mann til að sjá að í flest-
um atriðum fara stefnumál Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks sam-
an og eru vel í takt við megin-
strauma í efnahags- og viðskipt-
alífi vestrænna þjóða, þar sem eru
helstu markaðir landsins og verða
varla ræktaðir til frambúðar nema
hér ríki áþekk hagstjórn og efna-
hagsumhverfi og gerist meðal
samkeppnisþjóðanna.
Það er ekki aðeins í álmáli og
afstöðu til Evrópska efnahags-
svæðisins sem þessir flokkar eiga
pólitíska samleið. Á heildina litið
er Ijóst að góð samstaða er um
það milli þessara tveggja flokka
að farsælasta atvinnu- og efna-
hagsstefnan sé sú sem felst í því
að búa fyrirtækjunum almennan
starfsgrundvöll og forðast sértæk-
ar aðgerðir sem raskað geta þeim
heildarmarkmiðum sem verið er
að reyna að ná fram. Innifalið í
þessu er það aukna viðskiptafrelsi
sem hér hefur smám saman verið
að skjóta rótum, krafan um aukna
samkeppni með tilheyrandi ha-
græðingu í rekstri fyrirtækja, sem
á að skila sér til neytandans, um
jafnræði á markaðinum og undan-
hald einokunar en að fyrirtækin fái
að sama skapi að hagnast og skila
eigendum sínum eðlilegum arði.
Auðvitað eru einhver ágrein-
ingsmál milli þessara tveggja
flokka en varla óyfirstíganleg. í
stjórnarandstöðu hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn ef til vill freistast til
pólitískrar hentistefnu og yfirboða
I húsnæðismálum meðan Alþýðu-
flokkurinn heldur fram býsna ein-
strengingslegri landbúnaðarpólit-
ík. Og veiðigjaldastefna sú sem
Alþýðuflokkur hefur gert að sinni
í sjávarútvegsmálum á sér vissu-
lega öfluga skoðanabræður innan
Sjálfstæðisflokksins en þar er líka
að finna hatrömmustu andstæð-
inga hennar.
Einhverjar málamiðlanir eru því
óhjákvæmilegar og áreiðanlega
æskilegar, því að sumpart færði
kosningabaráttan og kosningarnar
sjálfar okkur heim sanninn um að
á íslandi ríkir á vissan hátt „þýskt“
ástand — þar sem tvær þjóðir búa
í sama landi. Varla fór það fram
hjá neinum að hér er um margt
djúpstæður skoðanamunur á því
milli íbúa landsbyggðar og þéttbýl-
is hvar frumkvæðið skuli vera í
atvinnu- og byggðamálum. Flokk-
arnir sem hallastir eru undir mið-
stýringu, opinbera forsjá og ríkisaf-
skipti voru þeir sem unnu mest á
úti á landi meðan hið gagnstæða
gerðist á höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig svo sem mál skipast að
lokum í stjórnarmynduninni sem
nú stendur yfir er þetta sá blákaldi
pólitíski veruleiki sem varla verður
horft framhjá, ef sæmileg sátt á
að ríkja í landinu. Þannig virkar
lýðræðið.
Hin virku markaðslögmál eiga á
sama tíma ærinn spotta ófarinn
yfir Atlantsála. i helstu sam-
keppnislöndum hefðu tíðindi eins
og þau að ríkisstjórn hugnanleg
atvinnulífinu kynni að vera í burðar-
liðnum komið markaðsöflunum á
hreyfingu og leitt til hækkandi
gengis hlutabréfa og gjaldmiðils
viðkomandi lands. Hér gerist hvor-
ugt — enda hlutabréfamarkaður-
inn ófullburða og krónan ramm-
lega afgirt innan veggja Seðla-
bankans.
Það er löngu tímabært að tengja
á milli þeirra stjórnmálaafla sem
hafa leiðir markaðsbúskapar bein-
línis á stefnu sinni, enda ekkert
líklegra til að blása nýju lífi í ís-
lenskt atvinnu- og viðskiptalíf,
landsmönnum öllum til heilla.
BVS