Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ
VIDSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991
Stjórnun
Mikilvægt að vinna
að stefnumótun
— segir Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda, þar sem
framtíðarstefna fyrirtækisins hefur verið mörkuð undanfarna mánuði
Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Granda hf., himim fyrsta eftir
sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykjavík hf. og Granda
hf., kom fram að um 190 milljóna króna hagnaður varð af
rekstri samsteypunnar. Árið 1989 varð hagnaður af rekstri
Granda 16,5 milljónir króna og Hraðfrystistöðvarinnar 46,9
milljónir króna. Afkoma þessa árs segir Brynjólfur Bjarnason
framkvæmdasljóri Granda að sé viðunandi og bendir á að hag-
ræðing af samruna fyrirtækjanna tveggja sé ótvíræð. Hann seg-
ist einnig vekja athygli á því að gengisþróun sl. árs hafi verið
með þeim hætti, að mörg fyrirtæki hafi komið út með jákvæða
útkomu á árinu 1990, vegna þess að fjármagnsliðir hefðu ekki
orðið háir. „Hafi fyrirtæki skuldað mikið í erlendum gjaldeyri,
sérstaklega í dollurum, þá hefur það komið fram sem gengis-
hagnaður á árinu. Hjá Granda hefur undanfarin þijú ár verið
sýnd sérstök færsla í ársreikningi, sem nefnd hefur verið mis-
vægi gengis og verðlags, sem nam á sl. ári 107 milljónum króna.
Þetta verður til þess að hagnaður af reglulegri starfsemi verð-
ur samanburðarhæfari milli ára.“
Þegar Brynjólfur er spurður að
því, hvort hagræðingin sé komin
í ljós á þessum stutta tíma sem
liðinn sé frá sameiningunni, svarar
hann að ávinningurinn liggi í aug-
um uppi. Þarna hafi tvö öflug fyr-
irtæki með svipaðan rekstur sam-
einast í eitt enn öflugra, sem þýði
í mörgum tilvikum einföldun á
rekstrinum. „Við lögðum t.d. fisk-
vinnslu Hraðfrystistöðvarinnar í
Mýrargötu niður strax einum og
hálfum mánuði eftir sameiningu
og vinnur starfsfólkið nú í Norður-
garði og Grandagarði. Húsið við
Mýraragötu er til sölu og verður
mikil hagræðing ef okkur tekst
að selja það. Rekstur tveggja tog-
ara Hraðfrystistöðvarinnar kemur
mjög vel inn í rekstur fimm tog-
ara Granda og þannig samnýtast
margir þættir."
Skýr stefnumótun
Frá árinu 1985 þegar Bæjarút-
gerð Reykjavíkur og ísbjöminn
sameinuðust í Granda hf. hefur
fyrirtækið verið að laga sig að því
markmiði sem sett var á oddinn,
þ.e. að sérhæfa sig og beita meiri
sjálfvirkni. Þetta segir Brynjólfur
að hafi ekki gengið átakalaust, en
sé á réttri leið, m.a. með frekari
tæknivæðingm-
Ekki hefur verið látið þar við
sitja, því fyrir nokkrum mánuðum
vg.r hafin skipuleg vinna að því
að marka framtíðarstefnu fyrir-
tækisins, meðal annars með aðstoð
Hagvangs og ráðgjafarfyrirtækis-
ins Price Waterhouse. Brynjólfur
var spurður út í þetta verkefni.
„Það er mjög mikilvægt að fyr-
irtæki vinni að stefnumótun, setji
sér meginhlutverk og skilgreini
þau með tilliti til samkeppnis-
stöðu,“ segir hann. „Við þetta er
notuð ákveðin aðferð, sem mótuð
hefur verið m.a. af Michael Porter
prófessor við Harvard. Reynt er
að gera sér grein fyrir hverjir eru
veikleikar og styrkleikar fyrirtæk-
isins, ógnanir við það og sam-
keppnisstaða þess. í ljósi þessa er
síðan reynt að horfa 3-5 ár fram
í tímann og búa sér til ákveðna
framtíðarsýn."
Brynjólfur leggur áherslu á að
mikið álag á starfsfólk fylgi
stefnumótun sem þessari. Hins
vegar temji menn sér ákveðin
vinnubrögð þannig að þetta sé
góður skóli fyrir þá starfsmenn
sem komi við sögu.
Lögð áhersla á gæði
og áreiðanleika
— Að hvaða niðurstöðu komst
stjórn Granda og hvernig var stað-
ið að framkvæmd stefnumótunar-
innar?
„Stjómendur Granda og hópur
starfsmanna byijuðu í endaðan
september að vinna að þessu verk-
efni og var fyrsta áfanga lokið um
mánaðamótin janúar/febrúar sl.
Það tekur um 4-5 mánuði að gera
sér grein fyrir hver framtíðarsýnin
og hlutverkaskiptingin eigi að
vera. Síðan taka við ákveðnar
verkáætlanir. Við stefnum á að
ljúka 29 verkefnum á einu ári, sem
ýmsir vinnuhópar starfa að.
Við komumst að því, að megin-
hlutverk fyrirtækisins er að vera
viðurkennt, öflugt útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki sem kapp-
kostar að koma til móts við vel
skilgreindar þarfir viðskipta-
manna, þar sem lögð er áhersla á
gæði og áreiðanleika. Vörur fyrir-
tækisins eiga að vera sérgreindar
og njóta hærra verðs en staðlaðar
vörur. Það er þetta sem við kepp-
um að og er verkefni okkar á
næstu 3-5 árum.
Á bak við þetta liggja síðan fjöl-
margar ákvarðanir um fyrirtækið,
uppbyggingu þess, eftir hvaða
leiðum markaðsstarfsemi fer
fram, hvaða arðsemiskröfur við
gerum til fyrirtækisins, hver eig-
infjárstaðan á að vera o.s.frv.
Þetta era hlutir sem ég ætla ekki
að tjá mig um hér, en verður
geymt hjá fyrirtækinu. Liður í
þessu verður að gera sér grein
fyrir möguleikum fyrirtækisins og
setja sér ákveðin markmið. Þannig
verður auðveldara fyrir þá aðila
sem sitja við stjórnvölinn að vita
að hverju þeir eiga að vinna og
hvert er stefnt.“
Mikilvægt að átta sig
á stöðu fyrirtækisins
— Var eitthvað sem kom ykkur
á óvart þegar þið fóruð dýpra ofan
í fyrirtækið? Ef til vill eitthvað sem
var í lakara ástandi en þið hélduð
það vera?
„Já, það var ýmislegt sem kom
okkur á óvart, en kannski aðallega
í kjölfar þess að þurfa að skil-
greina hlutina öðru vísi en við
voram vön. Við mat á stöðu fyrir-
tækisins þurftum við t.d. að átta
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ATAK — Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf.
segir að undirbúningsvinna fyrir stefnumótun fyrirtækis sé geysilegt
álag á það starfsfólk sem taki þátt í því. Hins vegar sé það mjög
gefandi, þar sem fólkið temji sér önnur og betri vinnubrögð.
Úr
ársreikningi
1990
Heildartekjur
Afkoma án dótturfélags
Afkoma samstæðu
Veltufjármunir
Skammtímaskuldir
233,9 millj.kr.
190,3 millj.kr.
734,6 millj.kr.
547,5 millj.kr.
Eignir 3.336,0 millj.kr.
Skuldir 2.006,5 millj.kr.
Eigið fé 1.329,6 millj.kr.
Hlutafé 850,0 millj.kr.
Fjöldi hluthafa 357
Meðalfjöldi starfsmanna 392
Greidd laun 832,0 millj.kr.
Eigið fé í % af heiidareignum 40,0%
Hlutfall í % af eigin fé 63,9%
Veltufjárhlutfall 1,34
okkur á hvernig samstarfsaðilar
okkar, sem eru önnur útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki, stæðu. Þá
var bæði um að ræða möguleika
á hráefnisöflun og íjárhagslega
stöðu.
Þetta var að vissu leyti nýstár-
leg aðferð. Þarna er maður að
um s
ti upp í stóra vinnustaði þ
notenda eru tengd
ið tölvuna
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLlB 24 REYKJAVlK SlMI 697700
Alþjóðaviðskipti
Viðskiptasendinefnd
frá Taiwan væntanleg
VON er á viðskiptanefnd frá Taiwan hingað til lands þann 14.
maí nk. í tveggja daga heimsókn. Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem efnt er til slíkrar heimsóknar hingað en hún er Iiður í ferð
nefndarinnar til 5 annarra Evrópuríkja. Verslunar- og Útflutn-
ingsstofnun Taiwan, CETRA, stendur að þessari heimsókn og
einn forsljóra hennar veitir nefndinni forystu sem samanstend-
ur af fulltrúum 15 útflutningsfyrirtækja á Taiwan.
Viðskiptaskrifstofa Taiwan á
Norðurlöndum sem hefur aðsetur
í Kaupmannahöfn annaðist undir-
búning heimsóknarinnar en Skrif-
stofa viðskiptalífsins og Búnaðar-
banki íslands hafa í sameiningu
skipulagt komu nefndinnar af
hálfu Islendinga. Ætlunin er að
gefa einstökum aðilum hjá Skrif-
stofu viðskiptalífsins svo og við-
skiptavinum Búnaðarabankans í
alþjóðaviðskiptum kost á að kynn-
ast því sem hinir kínversku gestir
hafa fram að færa.
Þann 15. maí efnir sendinefndin
til sérstakrar vörukynningar í Átt-
hagasal Hótels Sögu kl. 10.00-
15.00 þar sem fulltrúar hinna 15
fyrirtækja munu kynna margv-
íslegar vörur frá Taiwan m.a. tölv-
ur og tölvubúnað, rafeindavörur,
bifreiðahluti, gjafavörur, raftæki
o.m.fl. Jafnframt er gert ráð fyrir
að gestirnir muni koma á fram-
færi í sínu heimalandi hugmyndum
um útflutning héðan til Taiwan.
Viðskipti Islendinga við Taiwan
hafa aukist verulega hin síðari ár
og er útflutningur þangað umtals-
verður.