Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 10
10 c
J 1 v J
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1991
Námufyrirtækið Stilfontein
Gold Mining hefur þegar tilkynnt
að 39 ára gamalli námu í Transva-
al verði fljótlega lokað. Róttækar
spamaðaraðgerðir dugðu ekki til
að rétta hag námunnar. Á síðustu
þremur árum var starfsmönnum
fækkað úr rúmlega níu þúsundum
í tæplega þijú þúsund.
Árið 1990 voru framleidd 603
tonn af gulli í Suður-Afríku. Fram-
leiðslan hafði þá minnkað um 10%
á níunda áratugnum. Á sama tíma
jókst gullframleiðsla vestrænna
ríkja um 72% og varð 1.740 tonn
í fyrra. Framleiðsla annarra ríkja
var 450 tonn.
ENDURNYJUN — Pólska flugfélagið Lot hyggst selja sovézkar vélar sínar á mjög góðu verði og
endurnýja með vestrænum vélum.
Flug
Allur flugfloti pólska flug-
félgsins Lot er tíl sölu
Sovézkar flugvélar ósamkeppnishæfar
Pólska ríkisflugfélagið Lot hef-
ur sett allan flugflota sinn,
nærri 30 flugvélar smíðaðar í
Sovétríkjunum, í sölu fyrir
„málamynda-verð“ þar sem vél-
Verslun
Uppsagnir hjá Marks
& Spencer í London
- en verslunum fjölgað á meginlandinu
BRESKA stórverslanakeðjan
Marks & Spencer ætlar að segja
upp 850 manns í sparnaðarskyni.
Hefur fyrirtækið ekki gripið til
jafn róttækra aðgerða í 30 ár en
talsmenn þess segja, að þær eigi
ekki að hafa nein áhrif á áætlan-
ir um aukin umsvif á meginlandi
Evrópu.
mundir er verið að opna verslun í
Liege í Belgíu en síðan koma Amst-
erdam, Haag, Nantes, Toulouse og
Sevilla. Þá er unnið áfram að áætl-
unum um útibú á Norðurlöndum.
arnar eru of dýrar í rekstri til
að standast samkeppni á fijáls-
um markaði.
Gripið verður til fleiri spamaða-
raðgerða svo sem útleigu á rekstri
innanlandsflugs félagsins og
fækkun í 8.000 manna starfsliði
félagsins um 2.000 manns, segir
Bronislaw Klimaszewski forstjóri
Lot.
Þessar sparnaðaraðgerðir eiga
að auðvelda félaginu að endumýja
flugflota sinn með kaupum á vest-
rænum- flugvélum áður en fyrir-
huguð einkavæðing Lot kemur til
framkvæmda eftir þijú ár. Að
sögn Klimaszewskis fengist nán-
ast ekkert verð fyrir Lot flugfélag-
ið á fijálsum markaði ef félagið
sæti eingöngu uppi með Ilyushin
og Tupolev vélar sínar.
Nú þegar liggur fyrir tilboð frá
Kína um kaup á öllum sovézkum
flugvélum Lot, en svo virðist sem
yfirvöld flugmála í Sovétríkjunum
séu ekki sátt vicÞþá lausn. Til að
tryggja varahluti og þjónustu fyrir
vélamar þurfa sovézk yfírvöld að
leggja blessun sína yfír kaupin.
Klimaszewski átti fyrir stuttu
fund með stjórendum Aeroflot í
Moskvu um málið, og að honum
loknum sagði hann að enn væru
möguleikar á samningum við
Kínveija þótt ekkert liggi þar end-
anlegt fyrir enn.
Annar kostur væri að Aeroflot,
sovézka flugfélagið, keypti flog-
flota Lot og nýtti hann á sínum
flugleiðum.
Lot hefur þegar tekið þijár
leiguvélar af gerðinni Boeing 767
í þjónustu sína, og segja talsmenn
félagsins að viðhaldskostnaður
sovézkra flugvéla sé tífalt meiri
en þeirra vestrænu.
Landbúnaður
Markaðseinokun sænsks landbúnaðar
afnumin og matvælaverðið lækkað
Mikill matarkostnaður hefur kynt undir launahækkunum og verðbólgu og
skert samkeppnisgetu sænsks iðnaðar
Suður-Afríka
Kreppaí
gulliðnaði
oglokun
blasir við
Jóhannesarborg, Reuter.
LOKUN blasir nú við mörgum
suður-afrískum gullnámum.
Haldist verð á gullúnsu til
lengdar nálægt 350 dollurum
kann gullframleiðsla i landinu
að minnka um fjórðung. Gull-
verð hefur lækkað sökum vax-
andi heimsframleiðslu samtímis
því að kostnaður hefur aukist.
Um 450.000 manns starfa við
gulliðnað í Suður-Afríku.
Það hefur vakið nokkrar áhyggj-
ur í Bretlandi, að jafnvel Marks &
Spencer skuli neyðast til að skera
niður en fyrirtækið hefur á sér sér-
stakt orð fyrir góðan rekstur og var
talið næsta ónæmt fyrir dálitlum
sveiflum í efnahagslífínu. Vekur
það ekki síst athygli, að 300 stjórn-
endur og verðandi stjórnendur skuli
vera meðal þeirra, sem sagt var
upp, og margir telja, að með þessu
hafí fyrirtækinu orðið á mikil mis-
tök.
Með uppsögnunum er annars
stefnt að því fyrst og fremst að
endurskipuleggja starfsemina í
Baker Street, höfuðstöðvum Marks
& Spencer í London, en þar starfa
4.750 manns af 62.000 starfsmönn-
um alls. Er kostnaðurinn við upp-
sagnimar áætlaður nærri 1,7 millj-
arðar ísk.
Rodney Forrest, sem er sérfróður
um málefni smásöluverslunarinnar,
telur ekki, að Marks & Spencer
hafi orðið meira fyrir barðinu á
samdrættinum í bresku efnahagslífí
en aðrar verslanir. Segir hann, að
uppsagnimar sýni aðeins, að það
hafí verið unnt að koma við sparn-
aði og hagræðingu hjá fyrirtækinu
og bendir á, að til þessara aðgerða
hafí verið gripið í kjölfar nokkurrar
hækkunar á hlutabréfum þess.
Á þessu ári ætlar Marks & Spenc-
er að fjölga verslunum á megin-
landinu úr 12 í 18. Um þessar
SVÍAR fara nú brátt að njóta
ávaxtanna af þeim uppskurði,
sem verið er að gera á sænskum
landbúnaði en eins og víðar hefur
hann verið hvorttveggja í senn,
ofverndaður og ofstyrktur. Um
siðustu mánaðamót ákvað ríkis-
stjórn jafnaðarmanna að auka
innflutning útlendra landbúnað-
arafurða um 10% og er búist við,
að við það muni matvælaverð í
Svíþjóð iækka um 3-5%. Var talið
víst, að þessi breyting yrði sam-
þykkt með miklum meirihluta á
þingi.
Nýju reglumar eiga að taka gildi
1. júlí nk. en í fyrra var samþykkt
á þingi, að þá skyldi einnig hafíst
handa við að a.fnema markaðseinok-
un sænsks landbúnaðar. Almennar
þingkosningar verða í Svíþjóð eftir
fímm mánuði og virðist það ætla
að verða keppikeflið hvaða flokkur
getur lofað mestri lækkun á mat-
vöruverði. Matur er óvíða dýrari en
í Svíþjóð og stjórnvöld eða jafnaðar-
menn ákváðu nýlega, að virðisauka-
skattur á matvælum, sem er 25%,
yrði lækkaður. Það getur þó ekki
komið til framkvæmda fyrr en í
haust.
Áherslan á hagsmuni
neytenda
„Breytingarnar á landbúnaðar-
stefnunni þýða það, að hagsmunir
neytandans verða hafðir í fyrir-
rúmi,“ segir Matts Hellström, land-
búnaðarráðherra Svíþjóðar, en
ríkisstjórnin vill að lögmál markað-
arins, framboð og eftirspum, ta'ki
við af verndarstefnunni, sem fylgt
hefur verið í hálfa öld. Á meðal
annars að koma í veg fyrir offram-
leiðslu en kostnaður sænskra skatt-
borgara við að selja hana á niður-
settu verði á heimsmarkaði hefur
verið hátt í 30 milljarðar ísk. á ári.
Hellström segir, að það gangi
ekki lengur, að ríkið eða með öðrum
orðum launþegar í landinu ábyrgist
verð fyrir útfluttar landbúnaðaraf-
urðir og 1. júlí nk. verður byijað á
að létta innflutningshömlum af
korni, mjólk, eggjum og kjöti. Til
að auðvelda sænskum bændum
markaðsaðlögunina, sem á að taka
fimm ár, hefur verið ákveðið að
styrkja þá með um 130 milljörðum
ísk. í stuttu máli má segja, að
stefna stjórnvalda sé sú, að sænsk-
ur landbúnaður njóti ekki meiri
styrkja en landbúnaður EB-ríkj-
anna.
Almenningnr fagnar
aðgerðunum
Breytingunum á landbúnaðar-
stefnunni hefur verið tekið afar vel
í Svíþjóð og bendir það vissulega
til, að þær sé löngu tímabærar.
Eins og fyrr segir er matvælaverð
hæn-a í Svíþjóð en víðast annars
staðar og fer meðalfjölskyldan jafn-
aðarlega með 20% teknanna í mat-
Iðnaður
Frönsk verka-
lýðsfélög
ráðast
gegn Volvo
París, Reuter.
TVÖ stærstu verkalýðsfélög
Frakklands, CGT og CFDT, hafa
fordæmt fyrirhugað samstarf
Volvo og Mitsubishi Motors Corp-
oration í Hollandi. Verkalýðsfé-
lögin krefjast þess að Renault
komi í veg fyrir að af samstarf-
inu geti orðið. I mörgum löndum
Evrópubandalagsins hafa verið
settar hömlur á innflutning jap-
anskra bifreiða. Til dæmis má
markaðshlutdeild japanskra bif-
reiða ekki fara yfir 3% i Frakk-
landi. Því er haldið fram að með
samstarfinu sé Volvo að hleypa
Mitsubishi bakdyramegin inn á
markaði Evrópubandalagsins.
Samstarfið varðar verksmiðjur
Volvo Car BV í Hollandi. Volvo á
30% í verksmiðjunum og hollenska
ríkið 70%. f óformlegu samkomu-
lagi er gert ráð fyrir að Mitsubishi
eignist þriðjung í verksmiðjunum á
móti jöfnum hlut Volvo og hollenska
ríkisins. Reiknað er með að samn-
ingar verði undirritaðir í haust.
Hin hlið málsins er sú að á síðasta
ári gerðu Renault og Volvo með sér
samkomulag um víðtækt samstarf.
Meðal annars var samið um að
Renault keypti 25% hlut í fólksbif-
reiðadeild Volvo og 45% í vörubif-
reiðadeildinni. Á móti eignaðist
Volvo 20% hlutafjár Renault og
kauprétt á 5% til viðbótar. Þeir
samningar mættu á sínum tíma
andstöðu frönsku verkalýðsfélag-
anna.
Talsmenn verkalýðsfélaganna
segja að í samningi Volvo og Ren-
ault séu ákvæði sem tryggja að
hvorugt fyrirtækjanna geti hafið
samstarf með öðrum bifreiðafram-
leiðendum án samþykkis hins.
Verkalýðsfélögin vilja að Renault
beiti þessu neitunarvaldi til að
hindra samstarf Volvo og Mitsu-
bishi. Verkalýðsfélag kommúnista,
CGT, telur enn fremur algjörlega
óafsakanlegt að franskt fyrirtæki
starfi með þessum sænska Tróju-
hesti japanskra bifreiðaframleið-
enda. Talsmenn Renault hafa hins
vegar sagt að samkomulag Volvo
og Mitsubishi sé Renault hagstætt
og að ótti verkalýðsfélaganna sé
ástæðulaus.
inn. Á síðasta áratug jókst matar-
kostnaðurinn meira en í öðrum
Vestur-Evrópuríkjum og raunar um
meira en nam verðbólgunni í
landinu.
Hvers vegna ekki fyrr?
Eins og að líkum lætur eru sam-
tök bænda ekki sammála Hellström,
sem þau hafa sakað um bein svik,
og bændur hafa mótmælt breyting-
unum með ýmsum hætti. Við
sænskan landbúnað starfa hins veg-
ar aðeins 3% landsmanna, ræktað
land svarar aðeins til 10% af flatar-
máli Svíþjóðar og landbúnaðar-
framleiðslan er aðeins 2% af vergri
þjóðarframleiðslum Svía.
Það kemur kannski mest á óvart,
að landbúnaðarstefnunni skuli ekki
hafa verið breytt fyrir lifandis löngu
því að mikill matarkostnaður hefur
kynt undir launahækkunum og
verðbólgu, sem aftur hefur dregið
úr samkeppnisgetu sænsks iðnaðar.