Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 12

Morgunblaðið - 09.05.1991, Side 12
m o 'MO-RGUNBLAÐIEy <VIBSllPtIÍAWMWfiífföi -Maí^¥i Vörusýningar Eimskip kynnir þjónustu sína á stærstu flutning'asýningu íEvrópu Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EIMSKIPAFÉLAG íslands kynnti þjónustu sína ásamt 374 öðrum fyrirtækjum á stærstu flutningasýningu í Evrópu, sem haldin var í apríl í Rotterdam í Hollandi. Er þetta í þriðja sinn sem Eimskip tekur þátt í sýning- unni, sem hefur verið haldin ann- að hvert ár síðan 1983. í þetta sinn var kynnt þjónusta á öllum hugsanlegum fiutningasviðum, auk þess sem sýnd voru tæki til flutninga ásamt ýmsum nýjung- um i flutningatækni. Þá kynntu flestar stærri hafnir í Evrópu aðstöðu sína og þjónustu. Sýningarbás Eimskips vakti at- hygli fyrir tvennt. í fyrsta lagi var básinn einfaldur og stílhreinn að gerð og sagði allt sem þurfti að segja um fyrirtækið. í öðru lagi bauð Eimskip Hollendingum og öðrum sýningargestum að taka skák við Jóhann Hjartarson stór- meistara. Hollendingar hafa lengi verið miklir áhugamenn um skákíþróttina og taflmennska er almenn þar í landi. Þá gafst sýningargestum og tækifæri til að fylgjast með skák- einvígi Jóhanns og hollenska stór- meistarans Van der Wiel, en þeir tefldu átta skákir. Jóhann hlaut 5‘/2 vinning, en Van der Wiel 2'/2. SYNINGARBAS — Viðureign Jóhanns Hjartarsonar og Van der Wiel vakti mikla athygli sýning- argesta á bás Eimskips. Erlendur Hjaltason forstöðumað- ur utanlandsdeildar Eimskips sagði að meginmarkmið Eimskips með þátttöku í sýningunni væri að treysta sambandið við núverandi viðskiptavini ytra og vekja athygli á þeirri þjónustu og sérþekkingu, sem félagið réði yfír. Hann sagði að vera Jóhanns Hjartarsonar á básnum hefði vakið verðskuldaða athygli og dæmi væri þess að áhugamenn um skák hefðu komið langa vegu til að tefla við hann. Eimskip hefur — á þeim þremur sýningum sem fyrirtækið hefur tek- ið þátt í — vakið athygli á veru sinni á einhvern hátt. Á síðustu sýningu, fyrir tveimur árum, heim- sótti ungfrú alheimur, Linda Pét- ursdóttir, básinn og vakti það mikla athygli. Erlendur sagði að fyrirtækið hefði á síðustu árum þróast frá því að vera skipafélag 0g flutningafyr- irtæki í það að vera þjónustufyrir- tæki. Reynt væri að markaðssetja þá óumdeilanlegu sérstöðu sem fé- lagið hefði í þekkingu á þjónustu við fiskiðnað og þá sérstaklega flutning á frystum sjávarafurðum. Nútíma flutninga- og samskipta- tækni gerði fyrirtækinu kleift að sjá um og skipuleggja flutninga langt út fyrir eigin flutningaleiðir. Eimskip væri að keppa á alþjóðleg- um markaði og yrði að leggja áherslu á að standa jafnfætis keppi- nautum sínum. Árið 1985 opnaði Eimskipafélag- ið skrifstofu í Rotterdam, en þar starfa um þessir mundir 16 manns. Forstöðumaður skrifstofunnar er Hjörtur Hjartar. //// UÓSRITUNAR- VELAR RICOH Ijósritunarvélar eru óvenju sterkar og endingargóðar. Hannaðar með það í huga að þær geti unnið óslitið með fullum afköstum og miklum gæðum í stórum verkefnum sem smáum. LR 1 Lítil handhæg „þessi netta". Góð fyrir minni fyrirtæki eða sem aukavél. Pappírsstærð A4. Kr. 62.850. staðgr. m/vsk FT2260 „Vinnuhesturinn", nett og örugg Ijósritunarvél með mikla möguleika. T ekur stærst A3 og minnstA6. Stækkarog minnkar frá 50-200%. Kr. 189.800. staðgr. m/vsk M 5 FT3320 Góð Ijósritunarvél fyrir meðalstór fyrirtæki og meðal notkun. Pappírsstærð A4. Kr. 78.973. staðgr. m/vsk Sérstaklega hentug Ijósritunar- vél fyrir fyrirtæki sem Ijósrita mikið í stærðinni A4. Ódýr í rekstri og áreiðanleg. Kr. 109.890. staðgr. m/vsk FT4418 FT4490 Mjög áreiðanleg Ijósritunarvél með mjög mikla möguleika, svo sem að Ijósrita beggja vegna á pappfrinn. Gífuriega afkastamikil og áreiðanleg hágæðavél fyrir fyrirtæki og skóla. Hraðvirk og einföld (notkun. Kr. 229.500. staðgr. m/vsk Kr. 299.500. staðgr. m/vsk SKIPHOLT 17 • 105 REYKJAVÍK WW&B SlMI: 91-27333 ■ FAX 91-628622 'aco' Tölvuráðunautar í 5 ár Við eram með frá framathugun til lokafrágangs. Við eram óháðir • þess vegna leita þeir kröfuhörðustu til okkar. Leitið nánari upplýsinga! Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík Sími: (91) 68 80 90 • Bréfsími: (91) 68 83 83 VANDIÐ MEÐFERÐ HÚSBRÉFA Komiö hefur í Ijós, aö nokkur misbrestur er á því, aö frágangur á húsbréfum sé nægilega góöur hjá ýmsum þeim aðilum, sem hafa hann með höndum. Gildir þaö jafnt um einstaklinga sem fjármálastofnanir. Formsatriöum er í ýmsum tilvikum ekki fullnægt, t.d. vantar stundum heimilisfang framseljanda og/eða dagsetningu framsals. há.hefur borið viö, aö formlegt umboö fylgi ekki húsbréfi þegar þaö erframselt af öðrumen eiganda. Af þessu tilefni skal þaö brýnt fyrir öllum þeim, sem annast meöferö húsbréfa, þ.á.m. framsal þeirra, aö útfylla þau til fulls og hlíta í hvívetna ákvæöum 3. gr. reglugerðar um útgáfu á hlutaðeigandi húsbréfaflokki. Sé húsbréf framselt, samkvæmt umboöi, verðurformlegt umboð aö fylgja húsbréfinu, framsali til sönnunar. Löggiltir veröbréfasalar geta þó framselt samkvæmt geymdu umboði, sbr. 5. gr. I. um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóöi, nr. 20/1989. Reykjavík, 2. maí 1991, [&] HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 696900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.