Morgunblaðið - 09.05.1991, Page 14

Morgunblaðið - 09.05.1991, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 -nm&r m □ lal |a| G. □ o o o o o iDllallDllalIöllDlIallDllDlIaHöllQllDllöllöl Varövelsla og meöhöndlun Ijösmyiida Námstefna um Ijósmyndasöfn verður haldin á Hótel Holiday Inn, þriðjudaginn 14. maí kl. 13.00-17.15. Skráning til 10. maí hjá Kristínu Geirsdóttur vs. 600814, hs. 82074, og Stefaníu Júlíus- dóttur vs. 694542, hs. 45041. |o| o o o o o o o o o o IKAUP OG SALA 1 U P P L Ý S 1 N G A R 9 . M A í 19 9 1 Hlutabréf hafa hækkað um 10,3% að meðaltali frá áramótum. Sé arður meðtalin er hækkunin frá áramótum 14,2%. STAÐGREIÐSLA ÁR MISM. A K/SÍ% gildir.E maí | SÖLUG. HÆKK. F. ÁRAM. HÆKK. M.ARÐI KAUP SALA V/H* INNRAV Almenni hlutabrélasj. hl 90 4,00 1,05 1,09 3,8% 3,8% Eignarh.íél. Alþýðub. hl. 90 4,00 1,68 1,75 4,89 1,12 31,8% 38,7% Eignarh.lél. Iðnaðarb. hí 90 4,00 2,30 2,40 6,99 1,09 26,3% 31,6% Eignarh.lél. Versl.b. hl. 90 4,00 1,73 1,80 8,03 1,07 28,6% 35,7% Hf. Eimskipafélag íslands 90 3,80 5,44 5,65 16,90 1,48 6,2% 8,8% Fjárfestingarlélag íslands hf 90 5,00 1,35 1,42 9,18 1,30 5,2% 5,2% Flugleiðir hf. 90 3,80 2,30 2,39 10,95 1,05 3,9% 7,9% Grandi hf. 90 4,00 2,54 | 2,65 11,84 1,69 15,3% 18,7% Hampiðjan hf. 90 5,00 1,71 ; 1,80 13,23 0,98 0,0% 4,4% Hlutabréfasjóðurinn hf. 90 5,00 1,58 1,66 0,3% 6,3% íslandsbanki hf. 90 4,00 1,54 1,60 10,29 1,16 11,9% 18,9% Olíufélagið hf. 90 4,50 5,50 5,76 16,72 1,02 0,2% 2,3% Olíverslun íslands hf. 90 4,50 2,15 2,25 15,84 1,00 7,1% 11,9% Sjóvá-Almennar hf. 90 4,50 6,12 6,41 55,46 3,25 0,0% 1,4% Skagstrendingur hf. 90 3,00 4,37 4,50 4,91 1,15 16,5% 20,0% Skeljungur hf. 90 4,50 6,02 6,30 33,85 1,23 3,4% 5,7% Tollvörugeymslan hf. 90 3,50 1,00 1,04 50,56 0,87 2,1% 7,5% Útgerparf. Akureyringa hf. 90 3,00 3,98 4,10 10,45 1,48 23,6% 26,3% Áskilinn er réttur til að takmarka þá upphæð sem keypt er fyrir. * V/H hlutfall er reiknað sem hagnaður eftir skatta deilt í markaðsvirði hlutabréfa. * * H/H hlutfall er reiknað með því að deila hlutafé að nafnvirði upp I hagnað eftir skatta. Hlutfallið sýnir hagnað á hverjar 100 kr. í nafnverði. 3 VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚSTORGI 3. 600 AKUREYRI S. (96) 25000 JE2 ÍTMvra < Ríkisstofnanir Fjármálaráðuneytið endurskipulagt FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur verið endurskipulagt. Á vorþingi var gerð sú breyting á lögum Stjórnarráðsins að fjárlaga- og hag- sýslustofnun, er heyrði undir fjármálaráðherra sem sjálfstæð stofn- un, var sameinuð fjármálaráðuneytinu. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra, tók þá ákvörðun um að unnið skyldi að sameiningu og endurskipulagningu á ráðuneytinu það ár. Stóð sú vinna fram á fyrstu mánuði þessa árs og hefur árangri hennar nú verið hrundið í framkvæmd með nýju skipulagi ráðuneytisins, sem tók gildi í apríl sl., samkvæmt upplýsingum Magnúsar Péturs- sonar, ráðuneytisstjóra. Allt frá árinu 1985 hefur skipan Stjórnarráðs íslands verið til end- urskoðunar. Sú skoðun hefur m.a. tekið til þeirra stjórnardeilda sem heyra undir fjármálaráðherra og til hlutverka annarra ráðuneyta við gerð ijárlaga og fjármálastjórnar. Aukin þátttaka hvers ráðuneytis í fjárlagagerðinni og vaxandi ábyrgð ráðherra á íjármálum sinna ráðuneyta hafa veikt rökin fyrir nauðsyn þess að halda ijárlaga- og hagsýslustofnun sem sjálf- stæðri stjórnardeild, að mati Magnúsar. Þá hefur það og haft áhrif, að starfssvið ijármálaráðuneytisins hefur eðlilega breyst nokkuð hin síðari ár. Árið 1986 var Ríkisend- urskoðun flutt úr ijármálaráðu- neytinu og heyrir nú beint undir Alþingi og Lánasýsla ríkisins var stofnuð á sl. ári og til hennar flutt umsjá með lántökum og skuldum ríkissjóðs. í febrúar 1990 fól fyrrverandi ijármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi hagsýslu- stjóra, Magnúsi Péturssyni, að taka við störfum ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og hefja undirbúning sameiningar fjárlaga- og hagsýslustofnunar við ráðu- neytið og jafnframt taka hlutverk og skipulag starfseminnar til end- urskoðunar. Ákveðið var að fá óháðan rekstr- arráðgjafa er leggja skyldi á ráðin um endurskipulagninguna og var Tryggvi Sigurbjarnarson verk- fræðingur fenginn til vei-ksins. Þá áttu starfsmenn veigamikinn þátt í endurskipulagningunni. í aðalatriðum miðar endurskipu- lagningin að því að færa starfsemi ráðuneytisins í þann farveg að það leggi aukna áherslu á stefnumótun í ríkisfjánnálum en að ýmis dagleg afgreiðslumál, sem fram að þessu hafa tekið mikið af starfskröftum ráðuneytisins, er færð til annarra ráðuneyta og stofnana þar sem sem þau eiga betur heima. Skipulag ráðuneytisins Með skiptinu ráðuneytisins í fimm starfsskrifstofur er álitið að ráðuneytið geti á fullnægjandi hátt sinnt þeim málum sem undir það falla. Þannig er ábyrgð og störfum dreift hæfilega. Hver skrifstofa um sig er fullburðug starfseining. Boð- leiðir ráðherra og ráðuneytisstjóra við skrifstofurnar og skrifstofu- stjórana eiga með þessu móti að gefa færi á því að innan hverrar skrifstofu megi byggja upp faglega færni, nægilega mikið sjálfstæði og rétt umhverfi til þess að takast á við krefjandi málefni. Helstu verkefni einstakra skrifsta verða eftirfarandi: Tekju- og lagaskrifstofu er ætlað það hlutverk að móta stefnu við tekjuöflun ríkisins, vinna að umbótum á núverandi tekjuöflun- arkerfi, könnun nýrra leiða og undirbúningi nýmæla. Þá verði lögð áhersla á sérstakar athugan- ir. Þannig er nú t.d. unð að athug- un á skattalegri meðferð kvóta í sjávarútvegi og landbúnaði. Eftirlit með framkvæmd laga og reglna um tekjuöflunina og stjórn og sam- ræming innheimtuaðgerða er og eitt af verkefnum skrifstofunnar. Eins og nafnið bendir til fer skrif- stofan með samning og túlkun laga og reglugerða um tekjuöflun og önnur mál lagalegs eðlis fyrir ráðu- neytið. Samskipti við fjölþjóðlegar stofnanir á sviðið skatta og tolla, m.a. OECD, GATT, EFTA, EB, Tollasamvinnuráðið o.fl. eru eðli málsins samkvæmt allmikil. Fyrir- ferðamest upp á síðkastið hafa verið tolla- og viðskiptamál vegna samningagerðar um Evrópska efnahagssvæðið. Snorri Olsen er starfandi skrif- stofustjóri, en skipaður skrifstofu- stjóri er Indriði H. Þorláksson, sem nú er í leyfi til 1. ágúst nk. til að gegna störfum varafulltrúa Norð- urlanda í stjórn Alþjoðagjaldeyris- sjóðsins í Washington. A tekju- og lagaskrifstofunni starfa átta sér- fræðingar auk skrifstofustjóra. Verkefni Efnahagsskrifstofu er einkum að fylgjast með þróun efnahagsmála, þannig að unnt sé að byggja áætlanir um fjármál ríkisis á haldgóðum forsendum. Skrifstofan vinur að stefumótun í ríkisfjármálum í samvinnu við aðr- ar skrifstofur. Þá gerir hún áætun um tekjur ríkissjóðs vegna fjárlaga á hverju ári, en einnig til lengri tíma ásamt þvíað leggja mat á áhrif, m.a. peningaála á ríkissjóð. Erlent samstaf og skýrslugerð á sviði efnahags- og ríkisfjármála ásamt samskiptum við OECD, EFTA, Norðurlönd o.fl. eru á verk- efnisskrá skrifstofunnar. Skrif- stofustjóri er Bolli Þór Bollason en með honum starfa þrír hagfræð- ingar. Gjaldaskrifstofa ber ábyrgð á gerð áætlunar um dreifingu gjalda og lánsfjár innan ársins og hefur eftirlit með framkvæmd flárlaga og afkomu ríkissjóðs. Þá er hún ábyrg fyrir eignamálum ríkisins og hefur umsjón með framkvæmd laga um opinberar framkvæmdir í samvinnu við samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Skrifstof- an ijallar einnig um málefni at- vinnufyrirtækja sem koma til kasta ráðuneytisins að því er varðar eignaraðild ríkissjóðs að slíkum fyrirtækjum. Skrifstofustjóri er Þórhallur Arason og er hann jafn- framt staðgengill ráðuneytisstjóra og ber þar með ábyrgð á daglegum rekstri í fjarveru hans. Með honum starfa 5 sérfræðingar. Fjárlagaskrifstofa er ný í nú- verandi skipulagi en hún var mynd- uð að hluta úr fjárlaga- og hag- sýslustofnun. Þungamiðjan í starfi skrifstofunnar er undirbúningur að stefnumótun um fjárlög og láns- íjáráætlun, gerð, ritstjóm og frá- gangur fjárlagafrumvarps og sam- skipti við Alþingi og önnur ráðu- neyti vegna fjárlaga og lánsfjár- laga. Um þessar mundir vinnur skrifstofan að sérstakri athugun á sviði gjalda- og lánsfjái'mála og á umbótum á fjárlaga- og áætlunar- gerð ríkisins. Einnig er þar unnið að greinargerð um áhrif einkavæð- ingar. Þá mun þessi skrifstofa sjá um að samræma umsagnir um stjórnarfrumvörp og önnur þing- mál sem ríkisstjórn og Alþingi leita álits á hjá ráðuneytinu. Þá tekur fjárlagaskrifstofan þátt í erlendu starfi sem lýtur að fjárlagagerð og tengdum málum. Skrifstofu- stjóri er Halldór Árnason og starfa með honum 8 sérfræðingar. Starfsmannaskrifstofa hét áð- ur Launaskrifstofa enda hefur þessi skrifstofa fengið annað og breytt hlutverk. Eftirleiðis er meg- inverkefni hennar að móta stefnu um starfsmannahald og launamál ríksins, undirbúningur kjarasamn- inga í samvinnu við samninga- nefnd ríkisins, umsjón með fram- kvæmd kjarasamninga og túlkun þeirra. Þá heyrir einnig undir skrif- stofuna að gera úttektir á starfs- mannahaldi ríkisins, kjaraathug- anir o.fl. og að undirbúa starf ráðn- inganefndar ríkisins. Þáttur skrif- stofunnar við stefnumótun, eftirlit og leiðbeiningar mun eflast en lau- nagreiðslur færast til stofnana. Skrifstofustjóri er Birgir Guðjóns- son. Auk þessara skrifstofa starfar rekstrardeild sem annast öll verk- efni er lúta að almennum rekstri ráðuneytisins, þ.á.m. rekstraráætl- un fyrir ráðuneytið, starfsmanna- hald, skjalaumsjá, póst- og símþjónusta og útgáfuumsjón. Deildarstjóri er Haraldur Sverris- son. CROiun Lyftarar Gæði og gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN w* BlLDSHOFÐA 16 SIMI6724 44 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.