Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 09.05.1991, Síða 15
leei íam .e flUDAQUTMMr-i lIJUHHIVTfiMT^IHZglV maAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 15 FJármála- q láðherra ráðuneytið Meginskipulag og helstu verkefni Magnús Pétursson Ráðuneytisstjóri Tekju- og laga- skrifstofa Efnahags- sknifstofa Gjalda- skrifstofa FjáPlaga- skpífstofa Stapfsmanna- skpifstofa Stefnumótun um tekjur Efnahagsumfjöllun Gjalda- og lánsfjárdreifing Fjárlagagerð Stefnumótun, kjarasamningar Lögfræðilegt álit Tekjuáætlun og dreifing Lánamál Lánsfjárlög Framkvæmd samninga Tekjueftirlit Þjóðhagsstærðir Gjalda- og lánaeftirlit Fjáraukalög Launaeftirlit Sérstakar athugunir Afkoma ríkissjóðs Opiberar framkv. og eignir Framkvæmd fjárlaga Launaafgreiðsla Stjórnsýsla skatta og tolla Peningamál Atvinnuvegamál Rannsóknarverkefni Réttindi og skyldur Erlent samstarf Hagrannsóknir Stjórnsýsla stofnana Umsagnir um þingmál Þjónusta og tækni Erlent samstarf Sérstök verkefni, kjararannsóknir Rekstpapdeild Hagsýsla Rekstur ráöuneytis, sameiginleg þjónusta, útgáfu- og upplýsingamál, rekstrareftirlit meö stofnunum, Þróunarnefnd. Tölvumál Tölvumolar Holberg Másson Hugbúnaður fyrirfisk- markaði Fiskmarkaður Suðurnesja héfur samið við Verk- og kerfisfræðistof- una hf. og Hewlett Packard á ís- landi um kaup á hug- og vélbúnaði til notkunar fyrir Fiskmarkað Suð- urnesja. Var samningur þar að lút- andi undirritaður í byijun apríl. Um er að ræða nýtt kerfi fyrir Fisk- markað Suðurnesja, en fram til þessa hafa þeir notað kerfi smíðað af Rekstrartækni og keyrt á IBM S/36. Nýja kerfið verður keyrt und- ir UNIX-stýrikerfi á HP 9000-tölvu og verður hugbúnaðurinn skrifaður í C++. Áætlað er að umfang verks- ins sé um 5 mannár. Fiskmarkaður Suðurnesja, FMS, rekur nokkra gólfmarkaði á Suður- nesjurn, einnig selur FMS í gegnum tölvukerfi sitt sem er beintengt mörkuðunum. Getur FMS þannig boðið upp fisk í Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum og Dalvík. Hugmyndin með nýja kerfinu er sú, að ekki einungis geti FMS rekið bað sem sitt kerfi, heldur stendur öðrum aðilum, sem hafa áhuga á að reka fiskmarkaði, til boða að kaupa umrætt kerfi fyrir eigin notk- un og tæknilega er grundvöllur fyr- ir því að tengja fiskmarkaði, sem keyptu þennan hugbúnað, saman í eitt stórt uppboðskerfi þannig að hægt sé að bjóða samtímis frá mjög mörgum stöðum og mörkuðum í sama fisk. Forval um rannsóknar- stofuhugbúnað Stóru spítalarnir í Reykjavík, þ.e. Borgarspítalinn, Landspítali og Landakotsspítali, hafa í sameiningu ákveðið að leita að hentugum hug- búnaði fyrir rannsóknarstofur sjúkrahúsanna. Leitað hefur verið til nokkurra erlendra aðila um slíkan hugbúnað. Er Hjarni hf. eini innlendi aðilinn sem tekur þátt í forvalinu, en nýtt kerfi fyrir minni ransóknarstofur frá Hjarna hf. er nú þegar í notkun hér á landi. Verið er að leita að lausn á við- amiklu verkefni sem tengist flókn- um tækjabúnaði rannsóknarstofu í meinefna- og blóðmeinafræði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyr- ir fljótlega um hver fær verkefnið. Aukning á sölu AST-töIva í byrjun apríl var kynning á nýj- um tölvum frá AST hjá Einari J. Skúlasyni hf., umboðsmanni AST á íslandi. AST er þekkt fyrir að selja eina af vandaðri tölvunum á PC- markaðinum en AST-fyrirtækið hafði áður fyrr að mestu leyti ein- beitt sér að framleiðslu stungukorta í PC-tölvur til samtengingar við m.a. IBM-stórtölvur eða til að gátta PC-net. AST hefur hin síðustu ár farið meira yfir í framleiðslu á PC-tölvum og er þekkt m.a. fyrir að framleiða PC-tölvur sem mögu- leiki er á að skipta um örgjörva í og er þannig t.d. hægt að kaupa 20 MHz 386SX-tölvu og skipta út 1-2 árum seinna fyrir 33 eða 50 MHz 486-tölvu ef reikniþörf nota- ndans eykst. í samtali við Martin F. Dolney, sölustjóra AST fyrir Norðurlönd, kom fram að markaðshlutdeild AST og þýðing Evrópumarkaðarins fyrir AST hefur aukist verulega. Ekki er um að ræða mikla aukningu í sölu í Bandaríkjunum, en verulega aukningu í Evrópu. AST hefur nú um 2.500 starfsmenn og var veltan á síðasta ári 700 milljónir Banda- ríkjadala. Hann segir að AST ætli sér að reyna að ná forystu á tölvu- markaðinum með tækninýjungum og hágæðavöru. Einnig segir hann að AST-menn séu mjög ánægðir með árangur Einars J. Skúlasonar hf. í sölu á einmenningstölvum hér á landi á síðasta ári og hafi salan síðustu sex mánuði sl. árs þrefald- ast miðað við fyrri part ársins og líti vel út á þessu ári, en EJS hafi selt yfir 300 AST-vélar á síðasta ári. TOLVUR — í síðasta mánuði færði Hewlett Packard á íslandi Rannsóknastofnun byggingariðnaðar- ins tölvubúnað að gjöf í tilefni 25 ára afmælis stofnunar- innar á síðasta ári. Rannsóknastofnun- in hefur notað HP 9000 tölvu frá árs_- byijun 1990. Á myndinni sést Frosti Bergsson, forstjóri Hewlett Packard á Islandi, afhenda Hákoni Ólafssyni, forstjóra Rannsóknastofnun- arinnar, gjöfina. -.1 ; H//LASER; fyrir leik, lærdóm og störf Laser XT/3 10 MHz m/40MB höröum diski, VGA litaskjár Tilboðsverð kr. 99.572 stgr. Laser 286 AT/2X 12 MHz 3,5" drif og 45MB harður diskur Verð frá kr. 98.730 stgr. Laser 386 SXE 16 MHz 3,5" drif og 45MB harður diskur Verð frá kr. 138.870 stgr. Laser 386 25MHz og 85MB HD Verð frá kr. 239.580 stgr. Laser 386 33MHz og 85 MB HD Verð frá kr. 256.950 stgr. <2\ Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.