Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 16
?, a
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
tcet JAl/ .0 flUOAOUTMMll GlGAjavrjDJIOM
VIÐSKIPn AIVINNULIF
Wterkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Morgunblaðið/KGA
SAMHERJAR — Frá vinstri eru Haraldur Karlsson, hjá Verkfræðistofu Heimis, Sveinn ívarsson
og Guðmundur Gunnarsson hjá Arkitektaþjónustunni, Karl Arnarson óg Örn Arnar Ingólfsson hjá ísgraf
og Heimir Þór Sverrisson hjá Verkfræðistofu Heimis.
Tölvubúnaður
Sambýlið hentar vel
Þrjú fyrirtæki flytja starfsemina undir sama þak
FYRR á þessu ári fluttu fyrirtækin Arkitektaþjónustan sf., ísgraf og
Verkfræðistofa Heimis Þ. Sverrissonar í sameiginlegt húsnæði að
Laugavegi 13. Fyrir stuttu var nýja húsnæðið kynnt fyrir viðskiptavin-
um fyrirtækjanna. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Arkitektaþjónustunnar, hentar sambýlið þessum aðilum vel vegna
ákveðinnar samvinnu þeirra á milli og samnýtingu á tækjabúnaði.
Isgraf er umboðs- ogjijónustuað-
ili fyrir Intergraph á íslandi, sem
sérhæft er í framleiðslu á grafískum
kerfum. Notendur Intergraph eru
aðallega stærri stofnanir og verk-
fræðiþjónustur, en Arkitektaþjónust-
an sf. er enn sem komið er eina
íslenska arkitektastofan sem notar
slíkan tölvubúnað. Eitt af verkefnum
Arkitektaþjónustunnar í dag er
skipulagsvinna fyrir Reykjavíkur-
borg. Heimir Þ. Sverrisson, sérhæfir
sig í UNIX—hugbúnaði og vinnur
mikið við uppsetningu heildarkerfa
fyrir stærri stofnanir. Hann hefur
m.a. hannað tölvukerfi fyrir Sjávar-
útvegsráðuneytið vegna kvótans.
Örn A. Ingólfsson, hjá ísgraf,
sagði að til skamms tíma hefði Int-
ergraph tölvubúnaður verið of dýr
fyrir íslenskan markað. „Það er eitt
og hálft ár frá því að við hófum inn-
flutning á þessum tölvubúnaði og á
þeim tíma hefur vélbúnaðurinn lækk-
að til muna. Þumalfingurreglan virð-
ist vera sú að á 18 mánuðum lækki
vélbúnaður um helming, en hugbún-
aðurinn haldi sér í verði,“ sagði Örn.
Intergraph teiknikerfi má nota á
einmenningstölvur og Macintosh
tölvur. Guðmundur sagði að þeir
hefðu fyrst hugsað sér að nota Int-
ergraph á einmenningstölvu, en á
þeim tíma sem leit stóð yfir að hent-
ugri tölvu hefði Intergraph vélbúnað-
ur lækkað það mikið í verði að ákveð-
ið var að slá til. „Þessi búnaður sem
við keypt'um er nokkuð fullkominn
og kostaði um tvær milljónir, en lág-
markskostnaður er 7-800 þúsund
krónur. Það gleymist þó oft að stóra
fjárfestingin er fólgin í þeirri þjálfun
sem þarf til Jiess að nota svona kerfi
og eins í þeim upplýsingum sem fara
inn á tölvuna," sagði Guðmundur.
1 öllum Intergraph kerfum er
ákveðinn grunnpakki sem nefnist
Microstation 32 og er það sjálft
teiknikerfið. Við hann eru tengdir
sérstakir pakkar fyrir arkitektúr,
burðarþolsmælingar, landupplýs-
ingakerfí o.m.fl. og munu um 4.000
hugbúnaðarpakkar vera til á kerfið.
Örn sagði nýjungina aðallega
fólgna í því að með Intergraph væri
hvert módel fullunnið á tölvuna og
síðan klippt til þess að færa út mis-
munandi teikningar eftir því sem við
ætti hverju sinni. Ef breytinga væri
þörf, t.d. vilji til að líta á ákveðið
módel frá mismunandi sjónarhorn-
um, þyrfti ekki að draga teikninguna
upp á nýtt. Nóg væri að breyta til-
teknum skipunum í tölvunni og hún
reiknaði þá á skömmum tíma út
nýtt sjónarhorn teikingarinnar. Int-
ergraph búnaðurinn sparaði þannig
mikjnn tíma og fyrirhöfn.
Skipulag ríkisins, Rafmagnsveitur
ríkisins, Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og Skógrækt ríkisins eru
meðal notenda Intergraph hérlendis.
Að sögn Arnar hefur Intergraph fyr-
irtækið boðist til þess að lána Skipu-
lagi ríkisins allan þann hugbúnað
sem þarf til að vinna tilraunaverk-
efni um upplýsingagagnagrunn fyrir
ísland, en þingsályktunartillaga þess
efnis upp á 2,5 milljarða króna var
samþykkt nýlega.
T o r g i d
Fólk
Fjármálasljóri
BYKO
M BRYNJA Halldórsdóttir hefur
verið ráðinn fjármálastjóri BYKO.
Birna lauk prófi
frá viðskiptafræði-
deild Háskóla ís-
lands árið 1981.
Hún vann um
nokkurra ára skeið
sem ijármálastjóri
Verslunarbank-
ans. Þegar Is-
landsbanki var
stofnaður varð
hún forstöðumað-
ur Útibúatengsla bankans. Brynja
er gift Jóni Þorbjörnssyni og eiga
þau tvö börn.
MFyrirrennari Brynju í starfi,
Arni Arnason, hefur ekki alveg
sagt skilið við BYKO, því að hann
hefur nú tekið við sem stjórnar-
formaður BYKO af stofnandanum
Guðmundi H. Jónssyni. Sjálfur
hefur Arni keypt fyrirtæki föður
síns, Arvík og er kominn þar til
starfa.
Auglýsingafólk
á framabraut
MANDREA Haraldsson og Jón
Örn Marinósson eru nýir yfirmenn
hjá Islensku auglýsingastofunni
hf. Er tilgangur þess að ráða sér-
staka yfirmenn teiknistofu, hug-
myndavinnu og textagerðar liður í
því að styrkja og efla fagdeildir
fyrirtækisins. Með þessum skipu-
lagsbreytingum varð Andrea hönn-
unarstjóri Islensku auglýsinga-
stofunnar frá og
með 1. maí sl.
Andrea er fædd í
Bandaríkjunum
og útskrifaðist frá
Smith College í
Northampton í
Massachusetts
1975 með BA-
gt'áðu á m.a.
myndlistarsviði.
Hún starfaði síðan
á auglýsingastofu vestra 1975-80
en stofnaði þá eigin stofu í Boston
sem sérhæfði sig í bæklingum og
ársskýrslum. Andrea fluttist til
íslands 1987, vann á auglýsinga-
stofunni Svonagerum við 1987-88
og síðar á Islensku auglýsinga-
stofunni 1988-89 að hún fluttist
aftur til Bandaríkjanna um tíma.
Andrea er gift Eyþóri Haralds-
syni, framkvæmdastjóra og eiga
þau einn son.
■ JÓN Örn Marinósson var ráð-
inn yfirmaður textadeildar frá sama
tíma. Hann lauk
lögfræðiprófi frá
Háskóla Islands
1974 en starfaði
síðan hjá Ríkisút-
varpinu næstu 15
árin, fyrst sem
fréttamaður og
síðan sem tónlist-
arstjóri. Haustið
1989 réðst Jón
Örn til starfa hjá
Islensku auglýsingastofunni sem
textagerðarmaður og hefur starfað
þar síðan. Jón Örn er kvæntur
Sigríði D. Sæmundsdóttur og eiga
þau þrjú börn
■ FRÁ helsta keppinaut íslensku
auglýsingastofunnar, Hvíta hús-
inu berast þær
fréttir að Páll
Bragi Kristjóns-
son sé á Jeiðinni
heim frá Arósum
þar sem hann var
við framhaldsnám
í viðskiptafræðum
og mun hann taka
við starfi fjármála-
stjóra auglýsinga-
stofunnar á ný
jafnframt því sem áformað er að
hann verði stjórnarformaður henn-
ar.
EinarBen. fékk
síldartorfu í
afmælisgjöf
M EINAR Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd-
ar varð fertugur nú í vikunni. Að
því er viðskiptablaðið hefur fregnað
er Einar afburða skipulagður og
vill hafa allt á sínum stað. Vinir
hans vildu gleðja hann og gefa
honum eitthvað sem kæmi að góð-
um notum í þessu skyni. Þar sem
erfítt er að festa hönd á síldartorf-
um létu þeir útbúa listaverk með
síld á. Hvort sem síldin kemur eða
fer getur Einar nú verið viss um
að hann geti gengið að sinni síldar-
torfu vísri!
Brynia
Jóii Örn
Vaxfahækkunin sem lá í loftinu
VAXANDI þenslumerki í efnahagslíf-
inu að undanförnu hafa nú leitt til
almennrar raunvaxtahækkunar sem
væntanlega verður staðfest var
með hækkun á vöxtum spariskír-
teina ríkissjóðs í næstu viku. Reikna
má með að bankar og sparisjóðir
fylgi í kjölfarið og hækki sína vexti
frá 21. maí. Vaxtahækkanir sem nú
ganga yfir þurfa ekki að koma á
óvart þegar litið er til ástands mála
á peningamarkaði. Þannig hefur
yfirdráttur ríkissjóðs við Seðlabanka
vaxið hröðum skrefum og gjaldeyr-
isstaðan rýrnað umtalsvert. Þá hef-
ur þróun inn- og útlána verið óhag-
stæðari en á sama tíma í fyrra og
lausafjárstaða innlánsstofnana hef-
ur versnað. Samhliða þessu hafa
innlausnir ríkisvíxla verið meiri en
sala þeirra. Útistandandi ríkisvíxlar
drógust saman úr um 8 milljörðum
um áramót í 5 milljarða í apríl. Sala
þeirra tók hins vegar nokkurn kiþp
í kjölfar vaxtahækkunarinnar nú í
vikunni og hafa selst víxlar fyrir um
2 milljarða síðustu daga þannig að
staðan er nú um 7 milljarðar. Þann
samdrátt sem varð í ríkisvíxlum má
rekja til þeirrar staðreyndar að
stjórnvöld hikuðu við að bregðast
við þróuninni í peningamálum fyrir
kosningar og hækka vextina. Meðan
ríkisvíxlar báru 11,5% forvexti voru
bankavíxlar með allt að 17% for-
vexti enda hefur sala þeirra siðar-
nefndu verið mjög góð. Þó verður
einnig að hafa í huga að lausafjár-
staða bankanna sem haldið hefur
upp stöðu ríkisvíxla hefur verið erfið
upp á síðkastið.
Ætla má að vextir af spariskírtein-
um ríkissjóðs verði hækkaðir úr
6,6% í 8% og er þá miðað við svo-
nefnd skiptikjör og þau kjör sem
áskrifendur hafa notið. Stærri kaup-
endur á borð við lífeyrissjóði munu
hins vegar gera kröfu um nokkru
betri kjör. Það sem af er þessu ári
hafa aðeins selst spariskírteini fyrir
um 1.400 milljónir og ríkisbréf fyrir
um 200 milljónir. Hins vegar hafa
innlausnir numið um 2,3 milljörðum
og stefnir því í algjört óefni í láns-
fjáröflun ríkissjóðs innanlands ef
ekki verður brugðist hart við í sölu
ríkisverðbréfa. Spariskírteinin eiga
sér hins vegar harðan keppinaut
sem eru húsbréfin en ávöxtunar-
krafa þeirra var hækkuð í gær úr
8,4% í 8,5%. Ávöxtunarkrafan hefur
sem kunnugt er verið að þokast upp
á við undanfarna mánuði eins og á
t.d. bankabréfum en vextir af þeim
hafa hækkað úr 6,5% í 7% að með-
altali frá áramótum. Þá fá stærri
kaupendur bankabréfa álag þannig
að vextir umfram verðbólgu geta
numið yfir 8%. Vextir af spariskír-
teinum hafa ennfremur verið að
hækka á Verðbréfaþingi og nú
siðast í gær hækkaði Seðlabankinn
tilboðsávöxtun um 0,3% eða í
8,15%.
Búast má við að ákvarðanir banka
og sparisjóða um vexti verði miðað-
ar við það að þær gildi fram á haus-
tið. Hins vegar má reikna með að
bankarnir gangi lengra en ríkið og
hækki vexti um allt að 3%. Þann
1. febrúar lækkuðu vextir af óverð-
tryggðum og verðtryggðum útlán-
um bankanna um allt að 0,5% en
Ijóst er nú að sú lækkun var vart
raunhæf. Einnig er nú gert ráð fyrir
heldur meiri verðbólgu en reiknað
var með við síðustu vaxtaákvörðun.
Því má ætla að vaxtahækkun bank-
anna verði allt að 2,5-3% á óverð-
tryggðum lánum. Ennfremur má
búast við að allt að 3% vaxtahækk-
un á verðtryggðum lánum en vaxta-
breytingar banka og sparisjóða
munu að líkindum taka gildi frá 21.
þ.m.
Draga má ýmsar ályktanir af
þeirri stöðu sem nú er komin upp
í peningamálum þjóðarinnar. Ljóst
er vaxtahækkun á ríkfsvíxlum og
spariskírteinum er óhjákvæmileg
vegna stöðu ríkisfjármála. Burtséð
frá því má jafnframt telja hækkunina
rökrétta hagstjórnaraðgerð til að
hamla gegn þenslu, hvetja til aukins
sparnaðar. og stuðla að jafnvægi í
efnahagsmálum.
KB