Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 1
NYTJAHLUTIR SEM ENGINN NOTAR LEIRLISTARMAÐURINN Kolbrún Björgólfsdótt- ir, betur þekkt undir nafninu Kogga, opnar í dag sýningu í listhúsinu Nýhöfn. Þar sýnir hún tuttugu verk, „vasa og skálar“, en ekki neina venjulega vasa og skálar því allt er það í yfirstærðum. Verk- in eru úr leir, þau stærstu allt að mannhæðar há og vega um hundrað kíló, og Kogga segir að þau séu einskonar niðurstaða tíu ára vinnu og þróunar á stíl og tækni. / W raun og veru eru þetta allt nytjahlutir,“ segir Kogga, „en það orkar tvimælis, því það notar þetta ekki nokkur maður þegar það er orðið þetta stórt. Ég held að eng- inn setji vatn í svona risa- stóra vasa. Þetta er frekar eins og hjá Rómveijum; þeir voru með risaker sitt hvoru megin við inngang í byggingar, stóra og stolta vasa. Þannig gerðu forn- þjóðir, eins og Grikkir og Róm- veijar, geysistór ker sem voru ekki notuð sem flát, þrátt fyrir að þau væru það. Alltaf er viss togstreita milli nytjalistar og fagurlistar. Munur er á þvi að vera keramiker eða leirkerasmiður. Þegar menn mála myndir eða gera skúlptúr eru þeir oft frekar að fást við innihald en útlit, en Danir kalla þetta sem ég er að fást við „dekor- ativ kunst“, og það lýsir því vel. Oft er erfitt að finna heiti yfir svona hluti, þeir eru svo ungir hjá okkur. Það sem málarar eða myndhöggvarar eru að fást við er stundum mjög „ódekóratíft", en hefur þá innihald í staðinn. Fyrst og fremst er ég að fást við listiðnað, og ég tel mig ekki vera fagurlistamann, í hefðbund- inni merkingu þess orðs. Innan þessa ramma hef ég verið að skapa mína list. Ég nota tækni sem ég hef meira eða minna fundið upp sjálf og þróað síðastliðin tiu ár. Þótt ég hafi ver- ið með verkstæði og gallerí þann tíma, þá er ég fyrst núna að sýna afrakstur og árangur allrar þessarar vinnu. Ég hef þróað mig áfram í gegnum smáa hluti, finnst ég hafa náð ákveðnum árangri, og tími vera kominn til að setja það frá mér og koma því á fram- færi. Og síðast og ekki síst fannst mér vera orðið nauðsynlegt að sýna þar sem mér fannst ég vera far- in að sjá þessa tækni, þennan stfl og ákveðin form frá mér, notuð af öðrum listamönnum." Andleg fátækt og þróun eigin stíls - Maður hefur rekist á hiuti sem eru líkir því sem þú ert að gera. „Já, og sumt er meira en bara líkt. Ég er auðvitað mjög óánægð með það og finnst það óskapleg fátækt þegar listamenn geta ekki tekist á við að þróa sinn stfl. Auðvitað er eðlilegt að fólk verði fyrir áhrifum þegar það er að byija, eða að koma úr námi, við verð- um það öll. En þegar hlutur er tekinn upp nokkuð hrár og notaður, þá fínnst mér það merki um andlega (SJÁNÆSTU SÍÐU) Kogga opnar sýningu og ræðir um leir, eftirop- anir og listiðnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.