Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1991, Blaðsíða 4
4 D MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. MAI 1991 Tal & boúskiptavandi Sjúklingur með heilabilun getur átt við tvenns konar boðskipta- vanda að stríða: hann getur ekki gert sig skiljanlegan, eða að hann skilur ekki bað sem sagt er við hann. Vandinn aötjásig Það er undir séreinkennum sjúk- dómsins komið hversu alvarlegur þessi vandi er. Margir eiga stundum í erfiðleik- um með að finna tiltekin orð. Þeir eiga bágt með að muna hvað kunn- uglegir hlutir eða persónur heita. Svipuð orð eru sett í staðinn, „veg- ur" getur orðið „vogur". Stundum eru notuð orð með svipaða merk- ingu, talað er um „hring" í staðinn fyrir „giftingu". Sjúklingurinn lýsir oft orðinu sem hann man ekki, talar um „bað sem snýst" í staðinn fyrir „hring". Sumir eiga erfitt með að orða hugsanir sínar. Hannes reyndi að segja að hann hefði aldrei áður farið í taugarann- sókn. Hann sagði: „Ég hefeiginlega aldrei... hef ekki verið... alveg nýtt... Stundum lýsir vandinn sér í því að sjúklingurinn getur ekki tjáð alla hugsunina, aðeins hluta af henni. Jón langaði til að segja að hann væri hræddur um að koma of seint í rútuna heim. Honum tókst bara að segja: „Rútan, heim." Það kemur fyrir að sjúklingurinn talar heilmikið og af viti að því er virðist. En svo kemur í Ijós að hann er bara að raða saman kunnugleg- um setningum án þess að hann meini nokkuð með bví. Þegar boðskiptavandi verður of mikill getur það valdið ofurvið- brögðum. Osjaldan tekst sjúklingnum að leyna vandahum. Ef læknirinn bendir á úrið sitt og spyr hvað þetta sé, svarar sjúklingurinh ef til vill. „Auðvitað veit ég það. Af hverju ertu að spyrja að pví? Hvað ertu að angra mig með svona spurning- um?" Sé talvandinn á háu stigi man sjúklingurinn aðeins örfá lykilorð — svo sem „nei" — og notar þau við öll tækifæri. Loks hættir hann að geta talað, eftir eru aðeins einsat- kvæðisorð eða óskiljanleg hljóð. Þetta er oft þungbært fyrir aðstand- endur. Það útilokar skoðanaskipti við þá sem þeim þykir vænt um. Fólk óttast að hinn heilabilaði verði veikur eða finni til án bess að geta sagt frá því. Hjálpin sem hægt er að veita fer eftir því hvers eðlis vandinn er. Sjúklingar sem eiga við talerfiðleika að stríða eftir heilablóðfall þurfa að fá aðstoð talmeinafræðings sem fyrst. Ef sjúklingur á í erfiðleikum með að finna rétta orðið getur oft verið betra að fá hjálp frá öðrum en reyna árangurslaust að finna orðið sjálfur. Ef rangt orð er notað má reyna að ýja að rétta orðinu með varúð. Ef það leiðir til ofurviðbragða er betra að láta það eiga sig. Oft er hægt að giska á hvað sjúkl- ingnum liggur á hjarta. Þið skulið spyrja hvort þið hafið giskað á það rétta. Ykkur getur skjátlast. Rangar ályktanir geta aukið vanda sjúkl- ingsins. Þegar sjúklingur nær ekki lengur sambandi við umheiminn, verður að athuga reglulega hvort hann sé þjáður. Gætið þess að fötin þrengi ekki að honum, að honum sé nógu heitt, að hann sé ekki með sár eða útbrot og sé hvorki svangur né breyttur. Vandinn að skilja hvað sagt er Sjúklingur með skerta heilastarf- semi á oft erfitt með að skilja hvað aðrir segja við hann. Þetta túlkar fjölskyldan stundum sem skort á samstarfsvilja. Fólk með heilabilun gleymir líka fljótt því sem hefur verið sagt við það. Þegar eitthvað er útskýrt ná- kvæmlega, er það oft búið að gleyma upphafinu áður en kemur að lokunum. Hæfileikarnir til að lesa og skilja bað sem lesið er geta líka skerst. Margir með heilabilun geta lesið minnismiða en fara ekki eftir fyrir- mælunum af því að þeir skilja ekki það sem skrifað er. Éf þið skrifið: .„Maturinn er í rauðu skálinni í kæliskápnum," get- ur meira en verið að sjúklingurinn lesi það sem stendur á miðanum en snerti ekki matinn. Þetta getur verið gremjulegt þangað til þið ge- rið ykkur Ijóst að þótt sjúklingurinn geti lesið er ekki endilega þar með sagt að hann skilji það sem hann les. Til eru margar leiðir til að bæta boðskiptin við sjúkling með heilabil- un. 1. Gangið úr skugga um að sjúkling- urinn heyri það sem sagt er. Flest gamalt fólk er með skerta heyrn. 2. Reynið að tala í lágri tóntegund, há og skerandi rödd getur valdið óróleika. 3. Forðist truflandi hreyfingar eða hávaða. Það gerir illt verra fyrir hinn heyrnardaufa að heyra margt í senn. Þá er erfitt að greina hljóðin sundur. 4. Notið stutt orð og einfaldar setn- ingar. 5. Spyrjið bara um eitt í einu. Ef þið endurtakið spurninguna, no-' tið þá nákvæmlega sömu orðin og í fyrra sinnið. Forðist til að mynda að segja: „Viltu epli eða appelsínu í ábæti eða viltu kannski grjónagraut?" 6. Gefið ein fyrirmæli í einu — ekki mörg. Það er erfitt fyrir sjúkling með heilabilun að muna það sem sagt er og átta sig á mörgum fyrirmælum í senn. 7. Talið hægt og skýrt, bíðið eftir svari áður en þið haldið áfram. Það getur tekið sinn tíma áður en sjúklingurinn bregst við. Einnig er hægt að bæta sam- bandið við sjúkling án þess að nota orð. Þetta gerum við daglega, við tjáum okkur án orða. Margir sjúkl- ingar með heilabilun skilja sem best slík skilaboð þótt þeir geti ekki tjáð sig með orðum. En orðlaus boðskipti geta líka valdið ringlun, kvíða æsingi hjá fólki með heilabilun. Gerið ykkur grein fyrir hvaða boð þiö sendið frá ykkur með líkamanum. 1. Verið róleg, æðrulaus og reynið að vekja traust. 2. Brosið, haldið í höndina á sjúkl- ingnum, leggið arminn um herð- arnar á honum. 3. Horfið beint á hann. Aðgætið hvort hann fylgist með. Ef ykkur finnst hann ekki með á nótunum, reynið þá aftur eftir nokkrar mín- útur. 4. Notið önnur merki en orð; bend- ið, shertið og handfjatlið viðkom- andi hlut. Sýnið athöfn með höndunum, til að mynda tann- burstun. Oft nægir slíkt til að sjúklingurinn skilur hvað verið er að fara. Jafnvel þótt sjúklingur sé alvar- lega ringlaður og geti ekki tjáð sig, hefur hann engu að síður þörf fyrir ást og umhyggju. Líkamleg snerting sem felst í handtaki eða faðmlagi gefur til kynna ást og umhyggju- semi. ¦ Ahrif á aðstandendur Sekt Algengt er að fólk ífjölskyldunni finni til sektar: sektarkenndar vegna fyrri framkomu við sjúkling- inn, sektarkenndar yfir því að. skammast sín fyrir hann, sektar- kenndar yfir að hafa látið reiðina hlaupa með sig í gönur, sektar- kenndar vegna þess að manni finnst hjúkrunin hræðileg byrði eða sektarkenndar vegna þess að maður vildi helst að sjúklingurinn færi á stofnun. Kannski fyllist þið sektarkennd ef þið farið stundarkorn að heim- an. Það er algengast þegar annar makinn þarf að annast hinn. Óljós og nagandi sektarkennd er alvanaleg. Maður veit ekki með vissu af hverju tilfinningin stafar. Sumum finnst sjúklingurinn vekja sektarkennd hjá öðrum. „Lofaðu því að senda mig aldrei á stofn- un." „Þú myndir ekki gera mér þetta ef þér þætti vænt um mig." Setningar af þessu tagi geta sem best valdið sektarkennd. Margir sþyrja sjálfa sig hvort eitthvað sem þeir hafi gert eða vanrækt hafi valdið sjúkdómnum. Sumir f inna til ábyrgðar þegar sjúk- dómurinn ágerist, þeir hefðu kannski getað komið í veg fyrir það með einhverjum hætti. Vandinn í sambandi við sektar- kennd er fyrst og fremst sá að meðan maður viðurkennir hana ekki eða tekur ekki eftir henni hef- ur hún áhrif á framkomu manns og ákvarðanir. Með því að gera sér grein fyrir þessari tilfinningu er oftast auðveldara að hafa stjórn á henni. Fyrsta skrefið er að viður- kenna að sektarkennd er vanda- mál, hún verður það ef hún hefur áhrif á gerðir ykkar. Ef sektar- kenndin hefur áhrif á ykkur, eigið þið um tvo kosti að velja. Ætlið þið að halda áfram í sama víta- hringnum, eða ætlið þið að segja við ykkur sjálf: „Það er búið sem búið er" og vinna ykkur síðan upp úr þessu? Engu verður breytt um fortíðina, hið liðna verður ekki aftur tekið. Þess í stað þarf að einbeita sér að líðandi stund og horfa fram á við. Dagnýju hafði aldrei samið vel við móður sína. Hún fluttist snemma að heiman og hafði lítið samband við fjölskylduna. Þegar móðirin veiktist af heilabilun fluttist hún til Dagnýjar. Ringluð konan spillti heimilisfriðnum, vakti fólkið á næturnar, gerði börnin hrædd og dóttirin gekk sér til húðar. Þeg- ar læknirinn tilkynnti að móðirin gæti fengið vist á sjúkrahúsi komst Dagný í uppnám. Hún gat ekki fengið af sér að samþykkja að móðirin færi á sjúkrahús þótt það væri greinilega besta lausnin fyrir alla aðila. Þegar sektarkennd í sambandi sem þessu er ekki viðurkennd, getur hún haft neikvæð áhrif á gerðir okkar. Við ráðum ekki sjálf hverja okkur líkar vel við og hverja ekki. Það skiptir mestu máli að gera sér þetta Ijóst og láta ekki ómeðvitað tilfinningar stjórna sér. Þegar sjúklingur með heilabilun segir til dæmis: „Ekki senda mig á stofnun," er mikilvægt að minn- ast þess að sjúklingurinn er ekki fær um að taka ákvarðanir sjálfur og að þið verðið að gera það fyrir hann. Ef þið eruð hrædd um að þið eigið einhverja sök á að sjúklingn- um hrakar, skuluð þið umfram allt ræða við lækni um eðli sjúkdómsins. Alzheimer-sjúkdómur er hrörn- unarsjúkdómur. Hvorki þið né læknirinn getið stöðvað þróun hans. Hið sama er að segja um mörg önnur afbrigði heilabilunar. Jafnvel þótt reynt sé að virkja sjúkl- inginn stöðvast þróunin ekki, það er aðeins verið að nýta getu hans sem best. Munið að þið þurfið líka á hvíld og afþreyingu að halda, ef þið sinnið þeim þörfum eigið þið auð- veldara með að annast sjúklinginn og hlynna að honum. Ef sektarkennd torveldar ykkur að taka ákvarðanir og leysa vanda, þurfið þið að ræða málin við aðra, ekki síst þá sem eiga við áþekk vandamál að stríða. --< "X- *3ÉH 6j§^*&S&3ií , ITWtp\ .:.;..', U'^M lilllilk ' '.: ||sr '"^fiSBBI IIS*"i2 *w^* tf>*r^^^^^. ^^p' ¦-¦¦¦ *iltjfc*'«fl» i j ' ^^B Hk*9^H ^^ IBí%I ¦V -'V^ShB -- k'''"'"' :;%&mMí ¦HBHm&^'-ÍI ¦ . m HI'iV^ V.jlJ^fev.' E Morgunblaðið/KGA Það er lítið mál að lífga upp á gamlan snjáðan stól með þvíað breiða yfir hann ef ni - og ekki skemmir fyrir að setja í hann gamlan og f allegan púða, eða þá að sauma púða ísarha efni og ábreiðan. PUNTAÐ MEÐ PÚÐU Þennan bráðskemmtilega barnapúða rákumst við á í versl- uninni Z-brautir og gluggatjöld. Fleiri útgáfur af svona f urðudýr- um má finna þar, en einnig má benda á að t.d. í Ikea má fá stóra gólfpúða án áklæðis og nota svo hugmyndaflugið til að breyta þeim í skemmtileg furðu- dýr. Af hverju ekki að setja skemmtilega púða bergið 09 jafnvel leyfa börnunum að taka uninni? A þennan barnapúða var teiknaí ers-taupennum, en einnig má nota Pente liti eða taumálningu til verksins. Foreldr teiknað útlínurnar með svörtum penna og unum að fyila upp í eða bara látið þau al sköpunina. Eftir að teiknað er með taulil strauja yfir með heitu járni til að festa lit þvottekta. Athugið að fara eftir leiðbeinit pökkunum. EIH OG ANNAÐ FYRIR cítCctíé- V'E VERSACE Nýtt ilmvatn er komið á markaðinn frá Versace, ítalska tískuhönnuðinum og ber það heitið V'E VERSACE. Heiðurinn af ilmnum eiga auk Gianni Versace, systir hans, Donatella og Dr. Roþerto 1 Martone, sem er þekktur ilm- vatnsframleiðandi. Mikil áhersla var lögð á umbúðirnar, en ilmvatnið kemur í teningslaga flösku sem sækir fyrirmynd sína í Baccarat-kristal. Gianni BAÐLINAFRÆ YSL Rive Gauche ilmurinn frá Yves S Laurent hefur lengi verið á mark aðnum, en nýlega bættist við er hönnuð baðlína með sama ilm. I um að ræða milt baðgél, rakage mýkjandi krem, sápu og svitalyk einni tegundinni verið bætt við l svokallað sturtugel, unnið m.a. < innihalda sölt og snefilefni og bi innihalda vítamín, eggjahvítuefi -I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.