Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 3

Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞRQI lfJ?ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 B 3 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA ÍÞRÚmR FOLK ■ FREDRICK Millichip, formað- ur enska knattspyrnusambandsins, verður eftirlitsmaður UEFA á leik íslands og Tékkóslóvakíu á Laug- ardalsvelli á miðvikudagskvöld. Millichip kom til landsins í gær og er þetta fyrsta heimsókn hans til landsins. Sprett úr spori á æfíngu í gærkvöldi. Arnór Guðjohnsen, Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson og Hlynur Stefánsson. Morgunblaðið/Bjami Leikur í Keflavík: Hólmbert breytir liði sínu Lið íslands ogTékkóslóvakíu, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, mætast í Keflavík í kvöld kl. 20. Fyrri leik liðanna ytra sl. haust lauk með stórsigri Tékka, 7:0, þannig að greinilega verður við ramman reip að draga. „Ég veit ekkert um Tékkana, en skilst að þetta sé eitthvert súper-lið,“ sagði Hólmbert Frið- jþnsson, þjálfari íslands, við Morgunblaðið í gær. Tékkarnir hafa sigrað örugglega ? öllum leikjum sínum til þessa; m.a. Fr&kka 3:1 í Frakklandi og Al- bani 5:1 í Albaníu. Líkur eru að einhverjar breyt- ingar verði gerðar á liði íslands frá því í leiknum gegn Albaníu ytra á dögunum. Það kemur ekki í ljós fyrr en ? dag hvort Víkingurinn Helgi Björgvinsson verður leikfær, en hann liefur verið meiddur. Helgi verður aft- asti maður ef hann leikur, og Kristján Halldórsson, ÍR, verður þá á miðjunni — sennilegast í stað Arnars Grétarssonar, sem er lítillega meiddur. Þá kemur annað hvort Brandur Siguijóns- son, ÍA, eða Örn Torfason; Val, inn ? vörnina ? stað Ágústs Olafs- sonar, Fram. Ólafur meiddur Óvíst hvort Ólafur Þórðarson verði með gegn Tékkum á morgun ÓLAFUR Þórðarson, miðvallar- leikmaðurinn sterki frá Lyn í Noregi, er meiddur og gat ekk- ert æft með landsliðinu í gær. Því er enn í lausu lofti hvort hann getur verið með í Evrópu- leiknum gegn Tékkum í Laug- ardalnum á morgun, en Bo Jo- hansson, landsliðsþjálfari sagðist reyndar seint í gær- kvöldi, eftir að hafa ráðfært sig við lækni landsliðsins, bjart- sýnn á að Ólafur geti leikið. MT Olafur er tognaður í vöðva framan á læri, og hefur verið í meðferð hjá Siguijóni Sigurðs- syni, lækni, en Bo ætlar að sjá til fram á síðustu stundu hvort hann verður leikfær. Segist geta bætt Andra Marteinssyni inn í hópinn allt fram á síðustu stundu. Hann var með ? Albaníu, en meiddist Iítil- lega með FH gegn KR á fimmtu- daginn. Er þó leikfær nú. „Ólafur meiddist fyrst í Albaníu og lék bikarleik með Lyn á fimmtu- dag. En þá varð hann að fara af velli er t?u mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Hann er alltaf já- kvæður, vill helst spila, en við verð- um að bíða og sjá. Það er undir honum komið hvort hann leikur, en ég er bjartsýnn á að hann verði með,“ sagði landsliðsþjálfarinn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Atli og Arnór með Atli Eðvaldsson, sem tók út eins leiks bann í viðureigninni við Al- KNATTSPYRNA / 1. DEILD Ekki brotið á David Morgunblaðið sagði á föstudag að brotið hefði verið á Valsmannin- um Davíð Garðarssyni í leiknum gegn Víkingi á fímmtudags- kvöld með þeim afleiðingum að Davið hefði tvibrotnað á sperrilegg. Sjónvarpsupptaka RUV frá leiknum sýnir hins vegar greinilega að ekki var brotið á Davíð. Hann teigði sig framhjá Víkingi í þeirri von að ná til boltans, en í stað þess að renna á grasinu festist ökklinn í mjúkum vellinum og sperrileggurinn gaf sig. baníu í Tirana á dögunum, er aftur kominn í landsliðshópinn og tekur við fyrirliðastöðunni. Hann leikur sem miðvörður fyrir framan Guðna Bergsson, og því má reikna með að Gunnar Gíslason verði hægri bakvörður en Sævar Jónsson verði færður yfir í stöðu vinstri bakvarð- ar og Ólafur Kristjánsson setjist á bekkinn. Þá er Arnór Guðjohnsen mættur til leiks á ný og verður næst örugglega í framlínunni ásamt Eyjólfi Sverrissyni, í stað Antonys Karls Gregoi-ys, sem lék í Albaniu. Arnór meiddist í leik með Bordeaux tveimur dögum fýrir Albaníuleikinn og kom þv? ekki til Tirana. LiðTékka Eftir því sem Morgunblaðið hafði spurnir af ? gær verða fimm breyt- ingar á liði Tékka frá því í fyrri leik liðanna sl. haust. Markvörður- inn Miklosko, sem leikur með West Ham á Englandi, stendur í markinu — en Jen Stejskal frá QPR var í markinu í fyrri leiknum. Aftasti varnarmaður verður sá sami, Koc- ian, en báðir iniðverðirnir verða nýir, Grussman og Titel. Á miðj- unni verða Hasek, Kubik, Kula, Hapal og Nenec en þrír þeir fyrst- nefndu léku gegn íslandi í haust. Framlínumennirnir tveir verða svo þeir sömu, Thomas Skuhravy og Vaclav Danek. Tékkarnir komu til landsins si'ðari hluta dags í gær og fóru rak- Ieiðis á Selfoss, þar sem þeir hafa aðsetur fram að leik. H WACSLAV Jira, formaður tékknseka knattspyrnusambands- ins, kom til landsins með liði sínu í gær. Hann er einn af varaforsetum UEFA. ■ ÓLAFUR Þórðarson gerði tvö mörk er Lyn sigraði 3. deildarlið Furuseth 6:0 í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í síðustu viku. Ekkert var leikið í norsku knatt- spyrnunni um helgina vegna lands- leiks Norðmanna og Itala annað kvöld. ■ GUNNAR Gíslason leikur að öllum líkindum 50. landsleik sinn gegn Tékkum annað kvöld. ■ ATLI Eðvaldsson setur vænt- anlega nýtt landsleikjamet gegn Tékkum. Hann leikur 68. landsleik sinn og hefur þá bætt landsleikja- met Marteins Geirssonar. ■ SIGURÐUR Grétarsson og félagar ? Grasshopper gerðu markalaust jafntefli í Lugano í svissnesku deildinni á föstudags- kvöidið, og Sion gerði einnig jafn- tefli. Sigurður og félagar eru ? efsta sæti þegar tvær umferðir eru eftir en Sion stigi á eftir. Liðin mætast um næstu helgi, en Sigurð- ur verður þá í banni. Fékk þriðja gula spjaldið sitt í leiknum í Lugano. ■ ANDRI Marteinsson úr FH er 17. maður í landsliðshópnum og kemur inn fari svo að Ólafur Þórð- arson nái sér ekki af meiðslunum. ■ MICHEL Platini, landsliðs- þjálfari Frakka, og aðstoðarmaður hans, Gerard Houllier, koma til landsins á morgun til að fylgjast með leiknum á Laugardalsvelli. Næsti leikur ? riðlinum verður ein- mitt viðureign Frakka og. Tékka í París í haust. ■ NAPOLÍ keypti í gær franska landsliðsmanninn Laurent Blanc frá Montpellier fyrir 330 millj. ísl. kr. Blanc er varnarleikmaður, sem hefur einnig leikið á miðjunni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. ■ OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Sigurðar Grétarssonar hjá Grass- hopper, hefur verið ráðinn þjálfari hjá Dortmund. KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Eyjólfur skoraði með skalla í Köln FráJóni Halldóri Garöarssyni i Þýskalandi Eyjólfur Sverrisson skoraði mark með skalla þegar Stuttgart vann stórsigur, 6:1, á Köln ? Köln. Stuttgart hefur leikið tólf leiki í röð án þess að tapa og á félagið góða möguleika á að tryggja sér UEFA- sæti. Matthias Sammer, sem átti stórleik með Stuttgart, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið - til 1994, þannig að hann fer ekki til Inter Mílanó. Ásgeir Sigui-vinsson var einnig í sviðsljósinu í Köln. Hann lék forleik með úrvalsliði S-Þýskalands gegn N-Þýskalandi. Margir gamalkunnir kappar léku og jauk leiknum með öruggum sigri Ásgeirs og félaga, 5:1. Kaisreslautern er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn. Félagið vann í Bremen, 2:1, á sama tíma og Bayern Múnchen tapaði, 2:3, fyrir Wattenscheid. Kaisers- lautern er með fjögurra stiga for- skot á Bayern þegar tvær umferðir eru eftir. Fögnuður Kaiserslaut- ern-manna var mikill í Bremen. Svo mikill að einn leikmaðurinn, Thom- as Dooley, gleymdist, þegar liðið hélt út á flugvöllinn í Bremen. Stuðningsmaður Kaiserslautern brást skjótt við og ók Dooley út á flugvöll, þannig að hann rétt náði flugvélinni sem leikmenn félagsins fóru með. Karl-Heinz Feldkamp, þjálfari Kaiserslautem, hélt upp á 57 ára afmælisdag sinn á laugardaginn, en hann er elsti þjálfarinn í úrvals- deildinni. Þjálfari Wattenscheid, Hannes Bongartz, er fyrrum leik- maður Kaiserslautern. Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern og Jupp Heynckes, þjálfari félagsins, játuðu sig sigraða eftir tapið gegn Watt- enscheid og óskuðu Kaisterslautern til hamingju með meistaratitlinn. Kaisterslautern leikur næst gegn Möncnengladbach heima og s?ðan gegn Köln á útivelli. 41 þús. áhorfendur fögnuðu þeg- ar Schalke tryggði sér sæti ? úrvals- deildinni á laugardaginn. BOSS OpnaGR-mótið ló.júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.