Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 8
NBA-DEILDIN iÞRÓntR :ssí» HANDKNATTLEIKUR / /SPANN íslendingamir kvöddu á sannfeerandi háll FJÓRMENNINGARNIR Kristján Arason, Alfreð Gíslason, Sig- urður Sveinsson og Geir Sveinsson kvöddu spænska handboltann um helgina og eru á heimleið. Þeir léku allir vel með félögum sínum í lokaum- ferðinni og fögnuðu hver á sinn hátt. Kristján gerði 7/1 mörk fyrir Teka á útivelii í 24:16 sigri gegn Alicante. Þar með varð Teka í 2. sæti með 26 stig og tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða með Barcelona, sem sigraði í keppninni á dögunum og varð spænskur meistari með 30 stig. Taldi dagana Kristján var mjög ánægður að leik loknum. „Það er mjög þægileg tilfínning að vera loksins kominn í frí. Eg var farinn að telja dagana og nú getur maður farið afslappað- ur í golf! Annars var mikilvægt að ná öðru sætinu miðað við það sem á undan hafði gengið og ég er ánægður með gengi liðsins og eigin frammistöðu að undanförnu. En nú eru viss kaflaskipti. Löngum ferli erlendis er lokið og næst er að und- irbúa nýtt tímabil með FH.“ Kristján verður kvaddur sérstak- lega á næstu dögum. Bæði ætlar félagið að halda honum kveðjuhóf og stuðningsmenn liðsins annað. Hann hefur lengi verið meiddur á öxl og sagðist ætla að taka sér gott frí, en láta reyna á öxlina seínna í sumar. Hún væri mjög stíf og viðkvæm, en útlitið væri gott og vonandi yrði hann orðinn góður í haust. Alfreð fékk bronsið Alfreð gerði 210 mörk í 1. deild á Spáni og varð 3. markahæsti leik- maður mótsins. Ilann var með 6/4 mörk í síðasta leiknum, þegar Bida- soa vann Caja Madríd 24:22. Bida- soa fékk 24 stig og varð í 4. sæti, en sigraði í bikarkeppninni í vetur og verður með í Evrópukeppni bik- arhafa. „Það er undarleg tilfinning að vera að fara frá þessu, en það er kominn tími til að fara að gera eitt- hvað heima,“ sagði Alfreð við Morg- unblaðið, en hann var kvaddur sérs- taklega í matarveislu, þar sem nokkur þúsund gestir voru mættir. Sigurður gerði 11 mörk Sigurður gerði 11 mörk í 26:23 sigri Atlétícó Madríd gegn Geir Sveinsson og samheijum í Granoll- ers. Atléticó fékk 25. stig og varð í 3. sæti, en komst ekki í Evrópu- keppni — Valencia fer í Evrópu- keppni félagsliða. „Þetta gekk ágætlega, en sigur- inn skipti í raun litlu máli,“ sagði Sigurður. Geir lék einnig vel og gerði 3 mörk fyrir Granollers. „Þetta var kveðjuleikurinn, allavega í bili,“ sagði Geir. „ '.- % .Æmx Kristján Arason er á heimleið til að þjálfa og leika með FH eftir árangursríka atvinnumennsku erlendis. „Ég var farinn að telja dagana og nú getur maður farið afslappaður í golf!“ Pat Riley Riley þjáliar NewYork PAT Riley var á föstudag ráðinn þjálfari New York Knicks. Hann fær 6 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Riley hefur starfað hjá NBC sjónvarpinu frá því hann hætti sem þjálfari Los Angeles Lakers. Hann sagði í samtali við fréttamenn að hann saknaði Frá þess að fá ekki að Gunnari stjóma liði og því Valgeirssyni hafi hann ákveðið i Bandarikiunum , TT að soðla um. Hann sagði það skilyrði fyrir ráðningu sinni að New York myndi ekki selja Patrick Ewing. Riley var þjálfari Los Angeles Lakers í níu ár og stýrði liðinu til sigur í NBA-deildinni 1982, 1985, 1987 og 1988 og var útnefndur þjálfari NBA-deildarinnar 1990. Hann hefur náð bestum árangri allra þjálfara í NBA-deildinni. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Perkins tryggði Lakers sigur Fyrsta tap Chicago á heimavelli í yfirstandandi úrslitakeppni LOS Angeles Lakers vann Chicago Bulls 91:93 í fyrsta leik liðanna í úrslitum um NBA-titilinn í Chicago á sunnu- dagskvöld. Sam Perkins tryggði sigur Lakers með þriggja stiga körfu þegar 14 sekúndur voru eftir. Þetta var jafnframt fyrsta tap Chicago í úrslitakeppninni á heimavelli. Leikurinn var hnífjafn frá upp- hafi til enda. Til marks um það SPJOTKAST skiptust liðin á um að hafa forystu 26 sinnum og í 14 skipti var jafnt. Chicago hafði yfir í leikhléi, 53:52. Lakers náði sér vel á strik í þriðja leik- hluta og var yfir, 68:75. í byijun þriðja leikhluta var Magic Johnson hvíldur í 2 mínútur og á meðan skoraði Chicago 10 stig. Lokasekúndurnar voru æsi- spennandi. Þegar mínúta var til Gunnar Valgeirsson skrifarfré Bandaríkjunum leiksloka hafði Chicago yfír, 91:89. Sam Perkins gerði þriggja stiga körfu fyrir Lakers þegar 14 sek. voru eftir, 91:92. Michael Jordan átti möguleika á að vinna leikinn er 5 sek. voru eftir, en knötturinn dansaði á körfuhringnum en fór ekki ofaní. Lakers náði frákastinu og fékk síðan vítaskot er brotið var á Byron Scott. Hann skoraði úr síðara skotinu og sigur Lakers í höfn, 91:93. Michael Jordan var stigahæstur í liði Chicago með 36 stig. Sam Perkins var stighæstur í liði Lakers með 22 stig. Magic Johnson lék mjög vel, gerði 19 stig, tók 9 frá- köst og átti 10 stoðsendingar. Næsti leikur liðanna fer fram í Chicago aðfarnótt fimmtudags, en síðan verða þrír leikir í Los Ange- les. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður meistari. Raty bætti heims- metið um tæp- lega fimm metra S 8 9 FINNSKI spjótkastarinn Seppo Ráty bætti heimsmetið í spjótkasti karla um tæpa fimm metra á litlu móti í Punkalaidun í Finnlandi á sunnu- dag. Ráty kastaði spjótinu 96,96 metra, en eldra metið, sem hann átti sjálf- ur, var 91,98 metrar. Það met setti hann á móti í Japan í síðasta mánuði. Rigning var og hliðaivindur er hann setti metið 19 35 i 1 í fimmta kasti sínu. Ráty, sem er heimsmeistari frá 1987 og bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleik- unum í Seoul 1988, vareini spjótkastar- inn á heimsmælikvarða sem tók þátt í mótinu. Hann er fyrsti Finninn til að bæta cigið heimsmet í meira en 21 ár. Hann bætti heimsmet Steve Backleys (90,98 m) í Japan og nú bætti hann það aftur. Ráty virðist því til alls líklegur í sumar. Þróun heimsmeta í spjótkasti (Kastlengd í .metrum, nafn, þjóðemi og dagur): 86.04 86.74 A1 Cantello (Bandar.) 5.6.59 1.6.61 87.12 Teije Pcderson (Noregi) 1.7.64 91.72 l’edcrson 2.9.64 91.98 ■lania busis (Sovétnkin) 92.70 Jorma Kinnunen (Kinnlandi) 18.6.69 93.80 Luais 6.7,72 94.08 Klaus Wolfermann (V-Þýskal.) 5.5.73 94.58 Miklos Nemcth (Ungvctjalandi) 26.7.76 96.72 Fcrene Paragi (Úngvcri'alandi) 99.72 Tom Pctranoff (Bandar.) . 15.5.83104.80 Uwe Hohn (A-býskal.) 20.7.84 ■Spjótinu breytt 1986. 85.74 Kiaus Tafclmcier (V-Þvskal.) 22.9.86 87.66 Jan Zeleznv (Tékkósl.) 89.10 Patrik Boden (Svlþjóð) 24.3.90 89.58 Stcvc Backlcy (Bretlandi) 2.7.90 89.66 Zeieány 90.98 Backleý 91.98 Seppo Riity (Finnlandi) 6.5.91 96.96 Raty

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.