Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 1
SÓLARLANDAFERÐIR: Tekst ferðaskrifstofunum að snúa vörn í sókn?/4/5
SAMBANDID: Bjartsýnir á árangur endurskipulagningar verslunarreksturs/8/9
JHragunÞIiifeUt
VIÐSKIPn AIVINNULÍF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
BLAÐ
Fyrirtæki
Rekstrarbati varð
hjá Flugleiðum á fyrsta
ársfjórðungi
Tap af reglulegri starfsemi 634 milljónir króna, sem er um 18% minna
að raungildi en á sama tíma í fyrra
TAP af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. varð alls um 634 milijón-
ir fyrstu þrjá mánuði þessa árs samanborið við 720 milljóna tap
á sama tíma i fyrra. Afkoman á þessu tímabili er í samræmi við
áætlanir en félagið tapar jafnan yfir vetrarmánuðina og vinnur
það upp með hagnaði yfir sumarmánuðina. Þegar tekið hefur
verið tillit til verðlagsbreytinga er tap af reglulegri starfsemi um
18% minna en í fyrra. Þennan bata má einkum rekja til þess að
tekjur félagsins jukust um 11% að raungildi milli ára og vega þar
þyngst auknar tekjur af farþegaflugi sem jukust um tæp 19%.
Rekstrargjöld lækkuðu á hinn bóginn lítillega þannig að rekstr-
artap minnkaði úr um 789 milljónum í 566 milljónir.
„Þessi afkoma er mun betri en
í fyrra og lofar þannig góðu,“
sagði Halldór Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Flug-
SÖLUGENGi DOLLARS
Sföustu fjórar vikur
59,50
15.mDÍ 22. 28. 5. júni 12.
leiða í samtali við Morgunblaðið.
„Við erum að sjá verulegan bata
milli ára og erum því ánægðir með
afkomuna. Hins vegar óttumst við
að tekjur verði undir áætlun í maí
þar sem Islendingar virðast þá
hafa verið minna á ferðinni en
áður jafnframt því sem framboð
hefur aukist."
Áhrifa hins nýja flugflota Flug-
leiða gætir mjög í reikningum fé-
lagsins fyrir fyrstu þijá mánuði
ársins borið saman við sama tíma
í fyrra. Þannig hefur kostnaður
við beinan flugrekstur lækkað um
9,2% að raungildi milli ára og við-
haldskostnaður flugvéla lækkar
um tæp 18%. Á hinn bóginn hækka
afskriftir um 43% og vaxtagjöld
um 137,1% jafnframt því sem elds-
neytisverð var 37% hærra á fyrsta
ársfjórðungi en á sama tíma í
fyrra.
I innanlandsfluginu varð um
111 milljón króna rekstrartap á
fyrsta ársfjórðungi samanborið við
67 milljónir á sama tíma í fyrra.
Farþegum sem ferðuðust með
félaginu á fyrsta ársfjórðungi
fjölgaði frá árinu áður um 3,7%
og vegur þar þyngst aukinn far-
þegaíjöldi á leiðinni yfir Norður-
Atlantshafið. Lítilsháttar fjölgun
farþega varð í Evrópufiugi en í
innanlandsfluginu varð umtals-
verð fækkun eða 11%. Heildar-
sætanýting í millilandaflugi reynd-
ist vera 59% í stað 57% árið áður
en í innanlandsflugi 62% í stað
64%.
Einar Sigurðsson, forstöðumað-
ur upplýsingadeildar Flugleiða,
segir að aukninguna í Norður-Atl-
antshafsfluginu megi einkum
rekja til nýrra viðkomustaða.
Einnig hafi félaginu tekist að
halda óskertri tíðni þrátt fyrir
Persaflóastríðið meðan mörg önn-
ur flugfélög hafi dregið úr tíðni.
Þannig hafi Flugleiðir fengið far-
þega sem ella hefðu flogið með
öðrum flugfélögum.
Eigið fé Flugleiða þann 31.
mars sl. var bókfært 3.733 milljón-
ir en heildareignir námu 19.475
milljónum þannig að eiginfjárhlut-
fall var 19% samanborið við 18%
árið áður.
C;' |n(§)@ rlgyi ■UB n AT ELE AKS
REKSTRARYFIRLIT Upphæðir i millj.kr. IAÐA 1989 N dAT 1990 PiAFS Breyting
Heildarvelta 31.842 33.375 5% .
Bruttóhagnaður 8.660 8.520 -2%
- Launakostnaður 4.062 3.803 -6%
- Annar rekstrarkostnaður 2.996 2.924 -2%
- Fyrningar 662 725 -10%
Rekstrarhagnaður 939 1.068 14%
Fjármagnsliðir 1.114 325 -71 %
Aðrir liðir 156 -14
Hagnaður/(tap) 19 729
Efnahagsyfirlit: EIGNIR
Útlán 3.012 3.146 4%
Birgðir 5.992 5.428 -9%
Aðrir veltufjármunir 1.152 1.259 9%
Fasteignir 6.986 7.574 8%
Aðrir fastafjármunir 4.592 5.191 12%
Eígnlr samtals: 21.734 22.568 4%
Efnahagsreikningun SKULDIR
Innistæður viðskiptamannE Aðrar skammtimaskuldir 1.617 9.297 2.072 7.540 28% -19,5%
Innlánsdeildir 1.746 1.955 12%
Langtímaskuldir 3.859 4.203 9%
Skuldir samtals: 16.519 15.770 -5%
Eigið fé og stofnsjóður 5.215 6.798 30% I
Veltufjárhlutfall 0,93 1,02 [
Eiginfjárhlutfall 24,0% 30,1% Hf
AFKOMA kaupfólaganna breyttist mjög til batnaðar é. síðast- liðnu ári í kjölfar lækkandi fjármagnskostnaðar og batnand; ytri skilyrða í atvinnurekstri. Á meðfylgjandi yfiriiti sem kynnt var é aðalfundi Sambandsins nýveriö kemur fram að heiid'arvelta félaganna nam tæpum 33,4 milljörðum króna á árinu. Jókst veltan um 12% en þá er ekki tekið tillit til KRON sem hætti starfsemi á árinu. Samanlagður hagnaður nam um 729 milljónum króna en áriö áður nam hann aðeins 19 milljónum. i Þá jókst eigið fé kaupfélaganna um 1,6 milljarð milli ára og fjármunamyndun jókst úr um 321 milijón í 863 milljónir.
er þjónusta sem gerir fjórmálastjórum, gjaldkerum og
a n k a n s sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja
tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er
frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða
reikning sem er i hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun
án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu
sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans
og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs
ingar fást í bæklingi sem liggur frammi í næsta Landsbanka.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna