Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/flTVINNULÍF FIMMffUPAGUR 13, JÚNÍ 1991
B 3
Matvælaiðnaður
*
Islenskt-franskt eldhús flyt-
ur útfisk-paté til Hollands
Innflutningstollar takmarka pöntunarmagn
ISLENSKT-franskt eldhús hf. hefur hafið útflutning á fisk-paté til
Hollands. Nú þegar hefur verið sent út um hálft tonn af fjórum
tegundum af fisk-paté, þ.e. skelfisk-paté með hvítvínshlaupi, reykt
laxa-paté með fyllingu, ferskt laxa-paté og fisk-paté með grænmeti.
í forsvari fyrir Islenskt-franskt eldhús hf. eru matreiðslumeistararn-
ir Gunnlaugur Guðmundsson og Eric Paul Calmon og sögðu þeir í
samtali við Morgunblaðið að búast mætti við að framhald yrði á
útflutningnum.
íslenskt-franskt eldhús hf. hóf
starfsemi í 80 fermetra húsnæði í
Kefiavík árið 1983. Matreiðslu-
meistararnir Gunnlaugur Guð-
mundsson og Eric Paul Caimon
hófu þá framleiðslu á þrem tegund-
um af kjöt-paté til að selja á innan-
landsmarkaði. Síðan hefur fyrir-
tækið stækkað, því nú er það kom-
ið í um 1000 fermetra húsnæði í
Dugguvogi og starfsmönnum hefur
fjölgað jafnt og þétt og eru nú um
20 manns.
I upphafi var fyrirtækið sameign-
arfélag en var breytt í hlutafélag
snemma árs 1990. Fleiri vöruteg-
undir hafa bæst við og auk margra
tegunda af kjöt-paté og fisk-paté
er nú framleidd lifrarkæfa, þurrk-
aðar hrápylsur og ýmiss konar
álegg.
Fljótlega eftir að Gunnlaugur og
Eric stofnuðu fyrirtækið hófu þeir
að athuga hvort ekki væri hægt að
framleiða paté ætlað til útflutnings.
„í upphafi könnuðum við útflutning
á kjöt-paté til Svíþjóðar en tollarnir
settu strik í reikninginn. Háir tollar
eru á landbúnaðarvörum þannig að
við gátum ekki keppt í verði við
paté sem koma frá Frakklandi og
Belgíu og seld eru á lágu verði.
Við erum búnir að vera í 6 ár
að þróa fisk-patéið sem við flytjum
út. Það hefur tekið ýmsum breyt-
ingum á þeim tíma í samræmi við
þær kröfur sem gerðar eru um
þessa vöru,“ segja þeir.
í febrúar síðastliðnum kom fyrir-
spurn um fisk-patéið frá Siewertsen
bv., hollensku innflutningsfyrir-
tæki. Sá aðili hefur áhuga á að
kaupa um 6 tonn á ári og er þegar
búið að senda út um hálft tonn.
Siewertsen fyrirtækið hefur selt
patéið í mötuneyti olíuborpallanna
á Norðursjó og mötuneyti frakt-
skipa. Einnig er verið að prófa vör-
una á veitingastöðum í Hollandi,
en það er sá markaður sem Gunn-
laugur og Eric vilja helst koma
vörunni á. Aðalvandinn við útflutn-
inginn segja þeir að sé 15% inn-
flutningstollar þannig að vara
þeirra er dýrari en sú sem fyrir er
í Hollandi. Þeir eru sannfærðir um
að pantanirnar væru stærri ef toll-
anna nyti ekki við og þá yrði jafn-
framt auðveldara að komast inn á
veitingahúsamarkaðinn.
Fyrirtækið getur nú framleitt
hálft tonn á mánuði af fisk-paté
en hægt væri að auka það í 1 tonn
með smávægilegum breytingum á
tækjabúnaði. „Annars er þessi út-
flutningur aðeins á byrjunarstigi.
Við erum líka að skoða möguleika
á að koma vörunni á Bandaríkja-
markað en í Evrópu eru mestu
möguleikarnir."
Núna er unnið að því að lengja
geymsluþolið á ferska fisk-patéinu
þannig að ekki komi til vandamála
í flutningi. Varan hefur nú 21 dags
geymsluþol og er markmiðið að
lengja þann tíma töluvert. „Við er-
um bjartsýnir á að ná árangri í
útflutningnum. Varan hefur fengið
góð ummæli og þar sem við kaupum
fiskinn á heimsmarkaðsverði ættum
við að vera samkeppnishæfir í
verði,“ segja þeir Gunnlaugur og
Eric.
Hlutabréfamarkaður
_ Morgunblaðið/SVE
UTFLUTIMIIMGUR — Matreiðslumeistararnir Eric Paul
Calmon og Gunnlaugur Guðmundsson í íslenskt-franskt eldhús hf.
segja fisk-patéið vel samkeppnishæft og eru bjartsýnir á að varan nái
góðum árangri á erlendum mörkuðum.
Hlutabréf í Skagstrend-
ingi á almennan markað
SALA á nýjum hlutabréfum í Skagstrendingi að nafnvirði 30 millj-
ónir króna er nú að hefjast hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfé-
lagsins hf. og er hér um að ræða annan áfanga í 50 milljóna króna
hlutafjárútboði fyrirtækisins. Hluthafar Skagstrendings nýttu sér
forkaupsrétt að um 20 milljónum króna að nafnvirði en tveir
stærstu hluthafarnir, Hólanes og Höfðahreppur, sem eiga ríflega
helming hlutafjár, féllu frá sínum forkaupsrétti. Sölugengi hins
nýja hlutafjár sem nú fer á markað er 5,1 þannig að söluverðmæt-
ið er 153 milljónir. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé rennur
út 28. júní nk. og liggur útboðslýsing frammi hjá Fjárfestingarfé-
laginu í Reykjavík og á Akureyri.
Að sögn Sveins Ingólfssonar,
framkvæmdastjóra Skagstrend-
ings hf., verða ekki lægri hlutir í
boði í útboðinu en 20 þúsund krón-
ur að nafnvirði. Á hinn bóginn er
stefnt að því að hlutaféð dreifist
á marga nýja hluthafa þannig að
markaður með bréfin verði virkari
en verið hefur. Sveinn segir vart
hafi orðið við töluverðan áhuga
fyrir hlutabréfunum og nokkrar
pantanir hafi þegar borist.
Hlutafénu verður ráðstafað tii
kaupa nýjum verksmiðjutogara frá
Noregi sem gert er ráð fyrir að
verði tekinn í notkun í ársbyijun
1993. Verð skipsins er um 900
milljónir króna. Jafnframt er gert
ráð fyrir að hlutaféð styrki enn-
frekar stöðu félagsins til kvóta-
kaupa. Sveinn segir að stefnt sé
að því að ná hámarksnýtingu í
útgerð nýja skipsins með því að
færa allan kvóta frystitogarans
Örvars yfir á það svo og hluta af
kvóta togarans Arnars. Þannig sé
'fýrirhugað að úthaldstími skipsins
verði kringum 340 dagar yfir árið
ef samningar náist við stéttarfé-
lög.
Fjárfestingarfélag
Draupnissjóðurinn með
lokað hlutafjárútboð
FJARFESTINGARFELAGIÐ Draupnissjóðurinn hf. hefur ákveðið
að bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði 114 milljónir í lokuðu útboði
meðal 60 lífeyrissjóða og annarra fjármálastofnana. Þetta er annar
áfangi í hlutafjáraukningu félagsins á þessu ári en hluthafar hafa
þegar keypt hlutafé að nafnvirði 78,1 milljón. Þannig er ráðgert að
auka hlutafé um 192 milljónir á árinu og er áætlað að heildareignir
félagsins verði nálægt 800 milljónum eftir þessa aukningu.
Að sögn Friðriks Halldórssonar,
framkvæmdastjóra Draupnissjóðs-
ins, hefur ekki verið ákveðið hvern-
ig fjármagninu sem aflast með sölu
hins nýja hlutafjár verður ráðstaf-
að. Hann segir að fyrst um sinn
verði laust fjármagn sett í
skammtímabréf sem geri félaginu
kleift að láta tii sín taka á hluta-
bréfamarkaðnum þegar tækifæri
bjóðist.
Ekki er fyrirhugað að setja þau
hlutabréf sem ekki seljast í hinu
lokaða útboði á almennan markað
og segir Friðrik að líklegast sé að
Iðnþróunarsjóður kaupi afganginn.
Þjóðarbúskapur
Iðnrekendur spá 3,5%
hagvexti á næsta ári
Varað við auknum viðskiptahalla
NY þjóðhagsspá Félags íslenskra iðnrekenda gerir ráð fyrir 3,5%
hagvexti á árinu 1992. Því er spáð að verðbólga haldist um 6,5%
ef samið verður um hóflegar launahækkanir í samningum í haust.
Félagið varar við misvægi þjóðarútgjalda og landsframleiðslu, sem
leiðir af vaxandi halla í viðskiptum við útlönd.
Spáð er 10,5-11 milljarða króna
halla í erlendum viðskiptum í ár,
en 20-21 milljarða króna halla á
næsta ári. Halli næsta árs yrði sam-
kvæmt þessu 5-5,5% af landsfram-
leiðslu. Búist er við að viðskiptakjör
íýrni þegar á næsta ári, vegna þess
að fiskverð muni standa í stað á
erlendum mörkuðum.
í spá iðnrekenda er gert ráð fyr-
ir því að smíði álvers Atlantáls hóps-
ins hefjist, þótt enn ríki óvissa um
lyktir samninga. Iðnaðarframleiðsla
mun aukast hraðar en landsfram-
leiðslan, eða um 1,5-2% á þessu ári
og 4,5% á því næsta.
Samkvæmt spánni stendur at-
vinnuleysi nánast í stað, lækkar úr
1,6% í ár í 1,4% á næsta ári.
SKAGSTRENDINGUR HF.
HLUT ABRÉF ATJTB OÐ
Útgefandi: Skagstrendingur hf.
Nafnvirði hlutabréfa: 50.000.000 krónur
Sölugengi: 5,1
Sölutímabil: 13.-28. júní 1991
Aðalsöluaðilar: Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins hf. Hafnarstræti 7,
101 Reykjavík, sími (91)28566
Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins hf., Kringlunni, 103 Reykjavík, sími (91)689700 Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf., Ferðaskrifstofu Akureyrar hf. Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri, sími (96)1 1 100
Upplýsingar: Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum.
Heimilt er að skrá sig fyrir lágmarksupphæð 20.000 krónur að nafnverði, en hámarksupphæð 300.000 kr. að nafnverði.
Umsjón: Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf. Q2>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF.