Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 4
4 B . M'ORGUN’BLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Sólarlandaferdir Tekst ferða- skrifstofunum að snúa vömísókn? eftir Hönnu Katrínu Friðriksen MIEÐ sumarkomunni er vertíðin hafin hjá ferðaskrifstofunum. Nærri lætur að sjötti hver íslendingur ferðist til útlanda í sumarleyfi á ári hverju og þar af fara um 40% með leiguflugi í sólarlandaferðir. Að sögn Karls Sigurhjartarsonar, hjá Félagi íslenskra ferðaskrifstofa, voru þannig um 16 þúsund íslendingar sem nýttu sér þessar leigu- ferðir ferðaskrifstofanna á síðasta ári. Þessi fjöldi hefur haldist svipaður undanfarin ár, en nú má e.t.v. eiga von á breytingu þar á því verðið á slíkum ferðum er tiltölulega hagstætt í ár. Að sögn forráðamanna þriggja stærstu ferðaskrifstofanna er það í mörgum tilfellúm sambærilegt í krónutölu við verðið frá 1988. Samanlagt sætaframboð Samvinnuferða-Landsýnar, Veraldar og Úrvals-Útsýn- ar er nú um' 21 þúsund sæti, þannig að það má spyrja hvort lækk- andi verð á sólarlandaferðum veki vonir um töluvert aukna sölu í sumar. Þegar síðasta sumar gekk í garð höfðu átt sér stað umtalsverðar sviptingar á ferðaskrifstofumark- aðnum. Eftir baráttu upp á líf og dauða í kjölfar samdráttar í grein- inni, varð niðurstaðan sú að ferða- skrifstofum, sem buðu sumarleyfis- ferðir suður á bóginn í leiguflugi, fækkaði úr átta í fimm. Ferðaskrif- stofumar fimm eru Úrval-Útsýn, Samvinnuferðir-Landsýn, Veröld, Atlantik og Ferðaskrifstofa Reykjavíkur. Hafa þær þijár fyrst- nefndu mikinn meirihluta á mark- aðnum. Eftir því sem fulltrúar þeirra segja hefur fækkun ferða- skrifstofanna skilað sér í meiri hag- ræðingu og lægra verði til við- skiptavina. Menn segja framboðið vera í réttu hlutfalli við eftirspurn og að þægilegt jafnvægi ríki á markaðnum. Fyrir síðasta sumar lækkaði verð á leiguflugi til sólarlanda til muna og að meðaltali var um að ræða raunlækkun upp á 10-20%. í ár virðist það sama vera uppi á ten- ingnum og segja ferðaskrifstofu- menn að raunlækkun milli ára sé aftur um 10-20%. Þarna er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir tvö ár í röð og því athyglisvert að heyra skýringar manna á þessum tíðindum. Samstaða tókst um samvinnu í samkeppninni Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýna, sagði að í vor hefði tekist samstaða meðal ferða- Gengi hlutabréfa hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans 13. júní1991 1) 2) 31 Kaup- Sölu- Innra V/H gengi gengi virði Hlut- ' fall ■ Almenni hlutabréfasjóðurinn hf. 1,07 1,11 □ Alþýðubankinnhf. 1,70 1,78 1,56 5 ■ Auðlindhf. 1,01 1,06 ■ Hf. Eimskipafélag íslands 5,55 5,80 3,82 17 □ Flugleiðir hf. 2,38 2,49 2,23 12 □ Grandi hf. 2,58 2,70 1,56 12 □ Hampiðjan hf. 1,82 1,91 1,84 14 ■ Hlutabréfasjóður VÍB hf. 1,02 1,07 ■ Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,62 1,69 □ Iðnaðarbankinn hf. 2,37 2,48 2,21 7 □ íslandsbanki hf. 1,62 1,71 1,38 . 11 ■ íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. 1,07 1,12 ■ Olíufélagiðhf. 5,70 5,95 6,05 17 ■ Olíuverslun íslands hf. 2,10 2,21 2,28 16 ■ Samvinnusjóður íslands hf. 1,26 1,32 1,05 93 □ Sjóvá-Almennar hf. 5,95 6,25 1,97 53 □ Skagstrendingur hf. 4,75 4,90 3,79 6 □ Skeljungurhf. 5,70 5,95 5,13 32 ■ Sæplasthf. 7,30 7,62 4,51 6 ■ Tollvörugeymslan hf. 1,01 1,06 1,20 52 □ Útgerðarfélag Akureyringa hf. 4,30 4,50 2,78 11 ■ Verslunarbankinn hf. 1,74 1,82 1,67 8 ■ Þróunarfélagið hf. 1,60 1,70 1,66 -15 ■ merkir að hlutabréf í fyrirtækinu eru nú fáanleg hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans. 1J Áskilinn er réttur til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir. 2) Innra virði ■ Eigið fé 31.12.1990/ Útistandandi hlutafé 31.12.199.0 að viðbættri útgáfu jöfn- unarhlutabréfa vegna ársins 1990 (jöfnun 1991). 3) V/H hlutfall= Markaðsverð hlutabréfa / Hagnaður eftir skatta. Leitíð nánari upplýsinga í síma 688568 eða komið í af- greiðslu okkar að Suðurlandsbraut 18 og fáið faglega og persónulega ráðgjöf um viðskipti með hlutabréf. —fjármál eru okkar fag! VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI SAMUINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18 ■ SÍMI 688568 skrifstofanna um sameiningu þeirra ferða sem af gengu þannig að eng- ar vélar þyrfti að senda út hálftóm- ar. „Við þurfum því ekki að bjóða útsöluverð á neinum ferðum og í staðinn höldum við verðinu eins langt niðri og mögulegt er,“ sagði Helgi. Hann bætti við að jafnvægi ríkti á markaðnum og slíkt skilaði sér í lægra verði. Það mætti segja að í ár væri sama verð í krónutölu og sumarið 1988. Helgi benti einn- ig á að Samvinnuferðir-Landsýn hefðu náð mjög hagstæðum samn- ingum um leiguflug í ár. Ennfremur sagði hann að rekstur ferðaskrif- stofunnar hefði gengið vel í fyrra og ákveðið hefði verið að nota hluta af hagnaði þess árs til að halda verðinu niðri núna. Andri Már Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Veraldar, tók í sama. streng. „Sætaframboð þeirra ferða- skrifstofa sem nú eru á markaðnum er í samræmi við eftirspurn almenn- ings. Við sleppum þannig við að fljúga með hálftómar vélar eða slá óraunhæft af verði til að fylla vél- arnar á síðustu stundu," sagði Andri Már. Hann sagði að með þessu móti væri hægt að halda verð- inu niðri. Þannig högnuðust allir farþegar af hagræðingunni í stað þeirra fáu sem áður fengu ferðir undir kostnaðarverði á kostnað þeirra sem greiddu fullt gjald. Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdstjóri Úrvals-Útsýnar, sagði nokkrar skýringar vera á þessari verðlækkun. „Fyrst og fremst má nefna það jafnvægi sem ríkir á markaðnum í dag. Eins munar mik- ið um að menn hafa undanfarið náð hagstæðari gistisamningum og þá hefur flugverð ekki hækkað að ráði nema rétt undanfarið í kjölfar hækkunar dollarsins,“ sagði Hörð- ur. Menn greina batamerki á markaðnum Hjá forráðamönnum ferðaskrif- stofanna kom fram að sætafram- boðið í ár er að langmestu leyti svipað því sem það var í fyrra. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða að þessu sinni um 8.000 sæti, Veröld SOLARLANDAFERÐIR — Það er samdóma álit forráða- manna stærstu ferðaskrifstofanna að sólarlandaferðir séu í sókn á ís- landi eftir samdrátt undanfarin ár. Verðið er tiltölulega hagstætt í ár og hefur í flestum tilfellum lækkað um 10-20% frá því í fyrra. er með um 7.400 og Úrval-Útsýn er með um 5.500 sæti í sólina. Það virðist sem mjög vel sé bókað í flest- ar ferðir og að meðaltali er nýting- in sögð vera um 90%. „Þróunin er sú að þessi viðskipti eru að færast á hendur færri aðila. Stærri stof- urnar hafa aðstöðu til þéss að bjóða ferðir/neð lægri tilkostnaði og betri þjónustu og það hlýtur að ráða úr- slitum þegar upp er staðið," sagði Andri Már. Almennt virðist sem bókanir íslendinga í sumarleyfisferðir hafi farið seinna af stað í ár en undan- farið. Ástæðuna má eflaust rekja til Persaflóastríðsins í upphafi árs- ins og eins nefndu menn að margir hefðu haldið að sér höndum fram yfir kosningar í vor. „Fólk virtist vilja vita á hveiju það ætti von að loknu sumarleyfi," sagði Helgi Jó- hannsson hjá SL. í maí var hins vegar mjög mikið um bókanir og að sögn ferðaskrifstofumanna virð- ist einkennandi fyrir sumarið hve bókanirnar koma jafnt og þétt inn sem aftur þykir vera batamerki á markaðnum. Lítil breyting er á því hvert straumur íslendinga liggur í sólina og virðist landinn seint fá leið á að heimsækja þá staði sem hafa notið vinsælda í áraraðir. Hjá Veröld er Mallorka enn sem fyrr mest sótti staðurinn og þangað er aukning á sætaframboði miðað við árið í fyrra. Auk annarra Spánarferða býður Vei'öld upg á nýjan áfangastað sem er írland. Úrval-Útsýn er með leigu- flug til Portúgal sem nýtur sívax- andi vinsælda. „Verðlag í Portúgal er mjög hagstætt og aðstaðan þar er fyllilega sambærileg við það sem best gerist á Spáni,“ sagði Hörður, en Úrval-Útsýn er líka með mikið af ferðum til Costa del Sol. Helsti áfangastaðurinn er þó Mallorka líkt og hjá Veröld. Samvinnuferðir- Hamborg Vildi vera íhringiðu viðskiptalífsins íEvrópu Rætt við Högna Sigurðsson hjá Intertrade, sem er í eigu íslendinga I gömlu og reisulegu húsi í miðborg Hamborgar eru samankomin nokkur fyrirtæki, sem tengjast íslandi á einn eða annan hátt. Þarna er skrifstofa Eimskipa til húsa, ferðaskrifstofan Island Tours og einn- ig fyrirtækið Intertrade. Fyrirtækið er í eigu nokkurra íslendinga og Högni Sigurðsson sér um rekstur þess. Það er ekki á hverjum degi, sem íslenskt fyrirtæki er stofnað í útlöndum, svo það er forvitni- Iegt að heyra um tildrögin að stofnun fyrirtækisins og um starfsvett- vang þess. Högni lærði skiparekstur í Þýska- landi og vann þá meðal annars hjá Mærsk Line, dótturfyrirtæki A.P. Moller-samsteypunnar dönsku. Þar vann hann í þeim deildum fyrirtækis- ins, sem sjá um innflutning frá Kína og Austurlöndum fjær og einnig vann hann við inn- og útflutning til Bandaríkjanna, Mið-Austurlanda og Vestur-Afríku. í starfi sínu hjá Mærsk Line komst hann í kynni við marga inn- og útflytjendur á megin- landi Evrópu. Það kemur sér vel fyrir hann núna, þegar hann er að hasla fyrirtækinu völl í hörðum heimi viðskiptanna. Eftir námið fór Högni aftur heim til íslands og vann hjá IBM í tvö ár, en hafði alltaf bak við eyrað að freista þess að stofna versl- unarfyrirtæki í Hamborg og vera með í miðri hringiðu viðskiptalífsins á meginlahdi Evrópu. Hann segist ekki hafa getað losnað við hugmynd- ina, „svo það var ekki um annað að ræða en að taka áhættuna. Ég vissi að ég yrði ekki í rónni, fyrr en ég hefði að minnsta kosti reynt. Ég fór að vinna að undirbúningi fyrir rúmu ári og þegar ég hafði fengið trausta aðila með mér, var hægt að slá til og opna skrifstofu hér í mars. Eftir kynni mín hér á námsárunum var ég viss um að það væri svigrúm fyrir fyrirtæki, sem sérhæfði sig í að koma á viðskiptasamböndum og viðskiptum milli íslenskra og er- lendra fyrirtækja. I framtíðinni er einnig ætlunin að víkka sjóndeildar- hringinn og þreifa fyrir sér með við- skipti til og frá meginlandi Evrópu í hinar ýmsu áttir. En í þeim efnum er rétt að taka eitt skref í einu.“ Hveijir geta notað sér fyrirtæki eins og Intertrade? Bæði út- og innflytjendur, til dæmis á Islandi. Við erum í sam- starfi við mjög marga framleiðendur á meginlandinu, sem hafa áhuga á útflutningi til Skandinavíu, meðal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.