Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
B 9
MIKLIGARÐUR — „Ég held að ef að vel tekst til með
Miklagarð þá verði það stefnan að fyrirtækið muni koma miklu meira
inn í verslunarrekstur, ekki aðeins á suðvesturhorninu heldur víðar,“
segir Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri Miklagarðs hf.
En hvað liggur fyrir um reksturinn
á næsta ári?
„Við stefnum að því að reksturinn
verði kominn í gott jafnvægi á næsta
ári og byggir það á áætlun nokkur
ár fram í tímann. Samvinnuverslun
á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á
nokkru undanhaldi á undanförnum
árum. Reksturinn hefur gengið erfið-
lega í hinni hörðu samkeppni og við
höfum þurft að draga saman seglin
'að nokkru. Sameining gömlu fyrir-
tækjanna hefur tekið lengri tíma en
æskilegt er og hafa miklir íjái-munir
tapast á meðan m.a. af þeim sökum.
Nú er því tímabili vonandi lokið.
Við sameiningu bestu rekstrar-
þáttanna úr þessum þremur fyrir-
tækjum í eitt öflugt og samhæft fé-
lag hefur skapast ákjósanleg aðstaða
til að snúa við þróun undanfarinna
ára og hefja sókn til framfara sé
rétt á málum haldið.“
KB
VertefnabóMald VasMiuga
Nýtt forrit, hannaó fyrir þá sem vinna viö fleiri
en eitt viðfangsefni í einu og þurfa að hafa
gott yfirlit yfir það sem gert er fyrir hvert þeirra.
Otrúlega margir geta notað kerfið: Verktakar,
arkitektar, endurskoðendur, iðnaðarmenn,
prentsmiðjur, heildsalar, dreifingaraðilar, svo
dæmi séu tekin, skrá útselda vinnu eða vörur,
skrifa athugasemdir með hverri færslu og skoða
alls kyns skýrslur um verkefnin. Vaskhugi skrifar
út reikning, fyrir hluta eða öllu verkefninu til
sundurliðunar, með eða án athugasemda.
Verkefnabókhaldið er einfalt í notkun og tekur
engan tíma að læra. Ræddu við okkur: Ef kerfið
hentar starfsemi þinni, þá ábyrgjumst við að
það borgar sig á skömmum tíma í bættri inn-
heimtu og aukinni hagræðingu.
íslensk tæki, Garóatorgi 5, simi 656510.
bandsins að áætlað tap Miklagarðs
er 39 milljónir á þessu ári. Hvemig
má skýra þessi miklu umskipti frá
því í fyrra?
„Já, það er rétt. í þessari áætlun
er að vísu gert ráð fyrir því að hluta-
Ijáraukning, 400 m.kr., yrði greidd
inn í ársbytjun, en það hefur dreg-
ist. Vonandi verður það greitt inn í
þessum mánuði eða byrjun næsta
mánaðar. Þessi dráttur hefur því eitt-
hvað raskað áætluninni að þvi er fjár-
magnsliði varðar.
Hjá Verslunardeildinni var til að
mynda öfugur höfuðstóll í árslok upp
á um 1.200 milljónir króna og þurfti
deildin að standa undir fullum vaxta-
kostnaði af honum, sem var um 100
milljónir króna á síðasta ári. Með
sérstökum ráðstöfunum af hálfu
Sambandsins hefur efnahagur Mikla-
garðs hf. verið endurskipulagður
þannig að með hlutíjáraukingunni
verður eigið fé fyrirtækisins er já-
kvætt um rúmlega 300 milljónir og
veltufjárhlutfall mun hagstæðara.
Það var einnig dýrt að loka bygg-
ingarvörudeildinni í fyrravor. Þá var
um 55 milljóna tap á henni sumpart
vegna kostnaðar við lokunina. I lok
ársins voru lagðar til hliðar og af-
skrifaðar útistandandi skuldir alls
að upphæð 100 milljónir króna. Þar
af var helmingurinn vegna kaupfé-
laga og hinn helmingurinn vegna
einkaaðila.
Þegar verið er að skoða áætlun
Miklagarðs má ekki leggja saman
beint afkomu gömlu fyrirtækjanna
þ.e. verslunardeildar Sambandsins,
KRON og gamla Miklagarðs. Þarna
er verið að taka lungann úr þessum
þremur fyrirtækjum og búa til alveg
nýtt fyrirtæki úr þeim.
Núna er verið að aðlaga húsnæði
að þörfum hins nýja félags, sérstak-
lega að því er allt birgðahald varðar.
Þar verður um spamað að ræða upp
á 30-40 milljónir króna á ári. Við
náum jafnframt miklum sparnaði við
sameiningu á yfirstjóm rekstrarein-
inganna. Einnig verða vinnubrögð
miklum mun markvissari og vöruút-
vegun og dreifing hagkvæmari. Það
má einnig nefna að það er ekkert
launungarmál að við ætlun að leggja
aukna áherslu á smásöluþáttinn. Inn-
kaupadeildin og heildsalan er fyrst
og fremst þjónusta við okkar eigin
verslanir og kaupfélögin. Hugsunin
er sú að smásöluverslunin togi vör-
urnar í gegnum kerfíð en ekki öfugt.“
— Nú hefur komið fram að Sam-
bandið hyggst selja hlutabréf í þeim
félögum þar sem það á meira en
helming hlutafjár. Hvað sérðu fyrir
þér að muni gerast í þessu sambandi
hjá ykkur?
„Mikligarður er hið eina af hinum
nýstofnuðu félögum Sambandsins
sem er orðið almenningshlutafélag
en um 130-140 einstaklingar og fé-
lög eru nú þegar skráðir hluthafar.
Hins vegar hefur sú stefna verið
uppi að ekki er talið rétt í að gera
frekara átak í bili í að selja hlutabréf
í fyrirtækinu fyrr en búið er að renna
styrkum stoðum undir það. Mikli-
garður þarf að sanna sig fyrst.“
Bestir í alþjóðlegum sportfatnaði
SÆVAR KARL &. SYNIR
Kringlunni, sími 689988
Ef þú átt peninga
á lausu í stuttan tíma
skaltu ávaxta þá
í ríkisvíxlum og
ríkisbréfum
.. , ííhIí?
í KÍKfS
Ríkisvíxlar o^ ríkisbréf bera mjög goba vexti
Ríkisvixlar og ríkisbréf eru öruggustu verbbréfin á markabnum
Ríkisvfsdíár og ftkisbréf eru eignarskattsfrjáls
Auk þess gerir sveigjanlegur lánstími ríkisvíxlá og ríkisbréfa þau
að mjög hentugri ávöxtunarleið fyrir þá sem eiga periinga á lausu í
skamman tíma. Lánstími ríkisvíxla er frá 45 til 120 dagar og láns-
tími ríkisbréfa frá 3 mánuðum til 3ja ára, allt eftir vali kaupanda.
Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa eða
Seðlabanka íslands og fáðu nánari upplýsingar um þessar ríkulegu
ávöxtunarleiðir. Hjá Þjónustumiðstöðinni færðu ókeypis vörslu,
Forvextir Ávöxtun á ári, nú Lánstími
Ríkisvíxlar 17% 18,75-19,13% 45-120 dagar
Ríkisbréf 15,4% 3 mán.- 3 ár
_
umsjón með ríkisverðbréfum.
m
Si
Kalkofnsvegi 1, sími 91- 69 96 00
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, sími 91- 62 60 40
Kringlunni, sími 91- 68 97 97
m