Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 10

Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Fjármál Ensk knattspyrnufélög á fjármálamörkuðum Lundúnum, Reuter Knattspyrna snýst ekki bara um að koma tuðrunni í netið. I’rjú af frægustu knattspyrnufélögum Englands hafa að undanförnu átt misjöfnu láni að fagna á fjármálamörkuðum. Englandsmeisturunum hefur vegnað vel og bikarhöfunum betur en á horfðist. Evrópumeisturum bikarhafa hefur hins vegar gengið illa. Lundúnafélagið Arsenal ætl- ar að fjármagna nýjan heima- völl með sölu skuldabréfa fyrir 16,5 milljónir punda (1,7 millj- arða ÍSK). Stuðningsmenn fé- lagsins geta keypt skuldabréf sem tryggja þeim merkt sæti á nýja vellinum í 150 ár. Þess má geta að allir áhorfendur munu fá sæti í samræmi við nýjar alþjóðareglur. Fyrsta út- gáfumánuðinn seldust skulda- bréf fyrir meira en fímm miljón- ir punda (520 milljónir ÍSK). Forráðamenn Arsenal sögðu að allt stefndi í að útboðinu yrði lokið áður en framkvæmdir hefjast í maí á næsta ári. Alan Sugar, stjómarformað- ur tölvufyrirtækisins Amstrad, staðfesti nýlega að hann .hefði gert tilboð í Tottenham Hotspur. Upphæð tilboðsins fékkst ekki gefin upp en félagið er metið á um níu milljónir punda (930 milljónir ISK). Skuldir þess nálgast hins vegar 18 mijljónir punda (1.860 millj- ónir ÍSK). Nú er bara beðið eftir því hvort annað tilboð berist frá fjölmiðlakónginum Robert Maxwell. Ekki verður gengið endanlega frá sölu Pauls Gaseoignes til ítalska félagsins Lazio fyrr en ljóst er hversu alvarleg meiðsl hans eru. Salan gæti minnkað skuldir félagsins um 8,5 milljónir punda (880 milljónir ÍSK). Fjárhagsörðugleikum Tott- enham var kennt um dræmar undirtektir við hlutafjárútboði Manchester United. Þegar söl- unni var hætt í síðustu viku voru hlutabréf að nafnverði 3,85 pund seld með verulegum afföllum fyrir 3,14 pund. Stórir fjárfestar ábyrgðust sölu hluta- bréfanna og þeir sátu á endan- um uppi með 54% bréfanna. Afraksturinn verður notaður til að ijármagna breytingar. á knattspyrnuvelli félagsins. Fiskeldi Norski laxeldisdraumurinn að breytast í martröð Stórbankarnir hafa tapað um 10 milljörðum o g búast við öðrum áföllum MIKLIR erfiðleikar steðja nú að fiskeldinu eða laxeldinu í Noregi og óhjákvæmilegt annað en að margur bankinn verði fyrir þungum skelli. Raunar er talið, að aðeins é tapað nærri 10 milljörðum ísl. kr. óttast, að það sé aðeins upphafið Fyrir áratug töldu flestir, að fisk- eldið væri framtíðin og menn keppt- ust við að fjárfesta sem mest í þess- ari nýju atvinnugrein. Nú er hins vegar eins og menn hafí vaknað af vondum draumi, sannkallaðri mar- tröð, og á það jafnt við um fiskeldis- menn og bankastjóra. Frá náttúrunnar hendi virðist Noregur með öllum sínum lygnu Qörðum og víkum sem skapaður fyrir fiskeldi en samt hefur stór hluti af útkomunni verið þessi: Offram- leiðsla, verðfall, sjúkdómar, um- síðasta ári hafi stærstu bankamir vegna gjaldþrota í greininni og er öðm verra. hverfisskaðar, gjaldþrot og verulegt áfall fyrir margan bankann. Til að bæta svo gráu ofan á svart settu Bandaríkjamenn 26% réfsitoll á norskan lax vegna þess, að þeir töldu hann vera seldan á niðursettu og niðurgreiddu verði. Hafa Norðmenn vísað málinu til GATT en þar er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en eftir ár. Af þessum sökum hrundi salan á norskum laxi á Bandaríkjamarkaði og það hefur ekki aðeins haft alvar- legar afleiðingar fyrir fiskeldið, held- ur einnig fyrir SAS-flugfélagið. Áð- ur voru tékjurnar af flutningi á ferskum laxi 40% af fraktflugstekj- unum milli Noregs og Banda- ríkjanna. Talið er, að á síðasta ári hafi stærstu bankarnir í Noregi tapað nærri 10 milljörðum ísl. kr. vegna lána til fiskeldisins og þeir eru ekki búnir að bíta úr nálinni með það. Með norsku ströndinni eru um 700 fiskeldisstöðvar en 20% þeirra eru þegar komin á hausinn og margar bíða þess að fara sömu leið. Er oftar en ekki um miklar fjárhæðir að ræða enda var til fiskeldisins stofnað með lánsfé og fyrir því hefur það gengið síðan. Flugleiðir flytja frakt til og frá Evrópu í stórum stíl Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu- dögum, og oftar ef þarf, til og frá Evrópu, nánar tiltekið Oostende í Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45 tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í stórum einingum eða miklu magni. Starfsfólk Flugleiða aðstoðar viðskipta- vini sína fúslega við að koma fraktinni á endanlegan áfangastað ef á þarf að halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða er síðan til 15 landa og þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt. Nánari upplýsingar í síma 690 101. FLUGLEIDIR F R A K T Japan Nýr geisladisk- urfráSony Financial Times Fyrir skömmu kynnti Sony nýjan geisladisk (Mini Disc) sem aðeins er 64 millimetrar i þvermál, en getur þó geymt 74 minútur af tónlist. Honum er komið fyrir í lokuðu hulstri líkt og tölvudiskl- ingi. Hægt er að spila smádiskinn í tæki sem er á stærð við síga- rettupakka. Merkasta nýjungin er líklega sú að notandinn getur sjálfur hljóðritað efni á diskinn. Reiknað er með að smádiskurinn verði settur á markað í lok næsta árs. Markhópurinn verður fyrst um sinn ungt fólk sem vill geta ferðast með fullkomin hljómtæki í vasanum eða fest þau á stuttermabol. Hrist- ingur og högg eiga ekki að hafa nein truflandi áhrif á hljómgæði. Miðað er við að tæki, fyrir bæði upptöku og afspilun, verði ekki mik- ið dýrara en forverinn Walkman. Talsmenn Sony sögðu að ráðandi útgáfufyrirtæki hefðu þegar fallist á að gefa tónlist sína út á smádisk- um. Hins vegar neituðu talsmennirn- ir að ræða möguleika á svokölluðum sjóræningjaupptökum. Samhliða mun Sony halda áfram að þróa og kynna stafrænar hljóð- snældur (DAT) í samkeppni við Philips (DCC). Stafrænu hljóðsnæld- urnar hafa betri hljóm fram yfir smádiskinn og þær hafa þegar náð vinsældum meðal fagmanna. BRETLAND — SAMSKIPhf Frá London á fimmtudegi, Hull á föstudegi og vörurnar hjá þér á miðvikudegi sími 69 83 OO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.