Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
r-r \ ir. ", ;
rm
Mynt
Til umræðu að gengi krónunnar
verði skráð oftar á hveijum degi
Fjallað um tengingu krónunnar við ECU á fundi Verslunarráðsins
SÖLUAÐILAR:
E. TH. MATHIESEN HF.
PENNINN SF„ HALLARMÚLA 2
E.TH. MATHIESEN HF.
BÆJARHRAUN110 ■ HAFNARFIRÐI - SÍMI651000
TENGING íslensku krónunnar við Evrópumyntina, ECU, er forsenda
þess að ná megi stöðugleika og aga í hagstjórn hér á landi. Þessi var
niðurstaða Ólafs Davíðssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðn-
rekenda og Vilhjálms Egilssonar alþingismanns í framsöguerindum
þeirra á morgunverðarfundi Verslunarráðsins á miðvikudag. Birgir
Isleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri sagði að til greina kæmi að hefja
tíðari gengisskráningu krónunnar síðar á þessu ári. Gengi er nú skráð
einu sinni á dag,‘ en yrði skráð þrisvar eða oftar samkvæmt þeim til-
lögum sem hafa verið til umræðu.
Ólafur og Vilhjálmur voru sam-
mála um að stefna bæri að því að
gengi íslensku krónunnar réðist af
framboði og eftirspurn á gjaldeyri
innanlands. Hlutverk Seðlabanka
yrði að halda gengi krónunnar föstu
innan viðmiðunarmarka, með kaup-
um og sölu á gjaldeyri. Birgir tók
að nokkru undir þeirra orð, en vildi
fara hægar í sakirnar og kanna
málið betur. Hann kvaðst ekki hafa
gert upp hug sinn um tengingu krón-
unnar við Evrópumyntina.
Tenging krónunnar við ECU fæli
í sér að stjórnvöld afsöluðu sér rétti
til gengisbreytinga. Fijálsir ijár-
magnsflutningar myndu einnig
valda því að vextir hér á landi yrðu
þeir sömu og meðal grannþjóða.
Stjórn peningamála yrði að miða að
því að tryggja fastgengið, með stöð-
HLUTABREF
HLUTABREF I SÆPLASTl HF.
LOKSINS FÁANLEG AFTUR
í okt í fýrra sáum við um útboð á hlutabréfum Sæplast hf. og
voru bréfin seld á genginu 6,85 og seldust upp.
Eigendur þessara bréfa hafa fengið um 23% hækkun á eign
sína (að meðtöldum 15% arði og 10% jöfnun) frá þessum
tíma. Þess má geta að lánskjaravísitalan hefur hækkað um
6% á sama tímabili.
Upplýsingar
um hlutabréf
Bankar
Ehf. Alþýðubankans hf. 1.62 1,70 1,56 1,09 21,03% 10% 5.88% 10,0% 1.359
Ehf. Iðnaðarbankans hf. 2,33 2,43 2,02 1,20 12,94% 10% 4,12% 9,4% 2.029
Ehf. Verslunarbankans hf. 1,70 1,79 1,44 1.25 10,73% 10% 5,59% 16,6% 1.572
Islandsbanki hf. 1,62 1.70 1,38 1,23 9,15% 10% 5,88% 0% 4.896
Samgöngufyrirtæki
^FIugleiðir hf. 2,37 2,48 2.24 l.ll 8,65% 10% 4,03% 10.0% 4.637
Hf. Eimskipafélag Islands 5.57 5.84 3.82 1,53 5.72% 15% 2,57% 10.0% 5.959
Framleiðslufýrirtæki
Hampiðjan hfy 1,82 1,91 1,84 1,04 7,13% 8% 4,19% 0% 563
► Sæplast hf. 7,20 7,51 4,49 1,67 18,76% 15% 2,00% 10,0% 314
Hlutabréfasjóðir
^Auðlind hf. 1,01 1,06 n r T T Á S K R Á 0% 244
► Hlutabréfasjóðunnn hf. 1.61 1.69 1.47 1.15 12.68% 12% 7,10% 10,0% 651
Olíufélög
Olíufélogið hf. 5.55 5,78 6,05 0.96 6,38% 15% 2,60% 20,0% 3.255
► Ölíuverslun Islands hf. 2,15 2,25 2,28 0,99 6,36% 10% 4,44% 0% 1.497
Skeljungur hf. 6,02 6,30 5.13 1,23 ■ 2,96% 15% 2,38% 10,0% 2.441
Útgerðarfyrirtæki
Grandi hf. 2,57 2,7 0 1.56 1.73 8,29% 10% 3,70% 0% 2.295
Skagstrendingur hf. 4,25 4,46 3.91 U4 20,52% 15% 3,36% 10,0% 459
Útgerðarfélag Akureyringa hf. 4,26 4,41 2,78 1,61 8,78% 10% 2,24% 10,0% 2,114
Annað •1,74
^Ármannsfell hf. 2.35 2,45 U4 1,40 6,82% 10 4,08% 0% 319
Fróði h f. 0,95 1,00 1.97 0,87 3,71% 0 0% 0% 146
Sjóvá-Almennar hf. 6.1 6,4 1,20 3,25 1,81% 10 1,56% 10,0% 1.478
► Tollvörugeymslan hf. 1.00 1.05 1.66 0,87 1,98% 6 5.71% 10.0% 153
^Þróunarfélag íslands hf. 1,64 1,74 1,05 -6,60% 0 0% 0% 600
► Þessi hlutabréf eru til sölu hjá Kaupþingi hf.
Skýringar á hugtökum:
Eigið fé
I. Innra virði = —77;------—
Hlutafé
Virði hlutabréfa skv. bókfærðri eign fyrirtækisins
sl. áramót
Sölugengi
2-<?-w= lnnravirði
£f stærra en I, þá metur markaðurinn hlutabréfm
meira en bókfært virði segir til um sI. áramót
Hagnaður
Markaðsvirði
3. HIV - hlutfall
Sú prósenta sem rekstur félagsins skilar hluthöfum
miðað við núverandi gildí bréfanna.
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, sími 689080
ugleika í hagkerfinu og viðskiptum
þess við útlönd.
Svíþjóð, Finnland og Noregur
hafa nýlega tengst evrópska mynt-
samstarfinu einhliða, með það í huga
að gerast fullgildir aðilar. Hugsanleg
tenging íslensku krónunnar við ECU
yrði af öðrum toga, þar sem hún
fæli ekki í sér neinar skuldbindingar
gagnvart öðrum þjóðum. Gengi
krónunnar yrði einfaldlega miðað við
aðra myntkörfu en í dag og munar
þar mestu um brottfall dollars og
yens. Við það ykist nokkuð áhætta
í viðskiptum sem fara fram í myntum
utan Evrópu.
Ólafur sagði að gjarnan væri var-
að við því að stíga svo afdrifaríkt
skref í gengismálum, fyrr en náðst
hefði meiri stöðugleiki í efnahagslíf-
inu. Það gæti hinsvegar orðið bið á
því að slík staða kæmi upp. Með því
að slá breytingunni á frest væri einn-
ig fórnað þeim ábata sem fælist í
gengisfestu og aga í stjórn peninga-
og ríkisfjármála.
Iðntæknistofnun
KYNNINGARRIT —
Iðntæknistofnun hefur gefíð út
kynningarrit um starfsemi
hinna ýmsu deilda stofnunarinn-
ar þar sem lýst er á skipulegan
hátt þeirri þjónustu sem hver
rekstareining býður viðskipta-
vinum sínum. I ritinu er einnig
að finna rekstrartölur Iðntækni-
stofnunar frá síðasta ári. Þá eru
þar talin upp fjölmörg fyrirtæki
sem áttu umtalsverð viðskipti
við stofnunina á síðasta ári og
kemur fram að fjöldi viðskipta-
vina var þá á annað þúsund.
Auglýsingar
Hvar eru mörkin
á milli frumleika
og smekkleysu ?
Benetton gagnrýnt fyrir að ganga of langt og
telja að tilgangurinn helgi meðalið
ítalska fyrirtækið Benetton leggur jafnan upp í auglýsingaherferð
síðla vetrar og á vorin og það var engin undantekning á því að
þessu sinni. Auglýsingarnar frá Benetton þykja hins vegar dálitið
sér á báti því að áherslan er alls ekki á vöruna frá fyrirtækinu,
fatnaðinn, heldur á það, sem „máli skiptir“ á hverjum tíma, til dæmis
á einhver samfélagsmálefni, og oft þykja þær ögrandi og stundum
í meira lagi vafasamar.
Sem dæmi um stef í auglýsingum
Benettons má nefna kynþáttamálin
(United Colors of Benetton) þar sem
böm af ýmsu þjóðerni og litarhætti
sameinast í einu faðmlagi og að
sjálfsögðu í fötum frá fyrirtækinu.
I nýjustu auglýsingunum virðist
innihaldið hins vegar ekkert eiga
sameiginlegt með söluvörunni.
Hér er einkum um að ræða tvær
auglýsingar. Sýnir önnur her-
mannagr^freit þar sem hafsjór af
hvítum krossum og tvær Davíðs-
stjörnur senda frá sér friðarboðskap
og var aðallega birt þegar loftárás-
ir bandamanna á Irak stóðu sem
hæst en hin, opnuauglýsing, sýnir
marglita smokka reyna að blása lífi
í baráttuna gegn alnæminu. Þar eru
líka fimm Gosa-fígúrur, sem hafa
ýmislegt að athuga við „steinrunna
samfélagshætti“ vorra tíma.
Dregin til baka
Síðamefnda auglýsingin móðg-
aði svo sem engan en það gegndi
öðru máli um þá fyrrnefndu. Hún
var afturkölluð þegar Samband ít-
alskra auglýsingastofa bannaði
hana. Luciano Benetton og hinn
kunni Ijósmyndari hans, Oliviero
Toscani, afsökuðu sig með því, að
auglýsingin hefði verið gerð löngu
áður en Persaflóastríðið braust út.
Smokkaauglýsingin er enn í
gangi þótt mörg blöð í Evrópu og
næstum öll þau bandarísku neiti
að birta hana og enginn hefur reynt
að hindra, að ókeypis smokkum sé
úthlutað í Benetton-verslununum
beggja vegna Atlantshafs.
Allt fyrir athyglina
Þeir, sem harðast hafa gagnrýnt
Benetton-auglýsingarnar, segja, að
tilgangurinn með þeim sé sá einn
að fá ókeypis umtal og umfjöllun í
fjölmiðlum. Luciano Benetton neit-
ar því að sjálfsögðu. í viðtali við
ítalska blaðið La Republica sagði
hann, að upplýsingaflóðið í ijölmiðl-
um væri svo mikið, að fólk kæmist
ekki yfir það. Það blaðaði í gegnum
blöð og tímarit án þess að taka
eftir auglýsingunum og fyrirtæki
eins og Benetton, sem auglýsti fyr-
ir fjóra milljarða ísk. á ári, hefði
ekki efni á slíkum lúxus.
Meginreglan hjá Benetton er sem
sagt sú, að auglýsingin verði að
vekja athygli og í öðru lagi á hún
að snúast um einhver samfélags-
mál, umhverfisvernd eða það, sem
er í brennidepli hveiju sinni.
Lífsstíllinn skiptir meira
máli en vörugæðin
Það hefur vissulega tekist að
gefa Benetton-vörunum ákveðna
ímynd og sjálf vörugæðin skipta
minna máli í því sambandi. Margir
kaupa Benetton-vörumar með
sama hugarfari og Coca Cola, það
er hluti af lífsstílnum og það er svo
ekkert nýtt við það.
í ævisögu sinni, „Ég og bræður
mínir: Saga um velgengi“, segir
Benetton, að auglýsingar með börn-
um af ýmsum litarhætti hafi verið
notaðar fyrst 1985 og þá til að
leggja áherslu á, að fyrirtækið seldi
litríkar vörur og væri alþjóðlegt.
Síðar var farið að gæla við stef
eins og lýðræði og jafnrétti.
í nýjustu auglýsingunum frá
Benetton er komið inn á eldfimari
efni, ýmis átakamál í samfélaginu,
og sú spurning hlýtur að vakna
hvar mörkin séu á milli þess, sem
er viðeigandi, og kaupskaparins.
Eða með öðrum orðum, hvenær
verða auglýsingar frá Benetton
beinlínis ósmekklegar?