Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁÐIÐ
,,.1-rnurn liinppf "f 5
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991
fl
B
15
\
Tölvumolar
Holberg Másson
Nýttfrétta-
bréf um tölvu-
samskipti
Póstur og sími hefur hafið útgáfu
fréttabréfs um tölvusamskipti sem
heitir „Gagnalínan" og kom fyrsta
tölublaðið út nú í byijun júní og er
sent öllum þeim sem eru skráðir
notendur á gagnaneti og gagna-
hólfsþjónustu Pósts og síma. í sam-
tali við Karl M. Bender yfirverk-
fræðing hjá Pósti og síma, kom
fram að hann teldi gagnlegt að
geta miðlað upplýsingum til þeirra
sem nota gagnanet og gagnahólfa-
þjónustu Pósts og síma. Meðal ann-
ars efnis í fréttabréfinu eru greinar
um „Breytt símanúmer í Gagnanet-
inu“, um „14.400 b/s upphringimót-
öld“, „Prófanir á FDDI í Reykjavík"
og um „EDI-sendingar í Gagnahólf-
inu“. Fréttablaðið sem er íjórblöð-
ungur er mjög vel úr garði gert og
er um að ræða gott frumkvæði hjá
Pósti og síma að miðla upplýsingum
til viðskiptavina sinna.
Námstefna
um rekstrar-
óryggi
staðarneta
Skýrr hélt fyrir nokkru nám-
stefnu „Staðarnet, ný vídd í upplýs-
ingamálum", sem var haldin fyrir
helstu viðskiptavini Skýrr, en Skýrr
Bestir í alþjóðlegum sportfatnaði
SÆVAR KARL &. SYNIR
Kringlunni.sími 689988
ODYRAR
PLASTTUNNUR
Sterkar 240 lítra plast-
tunnur. Eru á hjólum og
því mjög meöfærilegar
og hentugar til marg-
víslegra nota.
FLUTNINGATÆKNI HF
VATNAGÖRÐUM 12 REYKJAVlK SÍMI 680155
Verðum með
Armaflex
Á góðu verði
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
Þ. ÞORGRÍMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640
er að auka þjónustu sína við við-
skiptavini sína sem hafa komið sér
upp staðarnetum tengdum megin-
tölvu Skýrr. Var þessi námstefna
liður í þjónustu Skýrr við notenda-
hóp sinn til að kynna nýja þjón-
ustu, s.s. fyrirhugaðan Miðlari/B-
iðlari þjónusta Skýrr, en prófun á
slíkri þjónustu hefur hafist nú þeg-
ar. Námstefnan var ágætlega sótt
af um 40-50 manns, en hún hafði
verið boðuð með frekar stuttum
fyrirvara. Fyrstui' fjallaði ,dr. Jón
Þói' Þórhallsson, forstjóri Skýrr, um
hina fyrirhuguðu nýju þjónustu
Skýrr, Miðlari/Biðlari. Lilja Ólafs-
dóttir framkvæmdastjóri notenda-
ráðgjafarsviðs Skýrr fjallaði um
sameiginlega stöð fyrir ieiðbeining-
ar og neteftirlit í dreifðu staðar-
og víðneti. Heiðar Jón Hannesson
kerfisforritari fjallaði um tæknilega
útfærslu staðarneta í samvinnslu
og að síðustu fjallaði Miehael I.
Sobol forstjóri MIS Training Inst-
itude í Bandaríkjunujn sem fjallaði
um öryggi í tölvukerfum, en hann
er eigandi stórfyrirtækis sem sér-
hæfir sig í kennslu og þjálfun og
úttektum á öryggi í staðarnetum
og stærri tölvum. Fyrirtæki hans
er eitt hið stærsta í Bandaríkjunum
á sínu sviði. Sagði hann m.a. að
fyrir 15 árum hefði öryggi í stórt-
ölvum verið verulega ábótavant en
það væri orðið mjög gott í dag og
virtist vera svipað og um væri að
ræða hjá staðarnetum að notendur
hefðu ekki verið tilbúnir til þess að
standa undir þeim kostnaði og hafr
ekki gert nægar kröfur til öryggis
í tölvukerfum á síðustu árum. Mic-
hael kenndi hér á námskeiði hjr
Stjórnunarfélagi íslands í haust op
var aftur hér á ferðinni til að kenní
annað námskeið og var hanr
ánægður með aðsóknina og fannst
áhugavert að heimsækja ísland.
Höfundur starfar vii) tölvuráð-
gjöf.
Storno
Nýja línan af þýsku Stomo farsímunum er fullkomnari
en áður, samt er hann á gamla lága verðinu. Storno
farsíminn er bæði bíla- og burðartæki tilbúinn til
ísetningar og honum fylgja allir nauðsynlegustu fylgihlutir. Gríptu tækifærið
og tryggðu þér þennan vandaða en ódýra farsíma strax í dag. Hafóu samband
NÝ GERÐ
Storno
larsimi
I bílinn,
bátinn oð
bústaðinn
Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum um land allt
PÓSTUR OG SÍMI
við söludeildir Pósts og síma og fáðu þér Storno farsíma, einn vinsælasta
farsímann á íslandi.
BÍLASÍMI
BURÐAR-
kr. 83.788 stgr. m/vsk.
BpKramHBi
;-’T : , p ■ r,? •' 7- ' ' ■ t u- ■
IÐNLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
Gott fólk / S/A 5500-219A