Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 1

Morgunblaðið - 02.07.1991, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA FRJALSIÞROTTIR Sigurður í 2. sæti Mitchell stal senunni frá Lewis og Ben Johnson SiGURÐUR Einarsson, spjótkastari, hafnaði í öðru sæti á Grand Prix mótinu i Frakklandi í gærkvöldi. Sigurður kastaði 79,64 metra. Frakkinn Pascal Lefevre var greinilega án- ægður með heimavöllinn og sigraði með kasti upp á 82,28 metra. í þriðja sæti varð Svíinn Dag Wennlund, en hann kastaði 78,20 metra. Bandaríski spretthlauparinn, Dennis Mitchell, breytti á síðustu stundu handritinu að hinu margumtalaða einvígi Carl Lewis og Ben Johnsons í 100 m hlaupi á Grand Prix móti í Frakklandi í gærkvöldi. Mitchell skaut þessum keppinautum sínum óvænt ref fyrir rass og sigraði á 10,09 sek. Lewis varð annar á 10,20, en Johnson mátti láta sér lynda sjöunda sætið á tímanum 10,46 sek. Mitehell var að vonum ánægður með sigurinn sem hann sagði mjög mikilvægan áfanga að góðu gengi á heimsmeistaramótinu í Tókíó í næsta mánuði. Mitchell hefur gengið vel að undanförnu og fyrir skömmu hafnaði hann í þriðja sæti á bandaríska meistaramótinu á eftir Lewis og heims- methafanum Leroy Burrell. Lewis og Johnson voru töluvert frá sínu besta í gærkvöldi og átti vott og kalt veðrið í norður- hluta Frakklands greinilega ekki vel við þá. Þeir félagar höfðu ekki mæst á hlaupabrautinni síðan í Seoul haustið 1988. Þar sigraði Johnson sem kunnugt er á nýju heimsmeti, en mátti þola þá smán að falla á lyíjaprófi og var hann í kjölfarið dæmdur í tveggja ára keppnisbann. Menn höfðu beðið svo lengi eftir að sjá Lewis og Johnson etja kappi saman að það gleymdist að taka með í reikninginn þann möguleika að þriðji maðurinn gæti sigrað. Frönsk sjónvarpsstöð, sem kostaði keppnina í Frakklandi, greiddi Lewis og Johnson hálfa milljón dollara, eða 30 milljónir króna, hvorum fyrir þátttökuna. Þetta kallast víst að veðja á rangan hest. KR-ingar heppnir en eru einir á toppnum KR-ingar eru einir á toppi 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir sjö umferðir. Síðustu tveir leikirnir fóru fram í gærkvöldi, KR og Stjarnan skildu jöfn, 1:1, á KR-velli og ÍBV sigraði Breiðablik í Eyjum, 3:2. KR-ingar hafa því eins stigs forskot á Breiðablik og síðan koma lið Fram og ÍBV jöfn í þriðja sæti. KR-ingar voru heppn- ir að fá eitt stig úr viðureign sinni við Stjörnuna. Gest- irnir fengu mun hættulegri færi en Ólafur Gottskálks- son, markvörður KR, sá ávallt við þeim nema einu sinni, og mikill heppnisstimpill var á marki Heimis Guðjónssonar, sem kom KR yfir. A myndinni er eitt af bestu færum KR í leiknum — Pétur Pétursson hefur skallað, en knötturinn fór í bak Ragnars Margeirsson- ar, sem glittir í bak við Bjarna Jónsson. ■ 1. deildin / B4, B5 og B7. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1991 ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI BLAÐ Pétur ekki meira með í fyrri umferðinni PÉTUR Arnþórsson, miðvallar- leikmaður úr Fram, var skorinn upp við meiðslum í vinstra hné í gær og leikur ekki með Fram það sem eftir er af fyrri umferð 1. deildar. Pétur meiddist á æfingu á þriðjudagskvöldið fyrir réttri viku og hefur hvorki leikið né æft með liði sínu síðan. I gær var hnéð speglað og Pétur síðan skorinn upp. „Það var tekinn hluti af liðþófan- um í vinstra hnénu og læknarnir segja að ég megi ekki hreyfa mig í hálfan mánuð,“ sagði Pétur í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég verð ekki með í næstu þremur leikjum, en síðan kemur hlé í deild- inni og ég vonast til að geta bytjað á fullu strax í síðari umferðinni,“ sagði Pétur. Hann sagðist hafa það nokkuð gott og að úrslitin í leikjunum í gærkvöldi gerðu lífið bærilegt! Guðmundur Benediktsson Guðmundur til Ekeren Forráðamenn félagsins koma til að ræða við Þór Guðmundur Benediktsson, knatt- spyrnumaður í Þór á Akureyri, hef- ur náð munnlegu samkomulagi við belgíska félagið Ekeren um tveggja ára atvinnumannasamning. Forráðamenn félagasins eru væntalegir til Akureyrar um næstu helgi eða í næstu viku til að ræða við Þór og ganga endanlega frá samningnum. VIÐTALVIÐ SIGURÐ BJORGVIIMSSON KNATTSPYRNUMANN / B6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.