Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 02.07.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ iÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 B 9 KNATTSPYRNA / SHELLMOTTÝS „Spældur ad geta ekki komið aftur“ - sagði Sveinbjörn Á. Sveinbjörnsson úrGróttu besti markvörður mótsins Eg er að koma hingað í fyrsta skipti og þetta er búið að vera rosalega gaman, það kom mér rosa- lega á óvart að vera valinn besti markmaðurinn, bjóst alls ekki við því en ég er mjög ánægður með þetta, sagði Sveinbjörn A. Svein- björnsson besti markvörður móts- ins. „Ég er samt spældur að geta ekki komið aftur því > næst fer ég upp í 5. flokk. Uppáhaldsmarkmað- urinn minn er Ólafur Gottskálksson KR-ingur og ég ætla að reyna að vera jafn góður og hann þegar ég verð stór,“ sagði Sveinbjörn kampa- kátur að loknu þessu móti. mælisqjöfin - sagði Daníel ÓmarFrímannsson, ÍBK, besti varnarmaður mótsins Eips og Sveinbjörn er Daníel Ómar Frímannsson að koma í fyrsta skipti á Shell-mót og hann tók það með trompi og var valinn besti varnarmaðurinn. „Mér kom ekki til hugar að ég yrði fyrir valinu, þetta var alveg frábært, ég verð 10 ára næsta laugardag og þetta var alveg ör- ugglega besta afmælisgjöf sem ég gat fengið. Mig hefur alltaf langað til að vera í vörninni, skemmtilegra að verjast sóknar- mönnum andstæðinganna heldur en að vera í sókninni. Það var toppurinn á þessu móti fyrir mig að vera valinn besti varnarmaður- inn.“ Ekki bara knattspyrna! Morgunbiaðið/s.G.G. Það var ýmislegt gert annað en að leika knattspyrnu á mótinu. Hér er einn ungu knattspyraumannanna að reyna að troða sér í gegnum bíldekk. Þeir bestu! Morgunblaðið/S.G.G. Frá vinstri: Sveinbjörn Á. Sveinbjörnsson, besti markvörður mótsins, Daði Guðmundsson, besti leikmaður mótsins og Daníel Ómar Frímannsson, besti varnannaður mótsins. Með þeim er Hermann Gunnarsson, sem var kynnir á úrslita- leikjunum og afhenti verðlaun. Markahæstir Arnar Sigurðsson, UBK.................... 19 Gunnbjöm Sigfússon, FH....................17 Snorri Steinn Guðjónsson, Vai.............17 SigurðurL. Jóhannesson, Fylki ............16 Gunnar D. Ólafsson, Stjörnunni............14 Arnar Sigurðsson úr Breiðabliki varð markakóng- ur mótsins. Hér er hann með þá 19 bolta sem hann kom í netið hjá andstæðingnum. „Átti aldrei von á að fá svona mörg verðlaun" - sagði Daði Guðmundsson, besti leikmaðurShell-mótsins DAÐI Guðmundsson besti leikmaður Shellmótsins sem var að koma í annað sinn á þetta mót var valinn besti leikmaður mótsins af þjálfurum, þótti leika geysivel og vera útsjónarsamur leikmaður, félagar hans hjá Fram sögðust aldrei hafa verið í vafa með að hann yrði valinn, en Daði sagði að honum hefði komið þetta mjög á óvart og hann hefði ekki búist við þessu, en innst inni var hann að vonast eftir þessu og sú ósk hans rættist. ÆT Eg vil þakka þetta hvað það eru góðir strákar í liðinu með mér og svo höfum við mjög góðan þjálfara. Þegar ég var að mæta í þetta mót núna átti ég aldrei von á að fá svona mörg verðlaun," en Daði var með 4 verð- launapeninga hangandi um hálsinn og bikarinn fyrir að vera valinn besti maður mótsins, en einnig vann Fram-lið- ið í innanhússfótboltanum, þar sem Daði var fyrirliði og fékk það eignar- og farandbikar. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt rétt einsog í fyrra,“ sagði Daði. Morgunblaðifi/S.G.G. Pressulið Shellmótsins skipuðu eftirtaldir: Markverðir: Markús Máni Mikaelsson, Val og Þórhallur Ólafsson, KR. Aðrir leikmenn: Gunnar H. Þoivaldsson, Þór Ve., Björn Viðar Ásbjörns- son, Fylki, Andri Már Helgason, UBK, Þórður Halldprsson, Þór Ak., Hafþór Theodórsson, Fram, Sævar Gunnarsson, ÍBK, Jónas Þór Guðmundsson, ÍK, Guðmundur Bjarnason, Grindavík, Valur Úlfarsson, Vikingi og Sveinn Stefánsson, IÍA. Morgunblaðið/S.G.G. Landslið Shellmótsins skipuðu eftirtaldir: Markverðir: Sveinbjörn Á. Sveinbjörnsson, Gróttú og Viðar Guðmundsson, ÍR. Aðrir leikmenn: Daði Guðmundsson, Fram, Arnar Sigurðsson, UBK, Elvar L. Guðjónsson, Val, Guðjón Ingi Hafliðason, Fylki, Magnús Már Lúðvíksson, KR, Gunn- björn Sigfússon, FH, Atli Sævarsson, Stjörnunni, Unnar Hólm Ólafsson, Týr, Pétur Georg Mark- an, Víkingi og Daníel Ómar Frímannsson, ÍBK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.