Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 3

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 3
MÓRGÚNBLAÐÍÐ SÚNNÚDAGÚá' Ú'. jÚLÍ lð'91 C 3 SYSTUR höfum við ekki haft tíma til að halda námi áfram, en ég hef verið dugleg að sækja hin ýmsu stjórnunarnám- skeið. Pálína hafði stjórnað hár- greiðslustofu sinni í þijátíu ár og okkur þótti það mjög jákvætt að fá hana inn í fyrirtækið með reynslu sína.“ — Hvemig er nú að stjórna karl- mönnunum? „Þeir eru óskaplega ljúfir,“ segir Sigríður í einlægni. „En við stjórnum heldur ekki með látum. Þeir eru vanir okkur, en sjálfsagt finnst nýj- um strákum það fyndið að vita af okkur þremur við stjórnvölinn. Þótt það sé gamaldags, þá borga ég alltaf launin út sjálf á skrifstof- unni því þá fæ ég mennina inn til mín. Það skapar ákveðin tengsl." — Stjórnakonuröðruvísienkarl- menn að ykkar áliti? „Ég stjórnaði ótal nemum og sveinum meðan ég var með hár- greiðslustofuna og reyndi alltaf að fylgjast vel með hverri og einni," segir Pálína. „Ég held að konur taki meira inn á sig heldur en karlarnir og í mínu tilviki var það þannig. Það er helsti munurinn, konur spá meira í mannlegu hliðina." Sigríður: „Já maður vill spjalla við mennina þegar þeir koma upp.“ Pálína: „Ég hef tekið eftir því þegar Sigga borgar út á föstudög- um, þá dvelst sumum strákunum svo lengi inni hjá henni. Sigga, um hvað eruð þið að tala?“ Bílabransinn Um leið og þær systur tóku við fyrirtækinu réðust þær í endurbæt- ur. „Það hafði ekkert verið gert fyr- ir verslunina og húsnæðið í 20 ár og allir farnir að finna fyrir því,“ segir Sigríður. „Þegar tekin var ákvörðun um framtíð fyrirtækisins á stjórnarfundi var ákveðið að breyta versluninni og nýta húsnæðið betur. Allt var tekið í gegn og svo skemmti- lega vill til að það var kona sem hannaði nýju búðina!“ „Við systur fórum svo meðal ann- ars til Danmerkur og ræddum við forráðamenn þess fyrirtækis sem við verslum helst við. Þeir urðu hálf vandræðalegir þegar þeir sáu að nýju eigendurnir voru konur,“ segir Pálína. „Fóru með okkur út að borða og buðu okkur upp á snaps og „elefant" til að halda okkur góðum,“ segir Sigríður. Systurnar hlæja hátt, hafa auðsýnilega skemmt sér. Hárgreiðslumeistarinn segist ekki hafa haft neitt vit á bílum þegar hún kom inn í fyrirtækið. „En ég er ekk- ert að þykjast, spyr bara strákana þegar ég er ekki viss.“ Það getur verið kostulegt að vera kona í „bílabransanum" og Sigríður segir okkur meðal annars frá því þegar hún fór fyrst á fund hjá Bíl- greinasambandinu. „Þeir gengu allir inn í fundarsalinn, karlarnir, og ég ætlaði auðvitað inn líka, en þá segir Ingimundur í Heklu, sem stóð þarna í dyrunum: Konurnar eru þarna hin- urn megin. Ég sagðist nú vera komin til að sitja þennan fund. Já, já, sagði Ingi- mundur ekkert nema elskulegheitin, en konurnar eru þarna hinum megin á barnum! Það tók sem sagt dijúga stund að komast inn í það heilaga." Bára hlustar róleg og brosandi og ég spyr hana hvort þær kúgi hana nokkuð, eldri systurnar? „Hún ræður,“ ansar sú yngsta og bendir á þá elstu. Framkvæmdastjórinn flissar. Pálína lítur til beggja handa á systur sínar og segir svo með sínum sposka svip: „Við erum allar mjög ólíkar. Bára er pottþétt og nákvæm, mér veitist auðvelt að ná tengslum við fólk... ..og ég er sennilega ráðríkust!" - botnar Sigríður. Bróderí Sigríður fer í sund á hveijum morgni og segir að hvort sem menn trúi því eða ekki þá sé útivist og sport helsta áhugamálið. Bára segist hafa mest gaman af handavinnu og að lesa. Pálínatekur undir það og segir að handavinnuáhugann hafi þær tvær frá móður sinni. „Ég er reyndar líka í gönguhópi eins og Sigríður. En sennilega fer frítíminn að mestu í íjölskylduna. Við erum miklar Ijölskyldukonur. Ogþað er ekki aðeins að við vinnum saman og búum hlið við hlið, heldur eigum við líka allar sumarbústaði í Gríms- nesinu! Það var fyrir tilviljun eins og annað að við eignuðumst allar þijár bústað þar.“ — Umhvaðerþárættþegaröll fjölskyldan kemur saman? „Um þjóðmálin fyrst og fremst," segir Sigríður. „Börnin okkar eru orðin fullorðin og taka öll lifandi þátt í umræðunum. Við rífumst stundum öll, blessuð vertu, hér hafa allir skoðanir og láta þær í ljós. Það er sko engin lognmolla í þessari fjöl- skyldu!" Þær verða allar ofurlítið hugsi þegar ég spyr þær hvort þetta hafi verið draumurinn í upphafi, að stjórna fyrirtæki sem sérhæfði sig í bifreiðaþjónustu? „Ég hef nú alltaf haft áhuga á bílum," segir Sigríður. „Lék mér með bíla þegar ég var lítil og fékk einu sinni vörubíl með sturtupalli í jólagjöf. Það var yndislegt. Ef við hjónin erum til dæmis á ferðalagi erlendis, þá ek ég. Ég átti kannski ekki von á því að verða framkvæmd- astjóri. Ég sóttist aldrei eftir ábyrgð, og sennilega hefðu nú ekki allir syn- ir þolað það að hafa föður sinn yfir sér með steyttan hnefann þegar mikið lá við.“ Bára: „Þetta var nú ekki endilega það sem ég hefði kosið mér, ég vann mikið með skólanum í fyrirtækinu og þetta æxlaðist bara svona.“ „Ég ætlaði mér að verða íþrótta- kennari," skýtur Sigríður inn í og hlær mikið. Pálína: „Ég ímyndaði mér alltaf að ég yrði ein af þessum konum sem væru heima allan daginn að bródera og búa til marmelaði. Og ennþá býr sá draumurinn í mér. En ég var aðeins 15 ára gömul þegar ég fór að vinna eitt sumarið á hárgreiðslu- stofu og um haustið bauð meistarinn mér samning. Ég ílengdist í hár- greiðslustarfinu og líkaði það mjög vel.“ Enn hefur Bára ekki sagt hver draumur hennar hafi verið og eldri systurnar setja hendur í kjöltu, líta á hana og bíða. Enginn asi. „Ég man mig langaði að vinna í Þ- Þau hafa orúið að vinna fyrir vasapeningun- um sfnum. k- Ég snttist aldrei ettii ðbyrgð, og sennilega hetðu nú ekki allir synir jmlaú haú aú hafa föúui sinn yfii séi meú steyttan hnefann hegai mikiú lá viú Þ- Reynsla mín er sú aú hest sé aú veia nokkuú ákveúin og láta ekki hræia íséi k- Ég hef tekiú eftir hví hegai Sigga horgai út á föstudðgum, há dveist snmum strákunum svo lengi inni hjá henni. Sigga, um hvaú eiuú biú aú tala? banka,“ segir hún loks, og elsta syst- irin brosir ánægjulega. — Eruð þið ríkar konur? spyr ég. Þögn slær á systurnar og þær líta á mig eins og ég sé karlinn í tungl- inu. Loks segir Sigríður af hæversku og festu: „Við erum mjög ríkar af börnum. Við borgum sjálfum okkur ekki há laun, hins vegar eigum við mjög stöndugt fyrirtæki." Pálína: „Mér hefur aldrei fundist ég vera efnuð. Engin okkar hefur vanist eyðslusemi og við höfum aldr- ei tekið fé úr rekstrinum. Sumarbú- staðirnir voru til dæmis byggðir spýtu af spýtu.“ Hinar samsinna þessu. Ég spyr þær um uppeldið á börnunum. Þær segjast ekki hafa hlaðið undir þau. Pálína: „Auðvitað hafa börn það miklu betra núna, og börnin okkar hafa til dæmis öll menntað sig.“ Bára: „Þau hafa orðið að vinna fyrir vasapeningunum sínum.“ Sigríður: „Sonur minn sem var að vinna hjá okkur, fékk eitt sinn smálán hjá mér. Þegar ég borgaði honum út, rétti ég honum um leið reikninginn." „Stelpur," segir Bára og lítur á systur sínar. „Ætli fólk haldi kannski að við séum efnaðar?" „Við skiptum ekki út húsgögn- um,“ segir Pálína eins og við sjálfa sig. Eftirvinna Það er mikil ábyrgð að reka fyrir- tæki og hafa íjölda manns í vinnu og ég spyr hvort þær séu aldrei hræddar við að fara á hausinn? Bókarinn segir að fyrirtækið hafi gengið svo vel fram að þessu að óþarfi sé að kvíða því. „Við erum að byggja fyrirtækið upp og munum halda því áfram.“ „Við erum með gott starfsfólk og sumir hafa starfað hér í áraraðir," bætir Sigríður við. „Út í fjárfesting- ar hefur ekki verið farið nema að til sé fyrir þeim. En þetta er mikil vinna og ég finn það oft að égtrassa fjölskylduna. Mér finnst það oft leið- inlegt þegar barnabörnin koma að tómu húsi.“ — Hvaðmunduðþiðráðleggja konum sem viidu feta í fótspor ykk- ar? „Reynsla mín er sú að best sé að vera nokkuð ákveðin og láta ekki hræra í sér,“ segir Pálína. „Þær verða að hafa peningavit,“ segir Sigríður. „Verða að vita hvert þær stefna og setja sér markmið." „Aldrei að tvístíga," segir Bára. „Þótt konum þyki vænt um fjöl- skylduna sína, þá verða þær að láta hana víkja meðan þær sinna starfi sínu,“ segir Pálína. „Karlmenn eru yfirleitt ekki hrifnir af því að konur þeirra vinni eftirvinnu, þótt þeir geri það sjálfir. Þegar ég var með hár- greiðslustofuna vann ég oft lengi frameftir á föstudögum og bóndinn var nú ekki hrifinn, sársvangur heima. En svo áttaði hann sig á því að hann gat bara sjálfur eldað, og síðan hefur þetta ekki verið nokkurt mál! Hann hefur eldað á föstudögum síðustu tíu árin.“ „Já, það var nú líka hringt í mig einu sinni þegar ég var að vinna frameftir og spurt með þjósti hvað ég væri eiginlega að gera? Ég spurði hvort það væri eitthvað að og þá sagði eiginmaðurinn að hann væri að drepast úr hungri! Þá fór ég nú að skellihlæja og sagði: Nei, heyrðu mig nú Bjössi minn, hvernig má það vera og ísskápurinn fullur af mat!? Ég lagði snarlega niður vinnu til að bjarga manninum frá hungur- dauða, en þegar ég kom heim var hann að borða í besta skapi og sagði: Nei, ertu komin heim elskan?" Nýtni Fyrrverandi rútubílstjóri ekur greitt með okkur niður í Skeifuna þar sem Fjöðrin er til húsa, og ieið- ir mig síðan um húsakynnin. Við göngum gegnum búðina þar sem karlmenn í bláum sloppum eru á ferð og flugi og Sigríður tautar fyr- ir munni sér um leið og hún gengur framhjá ungum manni: „Æ, hann Róbert litli þarf að fá annan slopp.“ Út í portið höldum við og Sigríður segir ánægð: „Nú, nýi lyftarinn er kominn!" Afram elti ég hana inn á verkstæðið þar sem rörasmíðin fer fram og furða mig á því hvernig hægt er að halda öllu þessu járni í röð og reglu. Sigríður lýsir vélum og verkfærum af míkilli andakt og maður kinkar auðvitað kolli en veit ekkert í sinn haus. Snyrtimennskan fer þó ekki fram- hjá manni og nýtnin upp á skrifstof- unum ekki heldur. Á skrifstofu fram- kvæmdastjórans, þar sem einnig er fundað, er gamli stofuskápurinn hennar Sigríðar og tveir stólar af hárgreiðslustofu Pálínu. „Við reynum að nýta allt og tök- um ekki lán nema við þurfum þess,“ útskýrir Sigríður brosandi. — Þið óttist ekki að fara á haus- inn, en óttist þið ekkert velgengi og öfundina sem henni fylgir? Systurnar sitja í hring inni á skrif- stofu Sigríðar og sú síðastnefnda segir hvumsa: „Eg hef bara ekki hugsað út í það.“ „Það hefur aldrei hvarflað að okk- ur, þetta hefur bara verið rekið eins og heimili,“ segir Pálína. „Það er ekkert að öfundast yfir,“ segir Bára og að þeim orðum sögðum eru þær systur kvaddar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.