Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 4
 G 4 C leei LIUL-.t-I íiUUAUJWHUfc UKIAJJIVlUUHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 John Gotti er skugga- filiö ameríska draumsins: götustrák- urinn sem varð tor- eftir Huga Ólafsson JOHN Gotti titlar sig sem pípulagna- og rennilásasölumann í New York. Það er þó á allra vitorði að hann er foringi Gambino-fjölskyld- unnar, stærstu glæpasamtáka Bandaríkjanna. Hann hefur þrisvar verið handtekinn í foringjatíð sinni — og þrisvar verið sýknaður vegna ónógra sannana. Nú bíður hann enn einu sinni réttarhalda og að þessu sinni telja yfirvöld sig hafa sterkari gögn í höndunum en áður. Eitt helsta tromp þeirra er Philip Leonetti, háttsettur Mafíu- félagi frá Fíladelfíu, sem rauf þagnareið Mafíunnar og hefur komið ófáum félögum sínum á bak við rimlana með vitnisburði sínum. afían í Bandaríkjunum er nú alls staðar á undanhaldi nema ef vera skyldi á hvíta tjaldinu. Því fer þó fjarri að hundrað ára sögu hennar sé lokið. Mafían telur ennþá yfir tvö þúsund innvígða félaga í tuttugu og fjórum „fjölskyldum" — eins og einstök félög eru kölluð — og hefur þúsundir annarra á sínum snærum. Velta hennar hefur verið áætluð allt að 30 milljörðum dollara. Mafían hefur alltaf verið öflugust í New York borg, þar sem fimm íjölskyldur skipta með sér verkum og láta að auki að sér kveða víðs vegar í norðausturríkjunum og jafn- vel í Kaliforníu. Stærst þeirra er Gambino-fjölskyldan, sem er um fimm hundruð manna fyrirtæki sem fæst við fjárkúgun, fjárhættuspil, innheimtu „verndargjalda", eitur- lyfjasmygl og aðra skylda starf- semi; eiginlega flest annað en pípu- lagnir og rennilásasölu. Glæstur frami í undirheimum John Gotti fæddist árið 1940 á Manhattan, sonur fátækra innflytj- enda frá Suður-Ítalíu. Hann var skapbráður slagsmálahundur og byijaði ungur á þeim leik að veifa hnífum framan í jafnaldra sína til að innheimta „verndargjald" af þeim. Hann þótti greindur, en hætti skólagöngu sextán ára gamall. Þá var hann orðinn foringi götustráka- klíku og hafði reglulega samband við Mafíuna í hverfinu til að ganga úr skugga um að fólk sem hann vildi hrella, eða búðir sem hann hugðist hnupla frá, væru ekki und- ir vemdarvæng hennar. Sautján ára var hann fyrst handtekinn fyrir lík- amsárás. Allur „starfsferill" Gottis hefur verið röngu megin við lögin. Hann kom víða við í undirheimum New York áður en hann gekk til liðs við glæpaklíku sem fékkst við skipu- lagðan bílaþjófnað og var undir stjóm Carlos Gambinos, helsta Mafíuforingja borgarinnar. Þar vann hann sér gott nafn, þar sem hann hafði góða skipulagshæfileika og var ófeiminn við að ganga í skrokk á fólki sem yfirboðurunum var illa við. Hann þokaðist upp á við í mannvirðingastiganum og var viðriðinn okuriánastarfsemi, veð- mang, fjárkúgun og dreifingu á ólöglegum klámmyndum, svo nokk- uð sé talið. Hann fékk nasasjón af samtaka Bandaríkj- anna. Nú vonast yfir- völð til aö geta kom- ið honum bak við lás og slá meðhjálp morðingia, sem rauf hagnareið Mafíunnar. Lík Pauls Castellanos liggur á gangstétt fyrir framan veitingastað á Manhattan. eiturlyfjaheiminum þegar Gambino setti á laggirnar „sikileysku leiðina" til að taka við „frönsku leiðinni“ (sem einhveijir kannast kannski við úr kvikmyndinni „The French Connection" með Gene Hackman) í heróínsmygli. Þrátt fyrir mannkosti sína og góð kynni af hinni ijölbreyttu starfsemi Mafíunnar þurfti Gotti að bíða lengi eftir að vera formlega innvígður í La Cosa Nostra. Hans gullna tæki- færi kom árið 1972 þegar syni Carlos Gambinos, Emanuel, var rænt af félögum í írskri fúlmenna- klíku sem stundaði þá afar áhættu- sömu iðju að hnupla Mafíufélögum og skila þeim gegn lausnargjaldi. Þeir fengu 100.000 dollara fyrir strákinn eftir langar samningavið- ræður, en stuttu eftir útborgun fannst lík Emanuels. Slík viðskipti við voldugustu glæpaforingja Bandaríkjanna kunnu ekki góðri lukku að stýra. Gotti var settur yfir þriggja manna hóp sem fékk það verkefni að ná foringja klfkunn- ar, James nokkrum McBratney,lif- andi ef kostur væri svo Carlos Gambino gæti sjálfur séð um að sonarins væri fuilhefnt. Þremenningarnir þefuðu Mc- Bratney uppi á krá nokkurri og hugðust handtaka hann í krafti falsaðra lögregluskilríkja. Hann gerði sér hins vegar grein fyrir hveijir þama voru á ferð og barðist á móti og á endanum var hann skotinn til bana inni á kránni. Gotti var handtekinn fyrir morðið, en hlaut ótrúlega vægan dóm. Hann var í tæp tvö ár í fangelsi, en mút- aði vörðunum til að sjá sér fyrir helstu lífsþægindum í steininum og fylgja sér heim í helgarferðir. Loks- ins þegar hann kom út var hacn formlega innvígður í Mafíuna. Þá var Carlo Gambino nýdáinn (náttúr- legum dauðdaga) og mágur hans, „stóri Paul“ Castellano, tekinn við „fjölskyldunni". Castellano var foringi í níu ár og er af sumum talinn einn besti stjórnandi sem Mafían hefur átt á síðari árum. Hann hafði mikið við- skiptavit og var gífurlega varkár: fór sjaldan út af heimili sínu, sem stóð á hói á hæsta stað í New York- borg og var kallað „Hvíta húsið“. Gotti var gerður að foringja hóps innan Gambino-íjölskyldunnar og tók meðal annars upp stórfellda heróínsölu. Hann reyndi að gæta þess að almennir sölumenn hefðu engin sannanleg tengsl við hóp hans. Það var ekki aðeins gert til að forðast afskipti lögreglunnar, heldur vildi Gotti ekki að Castellano vissi að hann stóð í sjálfstæðum eiturlyfjaviðskiptum. Yfirboðara hans grunaði sitt, en sló ekki hend- inni á móti gróðanum sem Gotti sendi upp goggunarröðina. Enginn hinna 23 hópa innan Gambino-íjöl- skyldunanr aflaði eins vel og hans. Innan tveggja ára frá vígslunni var Gotti orðinn einn helsti valda- maðurinn í Mafíunni. Það fór af honum orð fyrir ofsa og grimmd og hann tók oft sjálfur þátt í „skít- verkum“ sem háttsettir mafíosar létu yfirleitt metnaðarfulla undir- menn sjá um. Viðbrögð Gottis við dauða sonar síns segja sitt um manninn. Nágranni hans, John Fav- ara, ók á drenginn og þótti sýnt að hann hefði varla getað afstýrt slysinu þar sem drengurinn skaust á reiðhjóli út á götu fyrir bíl hans. Lögreglan hvatti Favara til að flytja, en hann dró það of lengi og „hvarf“ ijórum mánuðum síðar, í júlí 1980, og hefur ekki sést eftir það. Ekkert var hægt að sanna á Gotti, sem var á Florida þegar Fa- vara var kippt upp í sendiferðabíl á leið úr vinnu. Guðfaðirinn myrtur Gotti varð fyrir alvarlegu áfalli þegar lögreglan upprætti heróín- hring hans árið 1983 og handtók bróður hans og marga helstu sam- starfsmenn. Hann missti helstu tekjulind sína og Paul Castellano varð ævareiður yfir bíræfni undir- mannsins, sem hann taldi ögra lög- reglunni og ógna allri yfirstétt Mafíunnar. Orðrómur innan Maf- íunnar sagði að Castelláno biði eft- ir hentugu tækifæri til að losa sig við Gotti fyrir fullt og allt. Castellano var hins vegar sjálfur orðinn valtur í sessi. Varkárni hans olli gremju á meðal gróðafíkla í Gambino-fjölskyldunni og aðrar ijölskyidur voru móðgaðar vegna þess að hann lét sjaldan sjá sig á mikilvægum stundum, svo sem við jarðarför eigin varaforingja, Aniello Dellacroce. Gotti færði sér vaxandi einangrun foringjans í nyt og kom sér í mjúkinn hjá öðrum helstu vald- amönnum Mafíunnar í New York. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Castellano hafði alríkislögreglan, FBI, komið fyrir hlerunarútbúnaði í „Hvíta húsinu“ þrátt fyrir varð- hunda, lífverði, sjónvarpsmyndavél- ar og þjófavamarkerfi. Þar var spjallað hispurslaust um starfsemi og félaga Mafíunnar og á grund- velli þeirra upplýsinga lét lögreglan til skarar skríða. Þann 25. febrúar árið 1985 voru allir foringjar og varaforingjar fjöl- skyldnanna fimm handteknir og ákærðir fyirr skipulagða glæpa- starfsemi. Þetta var eitt versta áfall sem Mafían hefur nokkurn tíma orðið fyrir. Castellano var látinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.