Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 19

Morgunblaðið - 14.07.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ OAUQM-yua SIJUmMJOm ciKfAja/i n,;-;, m FJOLMIÐLAR SUNNUÐAGUR 14. JÚLÍ 1991 C 19 Helgi Hálfdanarson: HREINLÆTI Það var fyrir allmörgum árum, að ég var staddur á Akureyri sem snöggvast. Samferða mér var útlendingur, sem var að litast um á Norðurlandi. Hann kunni nokkuð FOLK i Jjölmiðlum ■Jónas R. Jónsson tók við stöðu dagskrárstjóra á innlendri dagskrárdeild í íslenzku, svo við gátum spjallað saman. Við vorum setztir upp í langferðabíl, sem innan stundar skyldi halda af stað til Reykjavík- ur. Bíllinn stóð í grennd við dálitla grasflöt, sem þar var á gatnamót- um. Útlendingurinn hafði orð á því, hvað Akureyri væri snyrtilegur bær, og kom okkur saman um að þar væri vel fyrir öllu séð í þeim efnum. Þetta var snemma morguns og fáir á ferli. Rétt sem vagnstjórinn er að koma sér fyrir í ekilssætinu, sjáum við hvar virðulegur maður og vel klæddur kemur gangandi eftir næstu götu og stefnir fram hjá grasflötinni. Allt í einu víkur hann útaf gangstétt og tekur strikið fram á flötina. Ekki höfðum við veitt því athygli, að á henni miðri lá blað- snifsi, líklega slitur úr dagblaði, sem þangað hafði fokið og stöðvazt í grasinu. Maður þessi gekk rakleitt að sneplinum, tók hann upp og sneri með hann spölkorn til baka eftir götunni. Þar stakk hann hon- um í sorpílát og hélt svo áfram ferð sinni. Hvorki hægði hann göngu né flýtti á þessum útúrdúr, og eng- in svipbrigði urðu á honum séð. Þetta virtist vera sjálfsagt mál. Sá erlendi rak upp stór augu. Þessu líkt kvaðst hann aldrei mundu sjá í sínum heimabæ, að „prúðbúinn heldri maður“ gerði lykkju á leið sína til að grípa upp rusl á almanna- færi og koma því fyrir. Þar fengi allt slíkt að bíða þess, að gatan yrði hreinsuð í einni ferð. Ég hélt því fram; að þarna gæti hann séð eina af skýringum þess, hvað Akureyri væri fögur og vist- ieg; þar legðust greinilega allir á eitt um almennt hreinlæti. Það vildi svo til, að ég bar kennsl á þennan mann, sem reyndar var alkunnur borgari á Akureyri. Hann hét Kristján Kristjánsson og var löngum kenndur við bíla. Það vissi ég að Kristján var sérstakt snyrti- menni; en þó dettur mér ekki í hug að hanii hafi að því leyti verið nein undantekning í sínum bæ. Víst má vel vera að hann hafi orðið einhveij- um samborgurum sínum til fyrir- myndar. En ekki varð annað ráðið af svip þessa hreinlega bæjar en að þar ætti hann æði marga sína líka, sem að minnsta kosti gættu þess að missa ekki úr höndum sér neitt það sem bezt væri komið í sorpílátum. A þeim árum sem síðan eru liðin hefur mér oft komið atvik þetta í hug. Því má fagna, að víða um lanð hefur hreinlæti á almannafæri stór- batnað. Og þó væri þeim málum enn betur komið, ef fleiri hefðu dæmi þessa mæta Akureyrings í huga. Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir skömmu, samfara flutn- ingunum upp í Lyngháls. JÓNAS ■Á mánudaginn hefur Hallgrím- ur Thor- steinsson störf á Bylgjunni og mun hann hafa umsjón með þættinum ís- land í dag ásamt Sigurði Hlöðverssyni. Auk þess verð- ur þátturinn lengdur, og 17-19.30. HALLGRÍMUR stendur nú frá ■Guðrún Þóra Hjaltadóttir, sem hefur haft um- sjón með Morgunþætti Bylgjunnar ásamt Eiríki Jónssyni mun fá Júlíus Brjánsson sér til aðstoðar við stjórn Morg- unþáttarins. Vmnupallar f - l\lú er rétti tíminn til að panta vinnupalla. Til afgreidslu strax. Plettac-verkpallasamstæður SL 70/SL100 úr áli eða sinkhúðuðum stálrörum: Aukin hagkvæmni samfara auknu öryggi. JÚLÍUS Stof nkostnaðurinn er ekki eini mælikvarðinn á það hversu hag- kvæmir verkpallar eru. Hröð upp- setning, alhliða notagildi og löng ending eru að minnsta kosti jafn mikiivæg. Rör úr gæðastáli, sink- húðuð að innan og utan, standast veður og vind og hinar hörðu kröfur hversdagsins og gólfborð- in úr riffluðu og sinkhúðuðu stáli. Þannig er tryggt að nota má SL 70/SL100 áratugum saman! tn nai llflH ftf Dalvegi 16, Til sölu A dl laP III 200Kópavogi. IftMft ftftftl Símar 42322 -641020. leigu iQkmarkanir d umferð í Kvosinni vegna gatna- framkvæmdo Nu stárida yfir gatnaframkvæmdír í Vonarstræti, Tempiarasundi og norðurbluta Tjarnargötu, göturnar verba malbikaÖar, stein-lagbar og settar snjobræbslutagnir í þær. jafnframt verbur norburbakki Tjarnarínnar endurbyggður. Nauðsyniegt er ab loka götunum meðan á framkvæmd stendur. Verkið verbur unnib í áföngum. Eftirfarandi er endurskobub áætlun um verktíma einstakra áfanga. _ ■ ■ Verktími: Vonarstræti austan nr. 10.............30. apríl -15. sept. Templarasund .........................5. júlí - 15. ágúst. Vonarstræti frá nr. 8 ab Tjarnargötu og Tjarnargata frá Vonarstræti ab nr. 4..1. júlí -15. sept. Tjarnargata frá nr. 4 aö Kirkjustræti...1. júní - 6. ágúst. Tjarnargata frá Vonarstræti ab nr. 20...15. júlí - 20. okt. Til 15. sept. verbur ekki unnt ab aka um Vonarstræti frá Lækjargötu ab Suburgötu. Þess í stab erökumönnum bent á ab aka Skólabrú, Pósthússtræti og Kirkjustræti. Framkvæmdum vib Tjarnargötu milli Vonarstrætis og Kirkju- strætis verbur hagab þannig, ab abkoma verbur möguleg ab bílastæbi Alþingis. Vib upphaf hvers áfanga verbur auglýst nánarum lokanir gatna og breytingar á umferb. Borgarverkfræbingurinn í Reykjavík Umferbardeild o Q £

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.