Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. AGUST 1991 5, 3. finnst alveg vera pláss fyrir slíkt, með öðru." Boðskapur algjört aukaatriði — Þú minntist á hversdagsleik- ann; skiptir þá nokkuð máli hvað þú málar? M — I myndum þínum eru formin oft einföld, kannski einn maður sem liggur, eða situr í stól. „Mér finnst betra að vinna mynd- inajneðan ég hef eitthvað að horfa á. Ég held ég muni þó alltaf velja mannsformið, eða eitthvað lifandi, frekar en flugvél eða byggingar- krana. Ég vel frekar eitthvað nátt- úrulegt. En þegar ég mála, og ég kann ekki við mynd, þá reyti ég hana í sundur á pappírnum eða lér- eftinu, og held síðan áfram með hana. Kannski skín þá eitthvað í gegn úr fyrra verkinu, en það verð- ur bara hluti af því næsta. Ég hætti við mynd þegar mér finnst hún vera búin, þegar hún harmóner- ar rétt. Liturinn og áferðin skipta öllu máli. Ekki áferð í neinni vélrænni merkingu; þetta er svona innri áferð sem er ekki nokkur leið að lýsa. Eg vil vera sáttur við myndirnar og í mínu tilviki eru þær oft skraut- kenndar eða dekoratívar. Það er mikill línudans að fá myndir til að virka. Spennan er oft mest þegar maður er að klára mynd, síðustu klukkutímana, og bíður eftir hvort eitthvað gerist." — Þú talar um skrautkenndan þátt í þínum myndum og þá koma myndirnar á pappírinn í hugann; þú festir á hann japanskan pappír og saumar einnig í hann mynstur. „Já, ég mála í grófum dráttum mynd á pappírsörk og legg síðan yfir það japanskan pappír og bregð því í saumavélina. Teikna aðeins í myndina með þræðinum, bleyti síð- an í öllu saman með vatni, og get síðan haldið áfram að mála. Þetta er bara aðferð. Ég leitast við að nýta mér allar tilviljanir sem falla mér í skaut við vinnuna, og það er nú orðið aldargamalt ráð. Þetta felst í að vinna með verkinu í stað þess að þvinga einhverju upp á það." — Er mikill munur á að vinna stórar myndir og litlar? „Það er ágætt að vinna í litlum myndum með. Það hentar mér vel og ég hef verið ánægður með út- komuna á þeim mörgum. En kannski langar mig þó frekar til að mála stærri myndir." — Ertu að mála allan daginn? „Það er misjafnt, en ætli það séu ekki svona sex tímar að jafnaði sem ég er að. En hugmyndir geta kom- ið hvenær sem er, ekki hugmyndir að fullkláruðum verkum, heldur eitthvað til að byrja á. Þá reyni ég að krota það niður, oft verða til fleiri en ein skissa að mynd, og ég vinn síðan út frá því. Eitthvað mjög lítið og ómerkilegt getur komið stórri mynd af stað. Allt umhverfið getur haft áhrif, náttúran og fólkið í kringum okkur." Er ekki dramatískur listamaður — Ertu manískur myndlistar- maður? „Nei. Ekki manískur og heldur ekki drykkfelldur," segir Valgarður og hlær. „Ég hef samt ekki löngun til að vinna við neitt annað. Það er svo mikil fylling í því að búa til myndir. Ég geri ekki neitt annað. Þetta gengur náttúrlega upp og ofan; það er alltaf á mörkunum að þetta sé hægt. Ég er ekki dramatískur listamað- ur. I mínum myndum er enginn þungur hljómur. Frekár eitthvað sem á skylt við birtu og þögn; kyrr- lát samstilling. Þótt myndirnar séu fígúratívar á einhvern undarlegan hátt, þá vekja þær ekki ofsafengin viðbrögð." — Þú málar þannig oft mann sem situr í stól, og ert ekki með neina byltingarkennda hugmynd um þá þaulsetu? „Nei, þetta er bara form til að ganga út frá. En menn hafa alltaf áhuga á mannsfígúrunni. Fígúran sem slík vekur klassískan áhuga. Sitjandi maður, liggjandi eða krjúp- andi. Yfirleitt geri ég andlitslausar fígúrur, eða þær líta undan, svo ég eltist ekkert við svipinn. Það er bara lögunin og formið sem ég reyni að móta. Ég á erfitt mað að út- skýra það frekar — m'erkingin ligg- ur í handbragðinu." Viðtal: Einar Falur Ingólfsson — Finnst þér það vera viðhorf- ið? „Ekki bara hér. Það er mjög algengt að fólk líti á góðar ljós- myndir sem hvert annað fjölda- framleitt veggspjald. Fólki finnst oft ekki nógu mikið til ljósmynda koma til áð borga fyrir þær. Ég númera allar mínar myndir og það gerir þær verðmætari og þá er ekki hægt að fjölfalda þær enda- laust." Birgitta segist oft vera spurð að því hvort hún ætli að koma heim að námi loknu og opnastofu: „Það er mikill munur á iðnaðarljós- myndun og ljósmyndun þar sem einhver sköpun er í gangi. Ég hefði farið í Iðnskólann ef ég hefði ætlað að opna stofu. En annars finnst mér gaman að taka allskon- ar myndir: portrett, landslags- myndir, myndir af margskonar dótaríi sem enginn hirðir um, og bara öllu því sem einhver karakter er í." -efi EG TREYSTILJOÐINU FULLKOMLEGA - segir Þorvaróur Hjálmarsson rithöfundur Utjaðrar ogjneginlönd, nefnist ný bók eftir Þorvarð Hjálmarsson rithöfund. í bókinni eru Ijóð, frumort og þýdd, og greinar; efnið tengist Sovétríkjunum og ferð höfundarins þangað fyrir tveimur árum. Þorvarður hefur áður sent frá sér tvær bækur; Hellinn, 1986, og Háska og skuld, 1989. Iöllum bókunum eru ákveðin þemu", segir Þorvarður. „Mest ber á Rússlandi í nýju bók- inni, en þar verða mörg stef að einu. Þar er ég mikið að velta fyr- ir mér hlutverki skáldskaparins, skáldskapnum sjálfum, og einnig sambandi hans við lífið. I ljóðum og greinum er fjallað um útjaðra- fólk, fólk sem þjáist, en ber samt lífið og sannleikann í sér. Hin opin- bera samfélagsskýring, eins og við þekkjum þaðan austanfrá, var röng og útjaðrarnir í samfélaginu og list- inni verða að lokum að meginlönd- um. Þetta er meginþemað, og birt- ist einnig í þýddum ljóðum eftir portúgalann Fernando Pessoa og finnsku skáldkonuna Edit Söder- gran." I öllum bókum sínum fléttar Þorvarður saman greinum, ljóðum og sögum og segist stefna að því að hafa hverja bók sem heildstæð- asta. í Hellinum er illskan meginef- nið, og í Háska og skuld er það frekar óttinn: „Sumt fer betur í ljóði og annað á betur heima í prósaverki; en allt lýtur þó sömu meginhugsuninni." — Þú vísar mikið til verka ann- arra rithöfunda og ert þannig í ákveðnum samræðum við bók- menntir fyrr og nú. „Já, skáldskapurinn er órofa heild, sem heldur sífellt áfram. Hver einstakur höfundur er alltaf í samræðu við aðra höfunda, og í samfélagi við aðra listamenn. Þetta er samræða við hið liðna, núið og framtíðina. Þessvegna hef ég líka oft tilvísanir með ljóðunum, til að benda á þennan arf. Þetta er ekki bara einhver skáldskapur án for- sögu, sem sprettur fram í dag." — Þú hlýtur að lesa mikið. „Já, ég les mikið af skáldskap. Hef gert það undanfarin ár, og allt frá unglingsaldri. Hef lesið mikið af erlendum höfundum, og sér í lagi evrópskar bókmenntir, fornar og nýjar. Ég hef farið langt aftur í aldir að leita; í trúarrit og annað slíkt. Bæði les ég mér til gleði, og svo er maður alltaf að viða að sér efni fyrir hugsunina; reyna að sjá samræmi í hugsun- inni. Það er mjög mikilvægt fyrir rithöfunda að búa að mikilli þekk- ingu, og ekki síst á því sem er búið að gera." Bókin Útjaðrar og meginlönd er að meginhluta til sprottin af heim- sókn Þorvarðar til Leníngrad sumarið 1989. Hann fjallar um nokkur skáld í textum sínum; heim- sækir til dæmis hús Dostojevskís, segir frá síðustu för Osips Mand- elstamms og eitt ljóð nefnist Boris Pasternat. Litfagrir steinar á himni huldir pauð vindsins skekur hveija gætt, skelfing rís úr djúpi nætur frosinn niður vatnsins stjarfur doði gljúfranna, svefnstola augu skáldsins. m Heyrnin og höfginn víðáttan er ein og heil, vængir fuglsins staka, slá hana efa og grun. í huga mannsins ríkir nóttin kalda hin nóttin syngur í skóginum. 1935 Utan Ijóðsins er engin veröld, afmáð andlit á glugga. Þorvarður segir að sér þyki Edit Södergran mjög merkilegt skáld, en hann yrkir ljóð um hana og þýðir þrjú Ijóða hennar. „Að mínu mati er líka annað skáld sem sagt er frá í bókinni, hin rússneska Marína Tsvetajeva, eitt af merki- legustu skáldum aldarinnar; sterkt skáld og mjög frumleg. Vitaskuld eru skáldin miklu fleiri sem hafa haft áhrif á mig, og þau komast ekki öll fyrir í þessari bók, en les- endur rekast á sum þeirra í fyrri bókunum. Ég er mikill aðdáandi Shakespeares, Rilke er líka í uppá- haldi, sem og Beckett og Boiges. I ljóðum votta ég þeim mönnum virðingu sem ég tel að eigi það skilið." — Þú vísar ekki eins í íslenskar bókmenntir? „Þær eru frekar ofnar samanvið. Sjást því ekki eins vel og hinar, en vissulega hrífst ég af verkum margra íslenskra höfunda." Höfundaútgáfan gefur bók Þor- varðar út, og segir hann að það sé félagsskapur sem stefnir að því að gefa höfundum tækifæri, sem ekki gefast hjá hinum stóru útgáfu- fyrirtækjum. „Það hefur vantað svona útgáfufélag sem einbeitir sér að höfundum sem af einhverjum sðkum hafa ekki fengið inni ann- arsstaðar, eða hafa ekki áhuga á að leita til stóru forlaganna. Það er betra að menn sameinist, heldur en þeir pukrist við að gefa út hver í sínu horni. Stóru útgáfufyrirtækin eru farin að ráða mati á skáldskap hér á íslandi, og það er mjög hættuleg þróun. Þannig er það hinn opinberi skáldskapur sem er styrktur og haldið fram; verkum höfunda sem eru á mála hjá örfáum útgáfum. Að lokum kemur þetta niður á menningunni." — Ertu með nýtt verk í smíðum þessa dagana? „í þrjú ár hef ég unnið að stórri, heimspekilegri skáldsögu. Enn á ég nokkuð langt í land, en sagan er mjög ólík því sem aðrir eru að fást við hér." — Hvað áttu við með að hún sé heimspekileg? „Ja, að vissu leyti getum við sagt að prósaverkin í bókum mín- um séu einhverskonar ástundun á heimspeki, og skáldsagan getur verið eitthvað í líkingu við það. Að vissu leyti er skáldskapur alltaf að vissu leyti ástundun heimspeki fyr- ir skáldið sjálft, og þá einnig fyrir þá sem lesa. Því skáldskapur lifir ekki nema viðtakandinn taki við. Hann á helst að yrkja sjálfur inn í ljóðið. Ég er ekki hrifinn af skáld- skap þar sem svörin eru gefin fyrir- fram. Ég hef hrifist hvað mest af þeim ljóðum sem ég hef þurft að leggja mest á mig við að komast inn í. Ljóð þarf að vera heill heim- ur sem lesandinn gengur inn í. Ljóðlist er samofin úr skynjun, tilfínningu og hugsun, og ég tel að þetta þrennt þurfi að fara sam- an til að ljóð lifi. Með Ijóðinu er hægt _að segja allt sem skiptir máli. Ég treysti ljóðinu fullkom- lega. Ljóðið er ákaflega stór og mikilsverður þáttur í menningunni, og jafnvel þótt það eigi undir högg að sækja í augnablikinu, þá er gildi þess mjög mikið." -efi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.