Morgunblaðið - 29.09.1991, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.09.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAR 3öi«ÍUöAfllRrS9..SEPTEMBER 1991 4 C f'3 Slagregnsskápurinn hjá Rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins. í honum er hægt að mæla margs konar álag sem gler og gluggar á íslandi verða að standast. í slagregnsskáp má mæla styrk, vindþéttleika og regnþéttleika. Skáp- urinn er smíðaður úr málmplötum sem soðnar eru saman í loftþéttan kassa á grind úr stálprófílum. í skápnum er sleði sem mótor keyrir upp og niður fyrir framan próf- stykki. í þennan sleða eru leiddar margar loftslöngur og vatn. Þannig má vélrænt skapa slagregnsálag með mismiklu stillanlegu yfirálagi í skápnum. Utan dyra eru öflugur blásari og mótor sem skapa álagið. Auk mælingar á slagregnsþétt- leika og loftþéttleika má einnig mæla svignun bæði glers og glugga- pósta við vaxandi álag í skápnum. Tvö rannsóknaverkefni Rb að und- anförnu eru varðandi glugga. Annað er þróun glugga- og hurðafram- leiðslu sem unnið er í samvinnu við Félag glugga- og hruðaframleiðenda og Iðntæknistofnun. Hitt er gleijaðir gluggar og er í samstarfi við IGH og framleiðendur einangrunarglers sem hafa myndað samtökin Samband íslenskra húshlutaframleiðenda, SÍH og Iðntæknistofnun. Þessi verkefni tengjast hvort öðru og er markmið síðarnefnda verkefn- isins að framleiddir verði gleijaðir gluggar sem settir verði í eftirá. Þannig verði til vænlegur valkostur miðað við þá hefð að setja glugga í steypumót. Kostir þess eru margir, m.a. að gluggarnir ættu að komast óskemmdir í húsið þegar allri gróf- vinnu er lokið. ■-*sászss!!:&ssiasa8i8E§ás&áÞSgæs)38téaaa/aK>G3Ba^ TVOFOLD LIMING - MARGFÖLD ENDING! % GLERBORG HE DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 Verktakar - húsbyggjendur - húseigendur Aratuga reynsla okkar og þekking kemurykkurtil góða í nýsmíði og endurnýjun. Gerum föst verðtilboð. Fáið faglega ráðgjöf hjá sölumönnum okkar á söluskrifstofu v/Reykjanesbraut íHafnarfirði. RAMMI við Reykianesbraut í Hafnarfirði - Sími 54444 ——---------------------------- -rmnmntt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.