Morgunblaðið - 29.09.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.09.1991, Qupperneq 8
8 €. GENERAL ELECTRIC S I L I K 0 N GE Sllpruf silikon er einþátta sýrulaust þéttiefni til notkunar við byggingaframkvæmdir, glerjun og fleira. Þolir vel veðrun, útf jólubláa geisla og hitabreytingar Togþol +/- 50 % FÆST í FLESTUM BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM GE SILIKON, ÞÉTTING TIL FRAMBÚÐAR I —1 MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAIt^UíMmÁGUR ^ SEPTE'MBER 1991 Börkur hf. á Akureyri: Betrí meðferð og meiri ending glugga sem settir eru í eltirá l \ TRÉSMIÐJAN Börkur hf. á Akureyri er eini glugga- og hurða- framleiðandinn á Akureyri og selur framleiðslu sína í bæinn, um Norðurland og reyndar nú orðið að mestu leyti til Suðvestur- hornsins. Börkur hefur aðsetur í 510 fermetra eigin húsnæði við Frostagötu „úti í Þorpi“ eins og þeir segja Akureyringar. Þar starfa 8 manns frá 7.30 að morgni til 5 síðdegis við smíði hurða og þó í meira mæli glugga. Alexander Benediktsson fram- kvæmdastjóri og Ingimar Karlsson verkstjóri fræða blaðamann Mbl. um starfsemina en þeir eru eigendur ásamt Snorra Bergs- syni, Hilmari Baldvinssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Yið keyptum Börk í árslok 1985 en fyrirtækið hafði starfað allt frá árinu 1973?? og var þá alhliða byggingafyrir- tæki. Síðar var farið út í meiri sér- hæfingu óg þegar við tókum við því var glugga- og hurðasmíðin aðalverkefni þess. Nóg að gera Þeir félagar segja verkefni næg um þessar mundir og svo hafi verið allt árið og þeir hafi jafnvel þurft að neita verkefnum. Mismikið er þó að gera eftir árstímum, minnst fyrstu mánuði ársins en mest á sumrin og fram undir áramót. -Af- greiðslufrestur núna er nærri tveir mánuðir og hefur eiginlega ekki verið mikið styttri en mánuður allt árið. Meðan svo er sofum við róleg- ir en við færum að ókyrrast ef við sæjum ekki fram á verkéfni lengur en viku fram í tímann. Veltuaukn- ingin fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma og í fyrra er vel yfir 30%. Sem þýðir ekki síst aukið magn en ekki bara verðlagshækkun? -Já, þetta er að miklu leyti magn- aukning og því hefur okkur tekist að ná með ýmislegri hagræðingu og örlítið lengri vinnutíma. Annars þýðir ekki að reka svona fyrirtæki á yfirvinnu. Samkeppnin er slík að þau bera ekki kostnað við nætur- vinnu og þá sjaldan að við erum orðnir eftir á og þurfum að vinna aukavinnu til að standa áætlun tök- um við eigendurnir skorpu og vinn- um það á dagvinnutíma. Vélakaup í athugun Um þessar mundir er verið að kanna kaup á nýrri vél til glugga- framleiðslunnar. Erþað m.a. í fram- haldi af úttekt sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og endurskoðendur voru fengin til að gera á fyrirtæk- inu þar sem athugaður var vélakost- ur, skipulag og framtíðarstefna þess. -Þetta er eiginlega alhliða gluggaframleiðsluvél sem við sáum Þorsteinn Benjamínsson hjá Trésmiöjunni Borg: Ekki spuming um hvort aðferðin breiðist út heldur hvenær AÐ MÍNU viti er þetta ekki spurning um hvort aðferðin breiðist út heldur hvenær og það gerist aðeins með hugarf- arsbreytingu hjá uppsláttaraðilum og öðrum sem standa fyrir byggingum, segir Þorsteinn Benjamínsson hjá Tré- smiðjunni Borg í Borgarnesi. * tta manns starfa þar við glugga- og hurðafram- leiðslu en 25 manns í allt hjá fyrirtækinu sem annast alhliða byggingastarfsemi. Framleiðslan er seld á höfuð- borgarsvæðinu og Reykjanesi og segir Þorsteinn að markaðs- svæðið hafi náð frá Breiðdalsvík til ísafjarðar. Ég held að um leið og farið verður að kynna þessa nýju að- ferð sjái menn strax að það er iangtum betra að setja glugga- na í eftirá og þá er ég viss um að menn vilja taka sig á og koma þessum breytingum í gagnið almennt í bygginga- starfsemi, segir Þorsteinn Benj- amínsson ennfremur. Trésmiðjan Borg hefur verið þátttakandi í verkefninu um fullbúna glugga frá upph^ifi og hefur farið fram ákveðin endur- skipulagning hjá fyrirtækinu í því sambandi. Við keyptum vél til að gagn- veija timbrið, það er nú fúavar- ið undir þrýstingi og rakatæki því við verðum að halda ákveðnu rakastigi hér innanhúss til að efnismeðferðin verði eins og best verður á kosið. Við kaupum efnið með ákveðnum gæða- merkjum og fyrir afhendingu er athugað að rakastigið sé rétt. Efnismeðferðin verður öll betri með þessu móti. Alls eru þessar fjárfestingar okkar upp á rúmar tvær milljón- ir króna. Jafnframt hefur mann- skapurinn verið þjálfaður og mönnum kennt að tileinka sér ný vinnubrögð og ég er þeirrar skoðunar að við eigum að gera sem mest af því í byggingariðn- aði okkar að fullvinna hlutina inni á verkstæðisgólfi og það á sérstaklega við um gluggana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.