Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 1
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 BLAÐ
EINAR HÁ-
KONARSON
OPNAR
EINKASÝN-
INGU Á
KJARVALS-
STÖÐUM
Myndljóð
um ísland
Einar Hákonarson myndlistarmaður er löngu
landskunnur fyrir myndlist sína og störf að málefn-
um myndlistarmanna á margvíslegum vettvangi.
Einar opnar stóra einkasýningu á Kjarvalsstöðum
í dag þar sem hann sýnir nær 80 myndir, málaðar
á síðustu fjórum árum. Einar hefur ekki sýnt mál-
verk hér heima í nærfellt fjögur ár en á undanförn-
um tveimur árum hefur hann haldið fimm einkasýn-
ingar í Svíþjóð þar sem hann hefur stundað kennslu
og myndsköpun jöfnum höndum.
Það verður alltaf visst uppgjör þegar maður
heldur sýningu,” segir Einar. „Þessar mynd-
ir eru málaðar á undanfömum fjórum ámm,
flestar síðastliðin tvö ár, sem hafa verið
mikið breytingaskeið í myndlistinni hjá mér.
Lengst af hef ég verið það sem kallað er
fígúratívur málari en 1989 fór ég til Svíþjóðar til tveggja
ára dvalar og við þann flutning er eins og ég hafí fjar-
lægst fígúmna. Það er svo spuming hvort þetta er varan-
leg breyting.”
„Restar myndimar á þessari sýningu em upplifun á
landslagi. íslenskt landslag að mestum hluta en þó em
hér nokkrar myndir af sænskum skógi. Fyrir mig sem
íslending er skógur afskaplega dulúðugt og dramatískt
fyrirbæri. Maður er vanur víðáttunni og fær hálfgerða
innilokunarkennd í útlendum skógi. Skógarmyndimar
em túlkun mín á upplifuninni á dulúðinni þegar fer að
skyggja í skóginum.”
Einar hefur þó greinilega haft sterkari tilfinningar
til íslands en til sænsks skógat og fundið fyrir tauginni
römmu eins og svo margur á undan honum.
„Meginhluti þessarar sýningar er eins konar myndljóð
um Island. Mér þótti sérstaklega vænt um það á einni
sýningunni sem ég hélt í Svíþjóð að til mín kom íslensk
stúlka og sagðist fá sömu tilfinningu frammi fyrir mynd-
unum mínum og þegar hún kæmi heim til Islands og
væri nýlent r Keflavík. Þetta er ein besta krítík sem ég
fengið.!”
Einar bjó í Gautaborg og samhliða því að mála hefur
hann sinnt kennslu í málaradeild við listaskóla þar í
borg. „Ég tók við málaradeildinni í skólanum af merkum
sænskum málara, Carl-Erik Hammarén sem var draga
sig í hlé frá kennslu og vann að undirbúningi mikillar
yfírlitssýningar á myndlistarferli sínum.” Seinna árið
tók Einar einnig við grafíkdeild skólans og hann segist
munu halda tengslum við skólann áfram með því að
kenna þar á stuttum námskeiðum en er engu að síður
alkominn heim.
„Tilfínningin fyrir landinu skerpist óneitanlega við
dvöl erlendis enda er það staðreynd að fegurstu ættjarð-
arljóðin íslensku eru ort á erlendri grund. Ég þjáðist
reyndar ekki af heimþrá en landslagið íslenska leitaði
sterkt á mig. Formrænt séð leystust myndirnar meira
upp en áður hefur verið. Það má kannski segja að ég
sé að komast í hring í myndlist minni án þess þó að
vera kominn aftur að upphafínu, en ég byijaði sem
konseptmálari, fór út í fígúratívt málverk og er að fjar-
lægjast það aftur. Þetta er leikur með mjúk og hörð
form - leikur að andstæðum í forminu.”
Landslag Einars er þó ekki þekkjanlegt, þetta er innra
landslag, upplifun á landslagi en ekki fjöllin og þúfurn-
ar endurskapaðar á strigann.
„Þrátt fyrir þessi landslagsáhrif er öll mín myndlist
skáldskapur. Þetta eru ekki náttúrlýsingar í beinni
merkingu þess orðs heldur lýsing á upplifuninni á því
ævintýri sem felst í að búa til mynd. Málverk er tilraun
manns til að koma einhverri reglu á þá tilfinningaóreiðu
sem þetta sprettur úr. Reynsluheimur málarans liggur
til grundvallar hverju málverki^á sama hátt og reynslu-
heimur áhorfandans verður til þess hvort honum líkar
vel eða illa við tiltekna mynd.”
-Þú ferð burt frá Islandi og málar myndljóð um Is-
land. Er ekki hægt að losna?
„Manneskjan er einsog jurt og tekur mið af um-
hverfí sínu og þeim jarðvegi sem hún er sprottin úr.
( SJÁ NÆSTU SÍÐU )