Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Hversu sterk er taugin sem tengir okkur við fortíðina? Eru börnin okkar í dag jafn handgengin þjóð- sögunum og íslensk börn voru fyrir 50 eða 100 árum? Þjóðsagnaútgáfur Jóns Árnasonar á 19. öldinni og allur sá fjöldi af þjóðsagnasöfnum sem fylgdi í kjölfarið fram á miðja þessa öld urðu kannski til þess að íslenskar þjóðsögur voru almennt kunnari kynslóðum 20. aldarinnar en forfeðrunum. Gróskan í þjóðsag- naútgáfunni gerði sögurnar a.m.k. aðgengilegri. En börnin í dag hafa meiri áhuga á annars konar þjóð- sögum, alþjóðlegri, útvatnaðri, sneyddum þjóðlegum sérkennum. Án arfsins margumtalaða. Spurn- ing hverjum rennur blóðið til skyld- unnar að halda þjóðlegum merkjum á lofti. Minna á nestið og nýju skóna, tröllin í fjöllunum, karl og kerlingu í kotinu, dæturnar þrjár, strákinn og Búkollu. Já, Búkollu. Auðvitað, hver önnur? Sveinn Ein- arsson á heiðurinn af leikritinu um Búkollu og Þjóðleikhúsið heiðurinn af að taka það til sýninga. Og börn- in njóta afrakstursins. Hvernig datt þér í hug að skrifa bamaleikrit? „Ég hef þá grundvallar- skoðun að það sé ekkert ófínna að skrifa fyrir börn heldur en fullorðna. Á hinn bóginn skrifar maður ekki af ásetningi, verk bara fæð- ast. Og fyrir börn á ekki að skrifa af minni alvöru en fyrir aðra. Ég hef áður skrifað fyrir börn, sögu sem hét Gabríella í Portúgal og hún átti sér engan aðdraganda annan en að heimta að verða til. Þessi saga var síðan gef- in út með forkunnargóðum mynd- skreytingum eftir Baltasar.” - Og varð Búkolla á vegi þínum fyrir tilviljun eða var þar ákveðin hugs- un að baki? „Ég skal viðurkenna það, þó að maður skrifi aldrei af ásetningi, skáld- skapur verður aldrei til með vilja einum saman. Ef þetta er þá skáldskapur. En á bakvið skáldverk er oft meðvituð hugsun sem sækir í ákveðna átt. Hvað Búkollu varðar þá er hægt að segja eftirá, þegar maður fer að greina þetta vitsmunalega, að það er kannski ekki tilviljun að ég valdi mér þjóðsögu að efnivið í leikrit. í fyrsta lagi er ég alinn upp við þjóðsögur, faðir minn hélt þeim að mér og ég innbyrti þær með súrmjólkinni og hafragrautnum sem krakki. Þessi Búkollusaga sem ég legg útfrá er ekki þekktasta sag- an. Ég hef verið spurður að því hvers vegna strákurinn sé ekki aðalpersón- an. Því er til að svara að faðir minn gaf út úrval íslenskra þjóðsagna 1943-44 og þar er hann með þessar tvær þekktustu gerðir af Búkollusög- unni. Þannig að fyrir mér hefur aldrei önnur verið réttari en hin. Sagan um stráksa er ákaflega heilleg og tær, eiginlega fullkomin sem lítil þjóðsaga, sagan um dætumar í Garðshorni er fjölbreytilegri og fleiri en ég hafa sótt í hana því Þorsteinn frá Hamri skrif- aði merka sögu útfrá henni. Hún býð- ur upp á miklu fleiri dramatíska kosti á leiksviði. Hún hleypir hugarfluginu meira af stað. Mér fannst hún réttari til að halda að krökkum í dag.” Sú gerð sögunnar sem lögð er til grundvallar segir af karli og kerlingu í koti sínu og þremur dætrum, Sig- ríði, Signýju og Helgu. Og auðvitað Búkollu sem hverfur í upphafi sögunn- ar. Uppáhaldsdæturnar Ása og Signý, eins og þær heita í leikritinu, eru sendar af stað hvor á eftir annarri til að leita Búkollu en þær hverfa spor- laust og loks er Helga send af stað þó karli og kerlingu fínnist ólíklegt Sveinn Einarsson að slíkt örverpi nái árangri úr því heimasæturnar tvær hafa ekki skilað sér. En þeim þykir þá líka bættur skaðinn þó Helga hverfi líka. Við fylgj- um henni á leið hennar og komum í helli skessunnar Fjalladrottningar þar sem Búkolla er fangin og síðan með hjálp Dordinguls, ófétis í mannsmynd, tekst Helgu að sigrast á þrautum þremur sem Fjalladrottning leggur fyrir hana og einnig kemur Dala- drottning, önnur skessa og öllu verri viðureignar við sögu. Dordingull reyn- ist prins í álögum og með alkunnri hjálp Búkollu tekst þeim að komast heim í kotið aftur og vitaskuld koma Ása og Signý í leitimar líka, heldur auðmjúkari eftir óþægilega reynslu af álögum og fjallavillum. Leikritið er þannig ekki blanda af tuttugu þjóðsögum eins og sumir halda, ég sæki mikið í sjálfa söguna og er henni trúr í grundvallaratriðum en ég hleyo náttúrlega útundan mér og hagræði og breyti eftir því sem ég held að fari vel á sviði. Það leynist líka sú löngun á bakvið þetta að við þurfum að eiga eitt íslenskt ævintýra- leikrit byggt á klassískri þjóðsögu. Annars vegar er reynt af trúmennsku að viðhalda áfram andblæ sögunnar, tærleikanum sem er í þjóðsögunum, og hins vegar var kannað með aðferð- um leiksviðsins hvort innihald sagn- anna héldi ekki sínu gildi fyrir nútím- ann. Ég nefndi áðan að þessi gerð sögunnar sem ég valdi gæfí ímyndun- araflinu betur undir fótinn og það finnst mér mjög mikilvægt. Þjóðsagan er að mörgu leyti hugmyndaspegill mannfólksins, ekki síst hefur hún ver- ið það hér á íslandi og ég held að við höfum ekki lagt næga rækt við næm- leika og ímyndunarafl bamanna okk- ar. Hvort það tekst í þessu leikriti er svo annarra að dæma um. Fyrir nokkr- um ámm átti allt leikhús að hafa ein- hver boðskap, pólitískan ef ekki vildi betur, og þá kom upp kjörorðið Burt með prinsessurnar og prinsana. Þetta held ég að hafí ekki verið góð Ella. Ég held að önnur Ella sé betri. Mér finnst svo margt merkilegt við íslensku þjóðsögurnar og menningar- arf okkar íslendinga að ég má ekki til þess hugsa að mín kynslóð glutri því niður og skili ekki arfinum áfram til næstu kynslóðar. Mér fínnst þetta Ijúf og sjálfsögð skylda okkar. Þjóð- sögurnar okkar búa líka yfír miklu meiri hlýju og mannlegri reynslu held- ur en margt af því sem haldið er að bömum á markaðstorgunum í dag.” - En af hveiju Búkollu fremur en einhveija aðra þjóðsögu? „Búkollusögurnar er einhveijar bestu sögur sem ég þekki. Þær eru mjög gott dæmi um góðar íslenskar þjóðsögur sem allar kynslóðir fram að þessu hafa kynnst og gert að sínum. Svo hef ég mestu mætur á kúm. Ég held að þær séu oft vanmetnar og séu stórum þroskaðri og viturri en mann- skepnan full af streitu gerir ráð fyrir.” - Kýmar virðast njóta talsverðrar virðingar í þjóðsögum? „Þær gera það og Búkolla er ráð- snjallari en kóngar, prinsar og karls- dætur. Svo ég vildi gjarnan koma ís- lensku kúnni á þann bás sem hún á skilið!” Ein persóna leikritsins sem ekki hefur verið nefnd hér en börnunum sem séð hafa sýninguna þykir án efa ómissandi er sögumaðurinn, Stráksi. Hann er hugarfóstur Sveins og vel til fundinn, því hann leiðir söguna áfram og tengir saman ævintýrið og börnin í salnum. „Stráksi er eiginlega lausn mín á vissum vanda sem mér hefur fundist sum íslensk barnaleikrit eiga við að etja. Vandinn er fólginn í því hvernig sagan er sögð á leiksviðinu. Það hafa að vísu verið gerð nokkur ágæt barna- leikrit byggð á íslenskum þjóðsögum, ég get nefnt sem dæmi Grámann í Garðshorni eftir Stefán Jónsson og Einu sinni á jólanótt byggt á kvæðum Jóhannesar úr Kötlum. Það var Guðrún Ásmundsdóttir sem átti mestan heiður- inn af þeirri sýningu. Þessi tvö verk eru reyndar það góð að full ástæða er til að taka þau til sýninga aftur. Fleiri ágætar sýningar mætti nefna en engu að síður er eins og það orð hafi komist á að það færi saman að taka gamalt efni og vera gamaldags. Þetta er eins og hver önnur bábilja. Eigum við ekki að segja að Stráksi og hans tilraunir til að ræða við áhorfendur og virkja þá sé unnið með þá hugsun að baki að barnaleikrit sé ekki endilega þeim mun betra sem börnin eru prúð- ari og haldi sér meira saman. Miklu frekar að virkja þátttöku þeirra og láta þau ófeimin taka þátt í leiknum og jafnvel mynda sér skoðanir sem þau ræða við Stráksa. Þama er meðvitað unnið af minni hálfu í þá veru að börn- in upplifa leiksýninguna á tvo vegu samtímis. Annars vegar ævintýrið sjálft og hins vegar að það er saga sögð af Stráksa. Hann segist aðeins mega segja Söguna og ekki blanda sér í hana. En í rauninni getur hann ekki á sér setið þegar þar að kemur og leik- ritið ætlast til hins sama af börnunum, að þau horfi ekki hlutlausum augum á þann siðaboðskap sem sagan flytur ■og þau blandi sér í hana," - Hann tengir líka tvenna tíma er það ekki? Þjóðsagnatímann og nútím- ann? „Jú, hann er bara strákur í dag og er jafnmikill fulltrúi þeirra sem sitja í salnum og persónanna í leiknum. Hann hjálpar líka yngstu börnunum sem gætu annars orðið dálítið smeyk ef ekki væri þessi umgjörð um leikrit- ið að Stráksi er bara að segja þeim þessa sögu.” - Textinn sjálfur er skemmtileg blanda af kjarnyrtu orðfæri og nútíma- máli. Kennsla og skemmtun í bland, eða hvað? SVEINN EINARS- SON RÆÐ- IR UM ÞJÓÐSÖG- URNAR OG LEIKRIT SITT UM BÚKOLLU Hlýja og mannleg reynsla MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 B 5 „Ég reyni að vera svolítið trúr klass- ísku orðfæri sögunnar án þess að fyrna mál mitt, því auðvitað er verið að leika fyrir börn dagsins í dag. Það koma að vísu fyrir orð sem krakkarnir verða að spyija hvað þýði en ég held að þau hafí bara gott af því læra nokkur ný orð. Ég gat svo ekki á mér setið með nokkur stílbrot í textanum þar sem Signý kvartar yfir landbúnaðarafurð- unum í nestinu sínu og þess háttar. Svo langaði mig að skrifa þakklát hlutverk og ég er mjög ánægður með frammistöðu leikaranna. Mér finnst þau hafa tekið þessu leikriti mínu ákaflega vel og gert að sínu. Mér finnst það satt að segja mjög gaman því þegar þau lásu það fyrst vissu þau ekki hver var höfundurinn. En þau tóku þessu strax af mjög jákvæðum hug og leikgleði.” - Skessurnar tvær, Fjalladrottingin og Daladrottningin, eru dálítið sér- stakar. Þær eru býsna mannlegar af íslenskum þjóðsagnatröllum að vera. „Já, sérstaklega er Fjalladrottningin búin að tileinka sér mannlega eigin- leika. Daladrottningin er öllu grimm- ari en samt er það rétt að þetta eru ^ekki beinlínis vondar skessur. Það eru í leikritinu nokkrir þræðir sem ekki eru raktir skilmerkilega til enda af ráðnum hug og skessurnar tvær eru einn þeirra. Þarna á bakvið leynist sú hugmynd að skessurnar séu fulltrúar fyrir eins konar sálnaflakk dæmisög- unnar. Með öðrum orðum þá eru þær kannski þegar allt kemur til alls Ása og Signý í álögum, þeim hefnist svona fyrir hofmóðinn. Þessi hugsun er ekki útfærð en er haldið opinni með því að Ása og Signý sjást aldrei þegar skess- urnar eru á sviðinu. Við skulum segja að áhorfendum sé boðið upp á þessa hugmynd ef þeir ná í skottið á henni. Þannig þurfa Ása og Signý að taka út sína refsingu fyrir að koma svona illa fram við systur sína Helgu. Sagan sér um að kenna þeim lexíu. Helga finnst mér svo alveg indæl stelpa. Heilbrigð, hressileg og jákvæð og alveg laus við væmni. Fólki finnst svoleiðis persópur oft litlausar á leik- sviði en það finnst mér ekki. Hún er eins og ég vil hafa heilbrigða og ferska stúlku. Og Sigrún Waage leikur hana einmitt svo ljómandi vel að Helga verð- ur það jákvæða afl sem sagan þarf á að halda.” Stíllinn á leikritinu bendir einnig á þá átt að hér sé verið að leika ævin- týri en ekki sé um raunverulega endur- sköpun á einhveijum veruleika fyrri tíma að ræða. Eins konar „ævintýri geta alltaf gerst en hafa aldrei gerst” stfll. „Ég læt raunsæið lönd og leið og reyni að ná fram skáldskap í verkinu með rytmískum aðferðum fremur en veruleikalíkingum. Eitt mest heillandi einkennið á okkar þjóðkvæðum er ein- mitt hrynjandin. Þar er byggt á endur- tekningum og ég er ekkert hræddur við endurtekningar og nota þær mark- visst til að fá fram viss stíleinkenni í textanum. En flestar þær vangaveltur um leikritið sem ég hef sett fram í þessu samtali eru tilkomnar eftirá. Ég hafði óskaplega gaman af að skrifa þetta leikrit og mér fannst það nánast eins og hvíld frá daglegum störfum að setjast að því og hitta persónurnar fyrir á nýjan leik. Sumir kaflar þess komu í gusum og ég mátti hafa mig allan við að koma þeim niður á blaðið. Vangaveltur um boðskap og tilgang verða til eftirá þegar hægt er að skoða verkið úr nokkurri fjarlægð. Mig lang- aði fyrst og fremst til að skrifa leikrit um Búkollu sem ég og vonandi fleiri hefðu gaman af. Og ég er auðvitað himinlifandi með móttökurnar.” Viðtal: Hávar Sigurjónsson KÆRA JELENA Á LITLA SVIÐI ÞJÓÐLEIKHÚSSINS [ KVÖLD - NOKKR- IR UNGL- INGAR FYLGDUST MEÐ ÆF- INGUOG SEGJA FRÁ HUGMYND- UM SÍNUM UM LEIK- HÚSIÐ Morgunblaðið/Horkell Ungt fólk ætti að fara iniklu oftar í leikhús, segja Guðrún Sjöfn, Elín Ósk, Sigfús, Sírnir og Kolbeinn. Eins og að sjá skemmtilega bíómynd Halldóra Björnsdóttir, Baltasar Kormákur og Ing-var E.Sigurðs- son í hlutverkum sínum í Kæra Jelena. Unglingarnir sem voru við- staddir æfingu á Litla sviði Þjóðleikhússins fyrr í vikunni voru hrifnir, þeir töluðu um skemmtilegt leikrit, og ekki síð- ur um náin tengsl við sýninguna þegar leikið er á svo litlu sviði og nærri áhorfendum. Leikritið sem þau sáu er frumsýnt í kvöld, það nefnist Kæra Jelena, og höfundurinn, Ljúdmíla Raz- úmovskaja, er rússneskur. Leik- ritið var skrifað 1980, var fljót- lega bannað, en komst aftur í náðina með perestrojkunni árið 1986. Síðan hefur Kæra Jelena verið sýnt víða um Sovétríkin, og einnig á Vesturlöndum og vekur alls staðar mikla athygli. Kæra Jelena gerist á afmælis- degi Jelenu, sem er kennari í framhaldsskóla. Nokkrir nemendur hennar koma í heimsókn, að því er virðist, til að óska henni til hamingju. Fljótlega kemur þó í ljós að erind- ið er allt annað. Leikritið er spenn- andi og áleitið, og spyr spurninga um siðferði og afstöðu til lífsins. Anna Kristín Arngrímsdóttir leik- ur Jelenu, en nemendurnir eru leiknir af Baltasar Kormáki, Hall- dóru Bjömsdóttur, Hilmari Jóns- syni og Ingvari É. Sigurðssyni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, Messíana Tómasdóttir gerir leik- mynd og búninga, og Ásmundur Karlsson annast lýsingu. Kæra Jelena er fyrsta leikritið af fjórum á efnisskrá Þjóðleik- hússins í vetur, sem er á sérstöku áskriftarkorti fyrir ungt fólk. Því bauð leikhúsið nokkrum ungling- um úr framhaldsskólum að fylgj- ast með æfingum; til að kynnast viðbrögðum þeirra og skoðunum um sýninguna, og sitthvað annað sem tengist leikhúsinu. Eftir æf- inguna var rætt við nokkra áhorf- endur, þau Sírni H. Einarsson og Sigfús Kristjánsson úr Mennta- skólanum í Reykjavík, Guðrúnu Sjöfn Axelsdóttur og Elínu Ósk Sigurðardóttur úr Flensborgar- skóla, og Kolbein Stefánsson úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þau segjast ekki fara oft í leik- hús; einn fer kannski á svona fjór- ar sýningar og aðrir fara einu sinni eða tvisvar á ári, og jafnvel aldr- ei. Það eru gjarnan söngleikir, unglingaleikrit eða skólasýningar sem þau hafa séð upp á síðkastið. Helst fara þau með vinum, ekki mikið með fjölskyldum sínum og heldur ekki svo oft með hópum úr skólunum. Þá sé það nær þeim að fara í kvikmyndahús, og það gera þau allt frá tvisvar í viku til einu sinni í mánuði. „Mann langar kannski til að fara oftar í leikhús, en það er frek- ar mikið mál; ég bý til dæmis í Hafnarfirði og það er langt að fara,” segir Guðrún Sjöfn. Sigfús bætir við að það sé líka dýrt: „Maður getur farið fjórum sinnum í bíó fyrir sama pening og það kostar að sjá eitt leikrit.” Þau tala um innlifun í leikhúsi, hún sé mikil. „Þar er miklu meiri stemmning en í bíó; maður er líka miklu nær því sem er að gerast og ekki síst þegar setið er svona nærri leikurunum, eins og á Litla sviðinu, það er mjög gaman að sjá svona vel það sem er að gerast; alls staðar fyrir fram sig og útund- an sér.” Guðrún Sjöfn bætir við að hún sé um leið hrædd við að lifa sig of mikið inn í atburðarás- ina og tilfinningarnar: „Maður býst alltaf við að hinir áhorfend- urnir fari þá bara að horfa á mann,” segir hún og hlær. — Hvað viljið þið hafa í leikrit- um, eiga þau að vera fyndin eða spennandi? „Það þarf allavega að vera söguþráður. Svo athyglin haldist út sýninguna. Auðvitað er spenna góð, en það þurfa líka að koma atriði inn á milli þar sem hægt er að slaka á og brosa”, segir Sírn- ir. Kennslukonan Jelena og einn nemandanna (Anna Kristín Arngrímsdóttir og Baltasar Kormákur). Þau voru ánægð með sýning- una.„Þetta var eins og að sjá rosa góða bíómynd, og í raun verður það mikilu sannara þegar það er leikið alveg upp við mann. Þá er eins og maður sé inní atburðunum, það eina sem vantar er að maður snerti leikarana.” Elín Ósk bjóst við að hún gæti ekki lifað sig eins inn í þetta á stóru sviði. — Hvað finnst ykkur um ís- lensk leikrit? „Þau eiga það til að vera um eitthvað sem gerðist í eldgamla- daga,” svarar Kolbeinn. Sigfús segir að kannski séu íslendingar bestir í húmornum. „Annars virð- ist alltaf vera sú hætta fyrir hendi að þau fari út í öfgar, eða jafnvel einhveija geðveiki.” „Fólk verður allt í einu klikkað, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu,” bætir Kol- beinn við. — Fylgist þið með því sem er á seyði í leikhúsunum? „Ætli maður fylgist ekki með því eins og öðru. Ég lít til dæmis á gangrýni til að sjá hvort ég sjái eitthvað spennandi,” svarar Sírnir. Þau segjast lesa gagnrýni og umfjöllun blaða til að sjá um hvað leikritin eru. „Það er nauðsynlegt að fá að vita um hvað þetta er; maður þarf að fá svipaðar upplýs- ingar og eru aftan á videóspól- um,” segja þau og hlæja. — Er það þá góð umsögn sem gerir leiksýningar spennandi? „Sumir fara nú bara í leikhús á einhveiju lista- og menning- arflippi,” segir Kolbeinn, og þau tala um vissa snobbímynd sem geti fælt fólk frá því að fara. „En það spyrst út ef sýningar eru góð- ar, og það er engin spurning að ungt fólk ætti að fara miklu oftar í leikhús en það gerir.” -efi * \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.