Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
Bókaútgáfa, bæk-
ur og gagnrýni
eftir Kjartan Árnason
Bamið var spurt: Hvað gerist nú
á jólunum? Og það svaraði: Þá
fæddist jólabókin. Sætir þetta svar
nokkurri furðu? Þegar gult ljós jól-
anna er orðið að skræpóttri, flökt-
andi auglýsingu? Hún hrópar til
manns: „djörf og hispurslaus bók!”
— „raunsönri frásögn!” „bók sem
lætur engan ósnortinn!” Og rétt
áður en jólin bresta á snýst allt um
bækur; setningin „út er komin hjá
bókaútgáfunni Z bókin Q” verður
algengasta setning blaðanna, viðtöl
birtast við höfunda og aðstandend-
ur bóka, sjónvarpið rámar meirað-
segja í að til séu bókmenntir í land-
inu — en umfram allt: auglýsingar
og aftur auglýsingar. En það verður
þó hægt að opna dagblaðið sitt í
þeirri bjargföstu trú að líka í dag
verði þar fjallað um bækur, jafnvel
bókmenntir.
Leikar æsast því nær sem dregur
jólum, tívolíið kemst í fullan gang,
hringekjan geysist hring eftir hring,
rússíbaninn hendist niður snar-
brattar gervibrekkur undir ópum
og ýlum farþeganna, það vantar
ekkert nema kall með lírukassa og
apa til að fullkomna gervið. Tuttug-
asta og ijórða desember heyrist
ofurlítið „púff” og allt er búið. Eft-
ir það er almennri umræðu um
bækur og bókmenntir að heita má
lokið í landinu þartil líður að næstu
jólum.
Bókmenntagagnrýnendur eru
einsog útspýtt hundskinn eftir vert-
íðina og orka ekki að opna bók
fyrren í apríl — sem ekki kemur
að sök því bókaútgáfa liggur nær-
fellt niðri langt frameftir ári. Al-
menningur er að borga niður jóla-
vixlana og kaupir ekki bækur, út-
gefendur vita að ekkert þýðir að
gefa út bækur sem enginn hefur
efni á að kaupa — hringurinn lok-
ast og við hjökkum í sama farinu
ár eftir ár og áratug eftir áratug.
Ef gagnrýnendur eru svona lúnir
eftir vertíðina, væri þá ekki ráð að
ijölga þeini? Jú það væri ráð. En
það hefur þó harla lítið uppá sig
ef lunginn úr jólabókaflóðinu hvolf-
ist yfir síðustu þijár til fimm vikum-
ar fyrir jól. Hvað eiga 100 gagnrýn-
endur að gera þangað til? Æfa lest-
ur?
Bókaútgáfa og gagnrýni
í fyrra var aðeins eitt forlag sem
hafði áhuga á að koma bókum sín-
um nógu tímanlega út til að vænt-
anlegir kaupendur og áhugamenn
um bókmenntir hefðu tíma og næði
til að átta sig á hvaða bækur og
hverskonar þarna væru á ferð.
Þetta forlag var búið að koma sín-
um bókum á markað um 1. nóvem-
ber og famaðist vel. Önnur forlög
voru að slíta út bækur allt framund-
ir 20. desember. Og auðvitað átti
að ijalla um allar þessar bækur í
blöðunum. Enda sáu lesendur
Morgunblaðsins afleiðingamar um
miðjan desembermánuð á síðasta
ári: 10-15 bókagreinar á dag og
sjálfsagt nær 20 þegar fastar dró
að jólum. Gaman, gaman! En hver
kemst yfir að lesa þetta? Hver hef-
ur áhuga á bókmenntaumræðu sem
er einsog hrærivél í súmm ijóma:
eintómar slettur uppum alla veggi
en aldrei þeytist ijóminn?
Raunar em ýkjur að kalla svona
vinnubrögð bókmenntaumræðu.
Bókaumfjöllun sem skrifuð er í
spreng eftir snöggan lestur í gegn-
um bók verður seint að innleggi í
umræðu, jafnvel á mörkunum að
hana megi kalla gagnrýni. Þar fyr-
ir utan er slíkur æðibunugangur
hrein móðgun við höfundinn. Um
annað en umsögn verður því vart
að ræða, heldur augnabliksskoðun
gagnrýnandans.
Því hlýtur gagnrýnandi að spyija
sig: hveiju eða hveijum þjónarþetta
verklag? Bókmenntunum, höfund-
unum, lesendum, gagmýnandan-
um? Svarið er einfaldlega: nei, hér
á íslenski óhemjugangurinn ekki
við. Hann mun þvert á móti ganga
af bókmenntaumfjöllun og - um-
ræðu í dagblöðum dauðri, skilur
höfunda og lesendur eftir jafn nær
— og gagnrýnandinn, hver em hans
býti? Hann kann auðvitað að hafa
lesið góða bók en hann verður óhjá-
kvæmilega „faglega vannærður”
af því að vinna undir slíku álagi.
Eftir stendur þá aðeins eitt: bóka-
SINFÓNÍUHUÓMSVEITAR
ÍSLANDS ER HAFIN
í vetur verður boðið upp á þrjár tónleikaraðir fyrir áskrifendur, rauða, gula og græn, og hefur hver
röð sína áherslu. Við sögu koma frábærir stjórnendur, einleikarar og einsöngvarar og flutt verða fjöl
breytt verk nýrra og gamalla tónbókmennta.
Hljómsveitarstjórar
Petri Sakari MichelTabachnik Osmo Vánská Jacques Mercier Petri Sakari Hilary Davan Wetton James Loughran PállP. Pálsson Daniel bwitt * Siegfried Köhler Petri Sakari Örn Óskarsson
Einleikarar og einsongvarar
Sigrún Eðváldsdóttir Truls Mörk Tzimon Barto Marita Viitasalo Kristinn Sigmundsson Maurice Bourgue Bernharður Wilkonson Monika Abendroth Sólrún Bragadóttir ElsaWaage Guðbjöm Guðbjörnsson Viðar Gunnarsson Guðný Guðmundsdóttir Sigurður 1. Snorrason Jónas Sen Opera bbony Claudia Dallinger Márta Fábián Peter Maté
Tónskáld
Áskell Másson, Brahms,
Dvorák, Proklofieff, Strauss,
Bartók, Milhaud, Debussy,
Berlioz, Wagner, Mahler,
Tsjajkovskíj, Madetoja, Martinu,
Hummel og Stravinskij
Gershwin, Joplin, Moore,
Kodaly, Enescu, Tsjajkovskij,
Dvorák, Borodin o.fl.
Mozart, Jón Leifs, Haydn,
Beethoven, Elgar, Speight,
Sibelius, von Einem,
Páll P. Pálsson, Mendelssohn,
Gunnar Þórðarson,
Rachmaninoff, Mahler,
Madetoja, o.fl.
Sala áskriftarskírteina ferfram á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói daglega frá kl. 9-17,
sími 622255. Þarliggurjafnframt frammi ítarleg
efnisskrá vetrarins.
Verið velkomin í hóp áskrifenda og njótið góðrar
tónlistar með okkur í vetur.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
0IIMEÐ!
umsögn við þessar kringumstæður
er aðeins enn ein auglýsingin. Þetta
er nöpur fullyrðing — sem við ríkj-
andi aðstæður er torvelt að neita.
Em gagmýnendur þá ómeðvitaðir
„leigupennar” bókaútgáfunnar í
landinu?
Ráð eða óráð?
Það ofurkapp sem lagt er á að
moka bókum á markað aðeins ör-
fáum vikum fyrir mestu verslunar-
messu ársins er auðvitað bók-
menntalegt óráð og sýnir að þjóðin
ber enga virðingu fyrir bókum nema
sem verslunarvöra; og það sætir
furðu að fmmkvæði að þessu við-
horfi skuli komið frá útgefendum,
sem jafnvel eiga það til að geyma
bækur sem em tilbúnar í sept./okt.
framað „aðalslagnum” til að þær
verði „betri söluvara”. Það er hins-
vegar leitt að allir hinir skuli dansa
með, henda sér á hringekjuna og
grípa í fálmkenndum æsingi um
næsta hross eða gíraffa og láta
snúa sér hring eftir hring.
Og allt þetta undir því misskilda
yfirskini að við séum bókmennta-
þjóð sem sé að þjóna bókmenntum
sínum með þessum berserksgangi.
Á slíku hoppi og híi og tralalala
græðir enginn neitt nema peninga.
En stendur ekki einmitt í bókunum
sem verið er að þeyta út að auður-
inn sé valtastur vina?
Minna kapp - meiri forsjá
Bókmenntagagnrýni í dagblöð-
um má ekki deyja út í merkingunni
gagnrýni og snúast uppí vinsamleg-
ar umsagnir, endursagnir, kynn-
ingu eða auglýsingar á bókum. Með
því að hefja jólabókaútgáfu fyrr
geta útgefendur stuðlað að vand-
aðri og réttlátari umijöllun um
bækur sínar enda fái gagmýnendur
þá þann tíma sem .þarf til að átta
sig sæmilega á bók. Fleiri gagnrýn-
endur á sriSemm hvers blaðs gerðu
aðstæður jafnvel enn ákjósanlegri.
Hitt er auðvitað líka möguleiki að
fjalla ekki um bækur sem berast
blöðunum eftir t.d. 1. desember
fyrr en í janúar og febrúar og dreifa
þannig bókaumræðunni á fleiri
Grænland í máli
og myndum
Nú stendur yfír Grænlandsmánuður í Norræna hús-
inu. Um er að ræða árangur samstarfs milli Nor-
ræna hússins í Reykjavík og Norrænu stofnunarinn-
ar á Grænlandi. Markmiðið er að gefa fjölbreytta
mynd af grænlensku þjóðfélagi nútímans með sér-
stakri áherslu á mikilvægi lista á Grænlandi i dag.
Dagskráin er fjölbreytt í myndum, tali og tónum;
leiklist, myndlist, tónlist og grænlenskar bókmennt-
ir þar sem flestir er áhuga hafa á þessum listgrein-
um ættu að fínna eitthvað við sitt hæfí.
GRÆN-
LENSK
MENNING í
NORRÆNA
HÚSINU
agskráin' er bundin við helgam-
ar fram í nóvemberbyijun en
myndlistarsýningar standa út
mánuðinn og em opnar allar
daga. Af dagskrárliðum núna um
helgina má benda á að í kvöld kl.
21 sýnir Silamiut leikhúsið tvær leik-
sýningar; Tupilak og Uaajeemeq.
Þetta er leikur með grímum og lát-
bragði en Uaajeemeq merkir einmitt
grímu-sjónleikur. Mannfræðingar
álíta að slíkir leikir hafi komið fram
fyrir 3000 ámm , séu upprannir í
Alaska og hafi verið iðkapðir meða
inuitta í Norður-kanada og á Græn-
landi. Nú er Uaajeemeq aðeins leik-
inn á Austur-Grænlandi. Þijú megin-
atriði Uaajeemeq em: 1. Skrípalæti.
skemmtiatriði þar sem menn gretta
sig og gera sig eins ljóta og þeir
mögulega geta, og gera grín að sjálf-
um sér og öðmm. ”. helgisiðri fijó-
seminnar þar sem fók skiptir um
kynhlutverk, karlmenn leika koknur
og öfugt. 3. kenna bömum eðli
hræðslunnar þannig að þau kynnist
sönnum ótta og geti því brugðist við
án óðagorts þegar hættu ber að
höndum.
Tupilak er nútímalegur dans án
talaðs máls. Hið hefðbundna græn-
lenska grímuform og trommudans
er hluti af sýningunni. Tupilak merk-
ir óheillavera sem gripið vár til við
iðkun svartagaldurs eins og greinir
frá í grænlenskum sögnum. Tupilak
var búin til af galdramönnum og
konum í þeim eina tilgangi að drepa.
Ýmsar ástæður gátu verið fyrir því
einsog öfund, hatur, afbrýðisemi,
hefnd eða af hreinni mannvonsku.
Sagnimar greina frá því að ef fómar-
lambið hefur sterka hjálparanda eða
kraft snýr Tupilak aftur til skapar
síns, drepur hann og eyðir þar með
sjálfum sér. Sýningin Tupilak segir
frá vemnni Tupilak, atferli hennar
og baráttu við fómarlambið.
I sölum Norræna hússins allan
mánuðinn er uppi sýningin Myndlist
frá Grænlandi safni Astri Heilman.
Heilman lést í sumar en fram til hins
síðasta var hún upptekin af að koma
upp þessari sýningu með sýnishom-
um af þeim listaverkum sem hún
safnaði á 30 árum.
Á morgun klukkan 16 heldur Sim-
on Lövström fyrirlestur um græn-