Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 B 1 vikur en þessar venjulegu 3-5 fyrir jól og tengja hana með þeim hætti íslensku bókaverðlaununum. En reka þá útgefendur hnífinn í kúna með því að hætta að auglýsa í blöðunum? Og við hjökkum áfram í sama farinu? * Kapítuli útaf fyrir sig er svo hitt að bókmenntaumfjöllun í dagblöð- um hefur alltof mikið einskorðast við umsagnir um nýjar bækur en öllu minna verið um annað efni bókmenntalegrar ættar. Reyndar hafa Morgunblaðið og Þjóðviljinn sýnt mjög verðuga tilburði til að fjalla um bókmenntir eða efni tengt þeim á breiðari grundvelli. Höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla ber þó rás eitt Ríkisútvarpsins sem flyt- ur hlustendum vandaða dagskrá um bókmenntalegt efni meira og minna allan ársins hring. Þarna gætu dag- blöð jafnvel fundið fyrirmyndir eða „módel” að umfjöllun sinni og um- búnaði um þetta efni, að gerðri þeirri aðlögun sem prentmiðill krefst. lenskt leikhús og klukkan 17 endur- tekur Silamut leikhúsið sýningu sína. Af öðrum dagskrárliðum næstu helg- ar má nefna að laugardaginn 19. okt segja Benedkita og Guðmundur Þor- steinsson frá lífi og starfi á Græn- landi og Benedikta segir frá stjórn- málum á Grænlandi. Sunnudaginn 20. heldur Bodil Kaaiund listmálari fyrirlestur með litskyggnum um grænlenska myndlist og Christian Berthelsen skólastjóri heldur fyrir- lestur um bókmenntir Grænlendinga. Sunnudaginn 27. okt. verða sýnd- ar grænlenskar kvikmyndir og laug- ardaginn 2. nóvember verða haldnir grænlenskir rokktónleikar í Norræna húsinu þar sem fram kemur rokk- hljómsveit Ole Kristiansens. Sunnu- daginn 3. nóv. heldur Karsten Somm- er fyrirlestur um grænlenska sam- tímatónlist og leikur tóndæmi og um kvöldið lýkur Grænlandsmánuði með rokktónleikum. Jólabókafréttir Þ á koma út Almanak hins íslenska þjóðvina- félags 1992 með Árbók íslands, menning- ISAFOLDARPRENTSMIÐJA: í Menningarblaðinu í liðinni viku birtist fyrri hluti frétta af bóka- útgáfu fyrir jólin. Hér á eftir fer síðari lilutinn en sá fyrirfari skal fylgja að enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um útgáfu allra jólabóka. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ: Tolli og Einar Már saman í bók Almenna bókafélagið gefur út 20 til 30 bækur. Meðal þeirra er bók sem list- málarinn Tolli og Einar Már Guðmunds- son rithöfundur hafa unnið í sameiningu. I henni eru myndir eftir Tolla og ljóð eftir Einar Má. á má nefna textasafn Megasar frá upp- hafi, ferðabók um mannlíf í Austur-Evr- ópu eftir Öddu Steinu Björnsdóttur og Þóri Guðmundsson, ljósmyndabók með myndum frá Reykjavík og Þingvöllum á síðustu öld gefin út af listfræðingnum Frank Ponzi og endurútgáfu af íslensku orðtakasafni eftir Halldór Halldórsson. Sú bók kom fyrst út árið 1966. Einnig má nefna tvær bækur í nýjum bókaflokki sem nefnist Leyndardómar hins óþekkta og gefin er út í samvinnu við Time Life útgáfufyrirtæki. Heitir önnur bókin Sálfarir en hin Duldir heimar. Gefnar verða út tvær bamabækur eftir Einar Má Guð- mundsson og bækur um Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur. BJALLAN: Risakortabókin Risakortabókin kemur út hjá bókaút- gáfunni Bjöllunni. / Ibókinni eru kort yfir álfur, dýr og gróður. Hún er ætluð börnum á aldrinum 5-10 ára; Þýðandi er Óskar Ingimarsson. Óvíst er um fleiri bækur frá útgáfunni. BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR: Ættbók og saga íslenskahestsins Útgáfubækur Bókaforlags Odds Björnssonar eru 5. Fyrir fullorðna verða gefnar út 4 bækur. Þær eru Ættbók og saga íslenska hests- ins VII eftir Gunnar Bjarnason, Glettni örlag- anna eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, Með eitur í blóðinu eftir Guðjón Sveinsson og Samsærið eftir Sidney Sheldon. Yngsta kynslóðinn gleymist ekki því út- gáfan gefur út enn eina bókina um Depil. Nefnist hún Depill fer í lystigarð. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS: Sólarljóð með skýringum ÞRETTÁN rit koma út hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs fyrir jólin. Meðal þeirra er Islam - saga pólitískra trúarbragða eftir Jón Orm Haildórsson, íslensk leik- list, fyrra bindi, eftir Svein Einarsson og Togaraútgerð á íslandi 1945-1970 eftir Þorleif Óskarsson sem gefin er út í sam- vinnu við Sagnfræðistofnun Háskólans. Menningarsjóður gefur út Sólarljóð með skýringum í uinsjón Njarðar P. Njarðvík í samvinnu við Bókmenntastofnun Há- skólans. artímaritið Andvari, Jón Sigurðsson og geir- ungar eftir dr. Lúðvik Kristjánsson sem þeg- ar er komin á markaðinn, Manngerðir hellar á íslandi eftir Árna Hjartarson, Guðmund J. Guðmundsson og Hallgerði Gísladóttur, í refsinýlendunni og fleiri sögur eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar, Bréf til Jóns Sig- urðssonar forseta (3. bindi með nafnaskrá yfir öll bindin) í umsjón Jóhannesar Halldórs- sonar, forseta Þjóðvinafélagsins, og Raf- tækniorðasafn sem tekið er saman af orða- nefnd rafmagnsverkfræðinga. 49 rit Studia Islandica um Þorleif rebb eftir Andrew Wawn gefur Menningarsjóður út í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskólans. Bókaút- gáfan gefur út ljóðaþýðingar úr frönsku og greinargerð um franskan skáldskap eftir Jón Öskar. Nefnist ljóðabókin Undir Parísar- himni. FJÖLVI: Skáldsaga eftir Þorvarð Helgason Fjölvaútgáfan gefur út á þriðja tug bóka fyrir jólin. Meðal þeirra eru skáld- sagan Flýtur brúða í flæðarmáli eftir Þorvarð Helgason, ljóðabókin Vizku- stykki eftir Sverri Stormsker, íslandsbók- in á japönsku og skáldsagan Dansar við úlfa eftir Michael Blake. Af bókum eftir íslenska höfunda m'á nefna ísland á 21. öld - Framtíðarsýn eftir Trausta Valssson, Kafteinn ísland glímir við Illuga eftir Kjartan Arnórsson, skáldsöguna Hvenær kemur nýr dagur eftir Auði Ingvars og æviminningar Karls Oluvs Bang sem bera heitið Ég er felubarn - Hverra manna ertu góurinn. Karl var stjúpsonur Sigvalda Kaldalóns. Einnig verða gefnar út fjölmargar þýðing- ar. Má þar nefna skáldsögu Betty Mahmood Aldrei, aldrei án dóttur minnar, Meista- rasnóker eftir Jimmy White, Rajayoga - Leið hugræktar, Búrfiskabókina um ræktun skrautfiska, Madríd og merkisborgir Spánar eftir Jónas Kristjánsson og Sálræna heilún. Fjölvaljóðabækur eru fjórar. Þær eru Inn- haf eftir Pjetur Hafstein Lárusson, Allt í heimi eftir Þóru Jónsdóttur, Ber er hver... eftir Jónas Friðgeir og Vizkustykki eftir Sverrri Stormsker sem áður hefur verið nefnd. Fjórar bækur um ævintýri Prins Valíants koma út'hjá Fjölva. Aðrar bækur fyrir börn eru Dvergurinn í Sykurhúsinu, Dolli Dropi í Egyptalandi, Tinna litla er þæg og góð og Sköpun heimsins sem er jafnframt fyrsta hreyfimyndabók Fjölva. Övíst er hvort tvö fjölprent frá útgáfunni koma út fyrir jólin. Þetta eru í kjölfar Ódys- seifs eftir Tim Severin og I sveiflunni sem fjallar um djasstónlist. HRINGSKUGGAR: Tvær ljóðaþýð- ingar Bókmenntafélagið Hringskuggar gef- ur út tvær ljóðaþýðingar fyrir jólin. Dimmur söngur úr sefi heitir önnur bókin. í henni eru þýðingar Geirs Kristjánsson- ar, sem er nýlátinn, á ljóðum Vladímir Maj- akovski, Boris Pasternak, Marinu Tsvétajeva, Garcia Lorca og Ezra Pound svo einhver þeirra skálda sem eiga ljóð í bókinni séu nefnd. Hin ljóðabókin er List og tár. í henni eru þýðingar Jóns frá Pálmholti á ljóð- um kúrdneska skáldsins Goran. Skáldið er vel þekkt í heimalandi sínu. Það lést árið 1962. Ur ríki náttúrunnar ísafoldarprentsmiðja mun gefa út að minnsta kosti 4 bækur fyrir jólin. Ein þeirra er Úr ríki náttúrunnar eftir Ara Trausta Guðmundsson, veðurfræðing, með ljóðum eftir Sigmund Erni Rúnars- son, sjónvarpsmann og skáld. Hinar bækurnar eru Stangveiðibókin eftir Gunnar Bender og Guðmund Guðjónsson, barnabók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur og Spádómar rætast-Evrópa Biblíunnar eftir Gunnar Þorsteinsson. Hugsanlegt er að útgáfan gefí út 2 til 3 bækur til viðbótar en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um útgáfu þeirra. UF OG SAGA: Bók um Ladda Bókaútgáfan Líf og saga gefur út 6 bækur fyrir jólin. Meðal þeirra má nefna bók um Þórhall Sigurðsson (Ladda) eftir Þráin Bertelsson. Sagt er frá leikarunum og þeim persónum sem hann hefur skap- að. á er að nefna Trillukarla í ritsjórn Hjartar Gíslasonar blaðamanns. Fjallað er um trilluútgerð og trillukarla í bókinni. Einnig kemur út hjá útgáfunni 5 binda verk um Tröllatunguættina í umsjón ættfræðistofu Þorsteins' Jónssonar. Aðrar bækur frá Lífi og sögu eru Meira skólaskop, 3. bindi, eftir Guðjón Inga Eiríks- son og Jón Sigurjónsson, Spurningakeppnin þín eftir ýmsa og Ráðgátan eftir Susanne Cooper í þýðingu Ingólfs Gíslasonar. í bók- inni segir frá krökkum sem lenda í ævintýr- um er tengjast þekktum þjóðsagnaminnum. SKUGGSJÁ: Gamansemi Snorra Sturlu- sonar Útgáfubækur Skuggsjár eru fjórtán, þar af eru 6 þýðingar. Meðal bóka má nefna Gamansemi Snorra Sturlusonar eftir Finnboga Guðmundsson. Myndir teikna Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Af öðrum bókum má nefna smásagnasafnið Sögur úr týnda landinu eftir Ásgeir Jak- obsson, Ást, morð og dulrænir hæfileikar eftir Pétur Eggerts, fimmta bindi Víkings- lækjarættarinnar eftir Pétur Zophoníasson, afmælisdagabók með vísum, Torfi Jónsson, Sitthvað i kringum presta eftir Auðun Braga Sveinsson og Hundrað Hafnfirðinga III með myndum eftir Gunnar Rúnar Ólafsson og vísum eftir Magnús Jónsson. Þá kemur út bókin íslenskir fossar eftir Jón Kr. Gunnarsson. í bókinni eru litmyndir af um 250 íslenskum fossum. Yfirlitskort sýna staðsetningu fossanna og fjallað er um hvem og einn þeirra, m.a. gi'eint frá göngu- leiðum að fossunum og vitnað í þjóðsögur og sagnir sem tengjast fossunum. Texti er bæði á íslensku og ensku. Enskan texta gerði Lárus Vilhjálmsson. Fimm þýddar ástarsögur koma út hjá Skuggsjá. Auk þess kemur út þýðing Sverr- is Pálssonar á bók M. Scott Peck, Leiðinni til andlegs þroska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.