Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Nadine Gordiraer og sama er að segja um lík svarts óþekkts manns sem lögreglan gróf á landareigninni. Heimur innfæddra, trú þeirra og hjátrú, leikur stórt hlut- verk í sögunni og hún er gædd skáld- legri dýpt. Einræður Mehrings sem lýsa því sem þýr innra með honum samhliða því að yfirborð sögunnar er skoðað með augum annarra myndar ólík sjónarhom og gerir „The Conservati- onist” á köflum tormelta skáldsögu. Táknmál „July’s People” er ekki heldur auðráðið. Faðirinn hefur ein- angrast, er utangátta meðal hinna svörtu uppreisnarmanna þorpsins. Móðirin sem í örvæntingu sinni hleypur til móts við ókunna herþyrlu í lok sögunnar veit ekki hvort um borð eru hvítir menn eða svartir. Bömin verða eftir hjá July. Á það að merkja að framtíðin sé þeirra, að ólíkir kynstofnar sameinist og geti búið saman í Suður-Afriku? Hjá Nadine Gordimer er aldrei sú auðvelda leið valin að gera hvíta menn vonda og svarta góða eða öfugt. Hún speglar fyrst og fremst mannlegt eðli í skugga valdsins. Aðspurð hefur Nadine Gordimer sagt að kynþáttahatur sé eitur í beinum hennar, það sé af hinu vonda, illskan sjálf, sem verði að beijast gegn með öllum ráðum. Frelsi rithöfundarins sé einnig mjög mikilvægt, það að lýsa því sem rit- höfundurinn sér, jafnvel þótt hann svíki með því lit. í Suður-Afríku hafa rithöfundar giímt við lík efni og Nadine Gordim- er og ber þar hæst André Brink, John Coetzee og Breyten Breyt- enbach. Atburðirnir í Soweto 1976 hafa átt greiðan aðgang að skáldskap suður-afrískra blökkumanna. Oft hefur verið vitnað til ljóðs eins þeirra, Mafika Gwala: Jafii lengi og þetta land, fóstuijörð mín er óskáldlegt í gjörðum sínum er skáldlegt að mótmæla. Ljóðlistin er þessum skáldum stefnu- yfírlýsing og afstaða, hluti frelsis- baráttunnar. Jóhann Hjálmarsson B 3 Kammermúsík- klúbburinn 35 ára Sinnhoffer-kvartettinn. Sunnudaginn 13. þ.m. hefst 35. starfsár Kammermúsíklúbbsins með tónleikum í Bústaðakirkju kl. 20.30. Sinnhoffer-kvartettinn kemur nú hingað á vegum klúbbsins í sjöunda skiptið á 15 árum og heldur tvenna tónleika, þá seinni miðvikudaginn 16. október á sama stað og tíma. Þessir ágætu listamenn eiga heima í Miinchen og eru meðal fremstu strengjaleikara ríkis- óperunnar þar en fyrirliði kvartettsins, Ingo Sinnhoffer, er konsertmeistari óperuhljóm- sveitarinnar. / fyrri tónleikunum spila lista- mennimir þijá strengja- kvartetta eftir Mozart, en 5. desember nk. verða tvær aldir liðnar frá dauða hans og er þess að vonum oft og víða minnst á árinu sem er að líða. Þessir kvartettar eru K.168, 421 og 499 og spanna eins og númerin sýna nokkuð langt skeið af hinni stuttu en ótrúlega afkastaríku starfsævi tónskáldsins. Á miðvikudagskvöldið flytja þeir félagar tvo Beethoven-kvartetta, fyrst þann í D-dúr op. 18 nr. 3 sem hann samdi tæplega þrítugur, en eftir hlé leika þeir kvartettinn í cis-moll op. 131 sem er einn af þeim „þremur stóru” frá síðustu æviárunum þegar tónskáldið helg- aði krafta sína einvörðungu kvart- ett-smíði. Síðast þessara þriggja stórverka var sá sem hér verður fluttur, og er opus-númerið að því leyti villandi að op. 132 varð til árinu áður. Fróðir menn telja að með samningu þessara seinustu kvartetta hafí list Beethovens í raun numið ný lönd og ef til vill hefði honum auðnast að halda enn lengra á þeirri braut ef líf og heilsa hefði enst. Hver veit? Þessir síð- ustu mikilfenglegu kvartettar em erfíðir í flutningi og sjaldnar leikn- ir en flest önnur kammerverk Beet- hovens. Adolf Busch og félagar hans léku alla strengjakvartettana hér á landi skömmu eftir lok seinni heimsstyijaldar og á ámnum 1976-8 stóð Kammermúsíklúbbur- inn fyrir heildarflutningi þeirra en auk Sinnhoffers tóku þátt í honum tvennir fjórmenningar frá Þýska- landi, Márkl-kvartettinn og Arco- kvartettinn. Opus 131 léku þeir Sinnhoffer-félagar hér líka fyrir sjö ámm. Þriðju tónleikamir á þessu starfsári verða 24. nóvember og skal þá enn minnst Mozarts enda skammt í sjálft dánarafmælið. Á þeim Mozart-tónleikum verður efn- isskráin mjög ijölbreytt: Dúó fyrir fíðlu og lágfiðlu, sónata fyrir fíðlu og píanó, tríó fyrir klarínettu, lág- fiðlu og píanó og að lokum strengjakvintett í g-moll K.516. Flytjendur verða Sigrún Eðvalds- dóttir og Zbigniew Dubik (fíðlur), Helga Þórarinsdóttir og Guðmund- ur Kristmundsson (lágfíðlur), Nora Komblueh (knéfíðla), Óskar Ing- ólfsson (klarínetta) og Snorri Sig- fús Birgisson (píanó). 16. febrúar nk. á klúbburinn von á Mistry-kvartettinum frá Lund- únum og í fylgd með honum landi okkar Hafliði Hallgrímsson. Verða þá fluttir kvartettar eftir Benjamin Britten og Hafliða, en að lokum spilar Hafliði með þeim félögum strengjakvintettinn eftir Schubert. Lokatónleikar á starfsárinu verða 22. mars. Þá flytur Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson) tvö merkisverk, hið fyrra píanótríó í e-moll eftir Svein- bjöm Sveinbjömsson. í bók sinni um Sveinbjöm telur Jón Þórarins- son að þetta tríó muni, ásamt kvartett eftir Beethoven og Brahms-tríói, hafa verið fyrsta kammermúsíkprógramm sem flutt var hér á landi. Það gerðist í Nýja bíói 6. febrúar 1923 og léku þeir Þórarinn Guðmundsson fíðluleikari og Þórhallur Ámason knéfíðluleik- ari verkið með höfundinum. Hann var þá nýkominn heim eftir ára- tuga dvöl erlendis. Að líkindum var þetta tríó Sveinbjöms frumflutt í Winnipeg 7. mars 1912 en þá átti hann heima þar. Seinna verkið sem Tríó Reykjavíkur ætlar að leika er Erkihertogatríó Beethovens og er gaman að minnast þess að Tríó Reykjavíkur (Ámi Kristjánsson, Björn Ólafsson og Einar Vigfús- son) fluttu það á fyrstu tónleikum klúbbsins snemma árs 1957. Eins og á undanfömum árum er nemendum tónlistarskólanna á höfuðborgarsvæðinu boðið að koma á tónleika klúbbsins gegn vægu gjaldi. Nýir félagar geta lát- ið skrá sig við innganginn rétt fyrir tónleikana og þar era líka seldir miðar á einstaka tónleika. Þ.G. Morgunblaðið/Einar Falur Jórunn Sigurðardóttir og Hávar Sigurjónsson, fulltrúar í leiklistarráði Alþýðuleikhúss- - SEGJA JÓRUNN SIGURÐAR DÓTTIR OG HÁVAR SIGUR- JÓNSSON meðaltali sett upp þijár sýningar. Því erum við að mörgu leyti svipað fyrirbæri og Leikfélag Akureyrar, svo dæmi sé tekið. Uppbyggingin á ýmislegt sammerkt með stóru leik- húsunum. Alþýðuleikhúsið er þó ekki með neina fastráðna starfsmenn og á ekkert hús undir starfsemina, en hefur hinsvegar ólaunað leikhúsráð sem félagið velur. Lítil yfírbygging útskýrir að hluta hvað við getum gert mikið fyrir litla peninga. Óllum sem starfa við sýningar eru síðan tryggð laun á æfingatímanum, og þau eru 80% af þeim launum sem viðkomandi fengju innan stofnana- leikhúsanna — þetta er vitaskuld ekki mikill peningur, en eina leiðin til að hægt sé að setja upp meira en eina sýningu á ári. Eftir frumsýn- ingu er rekstrarkostnaður sýningar aðskilinn frá uppsetningarkostnaði og þá gera allir aðstandendur út upp á hlut. Síðustu ár hefur um milljón farið í fastan rekstur, leigu á skrifstofu og slíkt, en hinar sjö milljónimar hafa farið í að setja upp leiksýning- ar; allt að fy'órar sýningar á ári, og varla er hægt að biðja um betri nýt- ingu á peningunum. Við setjum þær skorður að hver sýning kosti ekki meira en tvær til þijár milljónir, og ef kostnaðaráætlunin er hærri, þá er verkefninu annaðhvort hafnað á þeim forsendum, eða því Alþýðuleik- hússfólki sem að uppsetningunni stendur, boðið að afla umframfjárins á einhvem annan hátt.” Á síðasta leikári setti Alþýðuleik- húsið upp harmleikinn Medeu og bamaleikritið Kela þó, sem sýnt var eitthundrað sinnum í skólum. Nú er Undirleikur við morð sýnt í Hlaðvarp- anum, og nýlokið er sýningum á verkinu Sprengd hljóðhimna vinstra megin. Verkefnavalið viðist vera mjög fjölbreytilegt: barnaleikrit, klassík, nútíma- og tilraunaverk. „Þetta er fjölbreytilegt verkefna- val og við gengum út frá óbreyttum forsendum. Næst á dagskránni átti að vera nýtt verk eftir Áma Ibsen, en hann fór ekki síst út í að skrifa það einmitt vegna þess að við höfðum sýnt verkinu áhuga og tókum það inn á verkefnaskrá við fyrsta mögulega tækifæri. Þá er einnig verið að vinna að því sem átti að vera þamæsta verkefnið; íslensk leikgerð á erlendri sögu.” Athygli vekur að samhliða því að átta milljónir eru teknar af Alþýðu- leikhúsinu, hækkar styrkurinn til Leiklistarráðs úr fjórum milljónum í tólf, eða um sömu upphæð. „Við erum síður en svo á móti því að sú upphæð sem Leiklistarráð fær til úthlutunar handa atvinnuleikhóp- um sé hækkuð, það hefur fengið hlægilega lítið, en við getum alls ekki litið á þetta sem sameiningu tveggja liða. Þetta er einungis eðlileg hækkun til Leiklistarráðs, því miðað við þær umsóknir sem þangað be- rast, 'væri fjárþörfín tugir milljóna. En það er hinvegar lítilsvirðing við eitt af þremur atvinnuleikhúsum Reykjavíkurborgar að strika það út af fjárlögum, og það kemur hinu alls ekkert við. Auk þess má benda á að með þessari tilfærslu er ekki verið að auka hlut neins f rauninni, því það er ljóst að sýningum fjölgar ekki fyrir vikið; það er einfaldlega verið að leggja niður eitt leikhús á forsendum sem hafa alls ekki verið skýrðar nægilega vel af fjárlagagerð- armönnum. Þetta er ekki hægt að túlka á neinn annan hátt en sem einhvers konar aðför að Alþýðuleik- húsinu, eitt leikhúsa í landinu, og skýringarnar sem fást era byggðar á rökum um kerfísbreytingar sem í rauninni eru ekki annað en orðalepp- ar til að breiða yfir raunverulegan tilgang gjörðanna. Við getum ekki rekið leikhúsið án peninga og við getum heldur ekki selt eignir okkar, því þá færi for- senda þess að setja upp leiksýningar. Það er spuming hvort við eigum að kalla það lán eða ólán að rekstur leikhússins er með slíkum ágætum að ef svo fer sem horfir, þá getum við sennilega gert dæmið upp um áramót, án þess að vera með skulda- bagga á herðunum. Það er óvenju- legt fyrir leikhús, en kann að vera ólán, vegna þess að ef við værum skuldug þá gætum við sennilega vælt út framlengingu eða viðbót. Sú staðreynd að við eigum eignir en skuldum ekki, virðist gera ráða- mönnum það auðvelt að strika Alþýð- uleikhúsið umhugsunarlaust út. Þetta eru heldur kaldar kveðjur í beinu framhaldi af því að setja upp tvær sýningar, með minna en viku millibili, sem báðar hafa fengið skín- andi viðtökur og góða aðsókn. Átta milljónir er lítil upphæð og það virðist lítið mál að strika hana út úr fjárlögum, en þetta er svipuð aðgerð og ef Leikfélag Akureyrar eða Leikfélag Reykjavíkur væri strik- að út. Þar eru tölumar hærri og til- veruréttur byggður á hefð orðinn lengri, en hugsunin væri sú sama. Nær væri að beijast fyrir því að fleiri leikhópar sem sannað hafa tilveru- rétt sinn á síðustu árum fengju sér- staka fjárveitingu til þess að helga sig starfi sínu óskiptir, í stað þess að samþykkja með þögn og undir- gefni að þessum fáu krónum sé velt á milli hægri og vinstri handar án þess að nokkur raunveruleg viðbót hafí orðið.” -efi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.