Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 8

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 8
8 B MORGUNBIJAÐIÐ LAUGARDAGUR T2. OKTÓBER T991' Að sætta andstæður Kristín Geirsdóttir myndlistarmaður opnaði sína fyrstu einkasýningn í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag. Á sýningiinni eru olíuverk unnin á striga. Kristín er fædd í Reykjavik 25. ágúst 1948. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á áranum 1985-1989 og brautskráðist úr málaradeild. Einnig hefur hún sótt nokkur námskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hún tók þátt í samsýningu „sexmenninga” í Hafnarborg árið 1990. VIÐTAL VIÐ KRISTÍNU GEIRS- DÓTTUR MYNDLIST- ARAAANN H-venær vaknaði áhugi þinn á myndlist? „Ahugi minn á myndlist vaknaði snemma og á skólaárum mínum voru bestu stundirnar teikn- itímarnir. Faðir minn mál- aði sér til ánægju og það hefur eflaust haft áhrif á mig. Ég fór þó ekki í skóla til að læra myndlist fyrr en árið 1985 og það er fyrst nú sem ég vinn af fullum krafti við þetta.” Hvert er viðfangsefni þessarar sýningar? Á þessari sýningu eru óhlut- bundin verk sem eru tilfínningalegs eðlis. Ég færi tilfínningar í liti og form með því að dýfa penslinum í litróf sálarinnar og mála síðan á strigann. Ég er undir miklum áhrif- um frá náttúrunni í víðtækustu merkingu og myndimar fæðast líkt og ljóð. Þegar ég mála þá leita ég inn á við. Það má segja að myndirm ar mínar túlki mipn innri heim. í myndum mínum er ég oft að reyna að sætta þær andstæður sem búa í sjálfri mér og umhverfínu. Þegar ég tala um andstæður þá á ég við andstæður eins og ást og hatur, ljós og myrkur, svart og hvítt, mjúkt og hart. Ég reyni að koma fegurðinni til skila í verkum mínum því að mér finnst fegurðin vera sannleikurinn.” Hefurðu fengist við einhver önn- ur listform? „Ég hef ekki fengist við önnur listform að neinu ráði en í Mynd- lista- og handíðaskólanum kynntist ég vinnu með þrívíð form. Það er ekki ósennilegt að ég eigi eftir að vinna með þau síðar. Eftir að ég byrjaði í skólanum átti ég dálítið erfítt með að gera upp við mig hvora deildina ég ætti að velja þ.e. myndmótunardeiidina eða málara- deildina. Þetta togaðist mjög á í mér en ég valdi málverkið og sé ekki eftir því. Þessi miðill að mála er svo umbúðalaus og aðgengileg- ur. Málverkið hentar mér ágætlega því að hugmyndirnar koma stund- um hratt og þá er gott að geta gripið pensilinn og fest hugmynd- ina strax á strigann.” Hvernig var veran í Myndlista- og handíðaskólanum? „Mér fannst gott að vera þar en ég fór ekki þangað til að verða lista- maður heldur leit ég á þetta sem leið til að öðlast nauðsynlega þekk- ingu. Þarna eru margir góðir kenn- arar og þeir hafa flestir gefíð mér eitthvað sem hefur nýst mér síðan. Bekkurinn sem ég var í var góður, margt fólk og ólíkt.” Hvernig hagar þú listsköpun þinni? „Ég mæti daglega á vinnustof- una mína því að ef ég geri það ekki fínnst mér ég vera að svíkjast um. Ég er kannski ekki að mála allan tímann sem ég er við á vinnu- stofunni heldur er ég stundum að hugsa um verk og þróa einhveijar hugmyndir. Það hentar sumum list- amönnum að vinna í skorpum en hvað mig snertir þá reynist mér best að vinna jöfnum höndum að listinni. Ég teikna alltaf mjög mik- ið en þegar ég nota teikninguna við gerð myndar þá þróa ég hana áfram í málverkinu. Stundum rissa ég úti í náttúrunni en ég mála þó nær eingöngu óhlutbundnar mynd- ir. Ég á oft erfítt með að vita hve- nær mynd er lokið en það er tíminn sem leiðir í Ijós hvort ég leyfi henni að lifa áfram. Það má segja að þankagangur minn komi dálítið fram í nafngiftum verkanna. Það sem mér fmnst heillandi við listina er að fást við formið og andstæðu þess ljósið sem er ósnertanlegt. Mér eru andstæður ofarlega í huga, hiti og kuldi, hið harða og hið mjúka, hið efniskennda og hið loft- kennda.” Viðtal: Einar Örn Gunnarsson Kristín Geirsdóttir myndlistarmaður. Morgunblaðið/Einar Falur HARPA BJÖRNS- DÓTTIR SÝNIR Á KJARVALS- STÖÐUM Morgunblaðið/Einar Falur „Jákvæð tákn um líf,” segir Harpa Björnsdóttir um myndir sínar. Samtal við umhverfið Harpa Björnsdóttir málar á pappír og festir á striga og strekkir í ramma. Myndirnar hengir hún upp í Austursal Kjarvalsstaða ásamt nokkram tréskúlptúram sem draga formlegan dám af málverkinu. Einsog sprottnir útúr málverkinu til að krefjast rýmis á alla þrjá vegu. Sýningin verður opnuð í dag. Harpa lauk námi frá MHÍ 1981 og segist vera ein af fáum sem ekki hafí farið í „fram- haldsnám erlendis”. Énginn heimóttarsvipur er þó á myndverkum hennar enda hefur hún dvalið erlendis um lengri og skemmri tíma á undanfömum árum, nú síðast í sumar þar sem hún hafði afnot af vinnustofu á norrænu listamiðstöð- inni Sveaborg í Finnlandi. „Það er mjög gott að vinna á Sveaborg og aðstaðan er góð en samt spyr maður sjálfur hvort þetta brölt milli landa með fullt af dóti fram og til baka sé þess virði. Jú, það er þess virði því mér vannst mjög vel og fór í fyrsta skipti að fást við skúlptúra í tré. Ég hef aldrei unnið í tré áður og hafði ofboðslega gaman af því.”” Yfírskrift sýningarinnar er Ándlit daganna eins konar þema sem geng- ur í gegnum myndimar á einn eða annan hátt og ég bið Hörpu að segja hvað liggur að baki. „Mér finnst gott að leggja upp með ákveðið tema. Ég setti mér þetta tema fyrir ári og hef unnið útfrá því síðan. Þessi hugmynd um andlit dag- anna hefur svo þróast; andlit hafa ákveðið form og þetta form hefur þróast hjá mér og orðið að kmkku sem síðan hefur orðið að krossi.” Þessi lýsing Hörpu á myndrænni skynjun gerir sjálfsagt lítið gagn þeim sem ekki hafa séð myndimar og Harpa segir sjálf að vitsmunaleg- ar skýringar séu oft hæpnar; það sem skiptir máli er skynjun áhorfandans og hvort honum Iíkar myndverk eður ei. Engu að síður vill Harpa bæta því við að þessi þijú grunnform séu öll tákn um Iíf, tákn um jákvæða skynjun á lífínu, „Andlit er lifandi, í krokkunni er geymd aska til minn- ingar um líf og krossinn er tákn um eilíft líf. En auðvitað er áhorfandun- um fijálst að skynja hvað sem er og þessar myndir geta verið hvað sem er; jafnvel eintómar sjálfsmyndir. Úr því að manni er gert að setja fram vitsmunalegar skýringar við málverkin þá er líklega betra að setja fram marga möguleika en bara einn. Þá hefur áhorfandinn meira frelsi. Það er dálítið öfugsnúið að þurfa að setja fram túlkun í orðum á mynd- verki sem er í eðli sínu myndræn túlkun á tilfínningum. Með þessu er málarinn krafínn um túlkun á túlkun sinni.” Harpa setur fram þá skoðun að þetta stafí af því að gerð er sú krafa til myndlistar að hún sé skýranleg. „En það er svo margt í kringum okkur sem ber fyrir augu sem ekki er krafíst skýringa á. Af hveiju er sjórinn grænni í dag en í gær? Þessi krafa er ekki gerð til tónlistar en myndlist er álitin vitsmunalega út- skýranlegt fyrirbæri. Menningin krefur okkur um orð og skilgreining- ar en frammi fyrir myndlistinni verð- ur maður kúltúrlaus. Ef þú sérð góða mynd verðurðu ástfanginn og óskyn- samur og langar til að kaupa mynd- ina í stað þess að kaupa í matinn fyrir helgina.” Þarf myndlistarmaðurinn þá ekki að vera meðvitaður um umhverfi sitt. Nægir honum að mála í upphöfnu algleymisástandi? „Hann hlýtur að vera meðvitaður um umhverfi sitt því hann notar augun. Myndimar ero samtal við allt umhverfíð. Og þannig næst sam- band við áhorfendur, myndin hreyfír strengi í þeim sem geta verið allt aðrir eða þeir sömu og í myndlistar- manninum.” Er það þægileg eða óþægileg til- fínning að halda sýningu? „Hún er auðvitað blendin. En það sem er svo gott við sýningu fyrir myndlistarmanninn er að fá tækifæri til yfirsýnar. Skoða samhengið. Ég vinn þannig að myndin sem ég er að fást við í augnablikinu á hug minn allan. Kannski man ég eftir næstu mynd þar á undan en myndir frá því í síðasta mánuði eða þaráður eru gleymdar. Þær sitja í undirmeð- vitundinni og þegar allt er tekið sam- an eftir eitt, tvö eða þijú ár og skoð- að í samhengi verða eins konar þátta- skil.” há

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.