Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Milliriðill 2 Þrjú efstu lið úr C og D riðli Milliriðill 1 Þrjú efstu lið úr A og B riðli inn verðu látinn ráða D-riðill Austurríki S-Kórea Finnland Bandaríkin A-RIÐILL ÍSLAND Noregur Belgía Holland B-RIÐILL Pólland Danmörk ísrael Alsír ÚRSLITALEIKIR um 12 efstu sætin Tveir landsleikir gegn Tókkóslóvakíu: „Léttleik férðinni” - segirÞorbergurAðalsteinsson, „VIÐ munum að sjálfsögðu leika til sigurs gegn Tékkósló- vakiu. Það má búast við skemmtilegum og fjörugum leikjum, þar sem Tékkar eru með gott og skemmtilegt lið,” sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari íhand- knattleik. „Fyrsta skrefið í átt að B-keppninni í Austurríki verður stigið í kvöld. Léttleik- inn verður látinn ráða ferðinni hjá okkur.” orbergur sagðist ekki hafa haft nægilega góðan tíma til að fara yfir leikkerfi liðsins, en leik- mennirnir fjórir sem leika í Þýska- landi komu ekki til landsins fyrr en í gær. „Það tekur alltaf tíma að koma mönnum inn í leikkerfi. Við teflum fram hópi ungra og skemmtilegra leikmanna, sem eru fatfm FOLK ■ EINAR Þorvarðarsson brá sér í markið á landsliðsæfingu á laugar- daginn, þar sem markverðirnir Bergsveinn Bergsveinsson var meiddur og Sigmar Þröstur Óskarsson var ekki mættur frá Eyjum. Einar varði eins og ber- serkur á æfíngunni. ■ BERGSVEINN Bergsveins- son meiddist á hendi á æfíngu með FH, en hann er orðinn góður og getur leikið með landsliðinu gegn Tékkum. ■ SÆNSKU dómararnir Krister Broman og Kent Blademo dæma landsleikina gegn Tékkum. ákveðnir að gera sitt besta gegn Tékkum.” Stefnan sett á Svíþjóð Eins og hefur komið fram þá hefur Þorbergur sett stefnuna á HM í Svíþjóð 1993, en til að það takmark náist verður landsliðið að lenda í einu af þremur efstu sætun- um í B'-keppninni í Austurríki. „Við verðum að komast til Svíþjóðar, hvað sem það kostar. Það hefur komið niður á okkur að vera ekki í hópi átta bestu handknattleiks- þjóða heims. Við komumst ekki á Olympíuleikana í Barcelona, þannig að okkur var ekki boðið að taka þátt í upphitunarmót fyrir leikana í Granollers í sumar. Við fáum held- ur ekki boð um að taka þátt í heims- bikarmótinu í Svíþjóð í janúar. Það er mjög slæmt að vera ekki í hópi þeirra átta bestu, sem sést best á því að sterkari þjóðirnar vilja helst ekki leika landsleiki gegn B-þjóð- um. Við verðum að horfast í augu við þetta vandamál og taka okkur á til að komast aftur í hóp þeirra bestu,” sagði Þorbergur. Stór hópur ungra leikmanna Þorbergur sagði að þegar lands- liðið væri komið yfir þröskuldinn í Austurríki myndi uppbyggingin fyr- ir heimsmeistarakeppnina, sem verður á Islandi 1995,. hefjast á fullum krafti. „Vonandi verður fyrsta verkefnið í þeirri uppbygg- ingu undirbúningur fyrir heims- meistarakeppnina í Svíþjóð. Eftir B-keppnina í Austurríki mun ég byija á að keyra á ungu leikmönn- unum gegnum súrt og sætt - und- irbúa þá sem best fyrir heimsmeist- arakeppnina hér á landi. Við eigum stóran hóp af mjög leiknum hand- knattleiksmönnum, sem eiga eftir að halda merki íslands hátt á lofti,” sagði Þorbergur. Landsleikurinn hefst kl. 20 í Laugardalshöllinni í kvöld. B-keppnin í Austurríki 19.-29. mars 1992 íslenska landsliðið þarf að fara erfíðari leiðina til að tryggja sér farseðilinn í HM í Svíþjóð 1993. Liðið leikur í riðli með Noregi, Belgíu og Hollandi og ef það kemst í milliriðil leikur liðið gegn Póllandi, Danmörku, írsael eða Alsír. Þijú lið úr riðlunum tveimur komast í milliriðil. C-RIÐILL Sviss Búlgaría Brasifía Japan Innsbruck Salzburg Graz 0 Leikið um 13. til 16 sæti Stockerau @ Linz • Strákarnir „okkaru íþýska hand- boltanum Urvalsdeild 1. deild HEÐINN GILSSON TuRU DUSSELDORF SIGURÐUR BJARNASON Fjórir leikmenn komn- irfra Þyskalandi Fjórir leikmenn landsliðsins komu til landsins frá Þýskalandj í gær. Héðinn Gilsson, Óskar Ár- mannsson, Sigurður Bjarnason og Konráð Olavson. Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari, kallaði ekki á Jón Kristjánsson í leikina gegn Tékkun, en að sögn Þorbergs er Jón inni í landsliðsmyndinni. Héðinn Gilsson skoraði sex mörk fyrir Dusseldorf, sem mátt þola tap heima, 21:22, fyrir Kiel. Sigurður Bjarnason skoraði þijú mörk fyrir Grosswallstadt, en félag- ið mátti sætta sig við tap, 12:14. á Konráð Olavson heimavelli fyrir Leterhausen í úr- valsdeildinni. Grosswallstadt var undir, 4:9, í leikhléi. Konráð Olavson skoraði sjö mörk fyrir Dortmund í 1. deildarkeppn- inni, er félagið vann Emstedten, 22;21. Konráð leikursem leikstjórn- andi hjá Dortmund, sem vann sinn fyrsta leik. Óskar Ármannsson skoraði þrjú mörk fyrir Ossweil, sem vann Rind- heim, 23:18. Jón Kristjánsson og félagar hans hjá Suhl léku ekki um helgina. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 B 5 Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, stjórnar sínum mönnum í leik gegn Tékkóslóvakíu í Laugardalshöllinni kl. 20 í kvöld og á sama tíma annað kvöld. Mmrn FOLK ■ VALDIMAR Grímsson var mættur á æfingu hjá landsliðinu í gærkvöldi - þegar liðið æfði að Varmá. ■ TVEIR synir landsliðsnefndar- manna æfa nú með landsliðinu. Það er Jason, sonur Ólafs Jónssonar og Júlíus Gunnarsson, sonur Gunnars Þórs Jónssonar. B DAVÍÐ B. Sigurðsson, lands- liðsnefndarmaður, var ekki ánægð- ur þegar hann opnaði boltapokann sem 21 árs landsliðið fór með til Aþenu á dögunum. Liðið fór út með nýja bolta, en þegar Davíð opnaði pokann rúlluðu út hinar ýmsu „blöðrur” eins og landsliðs- mennirnir sögðu. Nýir boltar voru orðnir sem ellismellir - svartir og skældir. Ástæðan er mikið „klístur” og óhreinindi, sem hefur hlaðist utan á „klístrið” sem leikmenn nota til að ná betrá taki á knettinum. ■ ÞESS má geta að ef íslenska landsliðið kemst í milliriðil í Inns- briick í B-keppninni í Austurríki, koma þeir með að búa stutt frá heimili Bogdans, fyrrum landsliðs- þjálfara, sem er nú þjálfari félags- liðs í- InnsbrUck. B JÚLÍUS Jónasson skoraði 7/3 mörk fyrir Bidasoa, sem vann Valladolid, 27:24 á Spáni. Júlíus fékk mjög góða dóma í blöðum og einnig Pólverjinn Bogdan Wenta, sem skoraði sex mörk. H GEIR Sveinsson lék ekki með Alsira Avidesa, sem vann Arrate, 23:22v á útivelli. H JÚLÍUS og Geir leika ekki með landsliðinu gegn Tékkum, en þeir taka þátt í öðrum undirbúningi liðs- ins fyrir B-keppnina í Austurríki. Sigurður Sveinsson. Sigurður Sveinsson fyrirliði Sigurður Sveinsson verður fyrirliði landsliðsins gegn Tékkum. Sigurð- ur tekur við fyrirliðastöðinni af Jakobi Sigurðssyni, sem er meiddur. Sigurður hefur verið áður fyrirliði landsliðsins - í tveimur leikjum gegn Norðmönnum í Osló. ión og Einar fam- ir frá Þrótti R. JÓN Árnason, landsliðsmað- ur Þróttar, hætti með liðinu um helgina og Einar Þór Ás- geirsson landsliðsmaður þeirra hefur einnig ákveðið að yfirgefa Þrótt og ganga á nýjan leik til liðs við HK. Jón Árnason hefur ákveðið að ganga til Iiðs við ÍS.-Jón á a baki um 305 leiki fyrir Þrótt en hann hefur leikið með margföldu meistaraliði Þóttar í gegnum tíð- ina og unnið alla titla sem hægt er að vinna. Aðspurður sagði Jón um ákvörðun sína, að hann hefði verið orðinn of staðnaður með Þrótti og það væri kominn tími til þess að prófa eitthvað nýtt, og þar sem þess væri ékki að vænta hjá Þrótti væri ekki um neitt ann- að að ræða. Jón Árnason. „Ég neila því ekki að Hiox Xiao Fei þjálfari IS hefur einnig haft mikið að segja en ég skipti þó með miklum trega og ég vonasað mér verði vel tekið á nýja staðn- um,” sagði Jón. Jason ívarsson, Þór Ásgeirsson. formaður blakdeildar Þróttar, sagði að þetta væri ákvörðun Jóns og hann hefði ekkert um þetta að segja að öðru leyti og léti ekk- ert hafa eftir sér frekar um þetta mál. Fyrsta tap Þrótl R. í Neskaupstað ALL sögulegt vígi var lagt að velli í Neskaupstað þegar lið heimamanna skellti nöfnum sínum úr Reykjavík með þrem- ur hrinum gegn einni á föstu- dagskvöldið. Reykjavíkur- Þróttur lék báða útileiki sína um helgina á Neskaupstað, en liðið sigraði fyrri viðureignina í tvísýnum leik með þremur hrinum gegn tveim. Báðir leikir liðanna voru mjög jafnir og mikil barátta var báðum megin netsins. Fyrri leikur- inn á föstudags- Guðmundur kvöldið tók 94 mín- Þorsteinsson útur og það þurfti skrifar oddahrinu til að gera út um hann. Reykjavíkui’-Þróttarar náðu að vinna sigur í oddahrinu eftir að Örn Kr. Arnarson hafði farið hamförum í hrinunni. Grímur Magnússon, þjálfari austanmanna, sagði að Örn hefði átt inni varaforða og að það hefði fyrst og fremst verið góð frammistaða hans sem bjargaði andliti Reykjavíkurliðsins, en Leifur Harðarson uppspilari liðsins notaði Örn mikið og með góðum árangri. Dæmið snérist síðan við á laugar- daginn og þá sagði liðfæð Reykja- víkurliðsins til sín en þeir mættu einungis með 7 leikmenn í leikinn. Neskaupstaðarliðið vann fyrstu tvær hrinurnar eftir nokkuð jöfn átök, Reykjavíkur-Þróttarar unnu síðan þriðju hrinuna og töpuðu svo fjórðu hrinunni og þar með sínum fyrsta leik á Neskaupstað frá upp- hafi. Hjá heimamönnum bar mikið á Ólafi Viggóssyni en hann reynd- ist heimamönnum dijúgur. Petrún Jónsdóttir dæmdi fyrri leikinn og komst þokkalega frá erfiðum leik. Þr. N.-Þr.R.=2-3 (6-15, 15-4, 9-15, 15-13, 12-15) ka. Þr. N.-Þr.R.=3-l (16-14, 15-11, 11-15, 15-13) ka. Gjörbreytt lið Þróttarstúlkurnar sýndu mikla baráttu og börðust í heilar 98 mín- útur áður en yfir lauk. Völsungs- stúlkurnar höfðu betur í oddahrinu 17-15 og var það mjög vel sloppið. Austanstúlkurnar höfðu yfir í hrin- unni 14-12 og með smá heppni hefði sigurinn getað orðið þeirra en leikreynsla og aldursmunur gerðu gæfumuninn fyrir Völsunga. Þróttarliðið er mikið breytt frá því í fyrra en þar vantar fjórar fasta- manneskjur sem hafa haldið á önn- ur mið og uppistaðan í liðinu eru stúlkur sem leika með 2. flokki. Lið Sindra frá Höfn í Hornafirði mátti á laugardaginn sætta sig við eldskírn sem tók aðeins 40 mínút- ur, en liðið tapaði í þremur hrinum gegn engri, í leik þar sem Þróttar- stúlkurnar höfðu öll völd. Þr.N.-Völsungur=2-3 (10-15, 15-13, 10-15, 15-8, 15-17.) Þr. N.-Sindri=3-0 (15-5, 15-7, 15-2) Meistaralið Þróttar í vandræðum Biaklið Þróttar í Reykjavík, sem hefur unnið margan glæstan sigur- inn í gegnum tíðina, á í miklum vandræðum um þessar mundir. Lið- ið hefur tapað þremur af fjórum fyrstu leikjum sínum í íslandsmót- inu og frægðarsól liðsins virðist farin að hníga til viðar. Sá ægis- hjálmur sem liðið hefur borið yfir önnur lið í gegnum tíðina virðist vera að klofna. toúm FÓLK H TVEIR franskir „njósnarar” höfðu samband við Teit Þórðarson hjá Lyn fyrir helgina. Þeir ætluðu að koma til að fylgjast með Ólafi Þórðarssyni í leik með Lyn á sunnudag með það í hyggju að kaupa hann. En þar sem Olafur er meiddur varð ekkert úr því. Ólafur er á batavegi og var brotið ekk: eins slæmt og óttast var í fyrstu. Hann verður væntanlega kominn á fulla ferð eftir jól. H STEINAR Ingimundarson, knattspyrnumaður úr Víði, hefur enga ákvörðin tekið í sambandi við félagaskipti úr Víði. „Ég er að hugsa mín mál í rólegheitum,” sagði Steinar í stuttu spjalli við Morgun-‘ blaðið. KNATTSPYRNA Þorgrímur til Stjömunnar orgrímur Þráinsson, fyrr- um fyrirliði Vals, hefur ákveðið að leika með Stjörn- unni í 2. deild næsta sumar. Hann hafði í hyggju að vera aðstoðarþjálfari hjá Val, en hætti við það. „Ég fór með Val í Evrópu- leikinn til Sviss og þá fann ég að mig langaði miklu meira að spila, en horfa á. Ég ákvað því að breyta til, gera eitthvað nýtt og leika með Stjörnunni og ég hlakka til þess,” sagði Þorgrímur í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þorgrímur Þráinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.