Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Fyrsti landsleikur íslands og Kýpur í knattspyrnu á morgun: Mikilvægur leikur - segirÁsgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, um viðureignina sem fram fer í Larnaca Atli Helgason Fyrsti leikur Atla Atli Helgasonar, fyrirliði ís- landsmeistara Víkings í knattspyrnu, leikur fyrsta lands- leik sinn á morgun, þegar ísiand mætir Kýpur í Larnaca. Ásgeir Elíasson, landsliðs- '‘þjálfari tilkynnir byrjunarliðið í dag, en í gærkvöldi hafði hann ekki ákveðið hvor byrjaði í marki, Birkir Kristinsson eða Friðrik Friðriksson, en hann ætlar að skipta hálfleikjunum á milli þeirra. Valur Valsson verður aftasti maður í vörn, en Sævar Jónsson og Atli Helgason miðverðir fyrir framan hann. Andri Marteins- son og Baldur Bjamason verða á vængjunum, en Þorvaldur Örlygsson, Sigurður Jónsson og Arnór Guðjohnsen á miðjunni og verður Arnór þeirra’ fremst- ur. í framlínunni verða síðan . Hörður Magnússon og Eyjólfur Sverrisson. Varamenn fyrir utan vara- markvörð verða Kristinn R. Jónsson, Ólafur Kristjánsson, Hlynur Stefánsson og Atli Ein- arsson. ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu leikur vináttulandsleik við Kýpur hér í Larnaca á Kýpur á morgun. Þetta verður annar leikur liðsins undir stjórn Ás- geirs Elíassonar, landsliðs- þjálfara. „Þetta er mjög mikil- vægur leikur að mörgu leyti og reyndar skiptir mikiu máli að fá sem flesta leiki í undirbún- ingnum fyrir meiri og stærri verkefni,” sagði Ásgeir við Morgunblaðið um viðureignina á morgun. Fimm breytingar eru á hópnum frá landsleiknum gegn Spáni og sagði Ásgeir að það væri af hinu góða, því þá gæti Steinþór hann gefið fleiri Guðbjartsson mönnum tækifæri skrifar og skoðað fleiri leik- iráKýpur menn Afmarkaður hópur „Ég valdi nokkuð stóran hóp fyr- ir verkefni haustsins og það er nauðsynlegt því ljóst er að atvinnu- mennirnir eiga erfitt með að fá sig lausa í vináttuleiki. Ég lít á leikina fram yfir viðureignina gegn Frökk- um fyrst og fremst með þeim aug- um að kynnast mannskapnum og að strákarnir kynnist mér og mínum hugmyndum. Nú eru Sigurður Grét- arsson, Guðni Bergsson, Pétur Ormslev, Kristján Jónsson, Grétar Einarsson, Hilmar Sighvatsson, Ól- afur Gottskálksson og Ormarr Ör- lygsson fyrir utan og svo eru menn í U-21 árs landsliðinu eins og Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson og jafnvel fleiri ekki með, en ég ákvað að nota ekki strákana í U-21 árs liðinu fyrr en eftir leikinn gegn Frökkum. Þeir spila líka gegn Frökkum og þá fæ ég vonandi tæki- færi til að sjá þá betur, en að öðru leyti koma ekki fleiri til greina að svo stöddu.” Loka svæðum framarlega Þetta verður fyrsti landsleikur íslands og Kýpur í knattspyrnu og sagðist Ásgeir ekkert vita um mót- heijana. „Ég veit í raun ekki út í hvað við erum að fara, en ég geri ráð fyrir að Kýpurmenn séu svipað- ir og Grikkir og Tyrkir. Ég sá Tyrk- ina í sumar og á dögunum var ég með Framarana gegn grísku liði í Amór fyrirliði Arnór Guðjohnsen verður fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í landsleiknum gegn Kýpur á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem Amór verður með fyrirliðabandið, en hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja með fjórum fyrirliðum; Marteini Geirssyni, Ásgeiri Siguivins- syni, Atla Eðvaldssyni og Sævari Jónssyni. Sævar er eini leikmaðurinn í hópnum, sem hefur verið fyrirliði landsliðsins. Amór er þriðji fyrirliði liðsins í jafnmörgum leikjum. Atli Eðvaldsson var fýrirliði gegn Dönum í byijun september og Sigurður Grétarsson stjórnaði liðinu í fræknum sigri gegn Spánveijum í lok september. Keflvíkingar í við- ræðum við Júgóslava Keflvíkingar em að vinna í því að fá júgóslavneskan leik- mann fyrir næsta keppnistímabil. Umræddur leikmaður er 25 ára varnarmaður og leikur nú með 1. deildarliði í Vín í Austurríki og er laus þaðan 1. desember. Hann hefur mikinn áhuga á að leika hér á landi. Hann lék áður í sama liði í Júgóslavíu og Marco Tanasic, sem leikur áfram með ÍBK. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, stjórnar liðinu í annað sinn á morgun: „Eg lít á leikina fram yfir viðureignina gegn Frökkum fyrst og fremst með þeim augum að kynnast mannskapnum og að strákarnir kynnist mér og mínum hugmyndum. Evrópukeppninni, þannig að ef ágiskunin reynist rétt erum við að fara að leika við snögga menn með góða boltameðferð. Með það í huga legg ég áherslu á að loka svæðum eins framarlega og unnt verður í vörninni, en í sókninni verður áfram reynt eins og gegn Spánvetjum að halda boltanum og sækja stíft, þeg- ar tækifæri gefst.” ÍÞRÖmR FOLK ■ GUÐMUNDUR Pétursson, formaður landsliðsnefndar og vara- formaður KSÍ, og Haraldur Stur- laugsson, fyrrverandi landsliðs- maður frá Akranesi, fengu ekki töskur sínar við komuna til Kýpur í fyrrinótt. Þær urðu eftir í London og eru ekki enn komnar, en ein óþekkt taska flæktist hins vegar með til Kýpur. Hún var send aftur til London. ■ KJARTAN Steinbach, dómari í handknattleik, er með fyrirlestra um dómaramál í Nikósíu á Kýpur þessa viku. Hann mætti einnig töskulaus á svæðið en fékk farang- urinn með öllu kennsluefninu í gær skömmu áður en fyrsti fyrirlestur- inn hófst. ■ ÍSLENSKA landsliðið flaug í einni lotu til Larnaca á Kýpur, en skipt var um vél í London. Ferða- lagið tók hálfan sólarhring. ■ FRAMARARNIR Kristinn R. Jónsson og Baldur Bjarnason bættust í hópinn í London ásamt Sigurði Jónssyni, Þorvaldi Orlygssyni, Arnóri Guðjohnsen og Eyjólfi Sverrissyni. ■ LANDSLIÐIÐ æfði á leikvell- inum í gær í flóðljósum og 25 stiga hita. Gert er ráð fyrir ámóta veðri á morgun. ■ SIGURÐUR Jónsson er með samning við Puma og fær skó hjá fyrirtækinu. Hann hringdi á fimmtudag og sagði að sig vantaði par, en fékk þau svör að það væri svo mikið að gera að hann gæti ekki fengið skóna fyrr en einhvem tímann í næstu viku. „Það er greini- lega ekki sawia Jón og séra Jón,” sagði Sigurður um málið. „Ef ég hefði verið fastamaður í liði Arsen- al hefðu þeir komið með skóna um leið.” ■ ARNÓR Guðjohnsen og félag- ar hans í Bordeaux léku æfinga- leik við Brest um helgina og töpuðu 3:1. Ekkert var leikið í frönsku deildinni vegna landsleiks Frakka og Spánverja. ■ GUÐMUNDUR Torfason lék með St. Mirren í skosku úrvals- deildinni um helgina er liðið tapaði 0:1 fyrir Hibernian á heimavelli. ■ SIGURÐUR Grétarsson lék ekki með Grasshoppers er liðið tapaði fyrir Xamax 0:1, í sviss- nesku knattspyrnunni um helgina vegna meiðsla. Hann meiddist í nára á æfingu í síðustu viku. ■ STEFAN Edberg sigraði á þriðja mótinu í röð um helgina; að þessu sinni stórmót innanhúss í Japan. Hann vann Bandaríkja- manninn Derrick Rostagno í úr- slitum, 6:3, 1:6, 6:2 í úrslitaleik á 96 mín. og hlaut 122.700 dollara fyrir vikið — tæplega 7,4 millj. ISK. ■ SVIAR sigruðu í keppninni um Dunhill bikarinn í golfi, sem lauk í St. Andrews í Skotlandi um helg- ina. Þeir sigruðu Suður Afríkubúa í úrslitum, 2:1. Anders Forsbrand (68) sigraði John Bland (69), Per- Ulrik Johansson (74) tapaði fyrir David Frost (68) og Mats Lanner og Gary Player urðu jafnir, léku báðir á 74 höggum, en Svíinn sigr- aði á fyrstu holu í bráðabana. Svíarnir fengu 100.000 pund hver í verðlaun, um 10,3 milljónir ISK, og liðsmenn Suður-Afríku helm- ingi minna. ■ SANDY Lyle sigraði á fyrsta móti sínu í þijú um ár, er hann lék best allra á opna BMW mótinu í Miinchen. Skotinn lék á 268 högg- um, 20 undir pari. ■ FJÓRIR af bestu leikmönnum Skota verða ekki með í leiknum gegn Rúmeníu í Evrópukeppninni í knattspyrnu á morgun vegna meiðsla; framheijarnir Mo Jo- hnston og Ally McCoist, varnar- maðurinn Steve Nicol, og miðju- maðurinn Murdo MacLeod. GETRAUNIR: 11X 111 2X1 122 LOTTO: 12 18 22 25 31 + 37 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.