Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 7
B 7 MORGUNBLAÐIÐ IÞROt IIRpRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILD Barátta og sterkvöm - skóp sigur Grindvíkinga gegn Haukum STERKUR varnarleikur og mikil barátta færði Grindavíkingum bæði stigin í leiknum við Hauka á laugardag. Haukar sem hófu keppnistímabilið með fræknum sigri á Val náðu sér aldrei á strik gegn ákveðnum Grindvík- ingum sem unnu 90:74. Mike Dizaar skoraði fyrstu stigin á Strandgötunni með því að troða knettinum í körfuna með tilþrifum og var það í eina skiptið í Frosti leiknum sem hei- Eiðsson maliðið náði forys- skrifar tunni. Haukar skor- uðu ekki í næstu fimm mínútur en gestirnir með Dan Krebbs sem besta mann sigldu fram úr. Það var ekki fyrr en Eggert Garðarsson kom inn í liðið í stað Dizaar á loka- mínútum hálfleiksins í stöðunni 27:40 að hlutirnir fóru að ganga til betri vegar hjá heimamönnum og munurinn í leikhléi var aðeins sex stig. Haukar náðu einu sinni að jafna, 46:46 en þijár þriggja stiga körfur í röð frá Rúnari, Berg og Pálmari komu Grindavík aftur í þægilega forystu. Haukarnir náðu nokkrum sinnum að minnka mun- inn í þtjú stig en nær komust þeir ekki. Lokamínúturnar voru eign Grindvíkinga og munurinn í lokin í stærra lagi miðað við- gang leiks- ins, eða sextán stig. Dan Krebbs var mjög. atkvæða- mikill og styrkasta stoðin í jöfnu liði Grindavíkur. Guðmundur, Berg- ur og Rúnar áttu allir góða kafla og Pálmar fann sig vel á ljölunum í Strandgötunni, sem leikstjórnandi gegn sínum gömlu félögum. Bræðurnir Pétur og Ingvar voru bestu menn Hauka. Jón Órn fékk að þessu sinni lítinn frið. Dizaar sýndi stundum skemmtileg tilþrif og á án efa eftir að reynast liðinu dijúgur þegar fram í sækir. Hann náði hins vegar lítið að setja mark sitt á þennan leik. „Sú barátta sem við sýndum gegn Val var ekki til staðar í þessum leik. Grindvíkingar eiga hrós skilið fyrir varnarleikinn. Það þarf að laga ýmsa hluti hjá okkur og Bandaríkjamaðurinn á eftir að verða mun drýgri,” sagði Ólafur Rafnsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. Oruggt hjá Keflvíkingum KEFLVÍKINGAR sigruðu Þórs- ara nokkuð örugglega í fyrsta körfuknattleiksleik vetrarins á Akureyri á sunnudagskvöld. Það var greinilegt á leik beggja liða að talsverður haustbragur var á leik þeirra og augljóst að það á eftir að fínpússa ýmis- legt í leik þeirra. Leikurinn fór mjög rólega af stað og sem dæmi um það var stað- an eftir 5 mínútna leik, 4:2. Hittni leikmanna var af- arslök á upphafs- mínútunum, en Benjaminsson varnir liðanna sýndu skrifar góða baráttu og kom það einnig í veg fyrir góða skorun. Þórsara höfðu frumkvæðið í leiknum fram í miðjan hálfleikinn, en þá tóku Keflvíkingar við sér og fóru að spila af meira öryggi og juku forskot sitt jafnt og þétt fram að leikhléi. Hingað og ekki lengra Síðari hálfleikur var mun fjör- ugri en sá fyrri og reyndu Þórsarar allt hvað þeir gátu til að vinna upp forskot gestanna. Um miðjan hálf- leikinn höfðu þeir minnkað muninn niður í 6 stig. En nær hleyptu Kefl- víkingar heimamönnum ekki - sögðu; hingað og ekki lengra, og settu upp í hærri gír og keyrðu sig- urinn heim og var munurinn 21 stig er upp var staðið. Þórsarar virtust mjög tauga- strektir í þessum leik og eiga að geta betur en þeir sýndu. Banda- ríski leikmaðurinn, Micael Ingram, virtist geta skorað þegar hann vildi en tapaði boltanum hins vegar oft. Sturla Örlygsson átti ágætis spretti, en aðrir léku undir getu. Það sama á við um lið Keflvík- inga, sem voru taugastrektir í upp- hafi, en er á reyndi sýndu Johnatan Bow og Jón Kr. Gíslason hversu þeir eru megnugir og voru þeirra langbestu menn. Jón Kr. Gíslason lék mjög vel með Keflvíkingum. Morgunb'aðið/Sveirir Grind víkingurinn Guðmundur Bragason býr sig undir að senda knöttinn í körfu Hauka í leiknum á laugardag. Meistar- arnir unnuá Króknum FYRSTI heimaleikur Tindastóls í urvalsdeild körfuboltans fór fram á sunnudaginn, er ís- landsmeistarar Njarðvíkinga komu í heimsókn og sigruðu. Meistararnir gerðu 86 stig en heimamenn 78. Valur Ingi- mundarson fór á kostum gegn sínum gömlú félögum og gerði 46 stig. Frá Birni Björnssyni á Sauðárkróki Leikurinn hófst með mikilli bar- áttu, og var ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir. 4 Skiptust liðin á að hafa forystuna, jafnt var á mörgum tölum, en oftast var munurinn tvö stig, mestur í fyrri hálfieik sex stig. Njarðvíkingar áttu ekkert svar , við stórleik Vals Ingimundarsonar, sem var yfirburðamaður í liði Tinda- stóls, og hafði gert 29 stig þegar flautað var til leikhlés. ísak Tómas- son var hins vegar besti maður Njarðvíkinga og skoraði 21 stig í þessum hluta leiksins. Þá var Rob- inson geysisterkur undir körfunni og Tindastólsmönnum erfiður þar. í síðari hálfleik tóku Tindastóls- menn strax forystuna og höfðu undirtökin mest allan tímann en misstu Ivan Jonas út af með fimm villur þegar á sjöttu mínútu hálf- leiksins, en síðan þá Einar Einars- son og Kristinn Baldvinsson fljót- lega eftir miðjan hálfleikinn. Á næst síðustu mínútu komust Njarð- víkingar yfir, eftir að leikurinn hafði verið í járnum, og sunnanmenn héldu fengnum hlut. Leikurinn var í heild skemmtileg- ur, en slök dómgæsla kom í veg fyrir að liðin gætu sýnt sínar bestu hliðar. Dómararnir misstu mjög fljótlega tök á leiknum. Þess má geta að Teitur Örlygsson lék ekki með Njarðvíkingum. Hann meiddist lítillega á fæti gegn Skallagrími á föstudag, og lagðist svo í flensu. Teitur sagðist í gær, vonast til að geta leikið gegn KR á föstudag. Reynsluleysi Hólmarar unnu Borgnesinga í nágrannaslagnum á Vesturlandi LEIKMENN Snæfells frá Stykk- ishólmi nýttu vel eins árs reynslu sína í úrvalsdeildinni þegar þeir sigruðu nýliðana úr Skallagrími á heimavelli í Bor- garnesi á sunnudag, 69:75. „Við áttum seinni hálfleikinn og ef hann hefði verið nokkrum mínútum lengri er ég viss um að sigurðinn hefði verið okk- ar,” sagði Birgir Mikaelsson, þjálfari Skallagríms. Birgir sagði að Snæfellingar hefðu komið ákveðnir til leiks í fyrri hálfleik og náð að slá heima- menn út af laginu. theodór Kr. „Við lékum því langt Þóröarson undir getu um tíma. skrifar Okkur vantar leik- reynslu og það tekur tíma að aðlaga sig hinni hörðu keppni í úrvalsdeildinni. Þegar við erum komnir á ferðina og á góðum degi eigum við eftir að sýna tenn- urnar. Við getum unnið hvaða lið sem er,” sagði Birgir. Hátíðarstemmning var í troðfullu íþróttahúsinu í Borgarnesi þessum fyrsta heimaleik Skallagríms í úr- valsdeildinni. Fyrir leikinn var formleg afhending á nýrri tímatöflu sem Sparisjóður Mýrasýslu og Kaupfélag Borgfirðinga gáfu. Til- standið hafði greinilega ekki góð áhrif á nýliðana. Þeir voru slakir í upphafi leiksins, virkuðu tauga- spenntir, en Snæfellingar gengu á lagið og tóku strax forystuna. Karl Guðlaugsson stal boltanum af Borg- nesingum þrisvar í röð snemma leiks og varð það ekki til að auka sjálfstraustið hjá nýliðunum. Snæfell var komið með sextán stiga forystu í leikhléi. Skallagrím- ur skoraði fyrstu fjögur stigin í síð- . ari hálfleik en Snæfell svaraði með átta stigum í röð og komst í 20 stiga foi-ystu. Eftir það löguðu heimamenn vörnina og söxuðu smám saman á forskotið og síðustu mínúturnar voru spennandi. Á loka- mínútunni var forysta gestanna komin niður í fjögur stig en þeir luku leiknum af miklu öryggi og sigruðu með sex stiga mun, 75 stig- um gegn 69. Sigur Snæfells var verðskuldað- 4 ur. Bakverðir liðsins, Karl Guð- laugsson og Bárður Eyþórsson, áttu stórieik og höfðu bakverðir Skalla- gríms ekki roð við þeim. Þeir skor- uðu grimmt úr hraðupphlaupum gegn seinum Borgnesingum og hittu vel úr þriggja stiga skotum. Þá var vörn þeirra góð og Banda- ríkjamaðurinn Tim Harvey sterkur. Borgnesingar höfðu yfirburði inni í vítateignum. Þar munaði mest um Rússann í liði þeirra, Maxím Krúp- atsjev, sem er yfirburðamaður í lið- inu. Eggert Jónsson og Birgir Mika- elsson áttu góðan seinni hálfleik. íkvöld UMFG og Valur leika í úrvals- deildinni í körfuknattleik í Grindavík í kvöld kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.