Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I #f?ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 KNATTSPYRNA / EVROPA vicini verður látinn hætta Arrigo Sacchi, fyrrum þjálfari AC Milan, líklegur eftirmaður AZEGLIO Vicini, iandsliðs- þjálfari ítala í knattspyrnu, verður að öllum líkindum lát- inn fara eftir slæmt gengi landsliðsins í Evrópukeppn- inni. ítalska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í loka- keppnina í Svíþjóð og er það mikið áfall fyrir ítalska knatt- spyrnu. Vicini tók við liðinu eftirHM íMexíkó 1986. Italir gerðu aðeins markalaust jafntefli gegn Sovétríkjunum á laugardaginn og þurfa Sovétmenn nú aðeins jafntefli gegn Kýpur i síðasta leik til að tryggja sér sig- ur í 3. riðli og um leið sæti í úr- slitakeppninni í Svíþjóð. Antonio Matarrese, forseti ít- alska knattspymusambandsins, sagði að Vicini yrði látinn fara en hann vildi ekki staðfesta að Azeglio Vicini, landsliðsþjálfari Ítalíu. Arrigo Sacchi, fyrrum þjáifari AC Milan, myndi taka við eins og margir vilja meina. „Tími á breytingar” „Ég held að það sé kominn tími á breytingar. Það sem við þurfum núna eru menn með nútíma hugs- unarhátt. Við þurfum leikmenn menn innri hvöt, leikmenn sem hafa ekki unnið mikið en hafa vilja til að gera mun betur,” sagði Matarrese í samtali við íþrótta- blaðið Gazzetta Sportvia á sunnu- dag. Itölsku blöðin tóku ekki vel á móti Vicini, landsliðsþjálfara síð- ustu fimm árin, er hann kom frá Moskvu. ítölsku íþróttafrétta- mennirnir voru harðorðir í skrif- um sínum og sögðu þetta mikið áfall fyrir ítölsku knattspyrnuna og þjálfarinn yrði að fara frá. Jean-Pierre Papin skorar í nær hveijum landsleik. Fyrsta tap Spánverja í Sevilla í 69 ár: Förum til Svíþjóð- ar til að vinna - sagði Michel Platini, þjálfari Frakka, eftir sigurinn á Spánverjum tifám FOLK ■ SIGUR Frakka í Sevilla var nokkuð sérstakur fyrir Luis Fern- andez, miðvallarspilara Frakk- Iands. Hann er fæddur í smábæn- um Tarifa, sem er rétt utan við Sevilla. „Ég er ekki aðeins ham- ingjusamur vegna þess að við erum komnir til Svíþjóðar, heldur einnig vegna þess að ég skoraði mark í heimahaga. Mamma var hér í kvöld til að sjá mig leika,” sagði Fern- andez. ■ FRAKKAR léku sinn fyrsta leik í Sevilla síðan þeir töpuðu þar fyrir V-Þjóðverjum í vítaspymu- keppni i HM 1982. ■ EFTIR að Sovétmenn gerðu jafntefli, 0:0, gegn ítölum í Moskvu, þurfa þeir aðeins jafntefli í leik gegn Kýpur til að tryggja sér farseðilinn til Svíþjóðar. ■ KARLHEINZ Riedle, lands- liðsmiðheiji Þýskalands, sem leik- ur með Lazio á ítaliu, er meiddur á hné. Hann mun fara í læknisskoð- un fyrir Evrópuleik gegn Wales á morgun, sem fer fram í Niirnberg. Þjóðverjar verða að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast til Svíþjóðar. ■ MIKIÐ er um meiðsli í herbúð- um Englandinga, sem leika gegn Tyrkjum. Gary Pallister, Man. Utd., David Hirst, Sheff. Wed., Tony Adams og Ian Wright, Arsenal, eru meiddir og Chris Woods, markvörður Sheff. Wed., er í Skotlandi, þar sem dóttir hans er á sjúkrahúsi. ■ GRAHAM Taylor, þjálfari Englands, hefur kallað á Gary Mabbutt, Tottenham, Earl Barr- ett og Richard Jobson, Oldham og markvörðinn Tony Coton í landsliðshóp sinn. ■ ROY Aitken hjá St. Mirren, sem hefur varið valinn í skoska landsliðið, sem leikur gegn Rúmen- íu á morgun, var rekinn af leik- velli fyrir grófan leik þegar St. Mirren tapaði heima, 0:1, fyrir Hibs á laugardaginn. ■ SKOSKI landsliðsmiðheijinn Ally McCoist,, skoraði tvö mörk þegar Glasgow Rangers vann St. Johnston, 3:2. Fernandez skoraði í heimahögum. FRAKKAR tryggðu sér farseðil- inn í úrslitakeppni Evrópu- keppni landsliða i Svíþjóð 1992 með því að leggja Spánverja að velli, 2:1, í Sevilla. Spánverj- ar höfðu ekki tapað þar lands- leik í 69 ár, eða síðan 1923. Þeir höfðu leikið 28 landsleiki þar án taps, en þess má geta að það var í fyrsta skipti sem þeir hafa fengið á sig tvö mörk í Sevilla, þegar þeirtöpuðu fyr- ir Frökkum. Michel Platini, landsliðsþjálfari Frakklands, sem hefur nú leikið átján leiki í röð án taps, var að sjálfsögðu ánægður eftir leikinn, enda Frakkar þeir fyrstu til tryggja sér farseðilinn til Svíþjóðar. „Þetta var harður leikur, en sigur okkar var sanngjarn. Þetta var aðeins eitt skref af mörgum fram á við og við förum til Svíþjóðar til að vinna,” sagði Platini, sem var fyrirliði franska landsliðsins sem varð Evr- ópumeistari 1984. Frakkar hafa ekki tapað leik undir hans stjórn síðan í mars 1989. Það var annar gamalkunnur kappi sem lék við hlið Platini 1984 - Luis Fernandez, sem opnaði leik- inn með glæsilegu marki á tólftu mín. og síðan skoraði markahrókur- inn Jean-Pierre Papin annað mark, LYIM gerði jafntefli, 1:1, gegn Kongsvinger í síðustu umferð norsku 1. deildarinnar i knatt- spyrnu á sunnudaginn og hafn- aði í 4. sæti deildarinnar. Teitur Þórðarson, þjálfari Lyn, sagðist vera þokkalega án- ægður með leikinn gegn Kongs- vinger og úrslitin Erlingur sanngjörn. Jóhannsson Ertu ánægður skrifarfrá mes 4. sætið? Nore91 „í rauninni er ég ánægður með fjórða sætið þegar þess er gætt að þetta er okkar fyrsta keppnistímabil í 1. deild, en ég er hins vegar ekki ánægður með 0:2, þremur mín. síðar. Abelardo minnkaði muninn fyrir Spánveija á 33. mín. Papin sagðist hafa verið óhrædd- ur. „Lið okkar er byggt upp á mjög hæfileikaríkum leikmönnum. Við kappkostum að hafa gaman að því sem við gerum og leikum vel.” Hann var nálægt því að skora þriðja mark Frakka rétt fyrir leikslok, en skoti hans var bjargað á marklínu á síðustu stundu. Frakkar réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik, en síðan jafnaðist hann í seinni hálf- leiknum. Næsta verkefni Frakka er 20. nóvember í París. Þá taka þeir á móti Islendingum. frammistöðu okkar í undanförnum leikjum. Við höfum leikið góða knattspyrnu og skapað okkur fjöl- mörg marktækifæri en ekki nýtt þau. Þetta er mjög svekkjandi þeg- ar við erum einungis tveimur stig- um frá öðru sætinu og þar með sæti í Evrópukeppui á næsta ári. Ekki nóg með það töpuðum við þriðja sætinu á markahlutfalli, en þriðja sætið getur gefið rétt tilþátt- töku í Evrópukeppninni því Rosen- borg leikur til úrslita í bikarnum og vinnur að öllum líkindum.” Hver er framtíð þín hjá Lyn7 „Ég er samningsbundinn hjá Lyn og kann vel við mig hér og hef ekki í hyggju að breyta til.” Stórveisla í Dublin Mjög fjölmenn matarveisla var í Dublin á írlandi á laugardags- kvöldið. Veislan var haidin til styrktar Ronnie Whealan, fyrir- Iiða Liverpool og leikmann með írska landsliðinu. 875 manns komu í veisluná og borgaði hver fimm þús. ísl. kr. Margir snjöllustu leikmenn Liverpool, sem hafa leikið með Whelan voru mættir á staðinn og einn- ig írskir landsliðsmenn með Jackie Charlton, landsliðsþjálfara í farar- broddi. Veislustjóri var framkvæmdastjórinn gamalkunni Tommy Doch- erty. Whealan, sem er 30 ára, er fæddur í Dublin og lék þar með Home Farm. Hann gekk til liðs við Liverpool þegar hann var 17 ára. Ekki með British Airways l%að hefur vakið mikla athygli í Englandi að enska knattspyrnusambandið hefur gert þriggja ára samning við fiugfélagið American Airlines en ekki British Airways. AA mun sjá um allar ferðir enskra landsliða. Enska knattspyrnusambandið fær 300 þús. steríingspund fyrir samninginn og 100 þús. pund í bónus ef enska landsliðið nær að vinna sér sæti í HM í Bandaríkj- unum 1994. Eins af ástæðunum fyrir að enska sambandið hætti viðskiptum við British Airways er að á ýmsu gekk þegar enska landsliðið fór á HM á Ítalíu 1990. Þegar breska flugfélagið ætlaði síðan að sjá um forð enska lands- liðsins frá Ítalíu, sagði enska knattspyrnusambandið; Nei, takk. Lyn hársbreidd f rá Evrópusæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.