Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIRÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1991 B 3 KNATTSPYRNA / EVROPA Enn tapar Bayern í Munchen: Versta byrj- un Bayem í Qórtján ár Þjálfaraskipti hjá félaginu höfðu ekkert að segja. Dortmund vann stórsigur, 3:0, í Munchen SÖREN Lerby, nýráðinn þjálfari hjá Bayern Múnchen, var ekki brosmildur er hann gekk af leikvelli á Olympíuleikvanginum í Múnchen, þar sem Bayern mátti þola sitt fjórða tap í vetur - þegarfélagiðfékk leikmenn Dortmund íheimsókn. Lerby, sem tók við starfi Jupp Heynckes þremur dögum fyrir leikinn, sá knöttinn hafna þrisvar í netinu hjá sínum mönnum, án þess að þeir næðu að svara fyrir sig. Bayern er nú í þrettánda sæti í þýsku úrvalsdeildinni og hefurfélagið ekki byrjað svo illa ífjórt- án ár. Heynckes missti sitt starf eftir 1:4 tap gegn Stuttgart Kickers um síðustu helgi. Það var Michael Rummenigge, fyrrum leikmaður Bayern, sem opnaði leikinn fyrir Dortmund á 25. mín. og tveim- Frá ur mín. eftir leikshlé Jóni Halldóri skoraði landi Ler- Garðarssyni bys, Flemming iÞýskalandi Povlsen, annað markið og rétt fyrir leikslok urðu leikmenn fyrir því óhappi að skora sjálfsmark. Gerald Hillringhaus, markvörður Bayern, hljóp þá út úr vítateig til að spyrna knettinum frá - knötturinn hafnaði á í Miinch, vamarmanni Bayern, og af honum fór knötturinn til baka - beint í mark BayerQ af 30 m færi. Það undirstrikaði aðeins þá óheppni sem hefur verið í herbúðum Bayern í vetur. „Eins og allir hjá Bayern er ég mjög sleginn. Við vonuðumst svo sannarlega eftir betri úrslitum,” sagði Sören Lerby. „Okkar vanda- mál er hvað við missum knöttinn fljótt frá okkur. Það er mikið og erfitt verkefni framundan.” Mesta vandamál Bayern í vetur hefur verið hvað margir lykilmenn félagsins era meiddir. Bayern hefur leikið án sjö fastamanna að undan- fömu. Það eina sem menn gátu glaðst yfir um helgina, var að lands- liðsmennirnir Olaf Thon og Thomas Strunz eru byijaðir að æfa aftur. Lerby fær kaldar kveðjur Blöð í Þýskalandi sendu Lerby kaldar kveðjur eftir leikinn og settu út á leikaðferðina-sem hann not- aði, en í fyrsta skipti í mörg ár lék Bayem án þess að vera með „swee- per” - og var vörn liðsins eins og gatasigti. Leikur Bayern var afar lélegur og fengu leikmenn liðsins ekki marktækifæri. Blöðin benda á að Lerby sé ekki með þjálfarapróf FOI_K ■ JACK Walker, eigandi Black- burn Rovers og sá sem fékk Kenny Dalglish til félagsins, er þrítugasti ríkasti maður á Stóra Bretlandi og sá ríkasti í knatt- spyrnuheiminum. ■ WALKER er sextugur. Hann rak fyrirtæki í stáliðnaði; stofnaði það 1948 og hafði þá fjóra menn í vinnu. Hann seldi svo fyrirtækið, Walker Steel, í fyrra fyrir 330 millj- ónir punda — andvirði tæplega 34 milljarða íslenskra króna. Eignir Walkers eru alls metnar á rúma 37 milljarða ÍSK. ■ WALKER er frá Blackburn og hélt með liðinu sem strákur. Hann keypti síðan félagið í fyrra eftir að hann seldi fyrirtæki sitt. ■ ÞEGAR hefur verið hafist handa við breytingar á leikvangi félagsins, Ewood Park, en þeim lýkur eftir tvö ár. Þá verður pláss fyrir 25-30 þúsund áhorfendur, alla í sætum. ■ KENNY Dalglish fær tíu millj- ónir punda til að kaupa leikmenn strax, ef hann vill. „Peningar verða til reiðu, en ég opna samt ekki neina botnlausa hít, sem menn geta geng- ið endalaust í,” sagði Walker. ■ RAY Harford, fyrram stjóri Luton og Wimbledon, var ráðinn aðstoðarmaður Dalglish. Þjálfarar verða einnig Tony Parkes, sem hefur stjómað liðinu frá því í haust er Don McKay var rekinn, Jim Fernell, fyrram markvörður hjá Liverpool, og Asa Hartford, fyrr- um leikmaður Man. City og WBA. ■ HUNDRUÐ áhangenda Black- burn mættu á æfingu hjá félaginu í gærmorgun til að sjá nýja stjórann að störfum, en hann var ekki á staðnum. Hafði lofað að spila ágóðaleik í Skotlandi í gærkvöldi og var farinn þangað! Povlsen sektaður Danski landsliðsmaðurinn Flemming Povlsen, sem leikur með Dortmund var sektaður um 70 þús. ísl. kr. á dögunum - af forráðamönnum félagsins. Sektin renn- ur í sjóð leikmanna Dortmund. Ástæðan fyrir því var að Povlsen var mjög óhress með að vera á varamannabekknum og lét hann óánægju sína í ljós í blaðaviðtali. Hann sagði að hann væri betri leikmaður en Frank Mill og Stephane Chapuisat, sem væru í byijunarliðinu. Menn vora ekki án- ægðir með þessi ummæli. Lægri laun hjá Bayern I eikmenn Bayern hafa ekki í fjórtán ár * fengið eins litlar tekjur í aukagreiðslur og nú í byijun keppnistímabilsins. Leikmenn félagsins fá 35 þús. ísl. krónur fyrir hvert stig sem þeir fá í úrvalsdeildinni. Þeir hafa aðeins fengið 12 stig af 36 mögulegum, sem hefur gefið þeim 420 þúsund kr. af þeim 1,26 millj. króna. sem í boði hefur verið. og að hann hafi því enga reynslu. Mikill urgur er í mönnum og vilja margir að Uli Höness, fram- kvæmdastjóri félagsins, sé næstur til að taka pokann sinn. Glæsimark Goldbæk Það voru fleiri Danir í sviðsljósinu í Þýskalandi á laugardaginn en Sören Lerby og Flemming Povlsen. Bjarni Goldbæk hjá meistaraliði Kaiserslautern skoraði sigurmark meistarana með þrumufleyg af 20 m færi á síðustu mínútu gegn Bay- er Leverkusen, 2:1. Eyjólfur á miðjunni Eyjólfur Sverrisson lék á miðj- unni hjá Stuttgart, sem mátti þola tap, 4:3, í Nurnberg. Hann tók hlut- verk landsliðsmannsins Matthias Sammers, sem var í leikbanni. Eyjólfur náði ekki að skora. Arie Haan, fyrrum þjálfari Niirn- berg, sem var rekinn frá Stuttgart, hringdi frá Belgíu til Núrnberg, til að senda leikmönnum Númberg baráttukveðju. Þjálfari félagsins er Willí Entenmann, sem var einnig Flemming Povlsen skoraði lék á nýju með Dortmund og skoraði mark á rekinn frá Stuttgart. Ólympíuleikvanginum í Munchen. Kenny Dalglish til Rovers Leikmenn félagsins buðu hann velkominn með 5:2 sigri á Plymouth Kenny Dalglish aftur í sviðsljós- inu — nú í Blackbum. .KENNY Dalglish, fyrrum leik- maður og framkvæmdastjóri Liverpool, hefur tekið við stjórninni hjá 2. deildarfélag- inu Blackburn Rovers, sem lék síðast í 1. deild fyrir 25 árum. Gengið var frá ráðningu hans á laugardaginn fyrir leik Blackbum og Plymouth. Leik- menn félagsins buðu hann vel- kominn með því að vinna stórsig- ur, 5:2, og skoraði David Speedie tvö mörk. Speedie var síðasti leik- maðurinn sem Dalglish keypti til Liverpool, en hann hætti þar sem framkvæmdastjóri í febrúar sl., eða eftir að ljóst var að hann þoldi ekki pressuna sem fylgdi starfinu. Önnur gömul kempa, Simon Garner, skoraði einnig tvö mörk. „Ég hef náð mér fullkomlega og er tilbúinn að gefa krafta mína f að reyna að koma Blackburn upp í 1. deild, eða áður en ný úrvals- deild hefst næsta keppnistímabil,” sagði Dalglish, sem er fertugur, og gerði fjögurra ára samning við Blackbum. Skv. fréttum verður hann með 5.000 pund í vikulaun. Dalglish fór frá Liverpool þegar aðeins fimm mánuðum var lokið af fimm ára samningi. Félagið hefur farið fram á 500 þús. pund í bætur frá Blackburn, en Liverpo- ol varð að borga Glasgow Rang- ers þá upphæð til að fá Graeme Souness frá félaginu, en hann tók sem kunnugt er við af Dalglish. í gær var talið að Liverpool sætt- ist á 300.000 pund, frekar en að málið fari fyrir dómstóla. Tilboðið frá Blackburn er ekki það fyrsta sem Dalglish fær um þjálfun, eftir að hann hætti hjá Liverpool. „Ég tók hinum ekki, en þetta starf hentar mér,” sagði stjórinn. Sögusagnir hafa lengi verið í gangi um að hann væri á leið til félagsins, en fram kom á laugardag að samkomulag náðist ekki milli hans og eiganda þess fyrr en á föstudagskvöld. Dalglish var stjóri Liverpol í sex ár, og undir stjórn hans varð liðið þrívegis enskur meistari, tvívegis bikarmeistari og vann góðgerðar- skjöldinn þrisvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.