Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
B 7
Sæfarar shóganna í Mýlistasafnlnu
MIKIL SAGA
í LIFANDI EFNI
Halldór Ásgeirsson hefur dregið
að landi langt að komna ferða-
langa. Sæfarar skóganna nefnist
sýning hans í Nýlistasafninu og
eru öll verkin unnin í eða úr reka-
viði, samþjappað efni sem geym-
ir mikla sögu ef drumbarnir
mættu mæla og segja sína sögu.
Þessi verk eru ólík því sem ég
hef gert áður. Þetta er þrung-
ið efni og samþjappað og í
mínum huga er þetta eðlileg út-
víkkun á sviði mínu sem mynd-
listarmanns. Mér finnst gott að
takast líkamlega á við efnið, nota
aðallega öxi og sporjárn og ein-
hvern veginn þjappar þetta hugs-
uninni sem fer í verkið saman,”
segir Halldór.
Hann hefur farið langan veg
sjálfur að rekaviðardrumbunum,
frá málverkinu, í gegnum reyk-
teikningar, að lúðum tijábolunum.
„Þetta er mjög hollt fyrir mann,
ég hef ekkert málað í tvö ár, hef
verið í eins konar litabindindi en
er þó alls ekki búinn að yfirgefa
litinn eða teikninguna. Maður fer
í misstóra hringi sem listamaður,
tekur utan um fleiri atriði í hveij-
um hring en þeir snúast um sama
hlutinn, persónulega listsköpun og
þroska manns.”
Halldór sýnir á öllum þremur
hæðum Nýlistasafnsins og áhorf-
andinn gengur í gegnum ákveðna
hugsun þar sem Halldór segir að
í fyrsta salnum á neðstu hæðinni
sé djúpið, þyngdin og myrkrið, síð-
an er horfið uppávið þar sem í
efsta salnum stefna verkin upp í
bláinn, annars vegar með því að
vera laus frá gólfinu eða beina
sjónum áhorfandans til himins í
ákaflega fallegu verki þar sem er
ljós rekafura og efst á henni hvílir
lifandi tré. Verkið heitir Áfram.
„Lífið heldur áfram,” segir Hall-
dór. Hann bætir því við að sýning-
in sé að miklu leyti hugsuð út frá
rýminu, „ég velti því fyrir mér
hvernig verkin og rýmið spiluðu
best saman og nota mér salina og
þessar þijár hæðir til að segja
ákveðinn hlut.”
Kertaljós eru víða innan um og
saman við verkin. „Þetta gefur
sýningunni kannski dálítinn
helgiblæ en ég er hrifinn af slíku
og vil hafa dálítinn hátíðleika yfir
henni. Kannski er þetta svolítil
yfirlýsing um trú, ég veit það
ekki.” Birtan eykst því sem ofar
dregur væru líklega sannmæli um
sýninguna þar sem verkin á neðstu
hæð eru úr svörtum, brenndum
viði en þó er ekki laust við ljóðræn-
an tón þegar Halldór bendir á verk
sitt Djúpið, þar sem eru holaðir
stubbar fylltir dimmbláum lit. Hvar
endar þessi litur? Það má hefja
ímyndunaraflið á flug um þau
regindjúp sem Sæfarar skóganna
hafa flotið yfir á leið sinni til ís-
landsstranda.
„Sýningin endar á léttleika og
bjartsýni, finnst mér, og gefur hún
fyrirheit um að ég sé kominn á
slóð sem ég muni halda áfram á.
Halldór Ásgeirsson sýnir skúlptúra unna í rekavið í Nýlistasafninu þessa dagana.
Þetta efni kallaði sterkt á mig og
ég varð að prófa þetta. Ég byijaði
hikandi, fór að vinna við einn
drumb og varð að halda áfram.
Mér finnst ekki vera neitt það efni
sem ekki kemur mér við en þetta
er engu að síður í fyrsta skipti sem
ég helga mig einu
efni algjörlega og
er ekki með bland-
aða tækni á sýn-
ingu. Þetta er
samt tilraun til að
færa út mín land-
amæri og kanna
möguleika mína,”
segir hann. Bætir
svo við: „En þessi
verk hafa mest
fæðst í vinnunni
sjálfri. Efnið er
svo lifandi að hug-
myndirnar kvikna
við að handfjatla
það. Áður vann ég
mest út frá hug-
myndum sem ég
útfærði síðan en á
þessari sýningu er
aðeins eitt verk
unnið með þeim
hætti. Verkin eru
hvert fyrir sig og
í heild eins konar
samþjappaðar
grundvallarhug-
myndir um lífið og
listina. Hugmynd-
ir sem alltaf hafa
verið mér hug-
leiknar en mér
finnst ég aldrei
hafa náð jafn
sterkum tökum á
þeim og nú í þess-
ari sýningu.”
Hann bætir við
eftir umhugsun:
„Það er auðvitað
eðlilegt að manni
fínnist það á
hveijum tíma og
þetta er hluti af
þroska manns
sem myndlistar-
manns. Aldrei að
vita hvað gerist
næst.”
Morgunblaðið/Einar Falur hs
Hróðmar Sigurbjörnsson, Takem-
itsu, Judith Weir.
Miðvikudagur 13. nóvember:
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar. Gerðuberg kl.'
10-13 og 14-17. Geoffrey Parsons.
Námskeið fyrir söngvara og píanó-
leikara. Bústaðakirkja kl. 20.30:
Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Krist-
inn Örn Kristinsson, píanó. Verk
e, César Franck, Grieg, Brahms,
Tartini.
Fimmtudaginn 14. nóvember:
Gerðuberg kl. 10-13. Geoffrey
Parsons. Námskeið fyrir söngv-.
ara og píanóleikara.
Iláskólabíó kl. 20.00. (Grænir)
Sinfóníuhljómsveit íslands. Stj.
Daniel Swift. Eins. Opera Ebony.
Kór. Porgy og Bess e. Gershwin,
Treemonisha e. Scott Joplin, Þætt-
ir úr óperunni Frederick Douglass.
Sunnudaginn 17. nóvember:
Norræna húsið, kl. 17.00.
Vísnasöngur. Jens & Dorthe (frá
Danmörku). Hafnarborg kl.
20.00.
Tríó Reykjavíkur. Sónötur og tríó
eftir Beethoven.
Miðvikudagur 20. nóvember:
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar.
Norræna húsið, kl. 20.30.
Nordica ensamblen leikur tónlist
eftir norræn kventónskáld.
Fimmtudaginn 21. nóvember:
Háskólabió kl. 20.00.
Sinfóníuhljómsveit Islands (Rauð-
ir). Stj. Michel Tabachnik. Einl.
Truls Mörk, selló. Coriolan forl. e.
Beethoven, Sinfonia Concertante
e. Prokofieff, Síðdegi skógarpúk-
ans e. Debussy, Bolero e. Ravel.
Föstudaginn 22. nóvember:
Norræna húsið, kl. 20.30.
Vísnasöngur. Jens & Dorthe (frá
Danmörku).
Tónlistarfélag Akraness.
Safnaðarheimilið Vinaminni kl.
20.30.
Dætur norðurljóssins. Nordica ens-
amblen leikur tónlist eftir norræn
kventónskáld.
Sunnudaginn 24. nóvember:
Bústaðakirkja kl. 20.30.
Kammermúsikklúbburinn. Sigrún
Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik,
fiðlur, Helga Þórarinsdóttir og
Guðmundur Kristmundsson, viol-
ur, Nora Kornblueh, selló, Óskar
Ingólfsson. Kammerverk eftir
W.A.Mozart.
Akureyrarkirkja, kl. 17.00.
Orgeltónleikar í tilefni af 30 af-
mæli orgels kirkjunnar. Bjöm
Steinar Sólbergsson. Verk Vierne,
Vidor, Bach, Jón Nordal, Páll
ísólfsson, César Franck.
Þriðjudaginn 26. nóvember:
Akureyrarkirkja, kl. 12.10.
Orgeltónleikar í hádeginu. Björn
Steinar Sólbergsson.
Miðvikudagur 27. nóvember:
Akureyrarkirkja, kl. 12.10.
Orgeltónleikar í hádeginu. Björn
Steinar Sólbergsson.
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar.
íslenska óperan kl. 20.30.
Yelda Kodalli, sópran. Murat Kod-
alli, píanó.
Fimmtudaginn 28. nóvember:
Akureyrarkirkja, kl. 12.10.
Orgeltónleikar í hádeginu. Björn
Steinar Sólbergsson.
Föstudaginn 29. nóvember:
Akureyrarkirkja, kl. 12.10.
Orgeltónleikar í hádeginu. Björn
Steinar Sólbergsson.
Laugardaginn 30. nóvember:
Akureyrarkirkja, kl. 12.10.
Orgeltónleikar í hádeginu. Björn
Steinar Sólbergsson.
Gerðuberg kl. 17.00.
Ljóðatónleikar. Anna Júlíana
Sveinsdóttir, mezzosópran, Jónas
Ingimundarson, píanó. Spánskir
söngvar frá 1450-1550 og ljóða-
söngvar eftir Borodin, Strauss og
Mahler.
Akraneskirkja kl. 18.00.
Orgeltónleikar. Jón Ólafur Sig-
urðsson leikur verk eftir Buxte-
hude, J.S.Bach og César Franck.
Tónleikaskrá þessi er unnin á
skrifstofu Samtaka um byggingu
tónlistarhúss og byggist á upplýs-
ingum sem berast í tæka tíð, bréf-
lega eða í síma 29107.
Auk þess sem skráin birtist hér,
er henni einnig dreift víðar, m.a.t
il annarra fjölmiðla og aðila sem
starfa að ferðamálum.
Tónlistardeild Ríkisútvarpsins
hefur óskað eftir að fram komi,
að lesið er beint upp úr þessari
skrá í útvarpsþáttum deildarinnar.
Skráin er birt með fyrirvara um
breytingar.