Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 2

Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 BIIAR- tegundir á 1,4 til 1,5 milljónir kr. sæti hurðir rúmtak hö. gírar stgr. ver6 Mazda 323 GLXI 5 4 1800 90 sjsk. 1.405.000 Mazda 626 GLX 5 5 2000 110 5 1.420.000 Fiat Tipo 16v 5 5 1600 148 5 1.425.000 Mazda 323 GTI 5 5 1800 90 5 1.430.000 Toyota Carina II GLi stallbakur 5 4 2000 121 sjsk. 1.430.000 Nissan Primera SLX dísil 5 4 2000 105 sjsk. 1.436.000 Suzuki Vitara 4 3 1600 80 5 1.438.000 Subaru Legacy stallb. GL 4X4 5 4 1800 95 5 1.445.000 Mitsubishi Galant GLSi 5 4 2000 110 sjsk. 1.445.760 Volvo 440 GLT 5 5 1720 106 sjsk. 1.448.000 Volvo 460 GLE 5 4 2850 106 5 1.448.000 Daihatsu Feroza Limited EFI 4 3 1600 96 5 1.449.000 Mazda MX-3 4 2 1600 95 5 1.450.000 Mazda 323 GLXI 5 5 1800 95 sjsk. 1.455.000 Nissan ÍOO NX GTi 4 2 2000 143 5 1.462.000 Audi 80 S 90 •J 4 1 800 5 1.471.000 Honda Accord EX 5 4 2000 112 5 1.474.000 Mitsubishi Galant GLSi 5 5 2000 110 sjsk. 1.475.520 Peugeot 405 GR skutbill 5 5 1900 105 sjsk. 1.4/4.000 Chevrolet Corsica LT 5 4 2200 95 sjsk. 1.48O.QOO Toyota Corolla GLi Touring 4X4 5 5 1600 105 V 5 1.485.000 Opel Vectra GL 5 4 2000 110 sjsk. 1.487.000 Volkswagen Passat GL 5 4 1800 112 5 1.495.000 Peugeot 405 GR 4X4 5 4 1900 105 5 1.499.000 Fargjaldastnð lika til Austurlanda fjær FARGJALDASTRÍÐ geisar víðar en á leiðinni yfir Atlantshaf- ið og þessar vikurnar keppa flugfélög í Austurlöndum grimmt um hylli farþega. Sem dæmi má nefna að flugfélag Hong Kong Cathay Pacific selur þangað miða í desember á 611 sterlingspund eða um 63 þúsund krónur frá London. Cathay Pacific býður lægsta fargjöldum til Austurlanda fjær. BÍLANAUST kynnir á morgun, laugardag, nýja handhæga þjófa- vörn fyrir bíla. Tækið er lítið og mjög hand- hægt, með fjarstýringu sem hægt er að hafa á lyklakippunni. Það gefur frá sér 110 decibela hljóð auk þess sem auðvelt er að tengja það við flautuna. Það verða Skúli raf- virki og Baldur Bijánsson sem kynna tækið á morgun milli klukk- an 11 og 13. ■ Morgunblaðið/Júlíus Eru Ijósin í Ingi? LOGREGLAN í Reykjavík hefur að undanförnu haft sérstakt eftirlit með ljósabúnaði bíla en að sögn lögrelgumanna er árvisst í vetrarbyrjun að fjölmargir bíleigendur trassi að kanna ástand ljósabúnaðarins og bæta úr ef þörf krefur. Ljósmyndari blaðsins átti leið um Rauðarárstíginn í gær þar sem Árni Friðleifsson lög- reglumaður og handknattleikskappi úr Víkingi hafði stöðvað ökumann til að gera athugasemdir við ljósabúnaðinn. Að sögn Omars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er enn látið nægja að áminna menn en innan tíðar verða sektarblokkirn- ar teknar fram vegna mála af þessu tagi. ■ verðið en næst eru Emirates- flugfélag Dubai sem selur farmiða á sömu leið á 640 pund. Önnur félög sem hafa lækkað verðið þangað eru m.a. Quantas, flugfé- lag Ástralíu, og Thai, flugfélag Thailands, en þau eru töluvert fyrir ofan þessa upphæð. Tvö flugfélög bjóða ódýrari miða London-Singapore -London en heimaflugfélagið SIA. Emirates hefur miða á 560 pund og Qantas á 640 pund en það er tíu pundum dýrara hjá SIA. Emirates býður best á leiðinni til Bangkok í desember, eða 530 pund, og skýtur flugfélagi lands- ins, Thai, ref fyrir rass sem býður miða á 640 pund. Sérstakt far- gjald, 570 pund, er fáanlegt frá Thai ef menn stoppa í landinu í fimm daga eða lengur. Er þá oft innifalið í verði hótelgisting og fleira. Það er ferðaskrifstofan FETC í London sem selur miða á þessu verði en hún hefur sérhæft sig í Ödýrt í desember hjá Flugleiðum FLUGLEIÐIR bjóða fram að jólum ódýrt flug til ýmissa borga í Evrópu og er ódýrasti miðinn til Glasgow þar sem flug og gisting í 3 nætur kostar 27.300 krónur. Yfírleitt er um að ræða ferð og 2ja nátta gist- ingu og verð frá 28.100 upp í 32 þúsund fyrir ferð til London og er þá leiksýningarkvöld innifalið. ■ Alla slíka miða þarf að greiða að fullu 14 dögum fyrir brottför og ekki hægt að krefjast endur- greiðslu ef væntanlegur farþegi forfallast. Stundum er leyfð við- dvöl annars staðar en á ofan- greindum áfangastöðum. ■ Perestrojku- úr hjá Aeroflot í NÝJASTA hefti flugblaðs rússneska flugfélagsins Aeroflot eru kynnt ný arm- bandsúr kennd við per- estrojku. Þau kosta sem svar- ar 2.000 krónum og til eru nokkrar gerðir og virðist eftir myndum að dæma einkum vera inngreyptar myndir af höllum Kremlar eða fána Sov- étríkjanna með mána og sigð. Islenskar sýninp í Sviss UM ÞESSAR mundir láta íslend- ingar nokkuð að sér kveða í lista- lífinu í Sviss. Gunnar Kristinsson er með sýningar í Fluelen og Altdorf og tónverk eftir hann fyrir selló verður frumflutt í Flu- elen viku af desember. Ódýr matur eins og síld er ekki vinsæll þó flestir kvarti undan háu verði á matvöru NOKKUR afbrigði af síld eru nú komin í fiskborðið hjá mörgum fisksölum, enda er síldarvertíðin í fullum gangi um þessar mundir. Gamalt orðtæki segir: Þegar síldin kemur fer læknirinn, og er þá vísað til þess hversu heilsusamleg og bætiefnaauðug síldin er. í nútímamatreiðslu eru mögu- leikar á meðhöndlun sfldar fjöl- margir og nokkrar hugmyndir komu einmitt fram í Jólamatarblaði Morgunblaðsins síðastliðinn mið- vikudag. Daglegt líf hafði samband við nokkra fisksala í Reykjavík og í ljós kom að þeir eru tregir að taka ferska sfld í sölu. „Við fleygjum um 70% af fersku síldinni sem við kaupum, því fólk lítur varla við henni,” segja fisk- kaupmennirnir. Flestlr höfðu kryddsfld og saltsíld á boðstólnum og var meðalverð á henni í kringum 200 krónur kílóið. Fiskkaupmönn- unum bar saman um að saia á sfld væri fremur dræm. „Það er aðal- lega eldra fólk sem kaupir síld til að marínera, og einnig þeir sem hafa búið erlendis og kynnst sfld þar,” sögðu þeir. „Síldin hefur oft verið nefnd silf- ur hafsins, _ en einhverra hluta vegna hafa íslendingar ekki áttað sig á hversii góður matur þetta er,” sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands íslands, í samtali .við Daglegt líf. Fersk síld kostaði á bilinu 90-100 krónur kílóið í þeim fiskbúðum sem á annað borð höfðu hana til sölu. Óskar sagði að uppúr bát kostaði kílóið af gæðasíld hins vegar 8-9 krónur. Hann sagði ennfremur að megnið af sfldarafla íslendinga færi í bræðslu. „Því miður er það svo,” sagði hann, „að þessi holli og ódýri matur, sem frá ómunatfð hefur verið notaður til manneldis, endar hér í skepnufóðri.” ■ Konur eiga til að vera grimmar gagnvart öðrum konum segir Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur „KONUR eiga mjög auðvelt með að setja sig í spor annarra og taka tillit til aðstæðna og Hðan annars fólks. Þær átta sig fljótt ef einhverjum nálægum líður illa. Þetta næmi kvenna gerir það að verkum að þær finna auðveldlega hvernig þær geta sært fólk,” segir Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur, en um þess- ar mundir stendur yfir námskeið á vegum Sálfræðistöðvarinnar þar sem Álfheiður er leiðbeinandi ásamt Guðfinnu Eydal sál- fræðingi. Námskeið þetta er eingöngu ætlað konum og er áhersla lögð á samstarf og samskipti kvenna á mismunandi vettvangi. „Konur geta verið lúmskt grimmar ef eitthvað bjátar á,” segir Álfheiður og held- ur áfram: „Grimmdin. getur sérstaklega beinst að öðrum konum. Námskeiðið hjá okkur er fyrst og fremst fræðsla í sálarfræði fyrir konur, en því er ekki ætlað að leysa persónuleg vandamál fólks.” Álfheiður sagðist teija að með aukinni innsýn kvenna í eigið sálar- líf ættu konur auðveldara með að byggja upp innri styrk bæði sem einstaklingar og í samstarfi og samskiptum við aðra. ■ Sýning á verkum eftir Rögnu Róbertsdóttur verður'opnuð í Bern 3. desember og málverk eftir Sol- veigu Aðalsteinsdóttur eru á sýn- ingu í La Chaux de Fonds. íslands- myndir og 50 ljósmyndir eftir Ragn- ar Axelsson verða á sýningu í Mar- tigny fram til 29.desember. ■ Jólafundur Vinafélagsins á mánudagskvöld JÓLAFUNDUR Vinafélagsins verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld. Þetta er síðasti fundur félagsins fyrir jól og þar verður flutt hugvekja, kaffi og konfekt á boðstólum, sungið og allir auðvitað þjartanlega vel- komnir. Vinafélagið var stofnað í febrúar á þessu ári og hefur aðsetur í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. „Þetta er félag fyrir þá sem vilja losna úr sinni einsemd. Markmiðið er að vinna á einsemd- inni saman með því að hittast,” segir Ásdís Bemburg formaður félagsins. Meðlimir eru á öllum aldri, hjón og einstaklingar af báð- um kynjum og í félaginu eru nú starfandi 250-300 manns. Innan félagsins eru starfandi hópar, leik- húshópar, gönguklúbbar, mynd- listarklúbbar og fleiri áhugamann- aklúbbar. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.