Morgunblaðið - 29.11.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVBMBER 1991
C 13
K E N Y A
Spennandi kostur
fyrir feröaþyrsta fslendinga
nær þeir fá nóg. Það er ekki okk-
ur að kenna ef þeir borða yfir sig,”
bætti hann við og brosti enn breið-
ar.
Eftir ánægjulegar skoðunar-
ferðir seinni daginn, m.a í Karen
Blixen-safnið og Bomas of Kenya,
bauð forstjóri Lonhro Hótel-keðj-
unnar, Perry Hennessay, til veislu
heima hjá sér. Þegar komið var
inn fyrir rammgert hlið tóku á
móti okkur þrír stæðilegir sheffer-
hundar. Við þorðum ekki, fyrir
okkar litla líf út úr bílunum fyrr
en húsráðandi hafði króað hund-
ana af inni í bílskúr og gefið skip-
un: „ekki drepa”. Að því búnu
ÞEGAR hugsað er til Afríku
kemur eflaust fyrst í huga fá-
tækt og hungurneyð af mynd-
um í sjónvarpi eða blöðum. En
Afríka er ekki bara fátækt, þó
hún sé óneitanlega hluti af dag-
legu lífi þorra íbúa. Sé litið
fram hjá fátækt, sem víða blas-
ir við, er Kenýa kjörin fyrir
þá, sem fýsir að víkka sjón-
deildarhringinn, kynnast nýrri
þjóð, nýjum menningarsiðum
og ekki síst nýjum ferðamáta.
í Kenýa er fátækt og ríki-
dæmi, strendur og safarí og mis-
munandi loftslag eftir því hvar
er verið. Höfuðborgin Nairobi er
inni í landi, í 1.670 m hæð yfir
sjó, þar er þægilegt loftslag, um
25 stig á daginn og 15 á næturn-
ar árið um kring. Kenýa er á
norðausturströnd Afríku, rétt
sunnan miðbaugs. Vinalegt við-
mót mætir manni hvarvetna og
orðið „jambo” halló er kunnuglegt
eftir fyrsta daginii. Opinber tunga
innfæddra er swahili en enska er
mörgum töm. Breskra áhrifa
gætir víða þó hátt í 30 ár séu
síðan landið losnaði undan yfir-
ráðum Breta.
í Kenýa er allt af öllu sem
ferðamenn langar að sjá og reyna,
eins og við, nokkrir útvaldir ís-
lendingar, komumst að í ferð þar
fyrir skömmu en Kenýa er nýr
áfangastaður fyrir ferðaþyrsta
íslendinga. Hafa Flugleiðir og
Kenya Airways sameinað kraft-
ana til að gera þennan „fjarlæga”
draum að veruleika. Og fyrir milli-
göngu Inga Þorsteinssonar, ræð-
ismanns Islands í Nairobi, hafa
tekist samningar við ýmsa í veit-
inga- og gistihúsarekstri suður
frá.
Ekkert okkar sjö vissi við
hvetju var að búast þegar lagt
var í’ann enda hafði ekkert okkar
komið til Afríku fyrr. Á rúmri
viku gerðum við það sem „hefð-
bundnir” túristar gera á 2 til 3
Kíkt inn í masai-þorp.
vikum enda var meðalsvefn ekki
nema um þrír tímar á sólarhring.
Nú bjóðast íslendingum í fyrsta
sinn þaulskipulagðar ferðir um
Kenýa á vegum Path-fyrirtækisins
sem hefur aðalbækistöð í Nairobi.
Ingi Þorsteinsson hefur haft veg
og vanda af undirbúningi, en hann
er framkvæmdastjóri Path. Þó
talað sé um þaulskipulagðar ferðir
getur hver hagað seglum eftir
vindi fyrir ferðina og kemur Path
til móts við óskir viðkomandi ferð-
amanna þó hér verði drepið á það
helsta sem „pakkaferðirnar” inni-
halda, sem eru ýmist 2ja eða 3ja
vikna.
Á 8 dögum fórum við 13 sinnum
í loftið og í alls kyns skoðunarferð-
ir með bílum frá Prestige Safaris,
sem Ingi hefur samið við um flutn-
ing íslendinga milli staða. Eftir
lendingu í Nairobi að morgni dags
var haldið á aldagamalt hótel,
Norfolk, sem á töfrandi sögu. Þar
var áð í tvo daga, án þess þó að
slaka á því Nairobi er heillandi
borg með sínar andstæður, ríki-
dæmi og fátækt,
hvert sem iitið er.
Fyrra kvöldið var
kvöldverður á einum
frægasta veitinga-
staðnum, Carnivore,
sem er nokkuð utan
við þéttbýlið. Okkur
var tjáð að þar væri
nánast fullt hvert kvöld. Þar er
einnig dansstaður og þegar við
heimsóttum Carnivore, var þétt-
skipaður salurinn enda héldu góð-
ir gestir frá London uppi fjörinu,
eftirhermur Bítlanna frá Liverpo-
ol. „Þú hefur ekki séð Nairobi
fyrr en þú ert búin að koma á
Carnivore,” sagði framkvæmda-
stjórinn og brosti breitt þegar við
vorum búin að fá rúmlega nægju
okkar af réttunum: dádýrakjöti,
antilópukjöti, zebrakjöti, krókó-
dílakjöti og gíraffakjöti. „Þið eruð
kannski hissa á öllum þessum
mat. En okkar „mottó” er að bjóða
gestum að borða eins mikið og
þá lystir, en við vonum að þeir
hafi sjálfir dómgreind á því hve-
Villidýrarétt-
ur borinn fram
á veitinga-
staðnum
Carnivore,
skammt fyrir
utan Nairobi.
vísaði hús-
freyjan okkur í
gegnum stof-
una og að eink-
asundlaug
þeirra. Þjónar
voru á hverju
strái og báru
fram drykki og
djúpsteiktar sjávarafurðir. Þá var
sest til borðs undir berum himni
við sundlaugina. Þegar kiukkan
nálgðist miðnætti þökkuðum við
Hennessy og hans konu höfðing-
legar móttökur og undir leiðsögn
innfæddra var næturlífið skoðað
af kostgæfni, en þar eru ýmsir
skémmtilegir klúbbar og dans-
staðir. En fátæktin lét ekki á sér
standa því úti fyrir flesta skemmt-
istaði stóð hópur ungra barna í
leit að lifibrauði.
Ef farið er til Kenýa eru safarí-
ferðir nokkuð sem ekki verður
komist hjá enda er landið einn
þjóðgarður. Morguninn eftir næt-
urklúbbaröltið var haldið í bítið
til Masai Mara þjóðgarðsins sem
Strendur Mombasa eru gersemi fyrir sól-
jyrsta ferðamenn.
er um klukkutíma flug. Á af-
skekktum flugvelli úti á sléttunum
tók á móti okkur leiðsögumaður
ásamt bílstjóranum Patrick Mas-
heri sem var okkar hægri hönd
um sléttur og kynjadýr Kenýa.
Hópurinn var sammála um að
safarí-ferðin hafi verið toppurinn
á tilverunni í Kenýa, af öðru ólöst-
uðu því hver ferð hafði sinn
„sjarma”. Patrick bílstjóri var
masai í húð og hár; hann tilheyrir
einum frumstæðasta ættbálkin-
um. Þegar hann er ekki að keyra
ferðamenn klæðist hann masai-
búningi, tekur sér prik í hönd og
heldur fótgangandi heim í þorpið
sem er í um 12 km fjarlægð frá
vinnustaðnum. Og þar býr hann
með konu sinni og þremur bömum
í moldarkofa og passar sitt búfé.
Patrick sagðist stefna að því að
eignast þijár konur, en óneitan-
lega kostaði það sitt því hver kona
væri á 10-12 kýr. Tíminn yrði að
leiða í Ijós hvernig honum gengi
það.
Eftir ferðina til Masai Mara,
var haldið aftur til Nairobi og gist
í eina nótt. Var þá móttaka hjá
Kenya Aimays þar sem við litum
augum „masaia í jakkafötum”
sem var einn yfirmanna KA. Hann
sagðist líka halda í gamlar venj-
ur, byggi í litlu þorpi með sínu
fólki um helgar. Eg spurði hvort
hans markmið væri að eignast
margar konur. „Já, tíu ... og helst
eina útlenska. Ert þú nokkuð á
lausu,” svaraði hann að bragði.
Þetta „comment” hans vakti al-
menna kátínu en málið var með
það sama tekið út af dagskrá.
Daginn eftir var flogið til Mom-
basa sem er paradís fyrir sól-
þyrsta ferðamenn. Þegar við stig-
urh út klukkan 8 að morgni í 30
stiga hita og um 85% raka, heyrð-
ust nokkrir kveinstafir um hitann
á meðal ferðafélaga. Við tókum
gleði okkar á ný þegar við komum
á Diani Reef Grand Hótel, þar sem
við áttum að gista næstu 2 næt-
ur. Diani Reef er fimm stjörnu
hótel og getur hýst allt að 700
gesti. Þar eru sjö veitingastaðir,
diskótek og spilavíti , þijár sund-
laugar og hrein, hvít ströndin tek-
ur við af laugarbökkunum.
Ekki er hægt að koma til
Mombasa án þess að fara í
„dhow”-ferðir, sjóferðir á gömlum
arabískum timbur-skútum. Siglt
var um nágrenni Mombasa og
farþegum sýnt það markverðasta
auk ýmissa sérkennilegra uppá-
koma um borð. Á næstunni verð-
ur sagt nánar frá Kenýa, landi
okkur framandi en hefur samt
upp á svo mikið að bjóða. ■
Jóhanna Ingvarsdóttir
Ódýrt, þægilegt og spennandi með SAS
NORÐURLANDAFARGJÖLD SAS* DANMÖRK SVÍÞJÓÐ
Keflavík - Kaupmannahöfn 26.690.- Keflavík - Stokkhólmur 30.630.-
Keflavík - Gautaborg 26.690.-
NOREGUR Keflavík - Malmö 26.690.-
Keflavík - Osló 24.980.- Keflavík - Vásterás 30.630.-
Keflavík - Kristiansand 24.980.- Keflavík - Norrköping 30.630.-
Keflavík - Stavanger 24.980.- Keflavík - Jönköping 30.630.-
Keflavík - Bergen 24.980.- Kefiavík - Kalmar 30.630.-
Keflavík - Váxjö 30.630.-
*Ver6 míöaö við 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) aö meðtalinni aðfararnótt sunnudags. Barnaafsláttur er 50%.
Hafðu samband við söluskrifstofu SAS
eða ferðaskrifstofuna þína.
/fffStS
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegi 3 Sími 62 22 11