Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 29.11.1991, Síða 12
SVISS 12 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 Við losnum við suma seðla en ekki alla SVISSNESKIR bankar hafa blómstrað í gegnum tíðina meðal annars vegna þess að þeir stunda viðskipti sem margir aðrir bankar veigra sér við. Stærstu bankarnir þrír, Credit Suisse, Societe de Banque Suisse og Union de Banques Suisses, kaupa og selja gjaldeyri frá um 130 ríkjum. Útibú þeirra á ííugvöll- unum í Ziirich og Genf þykja hafa upp á sérstaklega gott úrval af gjaldeyri að bjóða þar sem fjöldi fólks á ferð út um allan heim skipt- ir við þau. Það er eins með gjaldeyri og aðrar vörur, sá sem verslar með hann vill geta selt með ágóða. Algengustu ' gjaldmiðlamir, eins og bandarískur dollar, ensk pund og þýskt mark, ganga kaupum og sölum dagsdaglega og því er ekkert vafstur í kringum þá. En gjaldeyrir eins og íslenska krónan, ómanska ríal og svasí- Jólapakkar með DHL Með stjarnuhraða í skammdeginu! SÉRSTAKT JÓLAPAKKATILBOÐ TIL ALLRA VIÐSKIPTAVINA DHL Þegar þú hefur eytt tíma, orku og peningum í jólapakkana, er það auðvitað þess virði að tryggja að þeir komist til skila á réttum tíma. Þess vegna er best að fela DHL að sjá um jólasendingarnar. DHL losar þig við allar áhyggjur og leysir vandann á hagstæðan hátt. Hringdu þegar í stað í DHL, Skeifunni 7. Síminn er (91) 689 822. Jólakveðjan þín er svo að segja farin af stað þegar þú hringir. WORLDW/OE EXPRESS Hradar en jólasveinninn! lenski emalangeninn er ekki eins eft- irsóttur og því visst umstang að versla með hann. Veltan er lítil og verðgildið getur verið fallvalt. Bank- arnir bæta sér það upp með því að leggja meira á sölu sjaldgæfari gjaldmiðla en annarra og fá því eitt- hvað fyrir sinn snúð. Bankarnir gefa hálfsmánaðarlega út gengisskráningu flestra mynta heims. Þar má fá góða hugmynd um með hvaða gjaldeyri þeir versla og á hvaða verði. Gengi nokkurra gjaldm- iðla er alls ekki skráð og ekkert ann- að við þá að gera en að eyða þeim á heimaslóðum. En sumir gjaldmiðlar eru skráðir og bankarnir vilja þá samt ekki, seðlarnir eru kannski orðnir of gamlir og ljótir, gengnir úr gildi eða verðbólgan svo svakaleg í viðkomandi ríki að það borgar sig ekki að sitja uppi með peninga það- an. Gjaldkerinn og seðlasérfræðingar á efri hæðum bankanna ákveða hvaða seðla þeir taka og hvaða ekki. Sumir sem ferðast til framandlegra standa verða því að sitja uppi með gjaldeyri sem svissneskir bankar kæra sig ekki um þótt gengið sé skráð. Það svarar ekki kostnaði fyrir banka að versla með mynt og þess vegna er almennt vonlaust að losna við útlenskt „klink”. Gengisskráning- arlisti Societe de Banque Suisse er villandi að því leyti að þar segir neð- anmáls að bankinn taki við lágum seðlum og mynt frá íslandi og nokkr- um öðrum löndum sem eru merkt með stjömu. Ég tók því fimmtíu- krónapeninganajnína með þegar ég prófaði þjónustu bankans. Gjaldker- inn tók við hundraðkrónaseðlunum en rétti mér aftur fimmtíukrónurnar, sagðist ekki vilja þær og vogaði sér að segja að þær væru hvort eð er einskis virði þegar ég maldaði í mó- inn. Hann hafði aldrei tekið éftir þessum neðanmálsorðum og sagði að þau skiptu engu máli, hann vissi betur en listinn með hvaða peninga hann verslaði. Svissnesku bankarnir versla sem sagt örugglega með fleiri gjaldmiðla en flestir aðrir bankar en þeir taka ekki við öllu og því er heillaráð að eyða sjaldgæfum gjaldmiðli í eitthvað gáfulegt frekar en að ætla að skipta honum aftur í gjaldgengan gjaldeyri. a.b. ® FRAKKLAND • Barcelona SPÁNN r0 Mallorca MOOkm Palm* Hversu margir búa þar? Land Fjöldi Andorra 18.600 Angóla 9.800.000 Bahama-eyjar 232.000 Belize 163.000 Búrundi 5.000.000 Costa Rica 2.560.000 Dóminikanska lýðv. 6.900.000 Gambía 800.000 Grenada 125.000 Haiti 6.800.000 írak 17.000.000 Lesotho 1.700.000 Líbanon 2.800.000 Marokkó 23.400.000 Mongólía 2.100.000 Montserrat 13.000 Namibía 1.300.000 Nicaragua 3.350.000 Rúmenía 23.400.000 Sómalía 6.700.000 Surinam 460.000 Swaziland 670.000 Venezúela 19.000.000 Zaire 33.700.000 Zambía 7.100.000 Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Guðni Bragason, Stefán Bragi, Antonía Guðrún og Hope með for- láta þýskan mat á „Im Baren” í Bonn. Gfiðborgainlegnr matur í Bonn GUÐNI Bragason, sendiráðsritarí í Þýskalandi, segist ekki hafa verið mjög hrifinn af þýskum mat fyrr á árum en nú sé hann farinn að kunna að meta hann. Hann hefur verið í Bonn síðan í febrú- ar. Hann og Hope Millington kona hans fóru með mig á „Im Baren” í hjarta Bonn þegar ég bað þau velja stað sem þau hafa gaman af að fara á. Þar er boðið upp á „góðborgarlegan mat” í frekar dimmum og látlausum en huggulegum sal og verð- ið er viðráðanlegt. Bömin tvö, Antonía Guðrún, 17 mánaða, og Stefán Bragi, 3 ára, voru með okkur. Það var strax beðið um brauð handa þeim svo þau yrðu róleg. Þjóðveijar eru þekktir fyrir óþolin- mæði við börn og við vildum ekki spilla ró hinna gestanna sem gæddu sér á seðjandi réttum eða kaffí í hádeginu. Flestir voru nokkuð við aldur, konur voru í meirihluta. Þær litu börn- in hornauga en skiptu sér ekki af þeim. Þjónustustúlkan var rösk og ákveðin. Hún kom í snarheitum með glóðarsteiktar svínapylsur handa börnunum, „Sauerbrat- en”, með „Kartoffelklösse” og eplamauki handa okkur Hope og blóð- og lifrarpylsu, litla kjötpylsu og magurt flesk með súrkáli handa Guðna. Blóð- og lifr- arpylsur á meginlandi Evrópu eru rrijúkar og safaríkar; þegar skorið er í þær rennur innihaldið út. Það er oft gott og getur verið skemmti- lega kryddað. Pylsurnar á „Im Baren” voru íýrirtak. Stefáni Braga fannst blóðpylsan svo góð að hann borðaði hana frá pabba sínum og það varð að panta aðra til að hann fengi nægju sína. „Sauerbraten” er sígildur réttur á Rínarsvæðinu svo að það var tilvalið að snæða hann í höfuð- borgiijni við Rínarfljót. Guðni spurði þjónustustúlkuna hvernig nautakjötið, sem er dökkt, bragðmikið og eldað vel í gegn, væri matreitt. Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði uppskriftina sína á blað. „Þessi uppskrift er miklu betri en þetta,” sagði hún og skaut hökunni í átt að matnum mínum. „Kartoffelklösse” eru léttar kart- öflubollur með hveiti. Stúlkan sagði að það væri gott að binda þær saman með rifnum lauk.„Það er énginn laukur í þessu,” fullyrti ég, en þó í spurnartón. „Nei, ekki í þessu,” sagði hun með dálítilli fyrirlitningu á matnum sem hún ber í gestina. „Þetta er fjöldaframleiðsla.” Guðni mælti með „Rote Grutze” í eftirrétt. Það var ljóm- andi góður rifs- og brumberjagrautur með þeyttum rjóma. Hann fékk sér heita „Apfelstrudel” og þjónustustúlkan skip- aði Hope að fá djúpsteikta eplahringi með vanilluís. Allt var þetta fjarska gott og samtals kostaði maturinn með tveimur bjórum, kókglasi og eplasafa 108,40 þýsk mörk eða 3.900 ÍSK. „Im Baren” er einn elsti veitingastaður Bonn. Hans er fyrst getið 1385 en saga hans er þekkt frá 1638. „Im Baren” er á horni Acherstrasse og Remigiusstrasse. a-ó- ■ SÚRSTEIK ÞJÓNUSTUSTÚLKUNNAR 1 kg nautakjötsbógur er Iátinn liggja án þess að það sé breytt yfir hann í eina viku á köldum stað í legi úr 1 lauk, svörtum pipar, salti, 3 lárviðarlaufum, 5 negulnöglum, vatni og ediki til hálfs. Honum er snúið eftir þijá daga. 3 stórir laukar og 3 msk. sykur er steikt í potti þangað til það verður dökkt. Þjónustustúlkan sagði að það mætti bæta gulrót- um og rófukáli (?) út í en aðalatr- ið væri að þetta yrði vel dökkt. Kjötið er steikt upp úr þessu og leginum bætt í. Látið sjóða við vægan hita í klukkustund. Kjötið er sett á disk, vökvinn er síaður og sósan þykkt með mjölbollu. Borið fram með kartöflubollum með lauk og eplamauki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.