Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
KNATTSPYRNA / 46. ARSÞING KSI
Albert
Eggert
ÍÞR&mR
FOLK
M JEGGERT Magnússon var end-
urkjörinn sem formaður til næstu
tveggja ára og fékk „rússneska”
kosningu. Sömu sögu er að segja
af kjöri stjórnarmannanna Guð-
mundar Péturssonar, Jóns Gunn-
laugssonar og Sigmundar Stef-
ánssonar.
■ EGGERT Steingrímsson var
kjörinn í varastjórn (97 atkv.) í
staðinn fyrir Snorra Finnlaugs-
son, sem tók við stöðu fram-
kvæmdastjóra KSI. Asgeir Ar-
mannsson (125 atkv.) og Guð-
mundur Haraldsson (146 atkv.)
voru endurkjörnir í varastjórn.
■ GUÐMUNDUR Bjarnason gaf
ekki kost á sér til endurkjörs sem
fulltrúi Austurlands og var Albert
Eymundsson kosinn í hans stað,
en aðrir landshlutafulltrúar voru
endurkjörnir; Kristján Jónasson
fyrir Vesturland, Rafn Hjaltalín
fyrir Norðurland og Jóhann 01-
afsson fyrir Suðurland.
M SKULI Guðmundsson var
kjörinn varamaður fyrir Vestur-
land, Stefán L. Haraldsson fyrir
Norðurland, Magnús Brandsson
fyrir Austurland og Smári Kristj-
ánsson fynr Suðurland.
■ STEFÁN Konráðsson er hætt-
ur sem framkvæmdastjóri KSÍ, en
miklar mannabreytingar verða á
skrifstofunni. Gísli Gíslason hætti
í haust og hefur Magnús Guð-
mundsson verið ráðinn til að sinna
m.a. mótamálum. Auður Marinós-
dóttir er hætt sem ritari, en Krist-
ín Sveinsdóttir tekur við í 60%
starfi.
Valdimar Margrét S.
■ VALDIMAR Bergsson náði
ekki kjöri í varastjóm, fékk 76 at-
kvæði. Að kjörinu loknu benti hann
á að UMSK-svæðið ætti engan full-
trúa í stjóm KSÍ og spumingin
væri hvort ekki væri tímabært að
bæta við fimmta landshlutafulltrú-
anum, sem kæmi frá umræddu
svæði.
■ MARGRÉT Sigurðardóttir
var hins vegar kjörin í leikreglna-
nefnd, sem á að starfa fram að
næsta þingi og er fyrsta konan í
slíkri nefnd.
■ MARGRÉT Bragadóttir var
kjörin í þingnefnd og er fyrsta kon-
an, sem starfar í nefnd á þingi KSÍ.
■ REYNIR G. Karlsson, íþrótta-
fulltrúi ríkisins, sat þingið að vanda.
■ KSÍ-ÞING hefur ekki fyrr verið
á Austurlandi, en 100 fulltrúar fóru
með 149 atkvæði.
■ JÓHANN G. Kristinsson,
framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar Fram, stóð fyrir sölu get-
raunaseðla á laugardaginn fyrir
hönd Sindra. Þingfulltrúar keyptu
samtals 3.442 raðir og komu fram
sjö raðir með 10 leikjum réttum.
■ FJÁRHA GSÁÆTL UN gerði
ráð fyrir 1.650.000 kr. vegna lands-
dómararáðstefnu í Skotlandi í byij-
un maí á næsta ári. Fjárhagsnefnd
felldi þennan lið úr áætluninni, en
hækkaði dómarakostnað vegna ráð-
stefnu hér á Iandi um 370.000 kr.
þess í stað.
Fastir tekju-
liðir til ffélaga
Samdráttur boðaður í fjárhagsáætlun
EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, varaði við tillögum, sem
miðuðu að því að skerða fasta tekjustofna, í setningarræðu sinni
á 46. ársþingi sambandsins, sem fór fram á Höfn í Hornafirði
um helgina. Tilmæli hans voru ekki tekin til greina — samþykkt
var að fella niður 5% miðagjald af leikjum í 1. deild og bikar-
keppni og ákveðið var að skráningargjald fyrir yngri flokka yrði
1.000 krónur á hvern flokk. Þetta skerðir tekjur KSÍ á næsta ári
um 3,3 milljónir. „Ég barðist gegn þessu, því ég óttast að þegar
fastir tekjustofnar eru teknir í burtu verði erfiðara að koma þeim
á aftur,” sagði Eggert við Morgunblaðið að þingi loknu.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
frá Höfn
brennidepli
Ovenju margar tillögur lágu fyr-
ir þinginu, alls 46, en engu
að síður gekk það mjög vel fyrir
sig undir röggsamri
stjórn Alberts Ey-
mundssonar og
Baldurs Maríusson-
ar. Fjármálin voru í
og var sérstaklega
þakkað fyrir trausta fjármálastjórn
undanfarin tvö ár, en KSÍ skilaði
liðlega 16 milljón kr. hagnaði eftir
afskriftir á starfsárinu og á nú 35
milljónir í ríkisskuldabréfum. Fjár-
hagsáætlun næsta árs boðar hins
vegar samdrátt, en þar er gert ráð
veltu upp á 83 milljónir (var 109
milljónir) og 1.213.000 kr. í hagnað.
Lægri sjónvarpstekjur
„Við duttum í lukkupottinn í
sambandi við sölu á sjónvarpsrétti
á leikjum okkar í Evrópukeppninni,
en ég geri mér engar vonír um að
við náum ámóta hagstæðum samn-
ingum vegna leikja í forkeppni
heimsmeistarakeppninnar,” sagði
Eggert, en sambandið fékk um 60
milljónir fyrir leikina í EM undan-
farin tvö ár.
Formaðurinn sagði að fjárhags-
áætlunin tæki mið af þessu, en ljóst
væri að drægist ísland í riðil með
ftalíu, Englandi eða Frakklandi,
mætti eiga von á 15 til 20 milljónum
fyrir viðkomanandi leiki. „Við vitum
ekki hvar við stöndum fyrr en á
sunnudaginn, en þá verður dregið
í riðla HM. Draumurinn er að fá
eitt fyrrnefndra liða, en Spánn get-
ur einnig gefíð góðar tekjur.” Hann
bætti við að fjárhagsáætlunin yrði
endurskoðuð í byrjun næsta árs
eftir að samið hefði verið um leik-
daga í HM.
Gott mál
Áhugaverðasta tillagan á þinginu
var frá Frömurum um félagaskipti.
Samþykkt var að skipti leikmaður
um félag verður hann löglegur viku
eftir félagskiptin, en leikmaður get-
ur aðeins einu sinni óskað eftir fé-
lagaskiptum til og með 15. júlí ár
hvert. Hins vegar var tillögu þess
efnis að félögum væri heimilt til
og með 15. júlí að fá að láni leik-
menn frá erlendum félögum, sem
færu síðan aftur til móðurfélags að
tímabilinu loknu, vísað til milli-
þinganefndar um leikmannasamn-
inga og félagaskipti.
• Morgunblaðið/Steinþór
Eggert Magnússon til vinstri þakkar Stefáni Konráðssyni vel unnin störf.
„Þetta er athyglisverðasta og
framsæknasta tillaga þingsins,”
sagði Geir Þorsteinsson eftir að
Olafur Orrason hafði fylgt henni
úr hlaði og voru menn almennt á
sama máli, en lögðu ekki í að sam-
þykkja lánsmann að svo stöddu.
Eggert sagði að lönfu tímabært
Skref fyrir skref
STEFÁN Konráðsson lét af
störfum sem framkvæmda-
stjóri KSÍ eftir þingið. Eggert
Magnússon þakkaði honum
góð störf og færði honum gjöf
að skilnaði frá KSÍ, en lét þess
jafnframt getið að sambandið
ætti áfram eftir að njóta krafta
hans.
Stefán sagðist vera ánægður
með hvernig hefði til tekist á
undanfömum 17 mánuðum eða síð-
an hann tók við. „Við höfum gert
miklar breytingar í markaðsmálum
og skipulagsbreytingar á skrifstof-
unni hafa skilað miklum og góðum
árangri,” sagði Stefán við Morgun-
blaðið og bætti við að skrifstofan
gegndi þýðingarmiklu hlutverki í
hreyfingunni og hefði færst nær
félögunum.
Hann sagðist hafa lagt mikla
Meistarakeppni kvenna 19. júní
Þingið samþykkti að árlega skuli fara fram leikur milli íslandsmeist-
ara kvenna og bikarmeistara eins og tíðkast hefur í karlaflokki.
Meistarakeppni kvenna fer fram á kvennadaginn 19. júní ár hvert og
hefst keppnin næsta sumar með leik íslandsmeistara Breiðabliks og
bikarmeistara ÍA.
Til þessa hefur verið heimilt að banna grasskó í landsmótum allra
flokka nema meistaraflokki karla, en ákveðið var að reglugerðin næði
ekki til meistaraflokka karla og kvenna.
áherslu á að gera gagnkvæma
samninga við stórfyrirtæki og hag-
að rekstrinum í samræmi við fjár-
hagsáætlun, sniðið sambandinu
stakk eftir vexti.
„Við buðum upp á pakkasamn-
inga, sem ekki hafði verið gert áð-
ur, og það er ljóst að viðkomandi
fyrirtæki hafa fengið góða auglýs-
ingu einS og til stóð. Við höfum
lagt áherslu á ábyrga markaðssetn-
ingu og gætt þess sérstaklega að
taka aðeins eitt skref í einu.”
Stefán sagði að sjónvarpssamn-
ingurinn vegna EM hefði verið
grunnurinn að velgengni sam-
bandsins undanfarin tvö ár.
„Stjórnin undanfarin tvö ár hefur
ekkert verið betri en fyrri stjórnir
heldur hefur hún, vegna samnings-
ins, fengið tækifæri til að gera það,
sem hana hefur langað til. En
stjórnin má aldrei sofna á verðinum
og sérstaklega verður mikilvægt á
næstunni að vera vel á verði í sam-
bandi við EES. Á Norðurlöndum
hefur það gerst að deildirnar hafa
orðið sjálfstæðari og það er hættu-
leg þróun. Ef KSÍ ætlar að halda
forystuhlutverki sínu í íslenskum
íþróttum verður stjórnin að gæta
þess að falla ekki í sömu gryfju og
kollegarnir á Norðurlöndum, heldur
að tryggja hér eftir sem hingað til
að allir þræðir séu í höndum sam-
bandsiijs.”
hefði verið að gera þessa breytingu.
„Það eru allir að spila til að hafa
gaman af því og þess vegna verður
að ríkja visst fijálsræði í sambandi
við félagaskipti. Áður voru reglum-
ar meira út frá sjönarhóli félaganna
en nú er hagur leikmanna í fyrir-
rúmi.”
Strangt
hjáÍAí
byrjun
Nýliðar Skagamanna ráðast
ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur í 1. deild karla
næsta keppnistímabil, en dregið
var í töfluröð á þinginu. Skaga-
menn byija á tveimur útileikj-
um, mæta KR-ingum í 1. um-
ferð og síðan Valsmönnum, en
fá svo Framara í heimsókn í 3.
umferð. Meistarar Víkings hefja
titilvörnina heima gegn KA, en
í 1. umferð leika IBV - Valur,
Víkingur - KA, FH - UBK; Þór
- Fram og KR - ÍA. í 18. og
síðustu umferð leika Valur - KR,
ÍBV - KA, Víkingur - UBK, FH
- Fram og Þór - ÍA.
í 2. deild leika Fylkir og BÍ í
1. umferð, Víðir - Selfoss,
Stjarnan - Þróttur R., Grindavík
- Keflavík og Leiftur - ÍR.
13. deild mætast Grótta og
ÍK (eða það lið, sem tekur sæt-
ið, hætti ÍK), KS - Þróttur N.,
Haukar - Tindastóll, Skalla-
grímur - Völsungur og Ægir -
Dalvík.
Stjórn KSI. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Sveinsson, Stefán Gunnlaugsson, Helgi Þoryaldssgn, Eggert Magnússon, Elías Hergeirsson, Þór Símon Ragnarsson og
Jón Gunnlaugsson. Aftari röð frá vinstri: Snorri Finnlaugsson framkvæmdastjóri KSÍ, Sigmundur Stefánsson, Guðmundur Haraldsson, Eggert Steingrímsson,
Guðmundur Pétursson, Kristján Jónasson, Jóhann Ólafsson, Albert Eymund$son og Rafn Hjaltalín.