Morgunblaðið - 03.12.1991, Síða 5
B 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
IMaumt
hjáKR
Lykilmenn meidd-
ust snemma hjá
Grindvíkingum
KR vann nauman sigur á Grind-
víkingum suður með sjó á
sunnudaginn, 74-73. Þetta var
fyrsta tap Grindvíkinga á
heimavelli á íslandsmótinu í
vetur.
Hart barist í Njarðvík
Morgunblaðið/Einar Falur
Það var líf og fjör > íþróttahúsinu í Njarðvík á laugardag er erkifjendurnir og
nágrannarnir í liðum Njarðvíkur og Keflavíkur mættust. Umdeilt atvik átti sér
stað er fimm mín. voru til leiksloka, er Kristinn Albertsson dæmdi ruðning á Jonat-
han Bow. Það var fimmta villa Bandaríkjamannsins og varð hann því að yfirgefa
völlinn. Á myndinni til vinstri eru þeir Bow og Kristinn eftir að atvikið átti sér
stað. Hér að ofan er ísak Tómasson með knöttinn í baráttu við Hjört Harðarson.
ísak lék mjög vel með Njarðvíkur-liðinu.
Rafmögnuð spenna
- í „Ljónagryfjunni” í Njarðvík þarsem Keflvíkingartöpuðu fyrsta sinni ívetur
EFTIR átta sigurleiki í röð máttu Keflvíkingar játa sig sigraða
þegar þeir mættu nágrönnum sínum og íslandsmeisturunum í
„Ljónagryfjunni" í Njarðvík á laugardaginn. Njarðvíkingar sigruðu
með sjö stiga mun 83:75 í skemmtilegum og spennandi leik þar
sem úrslitin réðust ekki fyrr en á siðustu mínútunni.
Keflvíkingar misstu þrjá menn
af velli með 5 villur á síðustu
5 mínútunum og þar á meðal var
Bandaríkjamaðurinn
gjöm Jonathan Bow. „Eg
Blöndal er ekki vanur að
skrifar frá gagnrýna dómara
Keflavík eftir leiki en nú get
ég ekki orða bundist. Fimmta villan
sem dæmd var á Bow var alrangur
dómur og að öllum líkum vendi-
punkturinn,” sagði Jón Kr. Gíslason
þjálfari og leikmaður ÍBK eftir leik-
inn.
Húsfyllir var í íþróttahúsinu í
Njarðvík og rafmögnuð spenna líkt
og í flestum leikja þessara liða að
undanförnu. Keflvíkingar bytjuðu
betur og skoruðu 5 fyrstu stigin.
En Njarðvíkingar voru fljótir að
jafna og eftir það skiþtust liðin á
hafa forystuna. Bæði léku liðin
sterkan varnarleik og fljótlega lentu
Keflvíkingar í villuvandræðum.
Nökkvi Már sem bytjaði ákaflega
vel fékk 3 villur á fyrstu 5 mínútun-
um og var þá tekinn útaf og náði
aldrei að setja mark sitt á leikinn
eftir það. Jonathan Bow var einnig
tekinn útaf með 3 villur þegar 5
mínútur voru eftir af fyrri hálfleik
þegar staðan var 25:28 fyrir ÍBK
og þá losnaði heldur betur um Ron-
dey Robinson sem skoraði hveija
körfuna á eftir annarri og þegar
flautað var til hálfleiks höfðu Njarð-
víkingar náð 6 stiga forskoti 46:40.
I síðari hálfleik hélst sama spenn-
an og þegar leikurinn hafði staðið í
5 mínútur hafði Keflvíkingum tekist
að jafna og komust yfir 52:53. Síðan
skiptust liðin á forystunni fram yfir
miðjan hálfleikinn en þá voru þeir
Bow og Nökkvi báðir komnir með 4
villur. Þegar 5 mínútur voru til leiks-
loka og staðan 75:72 fyrir Njarðvík-
inga var dæmd sóknarvilla á Bow
sem þar með varð að fara af lei-
kvelli með 5 villur og á sömu mínút-
unni fékk Nökkvi einnig sína 5. villu.
í kjölfarið náðu Njarðvíkingar 9
stiga forskoti, 81:72 sem var mesti
munurinn á liðunum í leiknum og
þann mun náðu Keflvíkingar ekki
að vinna upp þrátt fyrir geysilega
baráttu á lokamínútum. Rondey
Robinson var besti maður Njarðvík-
inga eins og svo oft áður auk þess
að skora 26 stig tók hann 31 frák-
ast og munar um minna. Teitur
Örlygsson og ísak Tómasson voru
einnig sterkir. Jonathan Bow og Jón
Kr. Gíslason voru bestu menn ÍBK
að þessu sinni.
„Þetta var ekki sérlega góður leik-
ur af okkar hálfu, við hittum illa
inni í vítateig og þessi úrslit þurfa
í sjálfum sér ekki að koma á óvart.
Bæði liðin léku sterka vörn en ég
er ákaflega ósáttur við þann dóm
þegar dæmd var sóknarvilla á Bow
og minni á að sami dómari [Kristinn
Albertsson] dæmdi á svipað atvik í
leik okkar gegn Njarðvík í úrslita-
leik Reykjanesmótsins sem þá kost-
aði okkur sigurinn í leiknum,” sagði
Jón Kr, Gíslason.
„Eg er harðánægður með þessi
úrslit, við lékum vel og áttum sigur-
inn skilið. Við vorum búnir að vera
með nokkurra stiga forskot um tíma
þegar Bow varð að fara af velli og
það setti náttúrlega meiri pressu á
Keflvíkinga en ég held að það hafi
tæplega ráðið úrslitum,” sagði Frið-
rik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga
eftir leikinn.
Leikurinn fór einkennilega af
stað, mikið fum og fát og fast
leikið. Grindvíkingar urðu fyrir
miklu áfalli strax á
mmm^^^m 5. mínútu er Pálmar
Ólafsson Sigurðsson kom illa
skrifar°n niður sneri si& á
fæti og í sömu sókn
meiddi Dan Krebbs sig á hné og
þeir komu ekki meira við sögu í
leiknum. Þetta sló þá út af laginu
og KR skoraði 21 stig í röð og náði
forystu í leiknum 27-11. Grindvík-
ingar náðu að minnka muninn í 11
stig fyrir leikhlé.
Mikil barátta var í seinni hálfleik
eins og þeim fyrri. Heimamenn unnu
muninn upp hægt og bítandi og á
16. mínútu kom Marel Guðlaugsson
þeim yfir með tveimur vítaskotum
og Ingi Karl Ingólfsson jók muninn
í þijú stig með vítaskotum, 73-70.
KR-liðið var síðan sterkara á enda-
sprettinum og þeir Axel Nikulásson
og John Baer tryggðu sigurinn á
lokamínútunum.
Leikurinn var mjög harður og
höfðu dómararnir, þeir Árni Freyr
Sigurlaugsson og Bergur Stein-
grímsson í mörg horn að líta. Þeir
gáfu tóninn strax í byijun með því
að leyfa leikmönnum að leika fast
og það var gert allan leikinn. Það
er skoðun undirritaðs að dómarar
leyfi of miklar snertingar og dæmi
ekki nógu mikið á það þegar slegið
er í hendur á mönnum eða þeim
ýtt. Segja má þó að dómararnir hafi
verið samkvæmir sjálfum sér í leikn-
um en hann var of grófur á köflum.
„Leikurinn var spennandi í lokin.
Grindvíkingar voru náttúrulega
mjög óheppnir í byijun að missa tvo
lykilmenn útaf en þeir léku af mik-
illi baráttu og söxuðu á forskotið í
seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður
með að fá tvö stig hér í Grindavík
því þeir spila alltaf vel á heima-
velli,” sagði Birgir Guðbjörnsson
þjálfari KR að leik loknum.
John Baer var atkvæðamestur hjá
KR og átti jafnbestan leik. Guðni
Guðnason átti góðan leik og Páll
Kolbeinsson átti góðan endasprett
og skoraði mikilvægar körfur í lokin.
Guðmundur Bragason, Rúnar
Árnason og Hjálmar Hallgrímsson
báru uppi leik heimamanna eftir að
Pálmar og Dan meiddust en breiddin
í lokin var ekki nægjanleg í svo
hörðum leik.
Booker í banastuði
FOLX
■ RÚNAR Árnason lék 200. leik
sinn fyrir UMFG gegn KR og fékk
af því tilefni blómvönd og áletraðan
skjöld /rá félaginu fyrir leikinn.
■ TÓMAS Holtaon þjálfari Vals
lék ekki með liði sínu á sunnudag-
inn. Hann var með magakveisu og
treysti sér ekki til að leika.
■ VALUR Ingimundarson, ann-
ar þjálfara Tindastóls og jafnan
einn besti maður liðsins, lék ekki
með gegn nafna sínum og munaði
um minna fyrir liðið. Valur var í
leikbanni.
Skorað.i 43 stig þegarValsmenn sigruðu Tindastól að Hlíðarenda
FRANC Booker var í miklu stuði
þegar Valur vann Tindastól
98:89 í Japisdeildinni á sunnu-
daginn. Hann gerði 43 stig, þar
af níu 3ja stiga körfur og tók
auk þess 11 fráköst.
Tindastóll byrjaði með því að
leika svæðisvörn en skipti
fljótlega yfir í maður á mann enda
náðu Valsmenn níu
stiga forskoti á
fyrstu mínútunum
með langskotum.
Magnús lék talsvert
Skúli Unnar
Sveinsson
skrífar
úti á velli til að draga Pétur Guð-
mundsson frá körfunni enda erfitt
að eiga við hann í fráköstunum.
Þetta gekk eftir hjá Val en stundum
fannst manni allt hálf öfugsnúið.
Magnús átti nokkrar stoðsendingar
á Booker undir körfuna, en venju-
lega er því öfugt farið.
Norðanmenn komust einu sinni
yfir í fyrri hálfleik, 20:22, en Vals-
menn komust mest 13 stigum yfir.
Úr síðari hálfleik er sömu sögu að
segja. Tindastóll komst einu sinni
yfir, 62:64, en Valur hafði mest 14
stiga forskot. Norðanmönnum tókst
alltaf að minnka muninn, en Vals-
menn voru of sterkir til að Tinda-
stóll næði í stig.
Booker var mjög atkvæðamikill
og það koma meira að segja nokkr-
um sinnum fyrir að samheijar háns
opnuðu fyrir hann þannig að hann
fékk frí skot. Það má því segja að
Valsmenn séu á réttri leið. Liðið
er farið að leika meira sem heild
og það á eftir að skila sér í fleiri
stigum í baráttunni um sæti í úrsli-
takeppninni. Hvort það dugar skal
ósagt látið. Magnús lék einnig vel,
átti 5 stoðsendingar og tók mörg
fráköst. Flestir Valsararnir léku
reyndar vel, Svali átti t.d. 7 stoð-
sendingar.
Pétur Guðmundsson og Ivan Jon-
as voru sterkir hjá Tindastóli. Pétur
er raunar mjög frískur. Hann tók
18 fráköst og Jonas 17. Pétur Sig-
urðsson, Einar Einarsson og Björn
Sigtryggsson léku einnig ágætlega
en sá síðast nefndi hefði mátt leika
meira, sérstaklega í síðari hálfleik.