Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 12
18 ieor jiaaMagaa .s huoaqulgiot aiöAjavtuojioM ■■hJ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðjón Guðmundsson stóð sig mjög vel á mótinu, náði hæstu einkunn sem íslendingur hefur náð í frjálsum æfingum. Hér ér hann á bogahestinum á laugardaginn. Gerpla rauf sigurgöngu Ármanns í karlaflokki Bjarkirnar úr Hafnarfirði urðu bikarmeistarar í kvennaflokki Morgunblaðið/Skapti GERPLA úr Kópavogi sigraði í frjálsum æfingum karla á Bikar- móti Fimleikasambandsins á laugardaginn, og rauf þar með langa sigurgöngu Ármanns. í kvennaflokki fögnuðu Bjarkarstúlkur úr Hafnarfirði sigri. Ármann, sem varð bikarmeistari í A-flokki kvenna síðustu tvö ár, átti ekki lið i keppninni að þessu sinni. Guðjón Guðmundsson, Ármanni, náði mjög góðum árangri í frjálsu æfingunum og varð stigahæstur en í einstaklingskeppni kvenna varð Nína Björg Magnúsdóttir úr Björk stigahæst. Morgunblaðið/Skapti Mario Szonn, hinn þýski þjálfari Gerplu-drengjanna, keppti á mótinu og náði þriðja besta samanlögðum árangri í frjálsum æfingum. Mótið fór frarrl í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, var í um- sjón fimleikadeildar Gróttu, og tókst í alla staði Skapti mjög vel. Hallgrímsson „Ungu strákarnir skrifar okkar hafa unnið 4. þrepið fjögur ár í röð. Við vorum í öðru sæti í fyrra í A-flokknum, og það er mikill áfangi að sigra nú. Ármenningar hafa verið einráðir í karla-fimleik- um í mörg ár. Þeir eru með betri einstaklinga — Guðjón er í sérflokki pg Jóhann Níels er næst bestur á Islandi í dag. En við unnum á jafn- ara liði. Við vorum með fjóra menn í lið þannig að tveir þjálfaranna, bæði Mario Szonn og Heimir Jón Gunnarsson tóku þá ákvörðun að vera með. Þeir tóku fram skóna og hafa æft í tvo mánuði. Það er at- hyglivert að Mario náði þriðja besta árangri á mótinu,” sagði Ingvar Árnason, formaður íþróttafélagsins Gerplu, sigri hrósandi eftir mótið. Mario er 31 árfe og margfaldur austur-þýskur unglingameistari á sínum tíma. Heimir er jafn gamall og fyrrum íslandsmeistari. „Ég held það sé mjög hvetjandi fyrir yngri iðkendur á Islandi, að sjá.að menn geta náð árangri svona langt fram eftir aldri,” sagði Ingvar við Morgunblaðið. Hann sagði góða starfsemi og góða þjálfun vera að bera ávöxl hjá félaginu. „Við erum með þijá úr- vals erlenda þjálfara; Mario Szonn, sem við fengum í haust frá Þýska- landi, sem þjálfar drengina okkar ásamt Heimi. Síðan liöfum við tvo kínverska þjálfara, þau Duan Er Li og He Ping, sem sjá um þjálfun hjá meistarahópum stúlkna, með aðsloð Kristínar Gísladóttur. Svo hefur aðstaðan verið að batna — við erum með eigið hús á Skemmuveginum í Kópavogi. Við höfum góðan 600 fermetra sal, og viðbyggingu með fimleikagryfju. Auk þess höfum við lítinn sal fyrir ballett-kennslu og lleira. En á hveiju einasta kvöldi og um hveija helgi er salurinn leigður út áhuga- mönnum í knattspyrnu, þannig að við þurfum að taka áhöldin saman á hveijum degi. Það er mjög leið- ingjait til lengdar og lýjandi bæði fyrir börnin og þjálfarana. En breyt- ing er í sjónmáli því við stefnum að því að bæta við okkur húsnæði — að leigja eða kaupa helminginn af norðurenda hússins, þar sem er 400 fermetra efri hæð, þar sem hægt er að koma fyrir fimleikagólfi og nokkrum öðrum áhöldum. Við væntum þess að geta tekið það í notkun fljótlega eftir áramót,” sagði Ingvar. Ofboðslega ánægðar „Við erum ofboðslega ánægðar með árangurinn,” sagði Hlín Árna- dóttir, þjálfari hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði, sem varð bikar- meistari í A-flokki kvenna í fijálsum æfingum sem fyrr segir. „Við erum komnar með nýtt 'lið, þetta eru allt stelpur á fyrsta senior-ári, flestar 14 ára, en tvær þeirra eru bara 12 ára. Þetta er því mjög gott og það er bjart framundan hjá okkur,” sagði Hlín við Morgunblaðið. „Við unnum líka 4. þrepið og áttum tvær stigahæstu stelpurnar í A-flokknum. Og allir frá okkur komu heim með verðlaunapeninga.” Hlín sagði góða breidd hjá Björk- Nína Björg Magnúsdóttir, sem hér er í gólfæfingum á mótinu, varð stigahæst í kvennaflokki. unum nú. „Við erum með mikið af ungum stelpum og danshópurinn okkar varð íslandsmeistari á síðasta ári, þannig að við eigum fólk í fremstu röð alls staðar í kvennáfim- leikunum.” Yfirburðir Guðjóns Guðjón Guðmundsson sannaði að hann er besti fimleikmaður lands- ins. Hlaut samtals 52,700 stig sem er hæsta einkunn sem Islendingur hefur náð. „Ég meiddist í sumar og var skorinn upp vegna meiðsla í hné fyrir tveimur mánuðum. En ég hef æft vel síðan og er mjög ánægður með árangur minn á mót- inu,” sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið. Bjarkirnar fengu 163,950 stig í ■ kvennaflokki en Grótta 143,900. í karlaflokki fékk Gerpla 212,000 stig og Ármann 211,300, þannig að mjótt var á mununum. Aðeins tvö félög sendu lið til keppni í hvor- um A-flokknum. Kvenfólkið keppti einnig í 3. þrepi, þar sem Gerpla sigraði með 168,450 stig, og í 4. þrepi þar sem Bjarkirnar sigruðu, hlutu 175,400 stig. í 4. þrepi karla sigraði Gerpla einnig, — hlaut 261,400 stig. ■ Úrslit / B10 GETRAUNIR: 1 1 2 1 1 X 2 1 X 2 12 2 - LOTTO: 1 7 33 35 36 / 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.