Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 1
80 SIÐUR/B/C/D
STOFNAÐ 1913
1. tbl. 80. árg.
’FOSTUDAGUR 3. JANUAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fárviðri á Norðurlöndum:
Mörg huiidruð tonn
af eldislaxi sluppu
úr kvíum í Noregi
Ósló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn. Reuter, frá Erik Lidén og Nils Jorgen Bruun, frétta-
riturum Morgunblaðsins.
GÍFURLEGT fárviðri gekk yfir Færeyjar, Noreg og Svíþjóð á nýárs-
dag. Engin slys urðu á fólki, en eignatjón varð nokkurt, rafmagnsbil-
anir og samgöngutruflanir. Meðal annars eyðilögðust margar eldis-
kvíar í norskum laxeldisstöðvum og hundruð tonna af laxi sluppu
út. Er þetta mikið áfall fyrir þennan iðnað sem átt hefur í veruleg-
um erfiðleikum að undanförnu.
Morgunblaðið/Þorkell
Fáni Rússlands dreginn að húni
Fáni rússneska lýðveldisins var á nýársdag dreginn að húni á byggingum sovéska sendiráðsins í Reykjavík
líkt og alls staðar um heiminn. Leysir hann af hólmi rauða fánann með hamrinum og sigðinni sem nú
heyrir sögunni til líkt og Sovétríkin. Á myndinni má sjá rússneska fánann blakta á þeirri byggingu sendi-
ráðsins við Túngötu þar sem viðskiptaskrifstofa Sovétríkjanna var áður til húsa. Áletrun skiltisins á bíla-
stæðinu handan götunnar hefur hins vegar enn ekki verið breytt.
í Færeyjum náði veðurofsinn
hámarki á nýársdagsmorgun.
Gluggarúður gáfu sig í nokkrum
húsum, og var ástandið einna verst
á Suðurey. Dæmi voru um að veður-
hamurinn svipti bílum á loft og
feykti þeim allt að 30 metra vega-
lengd.
Fiskveiðiflotinn hefur hins vegar
legið í höfn frá því fyrir jól vegna
hálfs mánaðar friðunartímabils á
færeyskum miðum og því ekkert
veiðiskip á sjó.
Nokkur skip rak upp á vestur-
strönd Noregs þegar ofviðrið brast
þar á með mikilli snjókomu,
skemmdir urðu á húsum og hætta
varð við að lesta olíuskip á Stat-
íjord- og Gullfaks-svæðinu. Flutn-
ingaskip, sem skráð er á Filippseyj-
um, strandaði með 27 manns innan-
borðs og var dráttarbátur sendur á
vettvang til að aðstoða ef með
þyrfti. Þyrla bjargaði 11 manna
áhöfn af frystiskipi frá Panama sem
strandaði skammt frá Álasundi.
Miklar skemmdir urðu einnig á
Verðlagning gefin fijáls í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi:
Búist við uppþotum í kjöl-
far mikilla verðhækkana
Moskvu, Pétursborg. Reuter, The Daily Telegraph.
VERÐ á nær öllum vörum margfaldaðisl. í Rússlandi, Úkraínu og
Hvíta-Rússlandi í gær er nýjar reglur um fijálsa verðmyndun tóku
gildi. Einungis verð á helstu nauðsynjavorum á borð við mjólk, bensín
og vodka er enn háð eftirliti sem stuðla á að því að verð fimmfaldist
í mesta lagi. Hækkanirnar eru mjög sársaukafullar fyrir almenning í
ljósi þess að meðalmánaðartekjur eru einungis um 700 rúblur en brauð-
hleifur kostaði tvær og hálfa rúblu í gær. Er talið líklegt að til upp-
þota kunni að koma á næstu dögum.
íbúar Moskvu gengu í gær um
borgina og kynntu sér verðlagningu
í þeim verslunum sem höfðu opið.
Margir búðareigendur virtust jafn
óundirbúnir undir breytinguna og
neytendur og brugðust einfaldlega
við með því að hengja upp skilti er
gáfu til kynna að það væri lokað.
Einstaka verslanir höfðu hins vegar
birgt sig upp og afgreiðslufólk tók á
móti neytendum sem margir virtust
eiga erfítt með að ná áttum. „Það
er ekki til neitt ríkisverð lengur. Við
búum við markaðskerfi núna,“ var
svarið í einni verslun við fyrirspum
frá eldri konu um hvort tuttugu rúbl-
ur væri nýja „ríkisverðið" fyrir hálft
kíló af svínakjöti.
Stjórnvöld í Úkraínu ætluðu í upp-
hafi ekki að taka upp frjálsa verð-
myndun í lýðveldinu samhliða Rúss-
um. Á síðustu stundu ákváðu þau
hins vegar að fylgja í fótspor þeirra
af ótta við að rússneskir neytendur
myndu fjölmenna til Úkraínu í leit
að ódýrum vörum og úkraínskir
framleiðendur selja vörur sínar til
Rússlands þar sem þeir fengju fyrir
þær hærra verð. LaUnagreiðslur
verða óbreyttar í Úkraínu fyrst um
sinn en launþegar munu í hveijum
mánuði fá afhenda sérstaka skömmt-
unarmiða að andvirði fjögur hundruð
rúblna sem fá má vaming fyrir.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
framkvæmd var í Pétursborg af fé-
lagsfræðingnum Leoníd Keselman,
telur þriðjungur borgarbúa að það
sé óhjákvæmilegt og æskilegt skref
að afrfema allar verðhömlur til að
koma efnahagslífinu á réttan kjöl.
„Það er ágætis byijun," sagði Kesel-
man um niðurstöður könnunarinnar.
Sjá nánar bls. 26.
Nokkrir Moskvubúar athuga frosna kjúklinga á
frystiborði verslunar við Tverskaja-götu í gær.
Reuter.
„nýja verðinu" í
mörgum norskum laxeldisstöðvum
í ofsaveðrinu. Er talið að 700-750
tonn af laxi hafi sloppið á haf út
er rokið mölvaði margar sjókvíar
sem er mesta tjón sem þessi iðnað-
ur hefur orðið fyrir í Noregi frá
upphafi. Mestur varð vindhraðinn
um_ 185 kílómetrar á klukkustund.
Átta manns sem saknað var í
Svíþjóð eftir gríðarlegan snjóbyl eru
allir komnir fram heilir á húfi. Mikl-
ar seinkanir urðu á lestarferðum
og þúsundir heimila ufðu rafmagns-
lausar. Vegasamband rofnaði víða,
einkum í fjallahéruðum við landa-
mæri Svíþjóðar og Noregs.
Vopnahlé í
Júgóslavíu
Belgrad. Reuter.
FULLTRÚAR Króata og sam-
bandshersins náðu í gær sam-
komulagi um vopnahlé á fundi
í Sarajevo sem taka á gildi
klukkan átján að staðartíma í
dag. Þá féllust báðir aðilar á
skilyrðislausa samvinnu við Evr-
ópubandalagið og Sameinuðu
þjóðirnar við að koma á friði
og fylgjast með vopnahlésbrot-
um.
Deiluaðilar höfðu fyrr í vikunni
fallist á að sendar yrðu friðar-
gæslusveitir á vegum Sameinuðu
þjóðanna, sem í væru tíu þúsund
manns, til Júgóslavíu. Cyrus
Vance, sérlegur fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna í Júgóslavíu, sem hafði
yfirumsjón með viðræðunum í
gær, hefur hins vegar tekið skýrt
fram að varanlegt vopnahlé sé for-
senda þess að friðargæslusveitir
kæmu til landsins.
Vance vildi á blaðamannafundi
í gær ekkert segja um hvenær
friðargæslusveitir yrðu sendar til
landsins. Hann sagðist ætla að
gefa hinum nýja framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, Bout-
ros Ghali, skýrslu um helgina og
í kjölfar þess myndi öryggisráðið
taka ákvörðun um málið.
Nokkuð virtist hafa dregið úr
bardögum í gær en eftir sem áður
bárust fregnir af svæðisbundnum
skærum. Króatíska sjónvarpið
skýrði frá umsvifamikilli loftárás
á eyjuna Ugljan og eldflaugaárás
á úthverfi hafnarborgarinnar Zad-
ar. Útvarpið í Zagréb greindi þar
að auki frá loftárás á borginna
Daruvar í vesturhluta króatíska
héraðsins Slóveníu aðfaranótt
fimmtudagsins.