Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 Gasolíulækkun: Utgerðin sparar 120 millj. kr. LÆKKUN gasolíuverðs hefur í för með sér 120 milljóna kr. sparnað fyrir fiskiskipaflotann en kostnaður við orkunotkun loðnubræðslna innan Félags fiskimjölsframleiðenda hækkar um 32-40 milljónir kr. miðað við að 800-900 þúsund tonna loðnu- afli berist loðnuverksmiðjum á ári. Að sögn Sveins Hjartar Hjartar- sonar, hagfræðings LÍÚ, má reikna með að sparnaðurinn vegna lækk- unar á verði gasolíu sé um 121 „milljón á ári, en lítrinn lækkaði úr 18,50 kr í 17,60 kr. Svartolía er að litlu leyti notuð í fiskiskipum, en þó í nokkrum togurum. Verð á svartolíu hækkaði úr 11.750 kr. tonnið í 12.400 kr. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags fiskimjölsframleiðenda, sagði að verðhækkun svartolíu hefði komið sér í opna skjöldu. Svartolíu- notkun loðnuverksmiðjanna hefði á ársgrundvelli venjulega verið um 50-60 þúsund tonn, en þó mun minni í fyrra í takt við aflasam- drátt. í venjulegu ári þýddi þessi verðhækkun því að orkunotkun loðnuverksmiðjanna hækkaði um 32-40 milljónir kr. Hann sagði að Félag fiskimjölsframleiðenda hefði ekki tekið afstöðu til olíukaupamála í ljósi fijálsrar olíuverslunar. „Ftjáls innkaup verksmiðjanna sjálfra eru kannski ekki alveg í bígerð. Engu að síður er það eitthvað sem við munum áreiðanlega skoða — hvort við getum sjálfír orðið okkur úti um hagstæðari olíu en olíufélögin bjóða,“ sagði Jón. Friðsöm áramót Nýársgleði landsmanna fór fram með friðsömum hætti og án meirihátt- ar áfalia. Veður var víðast hvar gott og færð góð nema hvað lögreglu- menn í Keflavík áttu annríkt við að aðstoða ökumenn á Reykjanes- braut fyrri hluta nýársdags. Fáir gistu fangageymslur lögreglunnar Morgunblaðið/Þorkell og margir lögreglumenn höfðu orð á því að varla hefði verið meira að gera en um venjulega helgi. Þá virðist fólk hafa farið varlega með fiugelda á gamlárskvöld. Minna var um að fólk kæmi með brunasár á slysadeild Borgarspítalans en oft áður. ir verðbréfasjóðir hafa minnkað,“ sagði Pétur Kristinsson. Sjá einnig frétt um sölu hluta- bréfa á miðopnu. ------4---------- Spænskt fé- lag flaug fyr- ir Veröld FARÞEGAR ferðamiðstöðvarinn- ar Veraldar sem dvöldust á Kan- aríeyjum um jólin koma til lands- ins með vélum spænsks leiguflug- félags og Flugleiða. Að sögn Hall- dórs Sigurðssonar, forstjóra Atlantsflugs hf., sem flutti farþeg- ana til Kanaríeyja 19. desember sl., var ákveðið að taka öðrum verkefnum sem félagið átti kost á þegar greiðsla Veraldar fyrir flugið til íslands var gjaldfallin. „Hjá okkur og öllum leiguflugfé- lögum eru strangar reglur um greiðsluskilmála og sé ekki staðið við samninga þarf að gera aðrar ráðstafanir,“ sagði Halldór. Hann kvaðst ekki eiga von á því að þetta atvik hefði áhrif á samskipti fyrir- tækjanna í framtíðinni. Flugvél Atlantsflugs verður í verkefnum fyr- ir El-Al flugfélagið í ísrael eitthvað fram eftir mánuðinum og flýgur vél- in daglega frá Tel Aviv til ýmissa borga Evrópu. Svavar Egilsson, forstjóri Verald- ar, sagði að fyrirtækinu hefði borist til eyrna að Atlantsflug hefði hug á þessu ve'rkefni í ísrael og hefði það verið athugað. Sú athugun hefði leitt til þess að samið var við spænskt leiguflugfélag um flugið til Islands. Ríkissjóður aflaði tveggja milljarða innanlands í lánsfé Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra: Varaður við afskiptum af inn- anríkismálum í Júgóslavíu RÆÐISMAÐUR íslands í Berlín, Andreas Howaldt, fékk nýlega upphringingu frá þýskumælandi manni sem talinn er vera fulltrúi serbneskra samtaka. Maðurinn, sem kynnti sig sem talsmann Vater- Iandische Front, varaði við því að afskipti utanríkisráðherra ís- lands af innanríkismálum í Júgóslavíu gætu reynst lífshættuleg. Maðurinn kvaðst hafa fengið upplýsingar um ákvörðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrík- isráðherra, um viðurkenningu Is- lands á sjálfstæði Króatíu og Sló- veníu og varaði við að slík afskipti gætu verið lífshættuleg. Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að talið væri að umræddur maður væri fulltrúi serbneskra samtaka en það væri þó ekki öruggt. Hjálmar sagð- ist hafa gert þýskum stjórnvöldum viðvart er hann frétti af upphring- ingunni og taldi fullvíst að öryggis- eftirlit við ræðismannsskrifstofuna í Berlín og íslenska sendiráðið í Þýskalandi hefði verið aukið í kjöl- farið þó allt eins líklegt væri að um símaat hefði verið að ræða. „Þetta er allt mjög óljóst og al- veg eins líklegt, ef ekki líklegra, að hér sé um að ræða einstakling, sem er að nýta þetta tækifæri til að gera símaat. Auðvitað er þó ekkert hægt að fullyrða og ástæða til að fara að öllu með gát,“ sagði Hjálmar. Hjálmar sagðist hafa fregnað að víða væri aukið eftirlit hjá ráða- mönnum i Þýskalandi vegna hót- ana sem þeir hefðu fengið eftir að þýsk stjómvöld viðurkenndu sjálf- stæði Króatíu og Slóvéníu. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði í samtaii við Morgunblaðið að hann hefði ekkert um þessar hótanir að segja annað en að hann hefði heyrt af þeim. Hann sagðist ekki hafa farið fram á aukna öryggisgæslu þeirra vegna. GERA má ráð fyrir að ríkissjóður hafi aflað um tveggja miHjarða króna í nýju lánsfé á innlendum lánsfjármarkaði á árinu 1991 sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Pétri Kristinssyni, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa. Sala ríkis- víxla var nánast óbreytt frá fyrra ári, sala spariskírteina um 800 milljónir umfram innlausn og aukning í sölu ríkisbréfa um 1,2-1,3 milljarðar. Talið er að nýr sparnaður innanlands hafi numið hátt í 30 milljörðum á árinu. Nú um áramótin voru útistand- andi ríkisvíxlar að upphæð 8,1 millj- aður króna sem er 50 milljónum króna hærri upphæð en um áramót- in 1990/91. Forvextir eru á víxlun- um og þeir eru á bilinu 45-120 daga. Ríkisbréf seldust fyrir um 1,5 milljarða eða 1,2-1,3 umfram inn- lausn á árinu. Ríkisbréfín geta ver- ið frá 3 mánuðum hið stysta og allt upp i 3 ár. Vextirnir greiðast eftir á og taka mið af vegnu meðal- tali útlánsvaxta banka og spari- sjóða. Spariskírteini sem hafa lengri lánstíma en tvö fyrrgreindu formin seldust fyrir um 5,2 milljarða á árinu 1991 en á móti voru spariskír- teini fyrir 4,4 milljarða innleyst á árinu, þannig að fjáröflun umfram innlausn var um 800 milljónir. „Ég held þetta sé viðunandi ár- angur miðað við þá stöðu sem verið hefur á lánsfjármarkaðnum. Ljósi punkturinn í þessi sambandi er að við erum orðnir fastur þáttur í sparnaði hjá stórum hluta almenn- ings, því áskrifendur spariskírteina eru orðnir um 15 þúsund og kaupa spariskírteini fyrir á annað hundrað milljónir í hveijum mánuði. Við er- um einkar ánægðír með okkar stöðu, einkum í ljósi þess að marg- I I t t I > i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.